Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2016 Mars

25.03.2016 06:43

Selfosskirkja - föstudagurinn langi - 25. mars 2016

 

 

 

Selfosskirkja - föstudagurinn langi - 25. mars 2016

 

SelfosskirkjaLestur Passíusálma hefst kl. 13 og stendur fram eftir degi.  Fólk úr söfnuðinum les. 

Boðið upp á kaffi í safnaðarheimilinu og fólki er frjálst að koma og fara eftir því sem hentar. 

Umsjón hefur sr. Guðbjörg Arnardóttir.

 

Kyrrðarstund við krossinn kl. 20.  Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson les sjö orð Krists á krossinum. 

Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Edit Molnár.  Sr. Guðbjörg Arnardóttir.

 

Séra Guðbjörg Arnardóttir.

.


 

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson. Ljósm.: BIBSkráð af Menningar-Staður

24.03.2016 21:46

Vefritið Vestfjarðatíðindi - 1. hefti - marz 2016

 

 

Vestfjarðatíðindi 1. tbl. mars 2016
 

Vefritið Vestfjarðatíðindi - 1. hefti - marz 2016

 

Vefritið Vestfjarðatíðindi 1. hefti 2016, málgagn Vestfirska forlagsins, kom út á Vefnum í dag. Þetta vefrit er ætlað öllum þeim er unna Vestfjörðum á einhvern hátt. Því er ætlað að kynna mannlíf og sögu kynslóðanna á þessum hluta landsins, sem sumir telja óbyggilegan. Er það sams konar efni og Vestfirska forlagið hefur birt í útgáfubókum sínum og ritum, sem nú eru komin á fjórða hundrað talsins. Auk þess fjallar vefritið um ýmis mál sem eru efst á baugi í þjóðfélaginu.    Sumt af efni þess hefur áður birst á Þingeyrarvefnum.

 

   Vestfjarðatíðindi koma fram á sínum eigin forsendum og eru engum háð. Hallgrímur Sveinsson ritstýrir  og umbrot annast Nína Ivanova.
 

Smella hér að néðan:
Vestfjarðatíðindi 1. tbl. mars 2016


 
Skráð af MenningarStaður

 

 

 

24.03.2016 06:43

Páskasýning: - Konur á vettvangi karla

 

 

Páskasýning: - Konur á vettvangi karla

 

Byggðasafn Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka er opið um páskana. í dag, fimmtudaginn 24. mars 2016,  opnar sýninginKonur á vettvangi karla í borðstofu Hússins.

Konur á vettvangi karla er sýning sett upp af Héraðsskjalasafni Árnesinga og er um leið afmælissýning safnsins sem fagnaði 30 ára afmæli á síðasta ári. Undirstaða sýningarinnar er unnin upp úr safnkosti héraðskjalasafnsins. Sjónum er beint að konum sem voru og eru búsettar hér í sýslunni. Tekin eru dæmi um konur sem fengu og konur sem fengu ekki kosningarétt ýmist vegna samfélagslegrar stöðu sinnar eða aldurs. Á sýningunni er rakin þátttaka sunnlenskra kvenna í stjórnmálum bæði á sveitarstjórnarstiginu og í landsmálapólitík. Nefndar eru fyrstu konurnar sem sátu sem pólitískt kjörnir fulltrúar íbúa í sínum sveitarfélögum sem aðalmenn í hreppsnefndum, oddvitar, þingkonur og ráðherrar. Þróunin er sett saman við þróunina á landsvísu og bent á ýmsa þætti sem höfðu áhrif á aukna þátttöku kvenna í stjórnmálum og á að konur byrjuðu að ryðja sér braut inn á vettvang karla.

Opið er í Húsinu frá skírdegi til annars í páskum kl. 14-17. Sýninguna er á öðrum tímum hægt að skoða eftir samkomulagi til aprílloka.

af wwwhusid.com

 

Skráð af Menningar-Staður

 

23.03.2016 06:46

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 22. mars 2016

 

 

F.v.: Sævar Sigursteinsson, Siggeir Ingólfsson, Rúnar Eiríksson og Ólafur H. Guðmundsson.

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 22. mars 2016

 

Góðir gestir ofan frá Ölfusá.

 

 

F.v.: Sævar Sigursteinsson, Sigurjón Pálsson, Siggeir Ingólfsson, Ólafur H. Guðmundsson,

Óskar Magnússon og Guðmundur Ragnarsson. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.Skráð af Menningar-Staður

 

22.03.2016 16:28

Hjallastefnan fundaði á Eyrarbakka

 


F.v.: Kjartan Þór Helgason og Ragnar Emilsson.

 

 

F.v.: Kjartan Þór Helgason og Ragnar Emilsson.

 

Hjallastefnan fundaði á Eyrarbakka

 

Fundur var í Hjallastefnunni í og við Alþýðuhúsið á Eyrarbakka í morgun þriðjudaginn 22. mars 2016.

Kristján Runólfsson orti:
Hjallastefnan hengdi upp fisk,
hann svo látinn síga,
fer hann svo á á frægra disk,
og flotið svo á hníga.


Menningar-Staður færði til myndar eins og sjá má.

 

 

F.v.: Ragnar Emilsson, Kjartan Þór Helgason og Jóhann Jóhanssson.

 


F.v.: Siggeir Ingólfsson, Kjartan Þór Helgason, Jóhann Jóhannsson og Ragnar Emilsson.


Skráð af Menningar-Staður 

 

22.03.2016 13:30

Bændablaðinu er ætíð fagnað á Eyrarbakka

 


F.v.: Ragnar Emilsson, skipstjóri á Mána ÁR og Kjartan Þór Helgason, vélstjóri.Bændablaðinu er ætíð fagnað á EyrarbakkaSvo var vissulega í morgun í Alþýðuhúsinu þar í bæ.

Skipstjórinn og vélstjórinn á Mána ÁR frá Eyrarbakka komu strax eftir löndun í Þorlákshöfn í morgun við í Alþýðuhúsinu.


Eftir fund í Hjallastefnunni var Bændablaðið lesið upp til agna. 

 

 


F.v.: Ragnar Emilsson, Kjartan Már Helgason og Jóhann Jóhannsson.

 Skráð af Menningar-Staður


 

21.03.2016 14:23

- Afmælisauki Ásmundar Friðrikssonar að Stað 18. mars 2016

 

.


 

Ásmundur Friðriksson, alþingismaður skrifar á Facebook þann 18. mars 2016

 

Annar í afmæli var hjá mér í dag. Hrútavinirnir á Eyrarbakka gáfu mér fiskiveislu í afmælisgjöf og ég mátti bjóða með mér hópi manna. Ég valdi slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli sem höfðu tekið á móti mér með Hrútavinir sl. haust.

 

Eftir glæsilegan matinn þar sem aðalréttur dagsins var ferskur þorskur kriddaður með sölum af Eyrarbakkaskerjum heimsóttum við Flugsafnið hjá Einari Elíassyni í á Selfossi og þar komust slökkviliðsmenn af Keflavíkurflugvelli í feitt. Frábært safn og skemmtileg leiðsögn Einars.

 

Rúsínan í pylsuendanum á skemmtilegum degi var heimsókn til Brunavarna Árnessýslu og þar tók Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri og hans menn í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi á móti hópnum sem telur 20 manns.

 

Skemmtilegur dagur sem löngu er skipulagður, tókst framar vonum.

 

Ég þakka Siggeir Ingólfsson, Björn Ingi Bjarnason og félögum fyrir afmælisgjöfina og gestunum frá Slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli að þiggja herlegheitin og gera daginn ógleymanlegan.

 

Takk fyrir mig.

Ásmundur Friðriksson.

 


Myndalabúm með 54 myndum frá Stað á Eyrarbakka og Flugsafni Einars Elíassonar er komið á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/277765/

 

Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

Kristján Runólfsson orti:
Allir fengu á sinn disk,
eðal máltíð fríða,
Geiri setti söl á fisk,
sést það ekki víða.

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

21.03.2016 12:07

Elfar Guðni og Valgerður Þóra sýna í gallerí Svartakletti

 

 

Elfar Guðni og Valgerður Þóra sýna í gallerí Svartakletti

 

Elfar Guðni og Valgerður Þóra opna sýningu í gallerí Svartakletti Hafnargötu 9, Stokkseyri laugardaginn 26. mars 2016 kl. 14:00.

 

Á sýningunni verða vatnslitamyndir frá Elfari af fjöllum, klettum við sjó, jöklum, þorpum og blómum. Flestar eru myndirnar málaðar árið 2004, nokkrar eru eldri, málaðar í kringum 1978. Einnig eru olíumyndir sem flestar eru nýlegar, brim, veður, bátar og hús í fjarska ræður þar ríkjum.

 

Valgerður Þóra sýnir mosaic og myndir á rekavið með blandaðri tækni.

 

Opið verður um helgar frá kl. 14 til 18 og í annan tíma eftir samkomulagi.


Sýningarlok óákveðin.Skráð af Menningar-Staður
 

20.03.2016 20:52

Vorjafndægur 20. mars 2016

 

 

 

Vorjafndægur 20. mars 2016

 

Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir miðbaug jarðar, og þá er stefna frá miðju jarðar í sólmiðju hornrétt á snúningsás jarðar. Þessi atburður er því á tilteknu augnabliki innan dagsins. Um vorjafndægur eru dagur og nótt álíka löng og lengist dagurinn um 6-7 mínútur á hverjum degi.

Stundum er sagt að á jafndægrum séu dagur og nótt jafnlöng, sem er nærri lagi, en þetta er ekki alveg svo einfalt. Í fyrsta lagi er bjart nokkru fyrir sólarupprás og eftir sólarlag, en jafnvel tíminn milli sólarupprásar og sólarlags er ekki nákvæmlega 12 klst. á jafndægrum.

Ástæða þessa fráviks er af tvennum toga. Í fyrsta lagi miðast sólarupprás og sólarlag ekki við augnablikið þegar sólmiðjan fer niður fyrir sjónbaug (láréttan sjóndeildarhring), heldur er miðað við fyrstu og síðustu geisla sólar, þ.e. efri rönd sólkringlunnar. Í öðru lagi veldur ljósbrot í lofthjúpi jarðar því að við getum séð í sólina þar til sólmiðjan er komin um 1,1° niður fyrir sjónbaug.

Í Almanaki Háskólans má t.d. sjá að tíminn milli sólarupprásar og sólarlags á vorjafndægrum er um 12 klst. og 14 mínútur, en tveimur dögum fyrir jafndægur er dagurinn nær 12 klst.

hnötturinn skyggður að hálfu


Af www.vedur.is


Skráð af Menningar-Staður

 

20.03.2016 07:12

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 18. mars 2016

 

 

F.v.: Jóhann Jóhannsson, Einar Elíasson og Magnús Hlynur Hreiðarsson.  Ljósm.: BIB

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 18. mars 2016

 

 

F.v.: Jóhann Jóhannsson, Einar Elíasson, Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásmundur Friðriksson

og Siggeir Ingólfsson.

.


F.v.: Haukur Jónsson Kristján Runólfsson Rúnar Eiríksson, Jóhann Jóhannsson, Einar Elíasson,

Magnús Hlynur Hreiðarsson og Ásmundur Friðriksson.

 

Skráð af Menningar-Staður