Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2016 Mars

02.03.2016 20:14

40 ár frá því Hafrún ÁR 28 frá Eyrabakka fórst

 

 

Úr Sjómannablaðinu Víkingi í mars 1976.

 

 

40 ár frá því Hafrún ÁR 28 frá Eyrarbakka fórst

 

Þann 2. mars 1976 fórst  M/b Hafrún ÁR 28 frá Eyrarbakka út af Reykjanesi með allri áhöfn 8 manns og þar af ein kona.

 

Þau sem fórust:


Valdimar Eiðsson skipstjóri,

Ágúst Ólafsson,

Haraldur Jónsson,

Guðmundur S. Sigursteinsson,

Júlíus Stefánsson,

Ingibjörg Guðlaugsdóttir,

Þórður Þórisson

og  Jakob Zophóníusson.Blessuð sé minnig þeirra

 

 

Úr Þjóðviljanum í mars 1976


Skráð af Menningar-Staðu
 

02.03.2016 18:53

Sólarlagið við Eyrarbakka 2. mars 2016

 

.

 

 

Sólarlagið við Eyrarbakka 2. mars 2016


Selfoss:

Veður 02.03.16 kl 18:51
Hiti: -2.8°C 
Norðan 0.9 m/s 
Úrkoma dagsins 0.0 mm 
Sólarupprás 8:23

Sólsetur 18:47


Sólsetrið séð frá Eyrarbakka 2. mars 2016.

 
Skráð af Menningar-Staður

 

02.03.2016 18:05

Urriðafoss og Þjórsá 2. mars 2016

 

 

Urriðafoss og Þjórsá 2. mars 2016

Myndaalbúm á Menningar-Stað
 

Smella á þessa slóð:

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/277473/

Nokkrar myndir :


.

.

.

.

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

02.03.2016 14:52

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 2. mars 2016

 

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson, Jóhann Jóhansson og Reynir Jóhannsson.

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 2. mars 2016

 

 

F.v.: Rúnar Eiríksson, Lýður Pálsson, Siggeir Ingólfsson og Reynir Jóhannsson.

 


F.v.: Lýður Pálsson og Siggeir Ingólfsson.
 


Skráð af Menningar-Staður
 

02.03.2016 08:38

2. mars 2016 -sólarupprásin

 

 

 

2. mars 2016 -sólarupprásin


Selfoss

Veður 02.03.16 kl 8:31
Hiti: -2.8°C 
Norðan 1.3 m/s 
Úrkoma dagsins 0.0 mm 
Sólarupprás 8:26
Sólsetur 18:47


Séð frá Eyrarbakka kom sólin upp í Þórsmökinni í morgun.


 


.

 

 


Skráð af Menningar-Staður

 

02.03.2016 07:03

Feðgar á ferð sumarið 2016 -lumar þú á góðri hugmynd ?

 

 

Magnús Hlynur Hreiðarsson.

 

Feðgar á ferð sumarið 2016 -lumar þú á góðri hugmynd ?

 

Okkur langar að biðja ykkur um smá aðstoð því við erum að leita að skemmti- legu, jákvæðu og hressu fólki Suðurlandi og víðar sem gæti komið fram í þætti okkar "Feðgar á ferð", sem sýndir verða á Stöð 2 í sumar, hver þáttur er um 25. mínútur.

Við vorum með tíu svona þætti í fyrra sumar sem tókust mjög vel og fengu mikið áhorf.

Allar hugmyndir eru vel þegnar, þó ykkur finnist hugmyndin skrýtin eða kjánalega þá getur verið að okkur finnist hún stórsniðug og höfum samband við viðkomandi.

Tökur verða í apríl og maí 2016. Nr. 1, 2 og 3, viðmælendurnir þurfa að vera jákvæðir, hressir, skemmtilegir og hafa eitthvað áhugavert fram að færa, ungir sem aldnir, konur sem karlar og allt þar á milli.

Hér er líka kjörið tækifæri á að koma Suðurlandi í sjónvarpið á jákvæðan hátt.

Best að senda mér tölvupóst (mhh@stod2.is) ef þið lumið á góðum hugmyndum eða senda mér einkaskilaboð á Facebook (Magnús Hlynur Hreiðarsson).

 

Með góðri kveðju frá Feðgum á ferð

Magnús Hlynur Hreiðarsson

og Fannar Freyr Magnússon, Selfossi.


Skráð af Menningar-Staður

01.03.2016 21:49

Fundargerð 21. fundar Hverfisráðs Eyrarbakka

 

Fundargerð 21. fundar Hverfisráðs Eyrarbakka

 

Hverfisráð Eyrarbakka.
Sitjandi f.v.: Guðbjört Einarsdóttir, Guðlaug Einarsdóttitr, ritari. og Þórunn Gunnarsdóttir.

Standandi f.v: Siggeir Ingólfsson, formaður, Ingólfur Hjálmarsson og Gísli Gíslason. 
 

(Myndin er tekin 2014 af BIB)

Skráð af Menningar-Staður

01.03.2016 07:01

Sögulegur samningur um eflingu söguferðaþjónustu

 


Ragnheiður Elín Árnadóttir og Rögnvaldur Guðmundsson takast í hendur.

 

Sögulegur samningur um eflingu söguferðaþjónustu

 

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Rögnvaldur Guðmundsson formaður Samtaka um söguferðaþjónustu (SSF) skrifuðu þann 25. febrúar 2016 undir saming um eflingu söguferðaþjónustu á Íslandi. Markmið samningsins er að vinna að frekari uppbyggingu og þróun söguferðaþjónustu um land allt þar sem leitast verður við að auka upplifun ferðamanna og afþreyingu sem byggir á menningararfi.  
 

Áhersla er lögð á að byggja upp ferðaþjónustu sem lýtur að miðlun menningararfs og kynningu á sögu þjóðarinnar. Kannanir sýna að áhugi ferðamanna beinist í auknum mæli að þessum þætti sem getur orðið mikilvægur liður í aukinni dreifingu ferðamanna um landið að vetri jafnt sem sumri.
 

Í samningnum segir m.a. að á árinu 2016 muni Samtök um söguferðaþjónustu leggja áherslu á eftirfarandi verkefni sem m.a. teljast til forgangsmála í verkefnaáætlun Vegvísis í ferðaþjónustu:

  1. koma að gerð stefnumótandi stjórnunaráætlana fyrir ferðaþjónustuna í hverjum landshluta
  2. taka þátt í mörkun Íslands sem áfangastaðar með tilliti til menningararfs og sögu
  3. vinna að nýsköpun og vöruþróun í söguferðaþjónustu með sérstaka áherslu á „að gera söguna lifandi“ og auka upplifun ferðamanna
  4. stuðla að samvinnu við ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur um þróun söguferða og söguhringja
  5. efla markaðssetningu á söguferðaþjónustu innan lands sem utan
  6. vinna að fjölgun virkra aðila samtakanna


    Af www.stjornarrad.is    Skráð af Menningar-Staður