Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2016 Apríl

27.04.2016 14:47

Grundarfjarðarkirkja

 

 

Grundarfjarðarkirkja og Kirkjufell.

 

Grundarfjarðarkirkja


Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvars var á dögunum á Snæfellsnesi.

Kirkjan í Grundarfirði var m.a mynduð.Skráð af Menningar-Staður

27.04.2016 14:25

Gunnar og Einar fengu menningarverðlaun Árborgar

 

F.v.: Axel Ingi Viðarsson, Einar Elíasson, Gunnar Graanz og Kjartan Björnsson.

Gunnar og Einar fengu menningarverðlaun Árborgar

 

Menningarverðlaun Árborgar voru afhent í menningarsalnum í Hótel Selfoss á sumardaginn fyrsta (21. apríl 2016) í tengslum við Vor í Árborg. Að þessu sinni hlutu verðlaunin þeir Gunnar Gränz og Einar Pálmar Elíasson.

Gunnar starfaði lengst af á Selfossi sem húsamálari. Meðfram starfi sínu fékkst hann við listmálun og er með réttu hægt að segja að hann sé sjálfmenntaður alþýðulistmálari. 
Einar var einn helsti hvatamaður að stofnun Flugklúbbs Selfoss 1974 og að byggingu Selfossflugvallar í kjölfar þess. Frá því um aldamót hefur Einar að mestu sinnt áhugamáli sínu sem er herminja-, flug- og bílasafn hans í flugskýli 1 á Selfossflugvelli.

Í máli Kjartans Björnssona, formanns íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kom fram að þeir Gunnar og Einar væru sannkallaðar hvunndagshetjur sem vinna að samfélagsmálum og séu sannarlega verðugir menningarviðurkenningar Árborgar árið 2016.

Gunnar Gränz 

er fæddur í Vestmannaeyjum 30. nóvember 1932 og ólst þar upp til níu ára aldurs. Hann flutti með fjölskyldu sinni til Selfoss en þaðan kom fjölskyldan vorið 1942 með báti til Stokkseyrar. Tók fjölskyldan til við að byggja hús við Kirkjuveg 5 á Selfossi og var húsið nefnt Karlsskáli. Gunnar starfaði sinn starfsaldur á Selfossi sem málari. Meðfram fékkst hann við listmálun og er með réttu hægt að segja að Gunnar sé sjálfmenntaður alþýðulistmálari. Gunnar var kvæntur Jónu Jónsdóttur og eignuðust þau tvö börn, Gunnar og Söndru og eiga eitt barnabarn. Gunnar er sonur Carls Jóhann Gränz og Guðrúnar Ólafsdóttur.

Gunnar var einn af stofnfélögum Myndlistarfélags Árnessýslu, stofnfélagi Golfklúbbs Selfoss og starfaði m.a. með Stangaveiðifélagi Selfoss og Bridgeklúbbi Selfoss. Gunnar hefur tekið þátt í mörgum samsýningum og einnig haldið einkasýningar. Gunnar hefur einnig verið ötull sjálfboðaliði í Héraðsskjalasafni Árnesinga undanfarin ár og unnið þar að sérstöku ljósmyndaverkefni. 

Einar Pálmar Elíasson 

fæddist í Vestmannaeyjum 20. júlí 1935. Foreldrar Einars voru Guðfinna Einarsdóttir ættuð frá Stuðlum við Norðfjörð og Þórður Elías Sigfússon ættaður úr Fljótshlíðinni. Guðfinna átti einn son en Elías var ekkjumaður, faðir tveggja barna. Einar átti því þrjú hálfsystkin þegar hann kom í heiminn og eignaðist síðar einn bróður. Einar kom á Selfoss 23 ára gamall 1958 og réðist í vinnu hjá Kaupfélagi Árnesinga í sumarafleysingar, við akstur mjólkur- og flutningabíla. Hann hóf síðan nám í húsasmíði hjá trésmiðju Kaupfélagsins og útskrifaðist vorið 1964. Einar og kona hans Sigríður Bergsteinsdóttir byggðu sér hús að Engjavegi 24. Þau eignuðust fjögur börn: Bergstein f. 1960, Guðfinnu Elínu f. 1963, Örn f. 1966, og Sigrúnu Helgu f. 1970. Í dag eiga þau 11 barnabörn og 4 barnabarnabörn. Rúm fimmtíu ár eru síðan Einar hóf atvinnurekstur á Selfossi með stofnun trésmíðaverkstæðis í bílskúrnum að Engjavegi 24. Árið 1968 stofnaði Einar Steypuiðjuna og tíu árum síðar Set ehf. 1978.

Einar var einn helsti hvatamaður að stofnun Flugklúbbs Selfoss 1974 og að byggingu Selfossflugvallar í kjölfar þess. Frá því um aldamót hefur Einar að mestu sinnt áhugamáli sínu sem er Herminja-, flug- og bílasafn hans í flugskýli 1 á Selfossflugvelli.

Af www.dfs.is


Skráð af Menningar-Staður

27.04.2016 09:12

Fundað um Hrafnseyri og Auðkúlu

 

 

Á Hrafnseyri við Arnarfjörð.

 

Fundað um Hrafnseyri og Auðkúlu

Margrét Hrönn Hallmundsdóttir fornleifafræðingur mun flytja fyrirlestur í dag í sal Þjóðminjasafnsins kl. 12. Fyrirlesturinn fjallar um rannsóknina Arnarfjörður á miðöldum, sem staðið hefur yfir frá árinu 2011 og einkum beinst að tveimur jörðum í firðinum; Hrafnseyri og Auðkúlu.

Á Hrafnseyri hafa fundist merki um kola- og járnvinnslu og er talið að þar hafi verið búið strax á 10. öld. Í landi Auðkúlu fannst landnámsbýli við Dysjargil og einnig kirkjugarður með litlu bænhúsi.

Morgunblaðið miðvikudagurinn 27. apríl 2016.

 Skráð af Menningar-Staður

 

 

27.04.2016 08:33

Dansk-Islandsk Samfund hlýtur Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2016

 


F.h.: Steen Lindholm, Einar K. Guðfinnsson og Páll Skúlason.

 

Dansk-Islandsk Samfund hlýtur

Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2016

Hátíð Jóns Sigurðssonar var haldin í Jónshúsi í Kaupmannahöfn þann 21 apríl 2016, á sumardaginn fyrsta. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, setti hátíðina og afhenti Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta.  Einar Kárason rithöfundur var aðalræðumaður að þessu sinni og flutti erindi um vestfirskar hetjur, fyrr og nú.

Verðlaunin féllu að þessu sinni í hlut félagsins Dansk-Islandsk Samfund sem fagnar aldarafmæli árið 2016. Dansk-Islandsk Samfund starfar bæði á Íslandi og í Danmörku og hefur í 100 ára sögu sinni verið mikilvægur vettvangur til að rækta náin samskipti þjóðanna á sviði mennta og menningar, fræðslu og upplýsingar, með ótal viðburðum, fyrirlestrum, hátíðum, úthlutun námsstyrkja og útgáfustarfi.

 

Steen Lindholm, formaður félagsins í Danmörku, og Páll Skúlason, formaður Íslandsdeildar Dansk-Islandsk Samfund, veittu verðlaununum viðtöku fyrir hönd félagsins.

 

Verðlaunin hafa áður hlotið:

  • 2015: Sigríður Eyþórsdóttir, tónlistarmaður og kórstjóri.
  • 2014: Bertel Haarder, fyrrverandi menntamálaráðherra Danmerkur.
  • 2013: Erling Blöndal Bengtsson sellóleikari.
  • 2012: Pétur M. Jónasson, vatnalíffræðingur og prófessor emeritus.
  • 2011: Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands.
  • 2010: Søren Langvad, byggingarverkfræðingur og forstjóri.
  • 2009: Erik Skyum-Nielsen, bókmenntafræðingur og þýðandi.
  • 2008: Guðjón Friðriksson sagnfræðingur. 

 

Alþingi veitir Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta í minningu starfa hans í þágu Íslands og Íslendinga. Þau hlýtur hverju sinni einstaklingur sem hefur unnið verk er tengjast hugsjónum og störfum Jóns Sigurðssonar. Þau verk geta verið á sviði fræðistarfa, viðskipta eða mennta- og menningarmála. Nánari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar er að finna á vef Jónshúss. 

Af vef Alþingis.

 

Einar Kárason rithöfundur var aðalræðumaður að þessu sinni og flutti erindi um vestfirskar hetjur, fyrr og nú.
 

 Skráð af Menningar-Staður
 

 

 

 

22.04.2016 16:22

Fiskispjall að Sölvabakka á Eyrarbakka

 

Við Sölvabakka á Eyrarbakka.
F.v.: Ingólfur Hjálmarsson, Halldór Páll Kjartansson og Siggeir Ingólfsson.

 

Fiskispjall að Sölvabakka á Eyrarbakka 

 

 Meðal atriða á morgun, laugardaginn 23. apríl 2016 á "Vori í Árborg" sem nú stendur yfir, verður opið hús að Sölvabakka á Eyrarbakka hjá Siggeiri Ingólfssyni. Sölvabakki er vestast í gamla frystihúsinu (Gónhól).

Þar mun Siggeir staðarhaldari og sölvatekjumaður ásamt fleiru taka á móti fólki og sýna starfsemina og segja fiskisögur.

Allir velkomnir.

  


Skráð af Menningar-Staður

 

22.04.2016 13:18

115.800 FERÐAMENN Í MARS 2016

 

 

115.800 FERÐAMENN Í MARS 2016

 

Fermenn í mars 2016Um 115.800 erlendir ferðamenn fóru frá landinu í mars síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 32 þúsund fleiri en í mars á síðasta ári. Aukningin nemur 38,1% milli ára.

Ferðamönnum heldur því áfram að fjölga milli ára en aukningin var 23,6% í janúar og 42,9% í febrúar. Þegar litið er til fjölgunar ferðamanna það sem af er ári er hún 35,5% miðað við fjölda ferðamanna á tímabilinu janúar til mars árið 2015.

Bretar og Bandaríkjamenn um 52% ferðamanna í mars

10 fjölmennustu þjóðerninUm 76% ferðamanna í mars árið 2016 voru af tíu þjóðernum. Bretar voru fjölmennastir eða 31,5% af heildarfjölda en næstir komu Bandaríkjamenn (20,4%). Þar á eftir fylgdu Þjóðverjar (5,3%), Frakkar (3,9%), Kínverjar (2,9%), Danir (2,8%), Norðmenn (2,6%), Svíar (2,3%), Kanadamenn (2,2%) og Japanir (2,2%).

Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bandaríkjamönnum, Bretum og Kínverjum mest milli ára en 9.196 fleiri Bandaríkjamenn komu í mars í ár en í sama mánuði í fyrra, 8.388 fleiri Bretar og 1.520 fleiri Kínverjar. Þessar þrjár þjóðir báru uppi aukninguna í mars að miklu leyti milli ára eða 59,8% af heildaraukningu.

Ferðamenn eftir markaðssvæðumÁttföldum frá Ameríku

Þegar litið er til fjölda ferðamanna í nýliðnum marsmánuði má sjá verulega fjölgun frá árinu 2010 en um er að ræða meira en fjórfalt fleiri ferðamenn en árið 2010. Fjöldi ferðamanna frá Norður Ameríku hefur áttfaldast, fjöldi ferðamanna frá Bretlandi meira en fimmfaldast, fjöldi ferðamanna frá Mið- og S-Evrópu meira en þrefaldast og ferðamönnum frá löndum sem lenda í hópnum annað nærri sexfaldast. Ferðamönnum frá Norðurlöndunum hefur hins vegar fjölgað í minna mæli.

Hlutfall Breta og Bandaríkjamanna hækkar en Norðurlandabúa lækkar

Hlutfall ferðamanna - mars 2016Samsetning ferðamanna hefur breyst mikið frá árinu 2010 eins og sjá má af myndinni hér til hliðar. Í mars síðastliðnum voru Bretar um 31,5% ferðamanna en voru um fjórðungur árið 2010. Hlutfall N-Ameríkana var 22,6% í nýliðnum mars en var mun lægra árið 2010 eða 12,5%. Norðurlandabúar voru um 26% ferðamanna árið 2010 en árið 2016 var hlutfall þeirra komið í 8,7%. Hlutfall Mið- og S-Evrópubúa og ferðamanna frá öðrum mörkuðum hefur verið á líku róli á tímabilinu 2010-216.

Ferðir Íslendinga utan

Um 40 þúsund Íslendingar fóru utan í mars síðastliðnum eða 7.600 fleiri en árið 2015. Um er að ræða 23,3% fleiri brottfarir en í mars 2015.

Nánari upplýsingar

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.

Ferðamenn í mars - tafla

 

Af: www.ferdamalastofa.is

 
Skráð af Menningar-Staður

 

22.04.2016 06:58

Séra Kristján Björnsson þjónar Eyrarbakka

 

Séra Kristján Björnsson í Eyrarbakkakirkju. Ljósm.: BIB

 

Séra Kristján Björnsson þjónar Eyrarbakka

 

Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, hefur ákveðið að skipa séra Kristján Björnsson í embætti sóknarprests í Eyrarbakkaprestakalli, Suðurprófastsdæmi. Frestur til að sækja um embættið rann út 22. mars sl.

Umsækjendurnir auk sr. Kristjáns voru Anna Þóra Paulsdóttir guðfræðingur, Arnór Bjarki Blomsterberg guðfræðingur, séra Úrsúla Árnadóttir og Viðar Stefánsson guðfræðingur. Einn umsækjandi dró umsóknina til baka.

Séra Kristján Björnsson hefur þjónað Eyrarbakkaprestakalli í afleysingum frá 1. ágúst í fyrra. Hann var prestur á Breiðabólstað í níu ár en haustið 1998 var hann skipaður sóknarprestur í Vestmannaeyjum. Sr. Kristján hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarströfum fyrir kirkjuna og Prestafélag Íslands.

Í Eyrarbakkaprestakalli eru þrjár sóknir; Eyrarbakkasókn, Gaulverjabæjarsókn og Stokkseyrarsókn. Íbúar í prestakallinu eru rúmlega tólf hundruð.

Morgunblaðið fimmtudagurinn 21. apríl 2016.

 


Skráð af Menningar-Staður

18.04.2016 09:34

Réttleysi fjölmargra byggða algjört

 Hannes Sigurðsson útgerðarmaður í Þorlákshöfn.

 

Réttleysi fjölmargra byggða algjört
 

Hagsmunir þeirra hafa verið fyrir borð bornir,

segir Hannes Sigurðsson í Þorlákshöfn.

 

,,Það eru tvær hliðar á kvótakerfinu, önnur góð og hin slæm,“ segir Hannes Sigurðsson útgerðarmaður og fiskverkandi í Þorlákshöfn í viðtali í páskablaði Fiskifrétta.

„Við getum þakkað kerfinu það að við förum betur með fiskinn og eins er hægt að stýra aflanum betur eftir árstíma og markaðsaðstæðum hverju sinni. Helsti gallinn við kvótakerfið er hin svakalega og ósanngjarna byggðaröskun sem kerfið hefur leitt til. Það eru fjölmörg byggðalög í stórhættu og menn virðast vilja gleyma því að byggðir vítt og breytt um landið urðu til í kringum útgerðina frá sömu stöðum. Réttleysi fjölmargra byggðalaga er algjört og hagsmunir þeirra hafa verið fyrir borð bornir.“

Og Hannes bætir við: „Eftir að hafa hugsað þessi mál hef ég komist að því að það verður aldrei friður um sjávarútveginn nema hluti kvótans renni beint til byggðanna. Það er grundvöllurinn fyrir því að hægt sé að halda lífi í hinum dreifðu byggðum landsins.“

 

Sjá ítarlegt viðtal við Hannes um útgerðarsögu hans og sjónarmið í páskablaði Fiskifrétta. 

Af: www.fiskifrettir.is

Skráð af Menningar-Staður

17.04.2016 06:54

Elfar Guðni og Valgerður Þóra opnuðu sýningar í Svartakletti á Stokkseyri - 26. mars 2016

 

.

 

 

Opið allar helgar kl. 14 - 18

 

 

.

.

 

Héraðsfréttablaðið Suðri 14. apríl 2016.


Skráð af Menningar-Staður

 

15.04.2016 21:36

SASS rekið með tugmilljo´na tapi

 

SASS-húsið á Selfossi. Ljósm.: sunnlenska.is/Guðmundur Karl

 

SASS rekið með tugmilljóna tapi

 

Rekstarafkoma Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) var neikvæð um 33,7 milljónir króna á síðasta ári.

Munar þar miklu um auknar lífeyrisskuldbindingar sem samtökin hafa tekið á sig í tengslum við sameiningu stofnana en einnig er umtalsvert tap af rekstri Strætó innan svæðis samtakanna.

„Lífeyrisskuldbindingar hafa hækkað ótæpilega og komu okkur nokkuð á óvart,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður stjórnar SASS. Hann segir að um hafi verið að ræða dýra starfsmenn, bæði innan samtakanna sem og Atvinnuþróunarsjóðs, sem nú hefur lent á framfæri SASS með sameiningu.

Talsvert tap er á ákveðnum leiðum Strætó á Suðurlandi sem orsakar það að í heildina varð um 10 milljón króna tap á þeim hluta sem snýr að samtökunum. Þar munar mest um verulegan tekjusamdrátt sem orðið hefur á skólaakstursleiðinni, sem virðist minna nýtt af nemendum en verið hefur.

 

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu.

 

Af www.sunnlenska.is

Skráð af Menningar-Staður