Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2016 Apríl

12.04.2016 07:24

Stutt í skóflustunguna á Hvolsvelli

 

 

 

Stutt í skóflustunguna á Hvolsvelli

 

Búið er að ljúka fjármögnun Lava, eldfjallaseturs á Hvolsvelli, sem fyrirhugað er að verði burðarstólpi í ferðaþjónustu á Suðurlandi. Fjárfestingin er á annan milljarð, stærsti einstaki fjárfestir í verkefninu er framtakssjóðurinn Icelandic Tourism Fund, en einnig koma við sögu Norðurflug, Eimskipafélag Íslands og Kynnisferðir.

Ásbjörn Björgvinsson, framkvæmdastjóri Lava, sem heitir formlega Lava – eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöð Íslands, vonar að hægt verði að skila öllum byggingateikningum um miðjan mánuðinn og sækja um leyfi fyrir að grafa fyrir grunni hússins. „Þetta þarf allt að fara í gegnum stjórnsýslu sveitarfélagsins svo að öllum reglum sé fylgt í hvívetna. Vonandi getum við stefnt á að taka skóflustunguna í þessum mánuði. Þá yrði farið í að leggja grunn og reisa húsið undir haust og loka því fyrir veturinn. Að því loknu yrði farið í að innrétta húsnæðið. Við stefnum ennþá að því að opna setrið um vorið á næsta ári,“ segir Ásbjörn.

Frumkvöðull verkefnisins er Skúli Gunnar Sigfússon, eigandi Subway á Íslandi. Í byrjun kom einnig Sigmar Vilhjálmsson að hugmyndasmíði verkefnisins ásamt þeim Skúla og Ásbirni en Sigmar hefur nú snúið sér að öðrum verkefnum.

Ásbjörn segir aðkomu Icelandic Tourism Fund mikilvægan hornstein fyrir verkefnið, en sjóðurinn hefur m.a. komið að fjármögnun íshellisins í Langjökli og Hvalasýningarinnar á Granda. Stefnt er að því að eldfjallasetrið verði allsherjar fræðslu- og upplifunarmiðstöð þar sem náttúra Íslands er í forgrunni með sérstaka áherslu á jarðfræði og jarðsöguna.

 

Ferðamannasegull á Hvolsvöll

Samhliða setrinu verður 350 fermetra verslun Rammagerðarinnar í húsnæðinu og u.þ.b. 250 sæta veitingastaður þar sem fyrst og fremst verður matreitt úr hráefnum úr héraði. Einnig verður sölumiðstöð fyrir dagsferðir í ferðaþjónustu á svæðinu, en Ásbjörn segir að verkefnið hafi fengið góð viðbrögð frá ferðaþjónustu á Suðurlandi og vonast til þess að setrið muni virka sem segull á ferðamenn til svæðisins. Þá verður Safe Travel með aðstöðu í setrinu til þess að miðla upplýsingum til ferðamanna um hvernig þeir geti ferðast um landið á sem öruggastan hátt.

Sýningin sem verður í eldfjallasetrinu kostar um 500 milljónir króna. „Sýningin mun fyrst og fremst snúast um eldfjallasöguna sl. 100 ár. Öll sýningin er gagnvirk þannig að gestir munu geta framkallað alls konar viðburði með tökkum og trixum. Í sýningunni ætlum að sýna fram á hvernig Ísland varð til í jarðfræðilegum skilningi, sköpun Íslands verður í forsæti sýningarinnar. Þá verður möttulstrókurinn sem er undir Íslandi hjarta sýningarinnar í 12 metra háu rými. Fólk mun svo sannarlega finna til smæðar sinnar gagnvart landinu í því rými. Í þakinu verður Ísland baklýst ofan frá og þá mun fólk sjá lifandi möttulstrók undir landinu, hreyfingu stróksins, hitageislunina og þungan nið. Þetta setur strókinn í samhengi við landið okkar,“ segir Ásbjörn.


 

Ásbjörn Björgvinsson.Morgunblaðið þriðjudagurinn 12. apríl 2016.
 Skráð af Menningar-Staður

 

12.04.2016 07:02

Eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöð Íslands kynnt

 

Ísólfur Gylfi Pálmason.

 

Eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöð Íslands kynnt

 

Mánudagskvöldið 4. apríl 2016var haldinn kynningarfundur um LAVA – eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöð Íslands í Hvolnum, Hvolsvelli.

Vel var mætt og Ásbjörn Björgvinsson, framkvæmdarstjóri LAVA, kynnti stöðu verkefnisins og svaraði svo spurningum fundargesta.

Byrjað verður á framkvæmdum núna strax í vor og stefnt er á að miðstöðin opni næsta sumar. Í miðstöðinni verða hin ýmsu sýningarrými sem tengjast náttúruöflunum ásamt upplýsingamiðstöð og veitingastað.

 

Nánari upplýsingar má finna á www.lavacenter.is.

Af www.dfs.is

 Ásbjörn Björgvinsson

er einnig upphafsmaður hvalaskoðunarferða og Hvalasafnsins á Húsavík.
 

 

Skráð af Menningar-Staður

09.04.2016 07:07

9. apríl 2016 - Guðni Ágústsson, heiðursforseti Hrútavinafélagsins er 67 ára

 

Guðni Ágústsson.

 

9. apríl 2016 - Guðni Ágústsson,

heiðursforseti Hrútavinafélagsins er 67 ára

 

Æviágrip

 

Fæddur á Brúnastöðum í Hraungerðishreppi 9. apríl 1949. Foreldrar: Ágúst Þorvaldsson (fæddur 1. ágúst 1907, dáinn 12. nóvember 1986) alþingismaður og bóndi, móðurbróðir Guðjóns Guðmundssonar alþingismanns, og kona hans Ingveldur Ástgeirsdóttir (fædd 15. mars 1920, dáin 6. ágúst 1989) húsmóðir. Maki (2. júní 1973): Margrét Hauksdóttir (fædd 3. apríl 1955) leiðbeinandi. Foreldrar: Haukur Gíslason og kona hans Sigurbjörg Geirsdóttir. Dætur: Brynja (1973), Agnes (1976), Sigurbjörg (1984).

Búfræðipróf Hvanneyri 1968.

Mjólkureftirlitsmaður hjá Mjólkurbúi Flóamanna 1976–1987. Skipaður 28. maí 1999 landbúnaðarráðherra, lausn 23. maí 2003. Skipaður 23. maí 2003 landbúnaðarráðherra, lausn 18. maí 2007 en gegndi störfum til 24. maí.

Formaður Umf. Baldurs í Hraungerðishreppi 1969–1974. Formaður Félags ungra framsóknarmanna í Árnessýslu 1972–1975. Formaður kjördæmissambands framsóknarfélaganna á Suðurlandi 1979–1986. Formaður Sambands ungra framsóknarmanna 1980–1982. Í stjórn Hollustuverndar ríkisins 1982–1986. Í bankaráði Búnaðarbanka Íslands 1990–1998, formaður 1990–1993. Í stjórn Stofnlánadeildar landbúnaðarins 1990–1997, formaður 1990–1993. Formaður stjórnar Lánasjóðs landbúnaðarins 1998–1999. Í fulltrúaráði Sólheima í Grímsnesi 1990–1994. Í Þingvallanefnd 1995–2008. Varaformaður Framsóknarflokksins 2001–2007, formaður hans 2007–2008.

Alþingismaður Suðurlands 1987–2003, alþingismaður Suðurkjördæmis 2003–2008 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Suðurlands nóvember 1986.

Landbúnaðarráðherra 1999–2007.

2. varaforseti sameinaðs þings 1989–1990. 3. varaforseti Alþingis 1995–1999.

Samgöngunefnd 1991–1995 og 2007–2008, landbúnaðarnefnd 1991–1999 (formaður 1995–1999), heilbrigðis- og trygginganefnd 1995–1999, sérnefnd um stjórnarskrármál 1995–1996, iðnaðarnefnd 2007–2008.

Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2007–2008.

Heiðursforseti Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi frá stofnun þess árið 1999.


Hrútavinir með forystusauðinn Gorba að Svalbarði í Þistilfirði haustið 2014.

 

Í Reykjaréttum 1993.
Ljósm.: Jón Eiríksson í Vorsabæ/ Þjóðólfur


Skráð af Menningar-Staður

 

08.04.2016 21:26

Árborg sigraði Ölfus í Útsvari

 

Mynd með færslu

 Í Árborgarliðinu eru f.v: Gísli Stefánsson,  Gísli Axelsson og Herborg Pálsdóttir.

 

Árborg sigraði Ölfus í Útsvari

 

Lið Árborgar sigraði sigraði granna sína í Ölfusi í átta liða úrslitum í Útsvari í kvöld með 72 stigum gegn 70 eftir bráðabana, en liðin höfðu skilið jöfn 70-70.

Af www.ruv.is

Skráð af Menningar-Staður

 

08.04.2016 19:40

Menningarráð Hrútavina Bókakaffinu 8. april 2016

 

 

F.v.: Kristjóin Runólfsson, Einar Loftur Högnason og Jóhann Páll Helgason.

 

 

 

Menningarráð Hrútavina Bókakaffinu 8. april 2016

 

Menningarráð Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi kom saman í dag, föstudaginn 8. apríl 2016,  í Bókakaffinu við Austurveg á Selfossi  til stefnumótunar í víðu samhengi.

Tekið var margt til menningarlegrar stefnumótunar;  horft til fortíðar, samtíðar og framtíðar.  Margþætt mannblöndun  var og drukkið menningarkakó.

Þetta voru:

 Kristján Runólfsson í Hveragerði og frá Káragerði á Eyrarbakka, 

Björn Ingi Bjarnason að Ránargrund á Eyrarbakka,

Jóhann Páll Helgason á Selfossi, 

Einar Loftur Högnason á Selfossi

og Bjarni Harðarson á Selfossi.Menningarstundinn var færð til myndar og vísur flugu:


Kappar mæta á kakófund,

í kæti skrafa saman,

það  mun okkar létta lund,

og líklega verður gaman.

 

Kakó-fundir komnir enn

körlum gleði veita.

Spjalla þarna mætir menn

og margir alteita.

 

Þetta mótglaða Menningarráð.

er magnað ef vel að gáð,

með eldinn í æðum,

og allt sem við ræðum,

er lifandi í lengd og í bráð.

 

 

 

F.v.: Kristján Runólfsson, Einar Loftur Högnason, Björn Ingi Bjarnason og Jóhann Páll Helgason.

 


F.v.: Kristján Runólfsson, Einar Loftur Högnason og Bjarni Harðarson.

 

Skráð af Menningar-Staður

08.04.2016 14:07

Saga Ragnheiðar og Daða í tali og tónum

 

 

Saga Ragnheiðar og Daða í tali og tónum

 

Nú styttist í áhugavert námskeið sem er samstarfsverkefni Skálholtsstaðar og Fræðslunetsins. Þar verður fjallað um hina dramatísku sögu Ragnheiðar Brynjólfsdóttur og Daða Halldórssonar og farið yfir svið sögunnar í Skálholti og nærsveitum. Þá verður fluttur skáldskapur, sögur, ljóð og tónlist sem er innblásin af þessari harmrænu ástarsögu.?Helstu efnisþættir sem fjallað verður um á námskeiðinu eru aldakerfi 17. aldar, Stóridómur og réttarfar, Maríuvers eftir Brynjólf biskup og Daða Halldórsson, Ragnheiður og Daði í bókmenntum, Óperan Ragnheiður, Ragnheiður þessa heims og annars, miðilsbækur, minnismerki og fleira.

Námskeiðið nær yfir tvo daga, föstudaginn 15. apríl kl. 19:00–22:00 og laugardaginn 16. apríl kl. 10:00–12:30.

Hægt er að kaupa gistingu, málsverð og morgunverð í Skálholti og nýta tækifærið til nánari skoðunar á þessum  fallega sögufræga stað og nágrenni hans.

 

Leiðbeinendur eru:

Gunnar Þórðarson tónskáld,

Bjarni Harðarson,

Skúli Sæland
og Halldór Reynisson.

 

Nánari upplýsingar má fá á vefsíðum Skálholts og Fræðslunetsins; skalholt.is og fraedslunet.is og í síma 560-2030.


Af www.dfs.isSkráð af Menningar-Staður

08.04.2016 08:30

Merkir Íslendingar - Sigurður Þórðarson

 


Dýrfirðingurinn Sigurður Þórðarson.

 

Merkir Íslendingar - Sigurður Þórðarson

 

Sigurður fæddist að Gerðhömrum í Dýrafirði 8. apríl 1895, sonur hjónanna Þórðar Ólafssonar, prófasts á Söndum, og Maríu Ísaksdóttur húsfreyju.
 

Eiginkona Sigurðar var Áslaug Sveinsdóttir frá Hvilft í Önundarfirði og eignuðust þau tvö börn, sem bæði dóu ung.
 

Sigurður lauk prófi frá Verzlunarskólanum í Reykjavík 1915, var verslunarmaður á Akureyri um skeið, starfaði í Landsbankanum í Reykjavík en lærði á orgel, píanó og fiðlu og stundaði nám í tónlist hjá Sigfúsi Einarssyni, frú Önnu Pétursson, móður dr. Helga Pjeturss, Oscar Johansen og Páli Ísólfssyni, sem hvatti hann til að fara utan til frekara náms.

Hann lagði stund á píanó- og fiðlunám og hljómfræði í Tónlistarskólanum í Leipzig 1916-18 en hvarf þá heim vegna fjárskorts, var skrifstofumaður hjá G. Copland & Co og síðan skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins frá stofnun þess 1930 og þar til hann fór á eftirlaun. Auk þess gegndi hann oft útvarpsstjórastarfinu í fjarveru útvarpsstjóra.

 

Þó að Sigurður sinnti tónlistinni í hjáverkum varð hann einn þekktasti kórstjóri landsins og var auk þess prýðilegt tónskáld. Hann stjórnaði karlakórnum Þröstum í Hafnarfirði 1923-26, stofnaði Karlakór Reykjavíkur 1926 og stjórnaði honum til 1966. Á þeim árum gerði kórinn víðreist til Norðurlandanna, Mið-Evrópu, Bandaríkjanna, Kanada og Miðjarðarhafslanda.
 

Sigurður samdi óperettu, kantötur, tónsmíðar fyrir píanó, orgel, hljómsveit og fjölda sönglaga.
 

Eitt þekktasta tónverk hans er Alþingishátíðarkantata frá 1930, en þar er alkunnur kaflinn „Sjá, dagar koma.“ Hann var ljóðrænt sönglagatónskáld og átti hægt með að semja eftir ljóðforminu.
 

Sigurður var sæmdur fálkaorðunni, Buffalo-orðunni, æðsta heiðursmerki Manitobafylkis, sæmdur medalíu af páfanum og var heiðursfélagi Winnipeg-borgar, Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi og fjölda söngfélaga.
 

Sigurður lést 28. október 1968.

 

Morgunblaðið föstudagurinn 8. apríl 2016.

 

 


Séð inn Dýrafjörð frá Gerðhömrum.
Skráð af Menningar-Staður
 

07.04.2016 22:26

Úr myndasafni BIBarans

 


Jón á Hofi ÁR 62.                                                                     Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Úr myndasafni BIBarans

 

Skráð af Menningar-Staður
 

07.04.2016 07:17

Bullandi framkvæmdir á Bakkanum.

 

F.v.: Jón Guðmundsson, Siggeir Ingólfsson, Halldór Páll Kjartansson, Jóhann Jónsson,

Ingólfur Hjálmarsson og Haraldur Ólason. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
 

 

Bullandi framkvæmdir á Bakkanum.
 


Skráð af Menningar-Staður
 

06.04.2016 07:00

Uppbyggingarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum

 

 

 

Uppbyggingarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum

 

Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar og menningar á Suðurlandi

Umsóknarfrestur er til og með 19. apríl nk.

 

Markmið Uppbyggingarsjóðs Suðurlands:

  • Að styðja við verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs og jákvæða samfélagsþróun á Suðurlandi
  • Að efla menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi
  • Að styðja við atvinnuskapandi- og/eða framleiðniaukandi verkefni á Suðurlandi
  •  

Umsækjendur eru hvattir til að hafa samband við ráðgjafa á vegum SASS og fá aðstoð og leiðbeiningar við gerð umsókna. Hægt er að hafa samband í síma 480-8200 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið styrkir@sudurland.is. Allar umsóknir þurfa að berast rafrænt í gegnum vefinn sudurland.is.

Upplýsingar um úthlutunarreglur, leiðbeiningar við gerð umsókna og viðmið við mat á umsóknum er að finna hér

Af www.sass.is


Skráð af Menningar-Staður