Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2016 Maí

31.05.2016 13:10

Guðni Th. í Húsasmiðjunni á Selfossi

 

.

Sverrir Einarsson, verslunarstjóri í Húsasmiðjunni og Guðni Th. Jóhannesson.

.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason, forseti Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi.

.

 

 

Guðni Th. í Húsasmiðjunni á Selfossi

 

Guðni Th. Jóhannesson, forsetaframbjóðandi, hefur verið á ferð um Suðurland síðustu daga til að hitta Sunnlendinga á fundum og víðar.Í gær,  mánudag, 30. maí 2016 og í dag, þriðjudag 31. maí, hefur Guðni verið á ferð og heimsótt fyrirtæki í Hveragerði og á Selfossi.Menningar-Staður var í Húsasmiðjunni á Selfossi rétt uppúr kl. 11 í morgun og færði til myndar þegar Guðni Th. og kona hans, Eliza Reid, komu þangað. 

 

.

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður


 

31.05.2016 12:37

Endalaus niðurskurður er langþreytt fyrirbæri

 

 

Frá aðalfundi Bárunnar sem haldinn var í gærkvöldi, 30. maí 2016. Ljósmynd/Báran

 

Endalaus niðurskurður er langþreytt fyrirbæri

 

Aðalfundur Bárunnar , stéttarfélags , haldinn 30. maí 2016, skorar á stjórnvöld að gæta að hagsmunum starfsmanna og þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Bárunnar í gærkvöldi vekur félagið athygli á þeim stóraukna fjölda sem nýtir þjónustu svæðisins. Á Suðurlandi er 60% af allri frístundabyggð landsins, 80% ferðamanna sem koma til landsins fara um Suðurland. "Hefur verið brugðist við þessu?" er spurt í ályktuninni.

"Endalaust boðaður niðurskurður er orðið langþreytt fyrirbæri sem kemur niður á starfsfólki og veldur miklu álagi.  Starfsmenn eru að niðurlotum komnir, og enn á að skera niður. Hverjum þjónar þessi niðurskurður og hvaða afleiðingar hefur þetta bæði fyrir starfsmenn og sjúklinga? 

Báran, stéttarfélag krefst þess að stjórnvöld snúi sér að forgangsröðun í meðferð fjármagns, og standi vörð um þjónustuna sem Heilbrigðisstofnun Suðurlands á að veita með hagsmuni sjúklinga og starfsmanna að leiðarljósi," segir ennfremur í ályktuninni.


Af www.sunnlenska.is

 

 Skráð af Menningar-Staður

31.05.2016 06:26

"Brunað um boðaföll Sóleyjar á Suðurlandi"

 

 


 

„Brunað um boðaföll Sóleyjar á Suðurlandi"Frásögn og myndir úr ferðinni koma síðar.

 

 

Í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri.

 

.

.

 

F.v.: Friðrik Hafberg, f.v. skipstjóri á Sóley ÍS 225 á Flateyri, Andrés Guðmundsson, f.v. skipstjóri á

Þuríði Halldórsdóttur GK 94 í Vogum (Sóley ÍS 225) og Elfar Guðni Þórðarson, listmálari í Svartakletti

í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri.

 


Skráð af Menningar-Staður

30.05.2016 11:56

Popup tónleikar á Hafinu bláa í kvöld - 30. maí 2016

 

 

The Harvard Din & Tonics er frægasti ungherrakór Harvardháskóla.

 

Popup tónleikar á Hafinu bláa í kvöld - 30. maí 2016

 

The Harvard Din & Tonics er frægasti ungherrakór Harvardháskóla, þekktur víða um heim fyrir ríka hefð af glæsilegri framkomu og aga í flutningi. Þeir ætla að halda óvænta tónleika á Hafinu Bláa við Óseyrarbrú í kvöld mánudagskvöldið 30. maí 2016 kl. 20.00.

 

Það er enginn aðgangseyrir en frjáls framlög eru vel þegin.

 

Í efnisskrá kórsins er lögð áhersla á ameríska jass-standarda frá öðrum til fjórða áratug síðustu aldar. Þessir ungu herramenn frá Harvard, sem koma fram í kjólfötum og læm-grænum sokkum, eiga nú í dag ríkan orðstír fyrir frábæra tónlistartúlkun, samstillingu í framkomu og stórskemmtilegar uppákomur á tónleikum.

 

Hafið bláa er útsýnisveitingastaður í 30 mín fjarlægð frá Reykjavík við Óseyrarbrú þar sem sjávar- og fjallasýnin er engu lík. Hægt verður að kaupa sér mat eða léttar veitingar óski fólk þess. 

Af www.dfs.is


Skráð af Menningar-Staður

29.05.2016 06:20

Guðni Th. á ferð um Suðurland

 

 

Guðni Th. Jóhannesson.

 

Guðni Th. á ferð um Suðurland

 

Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi verður á ferð um Suðurland næstu daga til að hitta Sunnlendinga.

 

Fundaröðin hefst með fundi á Selfossi í dag,  sunnudaginn 29. maí, þar sem hann mun mæta ásamt konu sinni Elizu Reid á Hótel Selfoss kl. 20:30.  

Mánudaginn 30. maí verður Guðni með fund í Ráðhúsi Ölfuss kl 17:00 og í Listasafni Árnesing í Hveragerði sama dag kl. 20:00.

 

Á fundunum mun Guðni kynna framboð sitt ásamt því að svara spurningum gesta.

 

Allir eru hjartanlega velkomnir á fundina.

 

Á mánudag og þriðjudag mun Guðni svo vera á ferð og heimsækja fyrirtæki í Hveragerði og á Selfossi.

_________________________________________________________________________________


Kristján Runólfsson orti eftir fundinn í Hveragerði:
 

Kristján Runólfsson

Fór á framboðsfund með Guðna Th. í Listasafni Árnesinga.
 

Guðna mæltist gríðarvel,
gef ég honum einkunn fína,
hefur mannvænt hugarþel,
hann ég festi í vitund mína.
Skráð af Menningar-Staður

27.05.2016 21:24

Sóley ÍS 225 í hálfa öld - dagskrá afmælisferðar

 

 

Sóley ÍS 225 kom ný til Flateyrar þann 27. maí 1966.                Ljósm.: Snorri Snorrason

 

 

Úr blaðinu Ægi árið 1971

 

 

 

 

Sóley ÍS 225 í hálfa öld - dagskrá afmælisferðar
 

Starfshópur um 50 ára afmæli Sóleyjar ÍS 225 kom saman til fundar í dag hvar lögð var hin þekkta lokahönd á gerð dagskrár fyrir afmælisferðin á laugardaginn.

Starfshópinn skipa Gudmundur Einar JonssonGuðmundur Sigurðsson og Björn Ingi Bjarnason.

 

Svo segir í bókun fundarins:

Ákveðið er að -Menningarsjóður Allrahanda- bjóði til 50 ára afmælisferðar Sóleyjar ÍS 225 laugardaginn 28. maí 2016 og hefur ferðin fengið heitið:

Brunað um boðaföll Sóleyjar á Suðurlandi"

Heiðursgestur í ferðinni verður Emil Ragnar Hjartarson kennimaður, skólastjóri og sagnameistari.

Dagskrá:

 

Hafnarfjörður – Kænan kl. 09:00 
Samverustund með Sóley ÍS 225 
Röst SK 17 (Sóley ÍS 225) liggur þar við bryggju.

 

Stokkseyri kl. 11:00 
Sóley ÁR 50 (Sóley ÍS 225) í útgerðarsögu Stokkseyrar og fl.
Þórður Guðmundsson – Elfar Guðni Þórðarson – Björn Ingi Bjarnason

 

Hafið bláa við Ölfusárósa kl. 12:30 
(Hádegisverður sem þátttakendur greiða sjálfir)

 

Þorlákshöfn kl. 13:30 
Heilsað uppá Jóhönnu ÁR 206 (Vísir ÍS 171) 
Hannes Sigurðsson – Björn Ingi Bjarnason

 

Grindavík kl. 14:30 
Sjóferðasögur, bryggjuspjall og bæjarstjóratal 
Ásgeir Magnússon – Friðrik Hafberg – Jón Gunnar Stefánsson

 

Vogar kl. 16:00 
Móttaka bæjarstjórans í Vogum, Ásgeirs Eiríkssonar 
Þuríður Halldórsdóttir GK 94 (Sóley ÍS 225) í útgerðarsögu Voga
Árni Magnússon – Magnús Ágústsson – Andrés Guðmundsson

 

Hafnarfjörður kl. 18:00 
Ferðarlok

 

Öllum sem eitthvað liggur á hjarta er velkomið að tjá sig á öllum stöðum og í bílnum líka. Þetta verður eins og Flateyri fortíðarinnar, fáar reglur og allar gleymdar. Því fleiri sem eitthvað geta lagt til málanna því skemmtilegra verður það.

Bílstjóri í ferðinni verður sjálfur Bíla-Bergur, Guðbergur Guðnason
 

 

Sóley ÁR 50 frá Stokkseyri.                                                        Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason

 


 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

26.05.2016 12:14

Eldsmiðja vígð á Eyrarbakka

 

 

Smiðjan er frábærlega staðsett í gamalli skemmu á Eyrarbakka.

 

Eldsmiðja vígð á Eyrarbakka

 

Eldsmíðafélag Suðurlands vígði eldsmiðju félagsins um liðna helgi. Kveikt var upp í ferðaafli, glóandi járnið hamrað og gestum og gangandi boðið að líta inn.

 

Félagsmenn hafa unnið að því með samhentu átaki og góðum stuðningi Uppbyggingasjóðs Suðurlands að koma á fót eldsmiðju og félagsaðstöðu. Smiðjan er frábærlega staðsett í gamalli skemmu á Eyrarbakka umkringd eldri skúrum og gömlum grjóthleðslum, húsnæði sem ekki þótti mikil framtíð í en er nú smátt og smátt að fá á sig góða mynd og mikilvægt hlutverk.

 

Félagsmenn eru um 40 talsins og fer ört fjölgandi. Einhverjir kunna handbragðið en aðrir ganga í félagið til að læra eldsmíði eða líka til að styðja framtakið. Mikil hugur er í félagsmönnum um að miðla kunnáttunni áfram til ungra sem aldinna og halda í heiðri gamalli verkþekkingu.

 

Allir áhugasamir geta haft samband við Ragnar Gestsson formann í síma 824 3939 eða sent tölvupóst áeldsud@gmail.com

 

Ef einhver lesandi lumar steðja eða eldsmíðatólum og vil gefa eða lána þá er það mjög vel þegið því félaginu vantar fleiri steðja.

Af www.dfs.isSkráð af Menningar-Staður

25.05.2016 07:08

Fundur Skógræktarfélags Eyrarbakka 24. maí 2016

 

.

 

 

Fundur Skógræktarfélags Eyrarbakka 24. maí 2016

 

Mjög fjölmennur og vel heppnaður fundur Skógræktarfélags Eyrarbakka með Guðríði Helgadóttur var haldinn í Félagsheimilinu Stað á Eyarrbakka í gær, þriðjudaginn 24. maí 2016.

Menningar-Staður færði til myndar og myndaalbúm er komið hér á síðuna.

Smella á þessa slóð:  http://menningarstadur.123.is/photoalbums/278683/

 

Nokkrar myndir:

 

.

.

.

.

.

.

.

 
Skráð af Menningar-Staður.

23.05.2016 21:03

Fischersetur opnaði 15. maí 2016

 

Fischersetur við Austurveg á Selfossi.

 

Fischersetur opnaði 15. maí 2016

 

Fischersetrið opnar sunnudaginn 15. maí 2016 og verður opið daglega kl. 13:00–16:00 til 15. september.Í setrinu eru til sýnis ýmsir hlutir og myndir tengdir heimsmeistaranum í skák Bobby Fischer, en hann varð heimsmeistari í skák er hann tefldi á móti Boris Spassky í Reykjavík, 1972. Hlutir og myndir frá þessu heimsmeistaraeinvígi eru til sýnis í setrinu. Ennfremur myndir frá því tímabili er hann varð íslenskur ríkisborgari og dvöl hans hér á landi síðustu æviár sín.

Margir líta svo á að þessi viðburður hafi komið Íslandi á kortið, og samkvæmt könnun sem gerð var á meðal fréttamanna á BBC þá álitu þeir þennan viðburð sem einn af 20 þýðingarmestu viðburðum síðustu aldar.

Langstærstur hluti ferðamanna er heimsækja Setrið eru erlendir ferðamenn og varð töluverð aukning í fjölda heimsókna í fyrra m.v. sumarið áður. Nokkrir ferðamenn hafa gagngert heimsótt Ísland til að koma í Fischersetur og að gröf Fishcers.

 

Snar þáttur í starfsemi Fischerseturs er fjöldi sjálfboðaliða, en nú eins og áður þá eru það sjálfboðaliðar sem standa vaktina í Setrinu.Í sumar eru það eftirfarandi í stafrófsröð:

Aðalsteinn Geirsson, Árni Erlendsson, Böðvar Jens Ragnarsson, Eiríkur Harðarson, Eysteinn Jónasson,

Gissur Jensson, Gísli Sigurðsson, Guðmundur Lýðsson, Gunnar Einarsson, Hjörtur Þórarinsson,

Óli Þ. Guðbjartsson, Óskar H. Ólafsson, Valdimar Guðmundsson, Vilhjálmur Sörli Pétursson,

Þórdís Kristjánsdóttir og Sjafnarblóm þeirra starfsmenn.

 

Fyrir þetta óeigingjarna framlag sjálfboðaliðanna eru stjórn og framkvæmdaráð Fischerseturs ákaflega þakklát.

 

Gleðilegt sumar!
Af wwwdfs.is


Skráð af Menningar-Staður