Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2016 Maí

20.05.2016 07:03

94.900 FERÐAMENN Í APRÍL 2016

 

 

 

94.900 FERÐAMENN Í APRÍL 2016

 

 

Ferðamenn í apríl 2016Um 95 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í apríl síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 23 þúsund fleiri en í apríl á síðasta ári. Aukningin nemur 32,5% milli ára.

Ferðamönnum heldur því áfram að fjölga milli ára en aukningin var 23,6% í janúar, 42,9% í febrúar og 38,1% í mars. Heildarfjöldi ferðamanna frá áramótun er um 389 þúsund, eða 34,7% fleiri miðað við fjölda ferðamanna á tímabilinu janúar til apríl árið 2015.

Bretar og Bandaríkjamenn nærri helmingur í apríl

10 fjölmennustu þjóðerninUm 75% ferðamanna í nýliðnum apríl voru af tíu þjóðernum. Bretar voru fjölmennastir eða 25,3% af heildarfjölda en næstir komu Bandaríkjamenn, 21,3%. Þar á eftir fylgdu Þjóðverjar (4,6%), Norðmenn (4,7%), Frakkar (4,4%), Danir (4,2%), Svíar (3,4%), Kanadamenn (2,7%), Pólverjar (2,2%) og Kínverjar (2,1%).

Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bandaríkjamönnum, Bretum og Frökkum mest milli ára en 9.316 fleiri Bandaríkjamenn komu í apríl í ár en í sama mánuði í fyrra, 5.060 fleiri Bretar og 1.232 fleiri Frakkar. Þessar þrjár þjóðir báru uppi aukninguna í apríl að miklu leyti milli ára eða 67,1% af heildaraukningu.

Ferðamenn eftir markaðssvæðumNíföldun N-Ameríkana frá 2010

Þegar litið er til fjölda ferðamanna í nýliðnum aprílmánuði má sjá verulega fjölgun frá árinu 2010. Þannig hefur fjöldi ferðamanna frá Norðurlöndunum tvöfaldast, fjöldi Breta meira en fjórfaldast, fjöldi ferðamanna frá Mið- og S-Evrópu þrefaldast, fjöldi N-Ameríkana meira en nífaldast og fjöldi ferðamanna frá löndum sem lenda í hópnum ,,annað“ fimmfaldast.

Hlutfall N-Ameríkana hækkar en Norðurlandabúa lækkar

Hlutfall ferðamanna - apríl 2016Samsetning ferðamanna hefur breyst nokkuð frá árinu 2010 eins og sjá má af myndinni hér til hliðar. Í apríl síðastliðnum voru Norðurlandabúar tæp 14% ferðamanna en hlutfall þeirra af heild hefur lækkað verulega síðustu ár. Hlutdeild Bandaríkjamanna hefur hins vegar farið vaxandi en það var 10,2% af heild árið 2010 en var komið í 24,0% í ár. Hlutdeild annarra markaðssvæða hefur verið á líku róli á tímabilinu 2010 til 2016. 

Ferðir Íslendinga utan

Um 39 þúsund Íslendingar fóru utan í apríl síðastliðnum eða 3.000 fleiri en árið 2015. Um er að ræða 8,4% fleiri brottfarir en í apríl 2015.

Nánari upplýsingar

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.

Ferðamenn í apríl 2016


Af ww.ferdamalastofa.is


Skráð af Menningar-Staður

 

19.05.2016 20:21

Merkir Íslendingar - Steingrímur Thorsteinsson

 

 

Steingrímur Thorsteinsson.

 

 

Merkir Íslendingar - Steingrímur Thorsteinsson

 

Steingrímur fæddist á Arnarstapa á Snæfellsnesi 19. maí 1831, sonur Bjarna Thorsteinsonar amtmanns og Þórunnar Hannesdóttur.

Bjarni var amtmaður í Vesturamti og síðar í Suðuramti, stiftamtmaður og alþingisforseti, sonur Þorsteins Steingrímssonar í Kerlingadal, bróður Jóns eldklerks, en Þórunn var dóttir Hannesar Finnssonar, eins mesta lærdómsmanns á biskupsstóli í Skálholti, og Valgerðar Jónsdóttur, sýslumanns á Móeiðarhvoli Jónssonar. Hannes var sonur Finns Jónssonar, biskups í Skálholti. Eftir lát Hannesar varð Valgerður kona Steingríms Jónssonar, biskups í Laugarnesi.

Bróðir Þórunnar var Ólafur Finsen yfirdómari, afi Niels Ryberg Finsen, ljóslæknis og Nóbelsverðlaunahafa. Bróðir Steingríms var Árni Thorsteinsson landfógeti.
 

Fyrri kona Steingríms var Lydia Wilstrup sem lést 1882 og eignuðust þau einn son, en seinni kona hans var Guðríður Eiriksdóttir og eignuðust þau fimm börn. Yngst þeirra var Axel Thorsteinsson fréttamaður.
 

Steingrímur lauk stúdentsprófum 1851, embættisprófi í málfræði við Hafnarháskóla 1863 en var þar við ritstörf og kennslu til 1872. Þá kom hann heim, bjó lengst af í húsi sínu við Austurvöllinn, kenndi við Latínuskólann og var þar rektor frá 1904.

Steingrímur var, líkt og Hannes, afi hans, mikill menningarfrömuður. Hann var háklassískur að mennt, málfræðingur og grísku- og latínumaður og þýddi m.a. Þúsund og eina nótt og Ævintýri H.C. Andersens.
 

Steingrímur er líklega merkastur íslenskra, síðrómantískra skálda, var feikilega vinsæll af samtíð sinni, dæmigerður rómantíkus og sjálfur sérfræðingur í rómantískum bókmenntum. Ljóð hans loga af ástarþrá, frelsisþrá og óði til íslenskrar náttúru, sem var mikilvægt framlag til þjóðfrelsisbaráttunnar, enSteingrímur var mjög handgenginn Jóni Sigurðssyni forseta.

 

Nefna má ljóð hans -Smaladrengurinn- og við það er fallegt og vinsælt lag eftir Önfirðinginn Skúla Halldórsson.

Hannes Pétursson skáld skrifaði ágæta bók um ævi Steingríms og skáldskap.

 

Steingrímur lést 21. ágúst 1913.

 

 

Morgunblaðið fimmtudagurinn 19. maí 2016.

 

 

Skráð af Menningsar-Staður

 

18.05.2016 06:47

Alþjóðlega safnadeginum fagnað í dag

 

Meðal þess sem er á dagskrá safnanna í dag er opnun sýningarinnar Dulúð í Selvogi,

í byggðasafninu Húsinu á Eyrarbakka.

 

Alþjóðlega safnadeginum fagnað í dag

 

Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn hátíðlegur á Íslandi í dag, miðvikudaginn 18. maí 2016, í samstarfi við Íslandsdeild ICOM, félags safnamanna. Sem fyrr bjóða söfn landsins upp á forvitnilega dagskrá í tilefni dagsins. Markmiðið með deginum er að kynna og efla safnastarf á Íslandi. Í tilefni dagsins er aðgangur ókeypis í mörg söfn og landsmenn eru hvattir til að heimsækja söfn og njóta skemmtunar og fræðslu fyrir alla fjölskylduna. Dagurinn er haldinn hátíðlegur í um 35.000 söfnum í 140 löndum.

Íslandsdeild ICOM stendur fyrir viðburði í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands kl. 12.10. Kristín Dagmar Jóhannesdóttir, formaður deildarinnar, flytur erindi og listgreinakennararnir Ásdís Spanó og Hugrún Þorsteinsdóttir segja frá nýju verkefni sem unnið var um útilistaverk í Reykjavík í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur. Í kjölfarið kynnir valnefnd þau söfn sem hljóta tilnefningu til Safnaverðlaunanna 2016. Allir eru velkomnir.

Dagskrána má sjá á safnmenn.is.

Morgunblaðið miðvikudagurinn 18. maí 2016.

 


Skráð af Menningar-Staður

16.05.2016 20:55

Sýningahald í Svartakletti á hvítasunu 15 ára

 

.

.

F.v.: Helga Jónasdóttir, Gróa Björnsdóttir og Elfar Guðni Þórðarson.

.

.

 

Sýningahald í Svartakletti á hvítasunnu 15 ára

 

Því var fagnað í dag af lítillæti alþýðunnar að nú um hvítasunnuhelgina eru 15 ár frá fyrstu Hvítasunnusýningu Elfars Guðna Þórðarsonar,  listmálara, í sýningarsal hans í Svartakletti í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri (frá árinu 2001).

Áður hafði hann verið með sýningar á hvítasunnu allt frá árinu 1974 til ársins 2000 í Samkomuhúsinu Gimli á Stokkseyri. Þau ár hafði hann málað í þröngri aðstöðu í Götuhúsum og aðeins verið með sýningar einu sinni á ári. Gamla vinnustofan er nú til sýnis í miðsum sýningarsalnum í Svartakletti.

Sýning Elfars Guðna nú mun standa fram yfir sjómannadag.

Nokkrir vinir Elfars Guðna og Helgu litu við í lok sýningardags í dag, annan í hvítasunnu, og fögnuðu 15 ára sýnigarhaldinu í Svartakletti í Mennigarverstöðinni Hólmaröst.

Menningar-Staður færði til myndar.
Myndaalbúm er komið á Menninar-Stað.
Smella á þesa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/278560/


Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

.
F.v.: Siggeir Ingólfsson og Elfar Guðni Þórðarson.
.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

16.05.2016 10:56

Húsið á Eyrarbakka: - Dulúð í Selvogi - sumarsýning 2016

 

Á myndinni eru Sigurður Sigurðarson dýralæknir og Lýður Pálsson safnstjóri

ásamt hausnum af Herdísarvíkur-Surtlu sem prýðir sýninguna.

 

 

Húsið á Eyrarbakka: - Dulúð í Selvogi – sumarsýning 2016

 

Byggðasafn Árnesinga opnar sýninguna Dulúð í Selvogi  í Húsinu á Eyrarbakka á alþjóðlega safnadeginum miðvikudaginn 18. maí 2016  kl. 18.

 

Á sýningunni er fjallað um töfra Selvogs í munum, máli og myndum. Fjallað er um landið og fólkið en ýmsir merkir munir úr Selvogi eins og hin merka herðarslá úr hári eftir Ólöfu Sveinsdóttur Selvogi fá að njóta sín í nýju samhengi. Sumum gestum sýningarinnar gæti þótt undarlegt að mæta þar ísbirni en það er góð og gild ástæða fyrir veru bangsa í borðstofu Hússins.

Komið og sjáið; sýningin er opin alla daga til 30. september.

Af www.husid.com
Byggðasafn Árnesinga opnar sýninguna Dulúð í Selvogi í Húsinu á Eyrarbakka

á alþjóðlega safnadeginum miðvikudaginn 18. maí næstkomandi kl. 18.

Á sýningunni er fjallað um töfra Selvogs í munum, máli og myndum.

Fjallað er um landið og fólkið en ýmsir merkir munir úr Selvogi fá að njóta sín.

Sýningin er opin alla daga til 30. september

 

 

Skráð af Menningar-Staður 

15.05.2016 07:43

Hátíðarguðsþjónustu í Eyrarbakkakirkju hvítasunnudag 15. maí 2016 kl. 11

 

 

 

Hátíðarguðsþjónustu í Eyrarbakkakirkju

hvítasunnudag 15. maí 2016 kl. 11
Séra Kristján Björnsson.

 

 


Skráð af Menningar-Staður

 

 

15.05.2016 07:36

Fermingarbörn í Eyrarbakkakirkju 24. apríl 2016

 

 

Séra Kristján BJörnsson og fermingarbörn í Eyrarbakkakirkju 24. apríl 2016.
Ljósm.: Ragnar Emilsson.

 

Fermingarbörn í Eyrarbakkakirkju 24. apríl 2016

 

Fermingarmessa var í Eyrarbakkakirkju sunnudaginn 24. apríl 2016. 

 

Fermd voru:

Andrea Karen Magnúsdóttir
Briet Bragadóttir
Finnur Þór Finnsson
Gísli Rúnar Gíslason

Margrét H. Werner Ragnarsdóttir
Sigurbjörg Guðmundsdóttir
Vildís Harpa Sævarsdóttir


 


Skráð af Menningar-Staður
 

14.05.2016 21:14

Ánægja með störf Ólafs Ragnars

 


Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.

 

Ánægja með störf Ólafs Ragnars

 

Almenn ánægja ríkir með störf Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar MMR. 

59,3% þátttakenda segjast vera ánægð með störf Ólafs, en 19,8% segjast vera óánægð.

Var könnunin framkvæmd dagana 6.-9. maí 2016.

 

Þeir sem studdu ríkisstjórnarflokkana voru ánægðari með störf forseta en þeir sem studdu aðra stjórnmálaflokka.Morgunblaðið laugardagurinn 14. maí 2016

 

 

 

Ólafur Ragnar Grímsson sem púki á Þingeyrarbryggju árið 1951.

Ljósm.: Vigfús Sigurgeirsson.
Skráð af Menningar-Staður

14.05.2016 14:28

Ólafur Ragnar Grímsson er 73 ára í dag - 14. maí 2016

 

 

 

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.

 

Ólafur Ragnar Grímsson er 73 ára í dag - 14. maí 2016

 

Fimmti forseti lýðveldisins, Ólafur Ragnar Grímsson, er fæddur á Ísafirði 14. maí 1943. Foreldrar hans voru Grímur Kristgeirsson og Svanhildur Ólafsdóttir Hjartar.

 

Ólafur Ragnar varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1962, lauk BA-prófi í hagfræði og stjórnmálafræði frá University of Manchester árið 1965 og doktorsprófi í stjórnmálafræði frá sama skóla árið 1970, fyrstur Íslendinga til að ljúka doktorsprófi í þeirri fræðigrein.

 

Ólafur Ragnar Grímsson var skipaður lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands 1970 og lagði grunn að kennslu í stjórnmálafræði, þá nýrri námsbraut við Háskóla Íslands. Árið 1973 var hann skipaður fyrsti prófessor við Háskóla Íslands í stjórnmálafræði. Á árunum 1970-1988 mótaði hann kennslu og stundaði rannsóknir í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, einkum á íslenska stjórnkerfinu og tók þátt í alþjóðlegu vísindasamstarfi stjórnmálafræðinga.

 

Ólafur Ragnar Grímsson lét snemma að sér kveða á vettvangi íslenskra þjóðmála. Var hann m.a. stjórnandi útvarpsþátta og sjónvarpsþátta á árunum 1966-1971 sem vöktu þjóðarathygli og ruddu nýjar brautir í fjölmiðlun. Hann sat í stjórn Sambands ungra framsóknarmanna 1966-1973 og í framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins 1971-1973.

 

Árið 1974 var Ólafur Ragnar Grímsson í framboði til Alþingis fyrir Samtök frjálslyndra og vinstri manna og sat á Alþingi sem varaþingmaður 1974 og 1975. Þá var hann formaður framkvæmdastjórnar Samtaka frjálslyndra og vinstri manna 1974-1975.

 

Á árunum 1978-1983 var Ólafur Ragnar Grímsson þingmaður Reykvíkinga fyrir Alþýðubandalagið og svo þingmaður Reyknesinga 1991-1995, varaþingmaður 1983-1991. Formaður þingflokks Alþýðubandalagsins var hann 1980-1983 og formaður framkvæmdastjórnar Alþýðubandalagsins 1983-1987. Hann starfaði sem ritstjóri Þjóðviljans 1983-1985 og var árið 1987 kjörinn formaður Alþýðubandalagsins og gegndi því embætti til ársins 1995. Á árunum 1988-1991 var hann fjármálaráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar.

 

Ólafur Ragnar hefur sinnt ýmsum öðrum félags- og nefndarstörfum. Hann sat í hagráði 1966-1968, í útvarpsráði 1971-1975, var formaður milliþinganefndar um staðarval ríkisstofnana 1972-1975, formaður Félagsvísindafélags Íslands 1975, varaformaður Öryggismálanefndar 1979-1990, sat í stjórn Landsvirkjunar 1983-1988, sat þing Evrópuráðsins 1981-1984 og aftur 1995-1996, var formaður skipulagsnefndar þingmannaráðstefnu Evrópuráðsins um ráðstefnuna Norður-Suður: Hlutverk Evrópu 1982-1984 og var formaður og síðar forseti alþjóðlegu þingmannasamtakanna Parliamentarians for Global Action 1984-1990 og sat í stjórn samtakanna til ársins 1996. Fyrir störf sín á þessum vettvangi tók hann við Friðarverðlaunum Indiru Gandhi árið 1987 en auk þeirra hefur hann hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga, svo sem The Robert O. Anderson Sustainable Arctic Award frá Institute of the North í Alaska 2007, Jawaharlal Nehru Award for International Understanding sem forseti Indlands afhenti árið 2010, gullmerki American-Scandinavian Foundation 2014 og Walter J. Hickel orðuna 2015. Hann var í stjórn friðarfrumkvæðis sex þjóðarleiðtoga 1984-1989. Ólafur Ragnar var kjörinn heiðursdoktor frá háskólanum í Ås í Noregi 1997, háskólanum í Manchester 2001, Ríkisháskólanum í Ohio árið 2009, Laval háskólanum í Québec árið 2015 og Kookmin háskólanum í Seoul einnig árið 2015.

 

Ólafur Ragnar Grímsson er höfundur fjölda fræðigreina og ritgerða sem birst hafa bæði í íslenskum og erlendum tímaritum.

 

Ólafur Ragnar kvæntist hinn 14. nóvember 1974 Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur framkvæmdastjóra. Hún var fædd 14. ágúst 1934 og lést 12. október 1998. Foreldrar hennar voru Þorbergur Friðriksson skipstjóri og Guðrún Bech. Tvíburadætur Ólafs og Guðrúnar eru Guðrún Tinna viðskiptafræðingur og Svanhildur Dalla stjórnmálafræðingur og lögfræðingur, fæddar 1975.

 

Hinn 14. maí 2003 kvæntist Ólafur Ragnar Dorrit Moussaieff skartgripahönnuði. Hún er fædd 12. janúar 1950. Foreldrar hennar eru Shlomo Moussaieff og Alisa Moussaieff.

 

Af: www.forseti.is


Skráð af Menningar-Staður

14.05.2016 06:50

Fylgi Guðna Th. Jóhannessonar er 67,1%

 


Efstu fram­bjóðend­ur í könn­un­inni
(f.v.) Andri Snær Magna­son, Davíð Odds­son og Guðni Th. Jó­hann­es­son.

 

Fylgi Guðna Th. Jóhannessonar er 67,1%

 

Guðni Th. Jó­hann­es­son nýt­ur stuðnings ríf­lega 2/?3 kjós­enda, eða 67,1%, skv. könn­un um fylgi við for­setafram­bjóðend­ur sem Fé­lags­vís­inda­stofn­un HÍ gerði fyr­ir Morg­un­blaðið í vik­unni.

Davíð Odds­son hef­ur 17,4% fylgi og Andri Snær Magna­son er með 7,8%. Sturla Jóns­son mæl­ist með 1,8% fylgi og Halla Tóm­as­dótt­ir með 1,5%. Aðrir hafa minni stuðning. Fjór­ir fram­bjóðend­ur hafa 0,1% fylgi og tveir mæl­ast fylg­is­laus­ir.

Alls 2.003 manns voru í úr­taki könn­un­ar Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar sem gerð var yfir netið. Reynt var að tryggja að þversk­urður af þjóðinni væri úr­takið í könn­un­inni, sem 937 manns svöruðu eða 47% þeirra sem leitað var til, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um könn­un­ina í Morg­un­blaðinu í dag.

Af www.mbl.is

 

F.v.: Björn Ingi Bjarnason, forseti Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi og

Guðni Th. Jóhannesson, hinn vinsæli forsetaframbjóðandi.

Myndin er tekin í Ráðherrabústaðnum í Reykjavík þann 1. október 2015 er fagnað

var útgáfu bókarinnar -Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915- eftir Smára Geirsson.

Ljósm.: Júlía B. Björnsdóttir.


 

Skráð af Menningar-Staður