Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2016 Maí

14.05.2016 06:37

Fangelsismálastofnun auglýsir eftir launa-/starfsmannafulltrúa

 


Litla-Hraun á Eyrarbakka.

 

Fangelsismálastofnun auglýsir eftir launa-/starfsmannafulltrúa

 

Launa-/starfsmannafulltrúi - Fangelsismálastofnun - Eyrarbakki - 201605/619

3/5/2016

Fangelsismalastofnun

 

Fangelsismálastofnun leitar að reyndum launafulltrúa með haldgóða þekkingu á Mannauðskerfi ríkisins eða sambærilegum launaforritum. Skilyrði er að viðkomandi hafi góða reynslu af launavinnslu og launaútreikningum og hafi þekkingu á kjarasamningum.

Starfsstöð viðkomandi verður á skrifstofu Litla Hrauns.

 

Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinnsla, umsjón og eftirlit launabókhalds Fangelsismálastofnunar
- Yfirumsjón og eftirlit með Vinnustund starfsmanna (vaktir, fjarvistir, mætingar, orlof o.s.frv. í launakerfi)
- Ýmis smærri uppgjörs og bókhaldsverkefni
- Upplýsingagjöf til starfsmanna vegna launamála
- Ýmsar greiningar, samantektir og úrvinnsla á sviði kjaramála
- Samskipti við starfsmenn, lífeyrissjóði, stéttarfélög og opinbera aðila
- Útreikningar á kjörum og launasetningu starfsmanna skv. kjara- og stofnanasamningum
- Ýmis önnur verkefni tengd málefnum starfsmanna

 

Hæfnikröfur
- Menntun sem viðurkenndur bókari eða sambærilegt er kostur
- Góð reynsla af launabókhaldi er skilyrði
- Þekking á vaktkerfum kostur
- Þekking á starfsmannahaldi kostur
- Reynsla og þekking á sviði fjármála er kostur
- Góð þekking á Oracle og Vinnustund eða sambærilegum mannauðskerfum
- Góð kunnátta og færni í Excel
- Þekking á kjarasamningum og lögum um réttindi og skyldur starfsmanna
- Góð skipulagning, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Metnaður, öguð vinnubrögð og rík ábyrgðarkennd
- Þjónustulund, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum

 

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
Með umsókn skal fylgja sakavottorð ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Sækja skal um starfið á vef Fangelsismálastofnunar www.fangelsi.iseða með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 27.05.2016

 

Nánari upplýsingar veitir
Jakob Magnússon - Jakob@fangelsi.is - 5205000
Halldór Valur Pálsson - HalldorValur@fangelsi.is - 4809000

 

FMS Fang.stofn, yfirstjórn
Austurströnd 5
170 Seltjarnarnes


 

.

Litla-Hraun á Eyrarbakka.

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

11.05.2016 15:14

Fiskiveisla að Stað á lokadaginn 11. maí 2016

 

.

 

 

Fiskiveisla að Stað á lokadaginn 11. maí 2016

 

Vinir Alþýðunnar, undir forystu Siggeirs Ingólfssonar útvegsbónda á Sölvabakka, buðu til fiskiveislu að Stað á Eyrarbakka í dag, miðvikudaginn 11. maí 206, á hinum hefðbundna lokadegi vetrarvertíðar á fyrri tíð.

Á borðum var siginn fiskur og söltuð grásleppa; veitt og verkað í vor af Vinum Alþýðunnar í anda Hjallastefnunnar.

Vestfirska forlagið á Þingeyri sendi kveðjur á hátíðina á póstkorti Jóns Sigurðssonar forseta og gaf bækur í lokadagslottóið.

Vinningashafar voru þessir:

Ingólfur Hjálmarsson á Eyrarbakka
Rúnar Eiríksson á Eyrarbakka
Gísli Rúnar Gíslason á Stokkseyri
Kristján Runólfsson í Hveragerði 

og Þórður Grétar Árnason á Selfossi. 

 

Kristján Runólfsson . orti:
Hægir eru happavegir,
held samt ró að gömlum vana,
en hér eru nokkrir lukkulegir,
með lottóbókavinningana.Mikil ánægja var meðal matargesta eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
 

Kristján Runólfsson Takk fyrir mig.

Sjá má hérna siginn fisk,
settan upp á hvers manns disk,
grásleppa og fleira flott,
flotið sérstaklega gott.Myndaalbúm er komið á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/278438/
Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

.

.

.

 

Vinningashafar voru þessir f.v:

Ingólfur Hjálmarsson á Eyrarbakka
Rúnar Eiríksson á Eyrarbakka
Gísli Rúnar Gíslason á Stokkseyri
Kristján Runólfsson í Hveragerði 

og Þórður Grétar Árnason á Selfossi. 

 

Kristján Runólfsson . orti:
Hægir eru happavegir,
held samt ró að gömlum vana,
en hér eru nokkrir lukkulegir,
með lottóbókavinningana.

.

.

.

.

.

.

 
Kristján Runólfsson .
Getur að líta garpa þrjá,
glaða í lund og sinni,
þeir eru eins og seggir sjá,
saddir af máltíðinni.
 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

11.05.2016 07:48

Kiriyama Family og X-Heart í Kex hosteli

 

Kiriyama Family.
 

Kiriyama Family og X-Heart í Kex hosteli

 

Hljómsveitirnar Kiriyama Family og X-Heart halda tónleika í salnum Gym & Tonic í Kex hosteli í kvöld, miðvikudaginn 11. maí 2016 kl. 21.

 

Sú fyrrnefnda er íslensk og er heldur langt síðan hún hélt síðast tónleika, þar sem hún hefur verið að vinna að annarri breiðskífu sinni. Kiriyama Family er sextett skipaður meðlimum úr ýmsum byggðarlögum á Suðurlandi og sendi hljómsveitin frá sér sína fyrstu breiðskífu árið 2012 sem innihélt vinsæl lög á borð við „Weekends“, „Sneaky Boots“ og „Heal“.

X-Heart á rætur að rekja til Reykjavíkur og Stokkhólms, skipuð sjö tónlistarmönnum, og hefur lengst af starfað í Stokkhólmi en er nú komin til Reykjavíkur. Hún leikur drungalegt og dansvænt popp og hefur m.a. hitað upp á tónleikum Mammút.

Morgunblaðið 11. maí 2016


 

 Skráð af Menningar-Staður

11.05.2016 06:46

Fræða- og menningarsetur á Eyrarbakka?

 

alt

Vilhjálmur Ásgeirsson.

 

Fræða- og menningarsetur á Eyrarbakka?

 

Þann 12. apríl sl. sendi ég póst á bæjastjórn Árborgar vegna sölu gamla barnaskólans á Eyrarbakka. Ég hef ekki fengið svör. Þar getur verið um tímaleysi að ræða og dæmi ég ekkert um það. Hitt er annað, mér finnst að hugmyndin sem ég viðraði eigi erindi við fólk í héraðinu og birtist hún því hér.

Nýlega tók ég eftir að gamla skólabyggingin á Eyrarbakka er til sölu. Þetta er glæsilegt hús sem á sér langa sögu og það væri synd ef það yrði keypt af fjárfestum og breytt í hótel eða eitthvað álíka, með viðeigandi raski að innan. Þegar ég sá auglýsinguna, fékk ég hugmynd sem mig langar að deila með ykkur.

Hugmyndin er að Árborg kaupi húsið og setji upp fræða- og menningarsetur. Miðað við fasteignamat hússins ætti þetta ekki að vera dýrt verkefni.

Þetta var fyrsti barnaskólinn á landinu og væri því við hæfi að setja upp safn um þróun skólamála á Íslandi. Gamlar skólastofur yrðu innréttaðar eins og þær voru. Svo væri fræðimönnum boðið að búa í húsinu 3-12 mánuði í senn þar sem þeir eða þær gætu sinnt rannsóknarstörfum. Til dæmis rannsóknum á þróun skólamála á Íslandi, hvernig menntun fólks var fyrir stofnun formlegra skóla, hverskonar fræðslukerfi geti gagnast í framtíðinni. Þetta eru hugmyndir um verkefni, en þau myndu ráðast af áhuga fræðimanna og áherslum safnsins.

Þetta þyrfti ekki að vera dýrt. Safnið gæti starfað í samvinnu við byggðasöfn og aðrar stofnanir. Fræðimönnum yrði ekki greitt fyrir að vera í húsinu, heldur feldist styrkurinn í fríu húsnæði og aðstöðu þann tíma sem samið var um.

Svona gæti Eyrarbakki endurheimt hluta af sinni arfleifð og sögu, og eignast fræða- og menningarsetur sem gaman væri að heimsækja.

Ég vil taka fram að ég veit ekki hver á húsið og er ekki í neinum tengslum við viðkomandi. Ég starfa ekki við rannsóknarstörf eða neitt sem myndi koma þessu verkefni við. Þessi pistill er tilraun til að vekja athygli á menningararfi sem mér finnst að ætti að vera í höndum bæjarfélagsins, frekar en hjá einkaaðilum.

 

Vilhjálmur Ásgeirsson

Af www.dfs.is
Skráð af Menningar-Staður 

09.05.2016 06:35

Siggeir á Sölvabakka sker af

 

.
Siggeir Ingólfsson.                                                          Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
.

 

 

 

Siggeir á Sölvabakka sker af

 

 

.

.
Skráð af Menniungar-Staðu

08.05.2016 09:19

ÚTHLUTUN ÚR SAFNASJÓÐI 2016

 

Byggðasafn Árnesinga er maðal styrkþega ársins 2016.

 

ÚTHLUTUN ÚR SAFNASJÓÐI 2016
 

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur að fenginni umsögn safnaráðs úthlutað úr safnasjóði 2016, alls 108,4 milljónum króna.

Af þeirri upphæð renna 78,8 milljónir til einstakra verkefna en tæpar 30 milljónir í rekstrarstyrki til viðurkenndra safna um land allt.

 

Alls bárust að þessu sinni umsóknir um styrki í samtals 152 verkefni.

Styrkjum er úthlutað til 93 verkefna og eru þeir frá 140.000 kr. upp í 2,9 m.kr. 

 

(PDF skjal)Hér má sjá lista yfir úthlutun úr sjóðnum í ár. http://www.safnarad.is/media/uthlutanir/HeildarlistiAheimasiduSafnasjodur2016Styrkir.pdf
 
Skráð af Menningar-Staður

08.05.2016 08:00

Viðar Helgason hættir í bæjarstjórn Árborgar

 


Viðar Helgason, lengst til vinstri, í morgunspjalli á Alþýðuhúsinu á Eyarrbakka þann 8. maí 2015.
 

 

Viðar Helgason hættir í bæjarstjórn Árborgar

 

Viðar Helgason, oddviti Bjartrar framtíðar í Árborg, baðst lausnar á störfum sem bæjarfulltrúi á fundi bæjarstjórnar Árborgar í vikunni.

Í samtali við sunnlenska.is sagði Viðar að hann og kona hans, Hulda Gísladóttir, væru að flytja á höfuðborgarsvæðið í sumar og þar af leiðandi geti hann ekki sinnt starfi bæjarfulltrúa lengur. Kjörnir fulltrúar þurfa að eiga lögheimili í sveitarfélaginu.

Á fundi bæjarstjórnar var Viðari þakkað fyrir gott samstarf og góð kynni. Hann þakkaði sjálfur fyrir samstarfið og óskaði bæjarstjórninni góðs gengis.

Björt framtíð á einn fulltrúa í bæjarstjórn Árborgar. Eyrún Björg Magnúsdóttir, framhaldsskólakennari og stjórnsýslufræðingur, mun nú taka sæti í bæjarstjórn og Már Ingólfur Másson verður varamaður hennar.

Eyrún verður einnig aðalmaður á aðalfundi SASS, í fulltrúaráði Héraðsnefndar Árnesinga og á aðalfundi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, auk þess sem hún verður varamaður á Landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga.


Af www. sunnlenska.is


 

.


 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

06.05.2016 17:01

Menningarráð Hrútavina i Bókakaffinu 6. maí 2016

 

 

Menningarráð Hrútavina í Bókakaffinu 6. maí 2016

 

Menningarráð Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi kom saman í dag, föstudaginn 6. maí 2016,  í Bókakaffinu við Austurveg á Selfossi  til stefnumótunar í víðu samhengi.

 

Tekið var margt til menningarlegrar stefnumótunar;  horft til fortíðar, samtíðar og framtíðar.  Margþætt mannblöndun  var og drukkið menningarkakó.

 

Þetta voru:

 Kristján Runólfsson í Hveragerði og frá Káragerði á Eyrarbakka, 

Björn Ingi Bjarnason að Ránargrund á Eyrarbakka,

Jóhann Páll Helgason á Selfossi og áður að Brennu á Eyrarbakka, 

Siggeir Ingólfsson að Ásheimum á Eyrarbakka

og Bjarni Harðarson að Sólbakka á Selfossi.Menningarstundinn var færð til myndar og vísur flugu.

Hér að áeggjan var myndefninu hagrætt svo að ekki sæist hversu vögursíðir þessir menn væru.

Hér var bumban flegin frá,

feitum vörðum laga,
kappa annars kann að sjá,
kviðpokana draga.

 

Þeir eru léttir þessir menn,
þeir eru öðrum meiri,

kunna að meta kakó enn,
Kristján Run. og Geiri.

 

Hér er prúttað vertinn við,
að vonum lítt það seiðir,

kúnninn virðir verðlagið,
og vel að lokum greiðir.

 

Útlit á verti er asskoti flott,
og ástæða að færa í letur,

en vafalaust myndi það ger´onum gott,
að gyrða sig örlítið betur.

 

Myndalabúm hér á Menningar-Stað
Smella á þessa slóð:

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/278359/

Nokkrar myndir:

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

 

 

Sklráð af Menningar-Staður
 

05.05.2016 21:04

Kiriyama Family hefur átt 8 lög á lista RÁSAR 2

 


Kiriyama Family leikur í Stúdíó A í sölum RUV - https://www.youtube.com/watch?v=EyM6U6J0DH4

 

Kiriyama Family hefur átt 8 lög á lista RÁSAR 2
 

Gengi laganna 8 sem Kiriyama Family hefur komið á vinsældalista Rásar 2 á undanförnum árum
 


Lagið Weekends er vinsælasta lagið á RÁS 2 á þessari öld og í þriðja sæti frá upphafi mælinga

eins og segir réttilega í fyrri frétt. 

.

.

 

.

Kiriyama Family

.

Unnið upp af ww. ruv.isSkráð af Menningar-Staður

 

05.05.2016 20:33

Kiriyama Family á þriðja vinsælasta lag RÁSAR 2 frá upphafi

 


Kiriyama Family á sínum fyrstu árum.

 

Kiriyama Family á þriðja vinsælasta lag RÁSAR 2 frá upphafi

 

Eiríkur Hauksson er í efsta sæti lista vinsælustu laga Rásar 2 með lagið „Gaggó Vest“. Í öðru sæti þessa samantektarlista allra Vinsældalista Rásar 2 er sænska sveitin Europe með lagið „The final countdown“ og í þriðja sætinu er íslenska hljómsveitin Kiriyama Family með lagið „Weekends“.
 

Hvati og Matti fóru yfir 100 vinsælustu lög Rásar 2 í dag í tilefni nýrrarvefsíðu Vinsældalista Rásar 2 þar sem hægt er að skoða alla listana frá 17. febrúar 1984, skoða gengi laga og flytjenda og hlusta á búta úr lögum listans.

100 vinsælustu lög Rásar 2
Þáttur frumfluttur fim. 5. maí 2016 kl. 12.40 - 16
Samantekt lista: Hilmar Kári Hallbjörnsson
Dagskrárgerð: Matthías Már Magnússon og Sighvatur Jónsson
Framleitt af SIGVA media fyrir Rás 2 © 2016


 

NR. FLYTJANDI LAG
1 Eiríkur Hauksson Gaggó Vest
2 Europe The final countdown
3 Kiriyama Family Weekends
4 Of Monsters And Men Little talks
5 Klassart Gamli grafreiturinn
6 Retro Stefson Qween
7 Ásgeir Trausti Leyndarmál
8 George Harrison Devil's radio
9 Hjaltalín Stay by you
10 Duran Duran A view to a kill
11 Dikta Thank you
12 Retro Stefson Glow
13 Bubbi Morthens Foxtrott
14 Páll Óskar Og Memfismafían Gordjöss
15 Duran Duran Save a prayer
16 Maxi Priest Wild world
17 Bon Jovi Living on a prayer
18 Jónas Sig & Ritvélar Framtíðarinnar Af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá
19 Eyþór Ingi Ég á líf
20 Mugison Stingum af
21 Muse Neutron star collision (love is forever)
22 Jóhanna Guðrún Is it true?
23 Mugison Haglél
24 Júníus Meyvant Hailslide
25 Amabadama Gaia
26 Pollapönk No prejudice/Enga fordóma
27 Amabadama Hossa hossa
28 Coldplay Every teardrop is a waterfall
29 Hera Björk Je ne sais quoi
30 Whitesnake Here i go again
31 Wham! Wake me up before you go go
32 Duran Duran Wild boys
33 Power Station Some like it hot
34 Wham! Last christmas
35 Phil Collins A groovy kind of love
36 Pharrell Happy
37 Duran Duran Make me smile
38 Moses Hightower Stutt skref
39 Wham! Everything she wants
40 Mark Ronson & Bruno Mars Uptown Funk
41 Bubbi Morthens Augun mín
42 Kiriyama Family Apart
43 Duran Duran The reflex
44 Emilíana Torrini Speed of dark
45 Mono Town Peacemaker
46 Tilbury Tenderloin
47 Moses Hightower Háa c
48 Pet Shop Boys Always on my mind
49 Adele Skyfall
50 Dikta Goodbye
51 Kk Viltu elska mig á morgun
52 Halla Margrét Árnadóttir Hægt og hljótt
53 Bubbi Og Mx21 Skapar fegurðin hamingjuna
54 Valdimar Sýn
55 Gotye Somebody that i used to know
56 Múgsefjun Sendlingur og sandlóa
57 Of Monsters And Men Lakehouse
58 Jónas Sig & Lúðrasveit Þorlákshafnar Hafið er svart
59 Beck Dreams
60 Vinir Sjonna Coming home
61 Júníus Meyvant Color decay
62 Glenn Medeiros Nothing's gonna change my love for you
63 Arctic Monkeys Do i wanna know?
64 Michael Jackson Bad
65 Kim Larsen De smukke unge mennesker
66 Dikta From now on
67 Jónas Sig Hamingjan er hér
68 Grafík Bláir fuglar
69 George Michael Careless whisper
70 Raggi Bjarna Og Lay Low Þannig týnist tíminn
71 Hjálmar Lof
72 Madonna Into the groove
73 Robbie Robertson Somewhere down the crazy river
74 Muse Uprising
75 Kaleo All the pretty girls
76 Pet Shop Boys It's a sin
77 Valdimar Yfir borgina
78 Adele Someone like you
79 Of Monsters And Men Crystals
80 Páll Óskar Ást sem endist
81 Limahl Neverending story
82 Of Monsters And Men King and lionheart
83 Traveling Wilburys Handle with care
84 Mugison Kletturinn
85 Baggalútur Og Jóhanna Guðrún Mamma þarf að djamma
86 Magnús Þór & Jónas Sigurðsson Ef ég gæti hugsana minna
87 Mammút Ströndin
88 Ofra Haza Im nin'alu
89 Valdimar Guðmundsson & Memfismafían Okkar eigin osló
90 Kk Frelsið
91 Valdimar Ryðgaður dans
92 Muse Undisclosed desires
93 Jón Jónsson Wanna get in
94 Kött Grá Pje Og Nolem Aheybaró
95 Kaleo Way down we go
96 Ásgeir Trausti Nýfallið regn
97 Beach Boys Cocomo
98 Bubbi & Sólskuggarnir Ísabella
99 A-Ha Cry wolf
100 Muse Resistance

 

Af: www.ruv.is
 

 Skráð af Menningar-Staður