Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2016 Júní

30.06.2016 10:52

Skógræktarfélagi Eyrarbakka gefið sláttuorf

 

 

F.v.: Haukur Jónsson og Siggeir Ingólfsson. Ljósm.: Rúnar Eiríksson.

 

Skógræktarfélagi Eyrarbakka gefið sláttuorf


Haukur Jónsson, útgerðamaður Mána ÁR 70 á Eyrarbakka, kom færandi hendi uppí Hallskot í gærkveldi og færði Skógræktarfélagi Eyrarbakka slátturorf of bestu gerð.

Siggeir Ingólfsson veitti gjöfinni viðtöku og hófst fljótlega sláttur með góðum árangri.

Rúnar Eiríksson færði til myndar.


Skráð af Menningar-Staður

30.06.2016 07:03

Tveir dýrbítar aflífaðir - þriggja annarra leitað

 

Eyrarbakki.                                                                                         Ljósm.: Mats Wibe Lund.

 

Tveir dýrbítar aflífaðir - þriggja annarra leitað
 

Hundar hafa drepið að minnsta kosti tíu lömb í mýrinni norðan við Eyrarbakka að undanförnu. Í fyrradag voru tveir hundanna aflífaðir en þriggja er ennþá leitað.

Greint var frá þessu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hundunum var lógað á dýraspítala að fengnu samþykki eigenda þeirra. 

Ekki hafa verið borin kennsl á hundana þrjá sem enn ganga lausir og er óttast að þeir muni halda uppteknum hætti. Einn þeirra er gulur labradorhundur.

Starfsmenn Sveitarfélagsins Árborgar hafa litið eftir svæðinu að undanfarna daga, en ekki orðið ágengt. 

Hundarnir hafa einnig verið að hrella fugla á hreiðrum en ekki liggur fyrir hvort þeir hafi drepið einhverja fugla.

Af www.sunnlenska.is


Skráð af Menningar-Staður

29.06.2016 10:19

Einn kafli og annar -- með Emil skólastjóra

 

 

Emil, Björn og bókin.
Björn Ingi Bjarnason t.v. afhendir heiðursmanni heiðursbók úr Sóleyjarferð.

Bókin er um 150 ára skólastarf á Eyrarbakka og Stokkseyri hvar var fyrsti barnaskóli landsins.

Líkt og fólk veit þá helgaði Emil Ragnar Hjartarson líf sitt kennslu utan jafnt sem innan

skólaveggja, hann er fræðari að upplagi.
F.v.: Björn Ingi Bjarnason og Emil Ragnar Hjartarson.

 

Einn kafli og annar -- með Emil skólastjóra

 

Guðmundur Sigurðsson skrifar:
 

Í gær 28. júní, á 111 afmælisdegi Hjartar Hjálmarssonar, var haldinn fundur til að loka einum þætti og hefja annan.

Aðgerðarhópur um afmæli Sóleyjar ÍS 225 (síðar Sóley ÁR 50 frá Stokkseyri og Þuríður Halldórsdóttir GK 94 frá Vogum)) kom saman og með hópnum Emil Ragnar Hjartarson sem var heiðursfélagi í ferðinni um Boðaföll Sóleyjar á Suðurlandi. Að vísu komst Emil ekki með í ferðina en það breytir auðvitað engu um stöðu hans og heiður.
 

Gudmundur Einar Jonsson átti ekki möguleika á að mæta í dag og var þar skarð fyrir skildi. En úr nefndinni mættu Björn Ingi Bjarnason og Guðmundur Sigurðsson
 

Hjörtur Hjálmarsson var stjórnarformaður Hjallaness, dótturfélags Kaupfélags Önfirðinga þegar Sóley var smíðuð fyrir Flateyringa. Hjörtur var mikill aðdáandi Einars Benediktssonar skálds og mun hafa átt hugmynd og heiður af nafni skipsins.

Á fasbóksíðu Emils má finna eftirfarandi skýringu á nafninu: „Einhverjum kann að finnast undarlegt að skíra skip blómnafni,jafnvel þótt blómið sé fagurt. 
Í kvæðinu "Móðir mín" notar Einar Benediktsson orðið Sóley um Ísland. -- þangað sem leiðin liggur að lokum. Þaðan mun hugmyndin að nafninu hafa komið.“

 

Það var ótal margt sem Emil sagði okkur í framhaldinu, skemmtilegar sögur sagðar með blikandi leiftri en þó hæversku og yfirvegun kennimannsins. Það var mikill hlátur og gleði á þessum litla fundi okkar.
 

Hallgrímur Sveinsson hjá Vestfirska forlaginu hefur skipað hópinn sem var á fundinum til að koma vegargerðasögum Emils í bókarform hið allra fyrsta, - bæði verða teknar sögur sem hann hefur skrifað á fasbók síðu sína og svo líka sögur sem hann á í minni sínu og aldrei hafa verið skráðar en sagðar þegar við hefur átt.
 

Emil byrjaði í vegavinnu upp úr 1950 og starfaði við það flest sumur fram yfir malbik. Hann sagði slitlagið hafa verið afar magnað, það hafi verið skrítið að sjá aldrei aftur gömlu holurnar sem höfðu fylgt veginum af dyggð alla tíð, samviskusamlega hafi þær mætt eftir hverja heflun hver á sínum stað og glatt vegfarendur sem tóku þeim að vísu misfagnandi.
 

Það má telja fullvíst að þessi bók eigi eftir að vekja gleði þeirra sem muna vegina og ekki síður þeirra sem unna góðum frásögnum og svo eru auðvitað fjölmargir sem hafa lagt hönd á plóg við að gera vegi á vestfjörðum að veruleika.

Í fundarlok var Emil afhent að gjöf bók sem fylgdi því að hafa verið heiðursgestur í Sóleyjarferðinni en það var saga barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri, elsta barnaskóla á Íslandi, þar hafa Önfirðingar einmitt átt drjúgan þátt í skólastarfinu allt frá stofnun skólans um miðja nítjándu öldina.

Til gamans má geta þess að fjölskylda Emils fór með skólastjórn á Flateyri í um sex áratugi, afi hans, faðir og hann sjálfur. Þetta er líklega einstakt og sérlega skemmtilegt að spá í.

 

Þá fékk Emil afhent heiðursborgaraskjal föður síns sem var heiðursborgari Flateyrarhrepps. Skjalið hafði verið á menningarbjálka á efsta lofti forsetasetursins á Eyrarbakka í fullan áratug eða frá því að hið mikla rit Önfirðingafélagsins um Hjört Hjálmarsson kom út.
 


Guðmundur Jón Sigurðsson.
 

 

Sagnalynd í stuði.

Húmorinn og næm geislandi frásögn Emils getur verið allt að því hættuleg. Er ekki viss hvað

er óhætt að hlægja lengi en tók smá prufu á því á fundinum með meistaranum.

F.v.: Emil Ragnar Hjartarson og Guðmundur Sigurðsson.

.

 

Ljós & ljón með Emil á milli.
Hér er fræðarinn með tvo gamla nemendur hjá sér. Annar þeirra var ljós en hinn meira ljón

í skólanum í gamla daga. En það man ekki nokkur maður eftir því. Það eru forréttindi að fá

að starfa með Emil að þessari bók um vegavinnumenn og aðra menn og kvenmenn. Auðvitað

er hitinn og þunginn hjá meistaranum en við munum eiga fleiri skemmtilega fundi, þess vegna

er ég hamingjusamur með tilnefningu Hallgríms.
F.v.: Björn Ingi Bjarnason, Emil Ragnar Hjartarson og Guðmundur Sigurðsson.

.


Skólastjórinn & nemandinn.  

Stóra breytingin er að nú lærir nemandinn möglunarlaust og hefur gaman af, rétt eins og

í frímínútunum í gamla daga. Þær voru oft hlaðnar lærdómi af frábærum frásögnum sagnameistara.
F.v.: Emil Ragnar Hjartarson og Guðmundur Sigurðsson.Skráð af Menningar-Staður

28.06.2016 16:42

Merkir Íslendingar - Hjörtur Hjálmarsson

 

 

 

Merkir Íslendingar - Hjörtur Hjálmarsson


28. júní 2016 - 111 ár frá fæðingu Hjartar Hjálmarssonar


Hundrað og ellefu ár eru í dag frá fæðingu Hjartar Hjálmarssonar fyrrum skólastjóra og sparisjóðsstjóra á Flateyri.
Hann fæddist á Þorljótsstöðum í Skagafirði 28. júní 1905. Hann lést á Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum 17. nóvember 1993 á 89. aldursári. 


Árið 1931 fluttist Hjörtur til Flateyrar og gerðist kennari við barnaskólann, fyrst sem almennur kennari. Árið 1959 tók hann við skólastjórn og gegndi því starfi til ársins 1970. Hann kvæntist Aðalheiði Rögnu Sveinsdóttur, dóttur Sveins Gunnlaugssonar þáverandi skólastjóra á Flateyri og Sigríðar Benediktsdóttur. Hjörtur og Ragna eignuðust tvo syni, þá Emil Ragnar kennara og skólastjóra og Grétar Snæ starfsmannastjóra.

 

Ragna var lengi kirkjuorganisti og söngkennari á Flateyri. Hjörtur var oddviti Flateyrarhrepps á árunum 1938 til 1946, hreppstjóri var hann frá 1948 til 1972 og sat í sýslunefnd árin 1942 til 1972. Hann sat í stjórn og var stjórnarformaður Kaupfélags Önfirðinga frá 1944 til 1973. Hjörtur var síðasti heiðursborgari Flateyrarhrepps.


Auk þess var Hjörtur, samhliða kennslu og skólastjórn, forystumaður í vel flestum félögum og samtökum á Flateyri um áratuga skeið og hafði þannig mjög mótandi áhrif á allt mannlíf á staðnum um langt árabil.
 

 
Skráð af Menningar-Staður

 

 

27.06.2016 12:32

Reyndu að smygla miklu magni fíkniefna á Litla-Hraun

 

Litla-Hraun. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

 

Reyndu að smygla miklu magni fíkniefna á Litla-Hraun
 

Rannsóknarsamvinna lögreglu á Suðurlandi og fangavarða á Litla Hrauni kom í veg fyrir að miklu magni meintra fíkniefna og lyfja væri smyglað inn á Litla-Hraun síðastliðinn föstudag.

Á Selfossi voru tveir karlmenn staðnir að því aðfaranótt föstudags að koma pakka fyrir í bifreið sem þeir vissu að ætti að fara inn á fangelsissvæðið um daginn. Pakkinn var haldlagður og innihaldið sent í efnagreiningu á rannsóknarstofu.

Á þessari stundu er ekki vitað hvaða efni er um að ræða.

Í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi kemur fram að kona var handtekin á Litla-Hrauni á föstudag þegar hún kom að heimsækja fanga. Grunsemdir vöknuðu um hún væri með ólögleg efni sem hún hygðist smygla inn í fangelsið og við nánari rannsókn kom í ljós að hún var með töflur innvortis.

Ekki er vitað hvernig töflur það voru en úr því verður skorið á rannsóknarstofu. Málin tvö eru ótengd.

Af www.sunnlenska.is


 

Litla-Hraun. Ljósm.: BIB
 

 


Skráð af Menningar-Staður.

27.06.2016 10:34

Forsetakosningarnar 2016 - úrslit í öllum kjördæmum

 

 

 

Forsetakosningarnar 2016 - úrslit í öllum kjördæmum
 

.

 

Úr Morgunblaðinu 27. júní 2016.


Skráð af Menningar-Staður

27.06.2016 06:40

Reynivallakirkja í Kjós

 

.
Reynivallakirkja.                                                                              Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
,
 

 

Reynivallakirkja í Kjós
 

Reynivallakirkja

 

Reynivallakirkja í Kjós var byggð árið 1859 í svonefndri Kirkjubrekku, skammt austan við kirkjugarðinn. Áður hafði kirkjan staðið vestar í landareigninni, væntanlega í sjálfum kirkjugarðinum. Reynivellir eru ævaforn kirkjustaður, kirkjunnar er getið í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá því um 1200. Á Reynivöllum var Maríukirkja í kaþólskum sið. Kirkjan sem nú er á staðnum er byggð í hefðbundnum stíl timburkirkna um miðja nítjándu öld. Henni hefur að vísu verið breytt dálítið.

 

Skömmu fyrir 1930 var prédikunarstóllinn, sem upphaflega var fyrir ofan altari, færður að suðurvegg. Þá voru pílárar í skilrúmi milli kórs og framkirkju fjarlægðir og lágur veggur settur í staðinn. Fyrir hundrað ára afmælið 1959 var hún lengd um rúma þrjá metra, gerð geymsla norðan við kórinn en skrúðhús að sunnanverðu, settir nýir bekkir o.fl. Gagngerar endurbætur voru gerðar á kirkjunni og lauk þeim í árslok 1999.Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvars var á dögunum í Kjósinni og færði Reynivallakirkju til myndar.

 

.

Skráð af Menningar-Staður

26.06.2016 11:30

Kiriyama Family á Jónsmessutónleikum Frystiklefans á Rifi

 

 

Hljómsveitin Kiriyama Family í Frystiklefanum á Rifi.          Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Kiriyama Family á Jónsmessutónleikum Frystiklefans á Rifi
 

Hljómsveitin Kiriyama Family frá Eyrarbakka, Stokkseyri og Selfossi gerði mjög góða ferð á Snæfellsnesið og lék  á Jónsmessutónleikum Frystiklefans á Rifi þann 24. júní 2016.

Hljósveitinni var gríðarlega vel tekið af hinum fjölmörgu tónleikagestum sem sóttu Jónsmessutónleika Frystiklefans á Rifi.

Í Frystiklefanum á Rifi hefur á síðustu árum verið margþætt menningarstarfsemi svo sem; tónleikahald og leiksýningar undir forystu menningarstjórans Kára Viðarssonar.

Frystiklefinn á Rifu fékk Eyrarrósina árið 2015 fyrir hið margþætta menniingarstarf sem þar hefur verið á liðnum áru.

Menningar-Staður færði -Kiriyama Family- á Jónsmessutónleikunumn til myndar.
Myndalabúm komið hér á Menningar-Stað.
Smella á  þessa slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/279204/

 

Nokkrar myndir hér:.

.

.

.

.

.

.

.

.
Menningarstjóri Frystiklefans á Rifi - Kári Viðarsson kynnir Kiriyama Family til leiks.
.

 


Skráð af Meenningar-Staður.
 

26.06.2016 09:43

Guðni Th. Jóhannesson kjörinn forseti Íslands

 


Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid.

 

Guðni Th. Jóhannesson kjörinn forseti Íslands
 

Guðni Th. Jóhannesson hefur verið kjörinn forseti Íslands. Hann verður sjötti forseti lýðveldisins. Hann hlaut 39,08 prósent, en 71.356 Íslendingar kusu Guðna. Hylling verður fyrir utan heimili hans á Seltjarnarnesi klukkan fjögur í dag. Sýnt verður frá hyllingunni í beinni útsendingu í sjónvarpinu.

 

Guðni Th. er fæddur árið 1968, er með doktorspróf í sagnfræði og starfaði sem háskólakennari. Hann er kvæntur Elizu Reid og eiga þau saman fjögur börn. Frá fyrra hjónabandi á Guðni eina dóttur. Guðni var einn af níu forsetaframbjóðendum og hefur haft afgerandi forystu í skoðanakönnunum sem birst hafa á vikunum fyrir kosningar.

 

Þjóðin gekk til kosninga í gærdag og fyrstu tölur birtust upp úr 10 í gærkvöldi frá Suðurkjördæmi. Guðni viðurkenndi að fyrstu tölur hefðu komið sér á óvart, en tölurnar sýndu lítinn mun á milli hans og Höllu Tómasdóttur. Þegar líða fór á kosninganóttina fór atkvæðafjöldi að líkjast skoðanakönnunum og Guðni tók forustu.

 

Frambjóðendur yfirgáfu kosningavöku sjónvarpsins upp úr miðnætti og Guðni fagnaði þá sigri með stuðningsmönnum sínum á Grand Hótel. Fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna.

 

Guðni sagði í ræðu sinni að kosningabaráttan hafi verið stressandi, sérstaklega fyrstu tölur. Hann treysti því að hann eigi áfram stuðning viðstaddra og landsmanna allra. Mikið verkefni bíði hans, fari fram sem horfir. Hann ætlar að leggja sig allan fram við að vera það sameiningarafl sem þjóðin vilji og eigi skilið.

 

Að lokinni ræðu sungu viðstaddir afmælissönginn fyrir Guðna, enda afmælisdagurinn hans genginn í garð, 26.júní.

 

Hylling verður fyrir utan heimili hans á Seltjarnarnesi og verður sýnt beint frá henni í sjónvarpinu klukkan fjögur í dag.

.

.

 

.
Af www.ruv.is

Skráð af Menningar-Staður

25.06.2016 16:59

Kynning á Saga music í Gamla-Gónhóli í frystihúsinu

 

.
Gamli Gónhóll í frystihúsinu á Eryrarbakka.
.

 

 

Kynning á "Saga music"  í Gamla-Gónhóli í frystihúsinu

 

Valgeir Guðjónsson, Gísli Kristjánsson og Karen Dröfn Hafþórsdóttir, sem skipa hljómsveitina  -Dreppstokk-  fluttu Saga Music dagskrána í Gamla Gónhól í frystihúsinu í dag á Jónsmessuhátíðinni á Eyrarbakka.  

Hér er um að ræða dagskrá í tali og tónum þar sem persónulýsingar úr Íslendingasögunum eru efniviðurinn.

Gestir kynningarinnar voru sérlaga ánæððir með efnistök og flutning þeirra þremenninga í -Drepstokki-


Menningar-Staður færði til myndar. 
 

.

Valgeir Guðjónsson.

.

.

.
Hljómsveitin -Drepstokkur-
F.v.: Gísli Kristjánsson, Valgeir Guðjónsson og Karen Dröfn Hafþórsdóttir.

.

.

 


Skráð af Menningar-Staður