Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2016 Júní

22.06.2016 06:29

24. júní 2016 - Jónsmessutónleikar Frystiklefans - Kiriyama Family, Gylfi Örvars & One Week Wonder

 

 

Kiriyama Family.

 

 

24. júní 2016 -  Jónsmessutónleikar Frystiklefans

- Kiriyama Family, Gylfi Örvars & One Week Wonder


Jónsmessutónleikar Frystiklefans á Rifi er árleg sumarveisla þar sem íslensk gleðisveit stígur á stokk og ungir heimamenn fá tækifæri til að láta ljós sitt skína..

Í þetta sinn er það hin ótrúlega skemmtilega hljómsveit Kiriyama Family sem mætir í Rif til þess að hrista saman sveitunga. Um upphitun sér hinn ótrúlega efnilegi rappari og ólsari, Gylfi Örvarsson og einnig mun hljómsveitin One Week Wonder stíga á stokk.

 

Sannkölluð tónlistarveisla! 

 

Föstudagur 24. júní 2016 - 

 klukkan 20:00 - 23:00Miðaverð : Frjáls framlög!

 

 

Frystiklefinn á Rifi.
 


Skráð af Menningar-Staður

 

21.06.2016 16:15

21. júní 2016 - Þjóðhátíðardagur Grænlendinga

 

 

 

21. júní 2016 – Þjóðhátíðardagur Grænlendinga

 

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

21.06.2016 10:39

Jónsmessuhátíðin á Eyrarbakka 25. júní 2016

 

 

Eyrarbakki_blatt

 

Jónsmessuhátíðin á Eyrarbakka 25. júní 2016
 

 

09:00    Fánar dregnir að húni við upphaf 18. Jónsmessuhátíðarinnar á Eyrarbakka

Eyrbekkingar flagga íslenska fánanum eða Bakkafánanum og ganga frá skreytingum í hverfalitunum.

Kjörfundur vegna forsetakosninga hefst á Stað og stendur til kl. 22. Nýtum kosningaréttinn snemma.

Björgunarsveitin Björg býður upp á ókeypis veiði í Ölfusá fyrir landi Eyrarbakka allan daginn.

 

09:00-21:00    Verslunin Bakki við Eyrargötu

Verslunin verður opin allan daginn og langt fram á kvöld. – Kíkið við í spjall og börnin fá skrímslaís um miðbik dagsins.

 

09:15-11:00    Morgunstund í skógarlundi

Skógræktarfélag Eyrarbakka tekur á móti gestum á svæði félagsins í Hallskoti og býður upp á hressingu í morgundögginni.

 

10:30-17:00    Laugabúð í Sjónarhóli

Bókamarkaður í kjallaranum – mikið úrval nýrra og gamalla bóka á frábæru verði.
Sögur og skemmtilegheit allan daginn og farandkaupmenn úr höfuðstaðnum á öllum hæðum.

 

11:00-22:00    Rauðahúsið á Eyrarbakka

Rauða Húsið verður með tvö tilboð allan daginn: Tveggja rétta máltíð með fiskiþrennu og Þjórsárhrauni í í eftirrétt á 5.800 kr. eða kaffi og heimatilbúin kökusneið á 1.250 kr.

 

11:00-18:00    Fortíðin í söfnunum á Eyrarbakka

Byggðasafn Árnesinga í Húsinu, Sjóminjasafnið á Eyrarbakka og Kirkjubær eru opin. Í borðstofu Hússins er sýningin Dulúð í Selvogi. Í Kirkjubæ er sýningin Draumur aldamótabarnsins. Boðið uppá ferskjur og rjóma að hætti Guðrúnar húsfreyju í Kirkjubæ milli kl. 13 og 14.
Komið og vitjið fortíðarinnar í söfnunum á Eyrarbakka. Ókeypis aðgangur á Jónsmessuhátíðinni.

 

11:00    Unga kynslóðin skemmtir sér

Hinn sívinsæli Brúðubíl kemur í heimsókn að Sjóminjasafninu með nýtt leikrit. Vatnaboltar og bubblu-boltar í boði Ungmennafélagsins og Björgunarsveitarinnar á eftir. Hestar verða teymdir undir börnum.

 

12:00-14:00    Heimboð í Garðshorn

Árleg Jónsmessusúpa og rabarbaragrautur upp á gamla mátann í Garðshorni í boði húsráðenda Elínbjargar og Vigfúsar. Allir velkomnir.

 

14:00-15:15    Saga music – í Gamla-Gónhóli í Frystihúsinu

Valgeir Guðjónsson flytur Saga Music dagskrána í tali og tónum þar sem persónulýsingar úr Íslendingasögunum eru efniviðurinn. Sjá nánar á www.bakkastofa.com.          Aðgangseyrir kr. 1.000.

 

14:00-16:00    Gallerí 973 – Garðbær við Gónhól

Stúdíó listamannanna Kristínar og Max er opið að Eyrargötu 73 – Garðbæ. Sjá nánarwww.gallery973.com .

 

14:00-16:00    Ljósmyndasýning á Háeyrarvöllum

Anný og Valgeir bjóða upp á spjall og ljósmyndasýningu á heimili sínu á Háeyrarvöllum 32.

 

15:00-17:00    Spjallað í Hausthúsum

Margrét Sverrisdóttir og Pétur Hilmarsson taka á móti fólki við hús sitt Hausthús að Eyrargötu 39.

 

16:00-18:00    Diskótek fyrir yngri kynslóðina

DJ Sveppz sér um diskóið við Sjóminjasafnið. Mikið fjör og mikið gaman. 

 

20:15-21:30    Sameinaði Bakkakórinn þenur raddböndin í Húsinu

Heimir Guðmundsson leikur undir almennan söng, þar sem hver syngur með sínu nefi.

 

22:00    Jónsmessubrenna

Jónsmessubrenna í fjörunni vestan við Eyrarbakkaþorp. Eyrbekkingurinn Sandra Dís Hafþórsdóttir ávarpar gesti. Hið frábæra Bakkaband heldur svo uppi fjörinu meðan menn endast.

 

23:00    Rauða húsið

Kjallarinn opinn og Grétar í Sólvangi ætlar að spila. 

 

Tjaldsvæðið vestan þorpsins, sem Björgunarsveitin Björg rekur, hefur verið stækkað – ÖLL ÞÆGINDI OG NÓG PLÁSS.

 

Jónsmessuhátíðin er styrkt af Sveitarfélaginu Árborg


Af wwww.eyrarbakki.is

Eyrarbakki_blatt
 

                                             -Saga Music Hall- í Gónhól á Eyrarbakka.Skráð af Menningar-Staður

20.06.2016 19:26

UM 124.000 FERÐAMENN Í MAÍ 2016

 

 

 

UM 124.000  FERÐAMENN Í MAÍ 2016

 

 

Ferðamenn í maí 2016

Um 124 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í maí síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 33 þúsund fleiri en í maí á síðasta ári. Aukningin nemur 36,5% milli ára.

Ferðamönnum heldur því áfram að fjölga milli ára en aukningin var 23,6% í janúar, 42,9% í febrúar, 38,1% í mars og 32,5% í apríl. Heildarfjöldi ferðamanna frá áramótum er um 513 þúsund, eða 35,2% fleiri miðað við fjölda ferðamanna á tímabilinu janúar til maí árið 2015.

Bandaríkjamenn og Bretar um 40% ferðamanna í maí

10 fjölmennustu þjóðernin

Um 77% ferðamanna í nýliðnum maí voru af tíu þjóðernum. Bandaríkjamenn voru fjölmennastir eða 26,2% af heildarfjölda en næstir komu Bretar, 12,8%. Þar á eftir fylgdu Þjóðverjar (7,8%), Kanadamenn (6,0%), Norðmenn (5,2%), Svíar (4,9%), Frakkar (4,5%), Danir (3,6%), Hollendingar (2,8%) og Pólverjar (2,7%).

Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bandaríkjamönnum, Bretum, Kanadamönnum, Þjóðverjum og Frökkum mest milli ára en 12.296 fleiri Bandaríkjamenn komu í maí í ár en í sama mánuði í fyrra, 5.143 fleiri Bretar, 2.946 fleiri Kanadamenn, 2.870 fleiri Þjóðverjar og 1.022 fleiri Frakkar. Þessar fimm þjóðir báru uppi aukninguna í maí að miklu leyti milli ára eða 73,1% af heildaraukningu.

Ferðamenn eftir markaðssvæðum

Níföldun N-Ameríkana frá 2010

Þegar litið er til fjölda ferðamanna í nýliðnum maímánuði má sjá verulega fjölgun frá árinu 2010. Þannig hefur fjöldi ferðamanna frá Norðurlöndunum meira en tvöfaldast, fjöldi Breta fimmfaldast, fjöldi ferðamanna frá Mið- og S-Evrópu meira en þrefaldast, fjöldi N-Ameríkana nífaldast og fjöldi ferðamanna frá löndum sem lenda í hópnum ,,annað“ fimmfaldast.

Hlutfall N-Ameríkana hækkar en Norðurlandabúa lækkar

Samsetning ferðamanan eftir markaðssvæðum

Samsetning ferðamanna eftir markaðssvæðum hefur breyst töluvert frá árinu 2010 eins og sjá má af myndinni hér til hliðar. Í maí síðastliðnum voru Norðurlandabúar tæp 16% ferðamanna en hlutfall þeirra af heild hefur lækkað verulega síðustu ár, hefur farið úr 32,5% ferðamanna árið 2010 í að vera 15,8% árið 2015. Hlutdeild N-Ameríkana hefur hins vegar farið vaxandi, var 15,4% af heild árið 2010 en var komin í 23,5% í ár. Hlutdeild annarra markaðssvæða hefur verið á líku róli á tímabilinu 2010 til 2016. 

Ferðir Íslendinga utan

Um 47 þúsund Íslendingar fóru utan í maí síðastliðnum eða 5.300 fleiri en árið 2015. Um er að ræða 12,8% fleiri brottfarir en í maí 2015.

Nánari upplýsingar

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.

Tafla yfir fjölda ferðamanna

 

Af www.ferdamalastofa.is


Skráð af Menningar-Staður

 

20.06.2016 17:42

Hjallastefnan í Ögri við Ísafjarðardjúp

 

.

.

 

 

Hjallastefnan í Ögri við Ísafjarðardjúp


Vinir alþýðunnar af Eyrarbakka voru í Ögri við Ísafjarðardjúp á dögunum

og færðu Hjallastefnuna þar til myndar.

 

 

.

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

20.06.2016 09:07

20. júní 2016 - Lengsti dagur ársins

 

 

Herðubreið.                                                  Ljósm.: Júlía B. Björnsdóttir.

 

20. júní 2016 - Lengsti dagur ársins

 

Sumarsólstöður eru í dag, mánudaginn 20. júní, en þá er sólargangur lengstur. Sólstöður eru klukkan 22:34, samkvæmt Almanaki Háskóla Íslands. Lengsti dagur ársins er því í dag, en nýliðin nótt var sú stysta.

Sólstöður verða þegar stefna mönduláss jarðar er til miðju sólar. Gerist þetta tvisvar sinnum á ári, sumarsólstöður á tímabilinu 20. til 22. júní, þegar sólargangurinn er lengstur, og vetrarsólstöður 20. til 23. desember, þegar sólargangurinn er stystur.

Eftir daginn í dag fer sólin aftur að lækka á lofti og dagarnir munu því styttast jafnt og þétt þangað til á vetrarsólstöðum, sem í ár verða 21. desember.


Morgunblaðið mánudagurinn 20. júní 2016


 

 
Skráð af Menningar-Staður

20.06.2016 08:08

Jóhanna og Sigríður Birna ráðnar leikskólastjórar

 

Jóhanna (t.v.) og Sigríður Birna hafa verið ráðnar leikskólastjórar í Álfheimum og Brimveri/Æskukoti.

 

Jóhanna og Sigríður Birna ráðnar leikskólastjórar

 

Jóhanna Þórhallsdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri Álfheima á Selfossi og Sigríður Birna Birgisdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri Brimvers/Æskukots á Eyrarbakka og Stokkseyri.

Báðar hafa þær góða reynslu af leikskólastarfi, stjórnunarstörfum og M.Ed. próf í stjórnun menntastofnana.

Jóhanna tekur formlega til starfa 1. september næstkomandi. Ingibjörg Stefánsdóttir hefur verið leikskólastjóri Álfheima um árabil og hefur hún ákveðið að láta af störfum sem leikskólastjóri í haust.

Sigríður Birna hefur verið í tímabundinni ráðningu leikskólastjóra Brimvers/Æskukots í vetur vegna leyfis M. Sigríðar Jakobsdóttur sem hefur sagt starfi sínu lausu. 

Af www.sunnlenska.is


Leikskólinn Brimver á Eyrarbakka.                                                Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.


Skráð af Menningar-Staður

19.06.2016 09:36

Íslenski fáninn 101 árs

 

 

 

Íslenski fáninn 101 árs
 

 

Íslenski fáninn er þjóðfáni Íslands. Hann var fyrst opinberlega staðfestur með konungsúrskurði 19. júní árið 1915. Lög um íslenska fánann voru hins vegar sett þann 17. júní 1944 og tóku gildi 24. ágúst, en þau voru fyrstu lögin sem samþykkt voru á eftir stjórnarskránni.

 

Hinn almenni þjóðfáni Íslands, ásamt hlutföllum

Fáninn er svokallaður krossfáni eins og fánar allra hinna Norðurlandanna eru. Hann er heiðblár með mjallhvítum krossi og eldrauðum krossi innan í hvíta krossinum.

Hlutföllin í litum fánans eru, talið lárétt frá stöng: 7-1-2-1-14, en lóðrétt meðfram stöng eru þau 7-1-2-1-7. Þannig er breidd fánans 18/25 af lengd hans samkvæmt 1. grein fánalaga.

 

Samkvæmt fánalögum verða allir fánar dregnir á fánastöng að vera í góðu ástandi, lögreglan má gera upptæka alla fána sjáanlega á opinberum stöðum sem ekki samræmast íslenskum fánareglum. Ströng lög gilda um þá virðingu sem sýna ber þjóðfána Íslendinga og getur það varðað sektum eða fangelsi allt að einu ári að brjóta fánalögin.

Litirnir í íslenska fánanum tákna fjallablámann, ísinn og eldinn en það virðist útbreiddur misskilningur að blái liturinn tákni annað hvort hafið sem umkringur landið eða vötnin sem eru á landinu sjálfu. Hann táknar í raun fjallablámann en rauði liturinn táknar eldinn í iðrum landsins og sá hvíti ísinn á toppum þess.Opinberir fánadagar

 

Samkvæmt forsetaúrskurði er opinberum stofnunum skylt að draga íslenska fánann á stöng eftirfarandi daga:

 

Draga skal fána á stöng á húsum opinberra stofnana, sem eru í umsjá valdsmanna eða sérstakra forstöðumanna ríkisins, eftirgreinda daga:

 

Fæðingardag forseta Íslands (núna 14. maí).

Nýársdag.

Föstudaginn langa (eingöngu dregið í hálfa stöng).

Páskadag.

Sumardaginn fyrsta.

1. maí (Verkalýðsdagurinn).

Hvítasunnudag.

Sjómannadaginn.

17. júní  (Íslenski þjóðhátíðardagurinn).

16. nóvember (dag íslenskrar tungu).

1. desember (fullveldisdaginn).

25. desember - jóladag.

 


Skráð af Menningar-Staður


 

19.06.2016 08:47

Sýningu Jóns Inga að Stað lýkur í dag - 19. júní 2016

 

 

Jón Ingi segir þessa sýningu vera eina þá albestu hjá sér.     Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Sýningu  Jóns Inga að Stað lýkur í dag - 19. júní 2016

 

Jón Ingi Sigurmundsson opnaði málverkasýningu í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka laugardaginn 4. júní og stendur hún enn.

 

Þetta er 12. sýning Jóns Inga á Eyrarbakka, en hann er fæddur og uppalinn þar, en býr á Selfossi.

 

Myndefni frá Eyrarbakka er honum hugleikið og líklega hefur engin sýning hans verið án mynda þaðan.

Jón Ingi hefur haldið fjölda sýninga víðs vegar á Suðurlandi, Akureyri, Hjalteyri, Hafnarfirði og í Danmörku.

 

Að þessu sinni er Jón Ingi með fleiri olíuverk en áður og hefur hann breytt efnistökum þar á ýmsan hátt. Vatnslitamyndir eru þó í meirihluta. Auk landslagsmynda og götuvið- fangsefna má einnig sjá blóma- og dýramyndir.

 

Sýningin verður opin laugardaga og sunnudaga frá kl. 14.00–18.00 auk 17. júní.

 

Sýningunni lýkur í dag -  sunnudaginn 19. júní 2016.Allir hjartanlega velkomnir.


Hér er Jón Ingi Sigurmundsson við sýninguna á Stað.
 

.

.
Skráð af Menningar-Staður


 

 

19.06.2016 08:12

Laugabúð á Eyrarbakka

 

 

Laugabúð á Eyrarbakka.                                                             Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason. 

 

Laugabúð á Eyrarbakka

 

Opið í dag sunnudaginn 19. júní 2016


Verið velkomin í létt spjall og sögustund kaupmannsins.
 

.

Magnús Karel Hannesson, kaupmaður í Laugabúð.

.

 

 


Skráð af Menningar-Staður