Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2016 Júní

14.06.2016 08:02

Aðalfundur Kaupfélags Árnesinga

 

 

 

Aðalfundur Kaupfélags Árnesinga

 

Aðalfundur Kaupfélags Árnesinga fyrir árið 2015 var haldinn í Oddfellowsalnum á Selfossi þann 10. júní 2016.
 

Fundurinn var vel menntur og fór hið besta fram samkvæmt samþykktum félagsins að öllu leyti.
 

Fundarstjóri var kosinn Páll Zópóníasson í Vestmannaeyjum og stýrði hann fundi af röggsemi.

Jón Ólafur Vilhjálmsson og Guðmundur Búason gerðu grein fyrir starfi og stöðu Kaupfélags Árnesinga.

Gestir fundarins voru þeir Leó Árnason og Guðjón Friðriksson.

Leó Árnason gerði grein fyrir Sögubænum Selfossi og fyrirhugaðri uppbyggingu í þeim anda í miðbæ Selfoss.

Kaupfélag Árnesinga réði á síðasta ári Guðjón Friðriksson til þess að skrifa sögu félagsins og jafnframt annara kaupfélaga á Suðurlandi. Guðjón gerði grein fyrir framvindu verksins sem miðar vel.

Fyrir tillögum stjórnar Kaupfélags Árnesinga til aðalfundarins mæltu þeir Garðar Hannesson og Ágúst Magnússon og voru þær samþykktar samhljóða.

Björn Ingi Bjarnason, forseti Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi, kvaddi sér hljóðs í lok aðalfundarins undir liðnum önnur mál og rifjaði upp þegar Kaupfélag Árnesinga í maí 2005 gaf Hrútavinafélaginu uppstoppaða forystusauðinn Gorba frá Brúnastöðum í Flóa. Gorbi skipar nú heiðurssess í Forystufjársetrinu að Svalbarði í Þistilfirði.Mennigar-Staður færði fundinn til myndar.
Myndaalbúm er komið á Menningar-Stað
Smella á þessa slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/279012/

Nokkrar myndir:

.

.

.

.

.

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

 

 

 Skráð af Menningar-Staður

13.06.2016 18:40

13. júní 1941 - Sigurður Jónasson afhenti íslenska ríkinu Bessastaði að gjöf

 

 

Bessastaðir. Ljósm.: Mats Wibe Lund.

 

13. júní 1941

- Sigurður Jónasson afhenti íslenska ríkinu Bessastaði að gjöf

 

Sigurður Jónasson forstjóri afhenti íslenska ríkinu Bessastaði að gjöf þann 13. júní 1941.
 

Eftir einveldistöku Danakonungs urðu Bessastaðir embættisbústaður fulltrúa konungs, landfógeta og amtmanns þar til yfirstjórn landsins fluttist til Reykjavíkur.
 

Árið 1867 eignaðist þingmaðurinn og skáldið Grímur Thomsen Bessastaði og bjó þar í tæp tuttugu ár en við lát hans árið 1896 keypti Landsbanki Íslands staðinn af ekkju hans, Jakobínu Jónsdóttur.
 

Tveimur árum síðar keyptu Ísafjarðarhjónin Skúli Thoroddsen, ritstjóri og alþingismaður, og kona hans Theodóra Thoroddsen skáldkona Bessastaði og bjuggu þar með börnum sínum tólf til ársins 1908. Þegar Skúli lést árið 1916 keypti Jón H. Þorbergsson bóndi Bessastaði og bjó þar til ársins 1928 en eftir það bjó Björgúlfur Ólafsson læknir á staðnum 1928-1940. 

Sigurður Jónasson forstjóri keypti Bessastaði af Björgúlfi árið 1940 og afhenti ríkinu staðinn að gjöf ári síðar.

 

Fréttablaðið 13. júní 2016.


Skráð af Menningar-Staður

13.06.2016 18:37

13. júní 1875 - Jón Sigurðsson forseti ávarpaði skólapilta í Reykjavík

 


Jón Sigurðsson.
 

 

13. júní 1875

- Jón Sigurðsson forseti ávarpaði skólapilta í Reykjavík

 

Jón Sigurðsson forseti ávarpaði skólapilta í Reykjavík þann 13. júní 1875. 

Hann sagði að eitt af skilyrðunum fyrir því að geta orðið nýtur maður væri að þola stjórn og bönd. 

Frelsi án banda, án takmörkunar, væri ekki frelsi heldur agaleysi og óstjórn.

 

Morgunblaðið 13. júní 2016 - dagar Íslands - Jónas RagnarssonSkráð af Menningar-Staður

13.06.2016 11:19

Flytja út tugþúsundir tonna af svörtum sandi

 

 

Hannes Sigurðsson á Hrauni á samt Óla syni sínnum í sandnámum í Hraunslandi í Ölfusi.
Ljósm.: sunnlenska.is/Sigmundur

 

Flytja út tugþúsundir tonna af svörtum sandi

 

Jarðeigendur á Hrauni í Ölfusi hafa flutt út sex skipsfarma af svörtum sandi til Danmerkur á þessu ári og enn á eftir að sigla með fimm farma af sandi til sömu kaupenda.

Alls er um að ræða um 40 þúsund tonn af efni. Sandurinn, sem er tekinn úr námu sunnan við veginn á milli Eyrarbakka og Þorlákshafnar, er nýttur í steinullargerð í verksmiðju í Danmörku, samskonar þeirri sem er á Sauðárkróki.

Hannes Sigurðsson á Hrauni sagðist í samtali við Sunnlenska reikna með að hvert skip tæki um þrjú til fjögur þúsund tonn af sandi. Rúman sólarhring hefur tekið að fylla skipið sem tekur sandinn.

„Ég var búinn að láta mér detta þetta í hug í einhvern tíma en svo kom upp í hendurnar á okkur kaupandi, sem varð til þess að ráðist var í verkið,“ segir Hannes.

Hannes segist ekki vita um framhald útflutningsins á næsta ári, en vel geti verið að um frekari markað sé að ræða. Nóg er af sandinum, en hann er þó sérstaklega valinn af kaupandanum sem vill fá a´kveðna kornstærð til framleiðslunnar ytra.

„Þetta er tekið úr ákveðnum bing hér í námunni og kaupandinn er ánægður,“ segir Hannes.

Af www.sunnlenska.is


Skráð af Menningar-Staður

13.06.2016 10:26

Eyrarbakkakirkja

 

 

Eyrarbakkakirkja  og Húsið.                                                             Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Eyrarbakkakirkja

 

Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvar var á myndaferð við Eyrarbakkakirkju í gær,

sunnudaginn 12. júní  2016.

 

.

.

Skráð af Menningar-Staður

12.06.2016 15:52

Fjölmenni í pílagrímagöngunni Þorlákshöfn - Eyrarbakki - Stokkseyri

 

 

Pílagrímagönguhópurinn við Ránargrund á Eyrarbakka.       Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Fjölmenni í pílagrímagöngunni -


- Þorlákshöfn - Eyrarbakki -  Stokkseyri
 

 

Annar hluti pílagrímagöngu 12. júní 2016
 

Í dag , sunnudaginn 12. júní 2016,  er önnur dagleið í nýrri fimm daga pílagrímagöngu frá Strandarkirkju alla leið í Skálholt, gengin.

Það er Ferðafélag Íslands sem skipuleggur gönguna ásamt undirbúningsnefnd.

 

Fyrsti hlutinn frá Strandarkirkju í Þorlákshöfn var genginn í maí, en metþátttaka var í þá göngu eða rétt tæplega 60 manns.

Undirbúningur þessa verkefnis hefur staðið yfir í þó nokkurn tíma og er þessar göngur hluti af því ferli þar sem þær eru fyrstu prufugöngur um þessa leið.  

Göngustjórar eru þau Barbara Guðnadóttir og Axel Árnason Njarðvík.

 

Í þessum öðrum hluta göngunnar, sem er fjölmenn og nú stendur yfir, og er frá Þorlákskirkju í Þorlákshöfn, um sandfjöruna að Hafinu Bláa áfram með sjónum, fram hjá Eyrarbakka og eftir nýrri gönguleið til Stokkseyrar.  Lagt var af stað með rútu frá Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri í morgun kl. 9:30.

Þessi ganga er alls um 21 km löng.Rétt í þessu  -(kl. 15:45)-  var gönguhópurinn að ganga fram hjá Ránargrund á Eyrarbakka sem er austasta húsið þar í bæ.

Hópurinn var færður til myndar eins og hér má sjá.

 

.

.

 

 


Skráð af Menningar-Staður
 

11.06.2016 09:56

Sjómannadagurinn á Flateyri 2016 - Sýndu mynd um ömmu sína og afa á Flateyri

 
 
 

 

Sjómannadagurinn á Flateyri 2016 -

Sýndu mynd um ömmu sína og afa á Flateyri

 

Á sjómannadagshátíðinni  á Flateyri var kynning á myndinni  -Ýtt úr vör-  sem er verk í vinnslu hjá systkinunum Júlíu og Víði Björnsbörnum að Ránargrund á Eyrarbakka. Sýnir myndin frá störfum móðurafa og ömmu þeirra, þeim Haraldi Jónssyni, sem lést árið 1988 og Gróu Björnsdóttur, sem hefur verið  búsett á Hlíf á Ísafirði frá 2013. Þau hjónin voru í áratugi sjálfstætt starfandi við útgerð og vinnslu á Flateyri og Görðum í Önundarfirði.

 

Myndefnið er sótt í smiðju Ernu Sigrúnar Egilsdóttur og Katrínar Kingu Jósefsdóttur sem voru farandverkakonur á Flateyri á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Þær heilluðust af hjónunum Hadda og Gróu, störfum þeirra og lífi í þessu litla sjávarplássi. Báðar eru þær áhugakonur um kvikmyndagerð og ljósmyndun og fengu þær leyfi hjá hjónunum til að taka upp daglegt líf þeirra við fiskvinnslustörfin. Fyrirtækið Screenshot í Berlín sá um að skanna 8mm filmurnar og yfirfæra þær á stafrænt form og yfirumsjón með því verki hafði Þórir Ingvarsson, maður Júlíu, sem er kvikmyndaforvörður að mennt.
 

Júlía setti sig í samband við þær Ernu og Katrínu árið 2014, en myndefnið sem var tekið upp á árunum 1982-3, hafði þá legið nánast óhreyft fram að því. Í framhaldinu hófst vinna við að útbúa myndefnið til miðlunar og fræðslu. Júlía og Víðir hafa unnið myndefnið áfram, endurklippt, og tekið upp hljóð og nýjar myndir. Samtöl við Gróu hafa verið hljóðrituð þar sem hún lýsir lífi og starfi sínu og Hadda yfir kvikmyndaupptökunum, sem eru hljóðlausar.
 

Í umfjöllun um verkefnið segir að eftir mikla yfirlegu margra aðila sé ljóst að þarna séu að finna einstakar myndir úr menningar- og atvinnusögu vestfirsks sjávarþorps. Ýtt úr vör hlaut styrk frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða og vinna þau systkinin nú hörðum höndum að því að fullvinna myndina sem þau vonast til að verði tilbúin á haustmánuðum.
 

Í myndinni koma vel fram verkunaraðferðir einyrkja og hið meitlaða handbragð sem þarf til þess að ná hámarks árangri við veiðar og vinnslu þá sem um ræðir svo sem; handfæraveiðar, harðfiskverkun, grásleppu- og rauðmagaveiðar og vinnslu á öllum stigum.


 Sýndur  var 20 mínúta kafli úr myndinni  í Samkomuhúsinu á Flateyri laugardaginn 4. júní og var þetta hluti af glæsilegri dagskrá sjómannadagshelgarinnar á Flateyri sem Björgunarsveitin Sæbjörg stóð fyrir. Sýningargestir lýstu mikilli ánægju með myndina  og var Gróu Björnsdóttur fagnað með lófaklappi í lok sýningar en hún verður 90 ára í desember n.k.

Menningar-Staður var á sýningunni og færði til myndar.

Á þessari slóð eru myndir frá kvikmyndasýningunni:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/278932/

 

 

Júlía Björnsdóttir flytur inngangstölu að myndinni  -Ýtt úr vör- 

 

 

F.v.: Víðir Björnsson og Þórir Ingvarsson.
 

 

Húsfyllir var í Flateyrarbíói.

 

.

 

Gróu Björnsdóttur var fagnað við sýningarlok.
 

 

 

 

Spjall við sýningarlok í Flateyrarbíói þann 4. júní s.l. F.v.: Guðmundur Ragnar Björgvinsson,

formaður Íbúasamtaka Önundarfjarðar, Ránagrundarfólkið af Eyrarbakka Þórir Ingvarsson,

Júlía Björnsdóttir og Víðir Björnsson og síðan Helga Rakel Rafnsdóttir, kvikmyndagerðarmaður.
 

 


Skráð af Menningar-Staður.

 

 

 

11.06.2016 09:03

Annar hluti pílagrímagöngu 12. júní 2016

 

Ströndin

 

 

Annar hluti pílagrímagöngu 12. júní 2016
 

 

Á morgun, sunnudaginn 12. júní 2916,  verður önnur dagleið í nýrri fimm daga pílagrímagöngu frá Strandarkirkju alla leið í Skálholt, gengin. Það er Ferðafélag Íslands sem skipuleggur gönguna ásamt undirbúningsnefnd.

 

Fyrsti hlutinn frá Strandarkirkju í Þorlákshöfn var genginn í maí, en metþátttaka var í þá göngu eða rétt tæplega 60 manns. Undirbúningur þessa verkefnis hefur staðið yfir í þó nokkurn tíma og er þessar göngur hluti af því ferli þar sem þær eru fyrstu prufugöngur um þessa leið.  Göngustjórar verða þau Barbara Guðnadóttir og Axel Árnason Njarðvík.

 

Í þessum öðrum hluta göngunnar verður gengið sunnudaginn 12. júní frá Þorlákskirkju í Þorlákshöfn, um sandfjöruna að Hafinu Bláa áfram með sjónum, framhjá Eyrarbakka og eftir nýrri gönguleið til Stokkseyrar.  Lagt verður af stað með rútu frá Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri kl. 9:30. Þessi ganga er um 19 km löng og er gott að vera í góðum gönguskóm og með nesti.

 

Næstu dagleiðir eru síðan eftirfarandi:

 

26. júní. Stokkseyri – Villingaholt.

Brottför með rútu frá Villingaholtskirkju kl. 9:30. Gengið frá Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri um fallegt svæði að Gaulverjabæjarkirkju og áfram að Villingaholti um 21 km.

 

10. júlí. Villingaholt í Flóa – Ólafsvallakirkja á Skeiðum.

Brottför með rútu frá Ólafsvallakirkju kl. 9:30. Gengið um Flóann og upp Skeiðin um 20 km leið um sunnlenska sveit.

 

24.júlí. Ólafsvallakirkja á Skeiðum – Skálholtsdómkirkja.

Brottför með rútu frá Skálholti kl. 7:00. Gengið um 17 km leið frá Ólafsvallakirkju á Skeiðum sem leið liggur um fallega sveit norður í Skálholti. Göngunni lýkur á Skálholtshátíð þar sem pílagrímar koma einnig úr Borgarfirði þennan dag.

 

 

Hver ferð kostar kr. 9.000 (6.000 kr fyrir félaga í FÍ) og er það Ferðafélag Íslands sem heldur utanum skráningu í ferðirnar en nánari upplýsingar má finna á vefsíðu FÍ: http://www.fi.is/ferdir/ferdir-fi/nr/1918/ eða í síma 5682533.

 

 

  Lagt verður af stað með rútu frá Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri kl. 9:30  Ljósm.: BIB

 Skráð af Menningar-Staður


 

 

10.06.2016 13:04

Jón Ingi sýnir að Stað á Eyrarbakka

 

 

Jón Ingi segir þessa sýningu vera eina þá albestu hjá sér.     Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Jón Ingi sýnir að Stað á Eyrarbakka

 

Jón Ingi Sigurmundsson opnaði málverkasýningu í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka laugardaginn 4. júní og stendur hún enn.

 

Þetta er 12. sýning Jóns Inga á Eyrarbakka, en hann er fæddur og uppalinn þar, en býr á Selfossi.

 

Myndefni frá Eyrarbakka er honum hugleikið og líklega hefur engin sýning hans verið án mynda þaðan.

Jón Ingi hefur haldið fjölda sýninga víðs vegar á Suðurlandi, Akureyri, Hjalteyri, Hafnarfirði og í Danmörku.

 

Að þessu sinni er Jón Ingi með fleiri olíuverk en áður og hefur hann breytt efnistökum þar á ýmsan hátt. Vatnslitamyndir eru þó í meirihluta. Auk landslagsmynda og götuvið- fangsefna má einnig sjá blóma- og dýramyndir.

 

Sýningin verður opin laugardaga og sunnudaga frá kl. 14.00–18.00 auk 17. júní.

 

Sýningunni lýkur sunnudaginn 19. júní 2016.Allir hjartanlega velkomnir.Hér er Jón Ingi Sigurmundsson við sýninguna á Stað.

 

.

.
Skráð af Menningar-Staður

 

 

 

09.06.2016 19:22

Gengið um Stokkseyrarbakka

 

 

Siggeir Ingólfsson með gönguhóp á Eyrarbakka í dag.        Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Gengið um Stokkseyrarbakka

 

Eyrarbakki og Stokkseyri hafa löngum verið vinsæl þorp fyrir innlenda og erlenda ferðamenn.

 

Gömlu kotin í Skúmsstaðahverfi á Eyrarbakka frá seinni hluta nítjándu aldar og byrjun þeirrar tuttugustu eru vinsælt myndefni líkt og Húsið, sem er elsta timburhús landsins.

 

Siggeir Ingólfsson er manna fróðastur um þetta svæði. Hann hefur undanfarin ár séð um ferðamiðstöð í Stað, félagsheimili Bakkans, þar sem hann hefur veitt upplýsingar um Eyrarbakka, Stokkseyri og nærliggjandi svæði.

 

Siggeir, sem hefur mikla reynslu í að leiðsegja ferðamönnum um hið sögufræga strandsvæði, hefur einnig boðið upp á mislangar skoðunarferðir þar sem hann eys úr viskubrunni sínum. Til dæmis hefur verið vinsæl tuttugu mínútna ganga um Eyrarbakka sem liggur um vesturbakkann frá Vesturbúð að Húsinu, byggðasafni Árnesinga og þaðan austur eftir sjó- garðinum að gamla slippsvæð- inu og loks niður í Gjárhverfi.

Hann hefur einnig leitt hópa um Stokkseyri og jafnvel gengið á milli þorpanna tveggja.

 

Þeir sem vilja vita meira geta haft samband við Siggeir í síma 898- 4240 eða í netfanginu siggeiri@ simnet.is.

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður