Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2016 Júní

09.06.2016 13:58

1.7 milljón flettinga á Menningar-Stað

 

 
 

 

1.7 milljón flettinga á Menningar-Stað

 

Vefurinn Menningar-Stað var rétt í þessu að fara yfir 1.700.000 

(eina komma sjö milljón) flettinga.

Menningar-Staður þakkar gestum þessa gríðarlegu tryggð og flettingar.

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

09.06.2016 12:19

Endurbætur að Stað á Eyrarbakka

 

 

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Þórður Grétar Árnason.                  Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Endurbætur að Stað á Eyrarbakka

 

Þórður Grétar Árnason, smiður og tengdasonur Eyrarbakka, var í morgun að ljúka við að skipta um gler á annari hæð vesturhliðarinnar í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka. Þar er Jón Friðrik Matthíasson, byggingafræðingur  með aðstöðu.

Menningar-Staður færði til myndar þegar síðasta rúðan fór í.

Myndalabúm komið á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/278939/


Nokkrar myndir hér:
 

.

.

.

.

 
Skráð af Menningar-Staður.

08.06.2016 07:07

Hjallastefnan á Ísafirði

 

 

Í Neðstakaupstað á Ísafirði.                                                               Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Hjallastefnan á Ísafirði
 

.

.

 

.

 

Húsbóndinn í Faktorshúsinu í Neðstakaupstað á Ísafirði, og þar með -húsbóndi-

Hjallatefnunnar,  er Þorsteinn Traustason frá Flateyri. Ljósm.: BIB

 Skráð af Menningar-Staður

02.06.2016 06:53

Sjómannadagurinn 5. júní 2016

 

 

 

Sjómannadagurinn 5. júní 2016

 

 

Óskum sjómönnum, fjölskyldum þeirra sem

og landsmönnum öllum til hamingju með daginn.

 
Skráð af Menningar-Staður

01.06.2016 16:48

Sjómannadagsmessa á Eyrarbakka

 

Eyrarbakkakirkja og flaggað dönskum sem forðum.  Ljósm.: BIB

 

Sjómannadagsmessa á Eyrarbakka

 

Sjómannadagur, sunnudaginn 5. júní 2016, verður dagur sjómanna og er það aðalefni dagsins í Stokkseyrarkirkju kl. 11 og Eyrarbakkakirkju kl. 14.

Messan á Stokkseyri er einnig vísitasíumessa sr. Kristjáns Vals Ingólfssonar, vígslubiskups í Skálholti.

Guðsþjónustan á Eyrarbakka verður auk þess innsetning sr. Kristjáns Björnssonar sem sóknarprests fyrir prestakallið. Innsetninguna annast prófastur, sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir.

Í sjómannadagsguðsþjónustuna kl. 14 í Eyrarbakkakirkju koma sr. Pálmi Matthíasson til að prédika og Jónas Þórir organisti, ásamt söngfólki, til að syngja með okkur og fyrir okkur með kór kirkjunnar og leika á orgelið ásamt organista okkar, Hauki Arnarr Gíslasyni.

Við lok beggja guðsþjónustanna leggjum við blómsveig að minnisvarða drukknaða við kirkjurnar og eftir guðsþjónustuna á Eyrarbakka fylkjum við svo liði í sjómannadagskaffið að styðja við Björgunarsveitina.


Af Facebook-síðu Eyrarbakkaprestakalls.

.

.Skráð af Menningar-Staður

01.06.2016 08:34

Jón Ingi sýnir á Eyrarbakka

 

 

 

 

Jón Ingi sýnir á Eyrarbakka

 

Jón Ingi Sigurmundsson opnar málverkasýningu í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka laugardaginn 4. júní 2016 kl. 14.00.

 

Þetta er 48. sýning Jóns Inga og sú 12. á Eyrarbakka, en Jón Ingi er fæddur og uppalinn á Eyrarbakka enda myndefnið þaðan honum hugleikið og líklega hefur engin sýning verið án mynda af Bakkanum.

 

Að þessu sinni er Jón Ingi með fleiri olíuverk en áður og hefur hann breytt efnistökum þar á ýmsan hátt t.d. með „blautt í blautt“ aðferð. Vatnslitamyndir eru þó í meirihluta. Auk landslagsmynda og götuviðfangsefna má einnig sjá blóma og dýramyndir t.d. hesta og kindur.

 

Sýningin verður opin laugardaga og sunnudaga frá kl. 14.00 – 18.00 auk 17. júní og aðra daga, ef Geiri lofar !

 

Sýningunni lýkur sunnudaginn 19. júní 2016.Héraðsfréttablaðið Suðri.

 

.

Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari á Stað, var í morgun að gera klárt fyrir sýningu Jóns Inga.


Sjómannadagskaffi

verður að venju nú á sunnudaginn 5. júní 2016 að Stað.

.

 Skráð af Menningar-Staður