Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2016 Júlí

27.07.2016 07:13

Austfirðingar og Vestfirðingar taka höndum saman og gefa út leiðbeiningar til ferðalanga

 

 

Hagnýt ráð og leiðbeiningar fyrir erlenda ferðamenn.

Samvinna Vestfirðinga og Austfirðinga í bókaútgáfu.

 

Austfirðingar og Vestfirðingar

taka höndum saman og gefa út leiðbeiningar til ferðalanga

 

Ný bók á ensku fyrir erlenda ferðamenn er komin út hjá Vestfirska forlaginu. Bókin er eftir séra Vigfús Ingvar Ingvarsson á Egilsstöðum og nefnist Travelling Safely in Iceland - Hearing the Land Speak. Í tilkynningu frá Vestfirska forlagin segir að þar með hafi Vestfirðingar og Austfirðingar tekið höndum saman um almennar leiðbeiningar vegna ferðalaga um Ísland.
 

Í bókinni er margvíslegur fróðleikur fyrir erlent ferðafólk. Áhersla er lögð á sérstöðu Íslands sem ferðamannalands og þær áskoranir sem fylgja því að ferðast um landið – breytileg og stundum óblíð veðrátta, vegakerfi af misjöfnu tagi og ýmsar hættur og hindranir. Mörg alvarleg slys á erlendum ferðamönnum hérlendis tengjast einmitt ókunnugleika á aðstæðum. 

Höfundur hefur nokkuð fengist við leiðsögn erlendra ferðamanna og gert sér far um að tala við þá og heyra sjónarmið þeirra. Auk margvíslegra hagnýtra upplýsinga fyrir ferðafólk er í bókinni leitast við að fræða um tengsl náttúru, þjóðar og tungu hérlendis. Gamansamar og lýsandi teikningar eftir Ómar Smára Kristinsson greiða efninu leið til lesenda.

Hrífandi náttúra Íslands er kynnt og leiðbeint er um umgengni við hana og grein gerð fyrir nokkrum sérkennum íslenskrar menningar og mannlífs. Í lokakaflanum er svo fjallað um íslenskt mál. Þar eru allmörg orð eða orðstofnar sem koma oft fyrir í örnefnum, útskýrð í máli og myndum. Dæmi: Lækjargata. Hvers vegna ber gatan það nafn? Þá er fjallað um ýmis skilti við veginn.

Í stuttu máli: Hvernig eiga erlendir gestir að haga sér á Íslandi? Hagnýt ráð og leiðbeiningar á einu bretti. Bók sem líklega á sér ekki hliðstæðu á íslenskum bókamarkaði í dag. Í henni er að finna í samþjöppuðu formi nánast allt sem erlendur ferðamaður þarf nauðsynlega að vita um Ísland áður en hann leggur landið undir fót. Sennilega hefðu margir Íslendingar einnig gott af að kynna sér þessa handhægu bók!

 

.

 Skráð af Menningar-Staður

26.07.2016 13:15

Blíðan á Bakkanum

 

.

 

Rúnar Eiríksson og Siggeir Ingólfsson.

 

Blíðan á Bakkanum
 

Á útsýnispallinum við Stað í morgun - 27. júlí 2016

 

.

Skráð af Menningar-Staður

26.07.2016 12:45

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 26. júlí 2016

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 26. júlí 2016

 

Myndaalbúm komið á Menningar-Stað.

 

Smellið á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/279628/

 

Nokkrar myndir:

 

.

.

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

26.07.2016 06:48

1.8 milljón flettinga á Menningar-Stað

 

 

 

1.8 milljón flettinga á Menningar-Stað

 

Vefurinn Menningar-Stað var rétt í þessu að fara yfir 1.800.000 

(eina komma átta milljón) flettinga.

Menningar-Staður þakkar gestum þessa gríðarlegu tryggð og flettingar.

 
Skráð af Menningar-Staður

25.07.2016 20:28

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 25. júlí 2016

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 25. júlí 2016

 

Myndaalbúm komið á Menningar-Stað.

Smellið á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/279623/

 

Nokkrar myndir:

.

.

.

.

 

.

.

Skráð af Menningar-Staður

25.07.2016 17:12

Þjóðbúningar í Bæjarbrekkunni á Ísafirði

 

 

Í Bæjarbrekkuni á Ísafirði þann 16. júlí 2016. Ljósm.: GÚSTI

 

Þjóðbúningar í Bæjarbrekkunni á Ísafirði

 

Yfir 150 konur og karlar komu saman í íslenska þjóðbúningnum í Bæjarbrekkunni á Ísafirði þann 16. júlí 2016.
 

Tilefnið var 150 ára afmæli Ísafjarðarkaupstaðar.
 

Þann 16. júlí 1866 kusu Ísfirðingar sína fyrstu bæjarstjórn.
 

Þá eru 20 ár síðan sex sveitarfélög, þar á meðal Ísafjarðarkaupstaður, sameinuðust undir nafni Ísafjarðarbæjar.Skráð af Menningar-Staður

25.07.2016 12:48

Skötumessan í Garði veitti styrki: - Úthlutað var styrkjum upp á rúmlega sjö milljónir króna

 

 

Ásmundur Friðriksson, -Skötumessumeistari.

 

Skötumessan í Garði veitti styrki:

 -  Úthlutað var styrkjum upp á rúmlega sjö milljónir króna
 

Skötumessan í Garði afhenti síðastliðið miðvikudagskvöld, 20. júlí 2016. styrki að heildarverðmæti rúmlega sjö milljónir króna.

 

Skötumessan var nú haldin tíunda árið í röð á Þorláksmessu á sumri og sagði Ásmundur Friðriksson, frumkvöðull Skötumessunnar, að af því tilefni hefði verið gert sérstakt átak til að fá fyrirtæki og velunnara til samstarfs með þessum góða árangri.

 

Gjafabréfvegna styrkjanna voru afhent í lok Skötumessunnar, eftir að um 400 gestir höfðu gætt sér á kæstri og saltaðri skötu, saltfiski og plokkfiski auk þess að hlýða á skemmtiatriði.

 

Öll innkoman rennur til góðgerðarmála

Stærsta styrkinn fékk Velferðarsjóður Suðurnesja frá Icelandair Cargo. Ekki hafa allar fjölskyldur ráð á að kaupa skólamáltíðir fyrir börn sín. Icelandair Cargo skuldbatt sig til að gefa ákveðna fjárhæð á hverju ári næstu fimm árin svo börn frá fátækum heimilum fái að borða í skólanum. Fyrirtækið Skólamatur ákvað að gefa myndarlegan afslátt af þessum máltíðum svo hægt verður að gefa skólabörnum alls 12.500 máltíðir að verðmæti alls 4,3 milljónir á næstu fimm árum.

Björgin geðræktarstöð fékk styrk fyrir óvissuferð fyrir 50 manns, fyrirtækið Áfangar ehf. styrkti Ferðasjóð NES Íþróttafélags fatlaðra á Suðurnesjum um 400 þúsund kr. og fötluð kona fékk styrk til að fara í sumarbúðir.

Fyrirtækið Dynjandi ehf. gaf tíu starfsmönnum Dósasels, sem er rekið af Þroskahjálp á Suð- urnesjum, vinnufatnað.

Þá fékk Hæfingarstöðin í Reykjanesbæ að gjöf gróðurhús að verðmæti ein milljón króna og komu ýmis fyrirtæki og einstaklingar til liðs við Skötumessuna til að gera þann draum að veruleika.

Einnig var veittur 150.000 króna styrkur til menningarverkefna í Garðinum.

Fjölskylda sem er að gera upp heimili sitt eftir að það eyðilagðist í eldsvoða fékk gefins alla málningu á húsið. Fjölskylda ungs manns sem fórst nýlega í umferðarslysi var styrkt líkt og fjölskylda ungs drengs sem glímir við langvinn veikindi.

 

„Ég er ákaflega þakklátur þeim fyrirtækjum sem komu til liðs við okkur á tíu ára afmælinu og eins öllum þeim sem hafa staðið með okkur í gegnum árin,“ sagði Ásmundur Friðriksson.Frétt úr Morgunblaðinu föstudaginn 22. júlí 2016.
 

.

Skötumessumeistarahjónin Sigríður Magnúsdóttir og Ásmundur Friðriksson.

.

.

.

.

 Skráð af Menningar-Staður.

 

25.07.2016 11:29

Á að sparka þjóðarflugvellinum burt úr höfuðborginni?

 

 

Guðni Ágústsson.

 

Á að sparka þjóðarflugvellinum burt úr höfuðborginni?

 

Eftir Guðna Ágústsson

 

Hvernig má það vera að tveir stjórnmálamenn, sem stoppuðu stutt við í pólitíkinni, skuli ætla að komast upp með þau spjöll að loka neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli og þar með að loka leiðinni inn á Landspítalann fyrir sjúkraflugið í vitlausum veðrum og leggja drög að því að koma flugvelli þjóðarinnar í Vatnsmýrinni fyrir kattarnef? Þessa ákvörðun tóku Hanna Birna Kristjánsdóttir, þá innanríkisráðherra, og Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur. Þetta var gert án aðkomu Alþingis og örugglega ekki rætt í ríkisstjórninni, gerendurnir undirrituðu þetta í bakherbergi eftir að annað skjal hafði verið undirritað af þeim með forsætisráðherra árið 2013 um að allt flugvallarmálið væri sett í bið um nokkurra ára skeið. Sem sé – hið fyrra samkomulag var lítilsvirt andartaki síðar.
 

Hæstiréttur hefur fellt þann dóm að gjörningurinn sé löglegur og eftir honum verði að fara, en það útilokar ekki nýja ákvörðun Alþingis í ljósi afleiðinganna sem hljótast af samningi Hönnu Birnu við Jón Gnarr og niðurstöðu Rögnu-nefndarinnar, ekkert flugvallarstæði annað til staðar í Reykjavík. Hæstaréttardómurinn snerist ekkert um flugvöllinn, mikilvægi hans og flugöryggi heldur um að gjörningurinn stæðist lög. Núverandi innanríkisráðherra með Alþingi á bak við sig getur hrint þessari niðurstöðu og tekið aðra ákvörðun vegna mikilvægra öryggishagsmuna. Sökudólgarnir eru á bak og burt, horfnir úr hinum stóru embættum en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri glottir við gaflaðið og braskararnir sem ætla að byggja dýrustu hús og hótel í Vatnsmýrinni strjúka sitt peningaveski og fagna því að flugvöllurinn í heild er kominn á dauðalistann. Þetta gerist þótt þjóðarviljinn hafi verið mældur hvað eftir annað milli 80% og upp í 84%, sem vilja flugvöllinn á þessum stað og í friði. Meiri stuðningur en við nokkuð annað verkefni, samt komast Valsmenn allra flokka upp með að hrekja flugvöllinn á burt.

 

Dauðans alvara
 

Reykjavíkurflugvöllur er sjúkraflugvöllur allra landmanna og allra þeirra sem veikjast og slasast alvarlega á ferðalögum um landið. Flugvöllurinn hefur verið brú milli höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar, um hann fóru 750 sjúkraflug árið 2015, þar af helmingur farþega í lífshættu og margir upp á líf og dauða. Hvar sem menn búa í landinu gerir flugið og flugvöllurinn það að verkum að á einni klukkustund er hægt að ferðast til höfuðborgarinnar sem allir Íslendingar hafa byggt upp og Vatnsmýrin er lykillinn að því, með flugvellinum stendur eða fellur innanlandsflugið. Spyrja má er Vatnsmýrin hentugt byggingaland fyrir hótel eða íbúðabyggð? Fróðir menn segja mér að hún sé vatnssósa mýri eins og nafnið bendir til, nokkurra metra djúp, og jarðvegur mengaður eftir veru hersins. Gríðarleg jarðvegsskipti yrðu að eiga sér stað, hvað kostar það og hvert skal aka mýrinni/moldinni og hvert verður mölin sótt? Hverjir bíða eftir hinum rándýru íbúðum? Fræðimenn segja að þetta muni lækka grunnvatnsstöðuna í Vatnsmýrinni og Reykjavíkurtjörn kunni að þorna upp?

 

 

Vatnsmýrin er besta flugvallarstæðið
 

Þrasið um að færa flugvöllinn upp á Hólmsheiði eða út á Löngusker er afskrifað í úttekt Rögnunefndarinnar og sú dæmalausa tillaga um flugvöll í Hvassahrauni í hlaðinu á Keflavík var bábilja og sennilega úr munni borgarstjórans, Dags B. Eggertssonar, sem sat í staðarvalsnefndinni og hlýtur hann að hafa verið gjörsamlega vanhæfur þar. Reykjavíkurflugvöllur er nefnilega merkilegur að því leyti að hann uppfyllir öll skilyrði hvað flug og flugöryggi varðar. Enn fremur er hann varaflugvöllur landsins, fari hann er búið að veikja flugið í landinu og líka til og frá landinu því hann er Keflavík mikilvægur, hann er einn af varaflugvöllum Keflavíkur sem færist þá til Skotlands. Flugmenn segja að allar hugmyndir um styttingu brauta og skerðingu þeirra séu varhugaverðar og það ætti ekki að setja slíkt fram eða ráðast í þær nema eftir nákvæma rannsóknarvinnu.

Með brotthvarfi flugvallarins er stefnt að óafturkræfu tjóni í samgöngumálum landsins og sjúkrakerfi þess. Og miklum skaða fyrir Reykjavík í þjónustu, lífsöryggi og atvinnu kringum flugið sem varð reyndar til með Reykjavíkurflugvelli.

 

Alþingi stungið svefnþorni?
 

Því miður hefur Alþingi verið stungið svefnþorni í þessu máli þótt góður vilji margra þingmanna hafi staðið til að bjarga flugvellinum. Nú liggur fyrir að neyðarbrautin er á förum nema að tekin verði ný ákvörðun og þá um að bjarga henni og flugvellinum. Ég hvet innanríkisráðherra, Ólöfu Nordal, og alþingismenn til að taka málið upp á sumarþingi og ræða það í aðdraganda alþingiskosninga. Það er hægt með löggjöf að bjarga flugvellinum og það á að gera. Hæstiréttur hefur aðeins fellt dóm um að gjörningur borgarstjórans fyrrverandi og innanríkisráðherrans standist, en enginn bannar þinginu að taka nýja ákvörðun út frá hagsmunum þjóðarinnar, því ekkert flugvallarstæði leysir Reykjavíkurflugvöll af hólmi, það er hin nýja niðurstaða Rögnunefndarinnar. Það er bæði betra og ódýrara að borga Reykjavíkurborg skaðabætur en láta eyðilegginguna ganga fram, hún kostar mörg hundruð milljarða og er óafturkræft tjón sem varðar alla Íslendinga. „Hjartað Í Vatnsmýrinni“ hrópar á hjálp. Myndum breiða pólitíska samstöðu um Reykjavíkurflugvöll. Gerum flugvallarmálið að kosningamáli verði það ekki leyst á sumarþingi.
 

Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra.Morgunblaðið laugardagurinn 23. júlí 2016

 

 

Reykjavíkurflugvöllur.


Skráð af Menningar-Staður

25.07.2016 07:53

Fangelsið á Litla Hrauni leitar að starfsmanni í verslun

 

 

 

Fangelsið á Litla Hrauni leitar að starfsmanni í verslun

 

Markmið Fangelsismálastofnunar við rekstur fangelsa eru þessi helst: 


- Að afplánunin fari fram með öruggum hætti þannig að réttaröryggi almennings sé tryggt 
- Að draga úr líkum á endurkomu fanga í fangelsi.
- Að föngum sé tryggð örugg og vel skipulögð afplánun, að mannleg og virðingarverð samskipti séu höfð í fyrirrúmi og að fyrir hendi séu aðstæður og umhverfi sem hvetja fanga til að takast á við vandamál sín

 

Helstu verkefni og ábyrgð


- Almenn afgreiðslustörf
- Umsjón með innkaupum
- Umsjón með birgðahaldi
- Uppgjör og umsjón með rekstri verslunar

 

Hæfnikröfur


- Reynsla af verslunarstörfum, innkaupum og uppgjörum æskileg
- Hæfileikar og geta til að vinna með breytilegum einstaklingum
- Góð samskiptahæfni og þjónustulund
- Góð íslensku og enskukunnátta 
- Samviskusemi, vandvirkni og skipulögð vinnubrögð

 

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
Staðan hentar jafnt konum sem körlum.

 

Umsækjendur eru beðnir um að ganga frá umsókn um starfið á heimasíðu Fangelsismálastofnunar www.fangelsi.is Merkt: Starfsumsókn: Starfsmaður í verslun

 

Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Starfshlutfall er 80%
Umsóknarfrestur er til og með 08.08.2016

 

Nánari upplýsingar veitir
Halldór Valur Pálsson - HalldorValur@fangelsi.is - 480 9000
Jakob Magnússon - jakob@fangelsi.is - 520 5000

 

FMS Litla-Hraun yfirstjórn
v/Hraunteig
820 Eyrarbakki


.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

24.07.2016 07:05

Benedikt Jóhannesson: - Viðreisn vill markaðslausn í sjávarútvegi - Hluti kvóta árlega á markað

 

 

Benedikt Jóhannesson formaður Viðrreisnar.

 

Benedikt Jóhannesson:  

- Viðreisn vill markaðslausn í sjávarútvegi

- Hluti kvóta árlega á markað

 

Núver­andi rík­is­stjórn gæti vel staðið undir nafn­inu Sér­hags­muna­stjórnin. Veiði­gjald hefur verið lækkað og öllum almenn­ingi er mis­boð­ið. Það verður aldrei sátt um kerfi sem ívilnar útgerð­ar­mönnum og gjaldið er ákveðið af póli­tíkusum og emb­ætt­is­mönn­um. Það er bæði almenn­ingi og útgerð­inni nauð­syn­legt að ná sáttum í þessu máli þar sem reynt er að nálg­ast nokkur ein­föld meg­in­sjón­ar­mið. Það er stefna Við­reisnar að afgjaldið ráð­ist á mark­aði þar sem ákveð­inn hluti kvót­ans verði boð­inn upp á hverju ári.


Lausnin er kynnt hér á eft­ir. Sumum kann að virð­ast hún flók­in, en í raun er hún sára­ein­föld. Á hverju ári fer ákveðið hlut­fall kvót­ans á upp­boðs­mark­að, til dæmis 5 til 8%. Tekjur rík­is­ins ráð­ast ekki af því hvaða flokkar eru í rík­is­stjórn heldur af mark­aðs­að­stæðum á hverjum tíma.


Skil­yrði fyrir sátt
 

Í fljótu bragði má nefna fjögur eða fimm atriði sem ekki ætti að vera mik­ill styr um. Vissu­lega eru nokkrir útgerð­ar­menn sem telja að væn­leg­ast sé að setja undir sig haus­inn og hlusta ekki á „vit­leys­ing­ana“ en margt bendir til þess að áhrif þeirra fari minnk­andi. Afkoma af flestum útgerð­ar­fyr­ir­tækjum hefur verið ágæt að und­an­förnu og því hvati fyrir útgerð­ina að festa í sessi kerfi sem tryggir að svo verði áfram, svo fremi að ekki verði afla­brest­ur.


Mark­miðin sem nást eiga eru:

  • Greitt sé sann­gjarnt gjald fyrir aðgang að auð­lind­inni
  • Gjaldið sé mark­aðstengt
  • Tryggt sé að umgjörðin sé stöðug til fram­búð­ar
  • Nýliðun sé mögu­leg
  • Hvatt sé til hag­ræð­ingar og hámarks arð­semi til lengri tíma lit­ið. Þessi mark­mið eiga að vera af því tagi sem „sann­gjarnir menn“ fall­ast á að séu æski­leg. Við munum víkja nokkuð að þeim hverju um sig hér á eft­ir.


Um hvað er deilt?
 

Almenn­ingur er ekki sáttur við einka­eign á sam­eign þjóð­ar­inn­ar. Þannig eru fiski­stofn­arnir skil­greindir sam­kvæmt lögum og mik­ill meiri­hluti þeirra sem tók þátt í atkvæða­greiðslu um til­lögur stjórn­ar­skrár­nefndar var þeirrar skoð­unar að þannig ætti það að vera. Flokk­arnir hafa líka lýst því yfir að þeir séu til­búnir að festa slíkt ákvæði í stjórn­ar­skrá. Á móti er ekki óeðli­legt að spurt sé: Hver hlúir að sam­eign og gætir þess að vel sé um hana geng­ið?


Kvóta­kerfið með reglum um nýt­ing­ar­rétt til langs tíma stuðlar að því að útgerðin fari ekki ráns­hendi um auð­lind­ina til þess að ná í skamm­tíma­hagn­að. Ekki er langt síðan útgerðin var rekin á núlli með síend­ur­teknum geng­is­fell­ingum en nú er öldin önn­ur. Fólk sem rak útgerð sem barð­ist í bökkum er skyndi­lega auð­kýf­ingar á montjeppum með villur úti í erlendum paradís­um. Þetta svíður mörg­um, en það gleym­ist að sjáv­ar­út­vegur er ekki lengur á fram­færi þjóð­ar­innar heldur arð­bær atvinnu­grein.


Stór hluti af hag­ræð­ing­unni felst í því að kvót­inn gengur kaupum og söl­um. Mark­að­ur­inn veldur því að þeir sem best standa sig kaupa af hin­um. Stór hluti kvót­ans hefur færst milli fyr­ir­tækja frá árinu 1984 og það sjón­ar­mið heyr­ist að ósann­gjarnt sé að taka af mönnum það sem þeir hafa keypt. Á móti kemur að því hefur aldrei verið lofað að kvót­inn væri var­an­leg­ur. Loks er það vitað og hefur valdið óvissu og ugg að lög­gjaf­inn getur breytt kerf­inu og skoð­anir eru mjög skiptar á því. Á síð­asta kjör­tíma­bili var komið á ákveðnu gjaldi sem nú er breytt aft­ur. Það er auð­vitað erfitt fyrir útgerð­ar­menn að reka fyr­ir­tæki ef sífellt er verið að hringla í kerf­inu.


Stjórn­mála­menn flækj­ast fyr­ir
 

Því má aldrei gleyma að frjálst fram­sal kvót­ans komst á undir vinstri stjórn­inni 1988-91 og var lík­lega þarfasta verk þeirrar stjórn­ar. Síðan hafa verið gerðar ýmsar breyt­ingar en hin seinni ár hefur áhugi stjórn­mála­manna einkum verið á því að flækja kerf­ið. Þeir vilja nú veiði­gjald sem er ákveðið af stjórn­mála­mönnum (eða emb­ætt­is­mönn­um) en tekur ekki mið af mark­aði. Þetta leiðir til þess að eitt kíló af þorski kostar ekki það sama fyrir alla. Spurt er um aðstæður í rekstri og þeir sem mikið skulda fá afslátt. Flestum þætti það ein­kenni­leg við­skipta­að­ferð við bens­ín­dæl­una.


Sjáv­ar­út­vegur er nú blóm­legur og skilar arði en þurfti áður marg­vís­lega styrki. Þetta má öðru fremur þakka kvóta­kerf­inu sem dró úr offjár­fest­ingu. Fiski­stofnar eru lík­lega að stækka eftir langa mæðu. Á sama tíma hefur útgerðum fækkað og þær stækk­að. Sumir telja þessa þróun nei­kvæða, því að víða hefur útgerð færst frá stöð­um. Má þar nefna Rauf­ar­höfn og Þing­eyri, en dæmin eru fleiri.


Í til­lögum sem lagðar voru fram árið 2010 var flókið kerfi „potta“ sem stjórn­mála­menn eða emb­ætt­is­menn áttu að deila út. Þetta frum­varp var svo vit­laust að í grein­ar­gerð­inni sem með því fylgdi var því fundið allt til for­áttu sem mun eins­dæmi. Það vekur þó athygli að ýmsir þing­menn sem á hátíð­ar­stundum kenna sig við frjálsa sam­keppni vilja alls ekki hleypa mark­aðs­öfl­unum að til þess að ákveða veiði­gjaldið sem þó er almenn regla á Íslandi, til dæmis á húsa­leigu­mark­aði. Ekk­ert kerfi sem byggir á ákvörð­unum emb­ætt­is­manna, und­an­þágum og sér­reglum nær að upp­fylla kröfur um sann­girni.


Sann­gjarnt gjald
 

Sann­gjarnt gjald er auð­vitað ekki mjög nákvæmt orða­lag. Það sem einum finnst ódýrt finnst öðrum okur, allt eftir við­horfi og aðstæð­um. Því er rétta svarið við því hvað er „sann­gjarnt“: „Það sem mark­að­ur­inn ber“.


Á húsa­leigu­mark­aði er það ekki nefnd emb­ætt­is­manna eða laga­setn­ing sem ræður leig­unni heldur fram­boð og eft­ir­spurn. Hvers vegna skyldu veiði­heim­ildir vera verð­lagðar með öðrum hætti? Og hvað veldur því að þær kosta mis­mikið eftir því hver kaup­and­inn er? Á leigu­mark­aði er ekki óal­gengt að menn borgi í árs­leigu milli 8 og 12% af verð­mæti hús­eign­ar. Þetta er engin regla, en reynslan bendir til þess að þessi gildi séu nærri lagi. Hér þarf að hafa í huga að hús­eig­and­inn þarf að huga að við­haldi fast­eign­ar­inn­ar, borga af henni trygg­ingar og fast­eigna­gjöld og ber áhættu af því að leigj­and­inn sé ekki skil­vís. 

Ávöxtun hluta­bréfa er að jafn­aði um 7% af mark­aðs­verði til lengri tíma lit­ið. V/H-hlut­fallið svo­nefnda (verð­mæti félags deilt með árs­hagn­aði) virð­ist yfir­leitt enda nálægt 15 þó að sveiflur séu auð vitað mikl­ar. Þetta svarar til um 6,7% ávöxt­un­ar. „Rétt tala“ er eflaust nær arð­inum en húsa­leigunni. Við getum miðað við að ríkið geti fengið milli 5 og 8% arð af auð­lind­inni. Talan yrði ekki fast­á­kveðin frá ári til árs heldur réð­ist af mark­aðs­að­stæðum og verði á afla­heim­ild­um. Fram­boð og eft­ir­spurn ráða sem sagt för en ekki stjórn­mála­menn.


Mark­aðs­leið að sann­gjörnu gjaldi
 

Nú er verð á sjáv­ar­af­urðum síbreyti­legt, mark­aðs­að­stæður eru mis­jafnar og ekki er alltaf á vísan að róa um gæft­ir. Afla­heim­ild­irnar hafa sveifl­ast frá ári til árs (sjá mynd) en á hverju ári er gefið að úthlutað er ákveðnum heild­ar­kvóta. Útgerðir hafa haft ákveðna pró­sentu af hverri teg­und fyrir sig, en ekki fyr­ir­fram ákveð­inn tonna­fjölda. Leiðin sem hér er lýst tekur mið af þessu.

Á hverju ári er ákveðnu hlut­falli afla­heim­ilda úthlutað til kvóta­hafa. Þetta hlut­fall gæti verið á bil­inu 90 til 95% af kvót­anum frá fyrra ári og fyrir þetta greiða menn ekki neitt. Það sem eftir er, 5 til 10%, yrði sett á til­boðs­markað þar sem allir gætu boðið í heim­ild­irn­ar. Með þessu móti ræðst afgjald rík­is­ins af aðstæðum á mark­aði. Þegar vel árar bjóða menn hátt, ann­ars lægra. Allir fylgja sömu regl­um, þ.e. ekki er hag­stætt að skulda eða vera á ann­ars konar fleyi en aðr­ir. Kíló kostar það sama og kíló, sama hver kaup­and­inn er. Þeir sem ekki geta greitt þurfa ekki að taka þátt í upp­boð­un­um.


Leiðin sam­einar ýmsa kosti sem nauð­syn­legt er að upp­fylla. Mark­að­ur­inn sér um að greitt er hóf­legt gjald fyrir aðgang að auð­lind­inni. Allir eru jafnir fyrir kerf­inu. Ekki er horft á hvenær rétt­indi voru keypt, heldur aðeins hver staðan er í lok árs. Nýi kvót­inn er alveg jafn­settur þeim gamla, þannig að ekki þarf að halda utan um hvað var keypt hvenær. Nýliðun er ein­föld, öllum er heim­ill aðgangur að upp­boð­un­um, og þeir sem upp­fylla þau skil­yrði að geta gert út á Íslands­mið geta allir boð­ið.

Lítið dæmi


Tökum til ein­föld­unar dæmi um þrjú fyr­ir­tæki sem vilja gera út. Köllum þau Alfa, Beta og Gamma. Alfa og Beta hafa lengi verið í útgerð, en Gamma er nýstofn­að. Alfa á 6% kvót­ans og Beta 4%, en Gamma á eðli máls­ins sam­kvæmt ekki neitt. Hér er gert ráð fyrir því að 10% afla­heim­ilda fari á upp­boð, en það er aðeins gert til þess að ein­falda útreikn­inga. Gera má ráð fyrir að hlut­fallið verði lægra.


Fyrsta ár. Alfa fær án end­ur­gjalds 5,4% af heild­ar­kvót­anum og Beta 3,6% af honum (bæði 90% af því sem þau höfðu árið áður). Gamma fær ekki neitt. Á upp­boð­inu ákveður Alfa að kaupa ekki neitt, Beta kaupir 1,4% og Gamma nær 2,0%.

Á fyrsta ári eru veiði­rétt­ur­inn því þannig að Alfa er með 5,4% (5,4+0), Beta fær 5,0% (3,6+1,4) og Gamma 2,0% (0+2,0).

Annað ár. Alfa fær án end­ur­gjalds 90% af 5,4% eða 4,86%. Beta fær 4,5% og Gamma 1,8% (bæði 90% af því sem þau höfð­u). Á upp­boð­inu ákveður Alfa að kaupa ekki neitt, Beta kaupir 0,5% og Gamma kaupir aftur 2,0%.


Á öðru ári er veiði­rétt­ur­inn því þannig að Alfa er með 4,86% (4,86+0), Beta hefur 5,0% (4,5+0,5) og Gamma 3,8% (1,8+2,0). Þannig heldur þetta áfram koll af kolli á hverju ári. Ekki þarf bók­hald um það hvenær hvert kíló var keypt og menn eiga auð­velt með að reikna hve stóran hluta afla­heim­ild­anna þeir fá end­ur­gjalds­laust.


Stöðugt rekstr­ar­um­hverfi
 

Þrátt fyrir að rekstur útgerð­ar­fyr­ir­tækja hafi gengið vel almennt und­an­farin ár hefur óvissan um fram­tíð­ar­kerfi valdið því að að margar útgerðir hafa dregið við sig nauð­syn­legar fjár­fest­ing­ar. Því er það mik­ils virði fyrir þjóð­ina alla að sátt náist um kerfi til fram­búð­ar.


Um pró­sent­una sem útdeilt er án end­ur­gjalds þarf að nást sam­komu­lag, en þegar hún er komin á þarf hún að hald­ast stöðug, þannig að útgerð­ar­menn geti gert rekstr­ar­á­ætl­anir til langs tíma. Þó má vel hugsa sér að gefin sé stutt aðlögun þar sem byrjað er á hærri pró­sentu sem lækkar ár frá ári. Mik­il­vægt er að tryggð sé lág­marks tíma­lengd þeirra rétt­inda sem útgerðin kaupir á upp­boðum rík­is­ins, t.d. með einka­rétt­ar­legum samn­ing­um.


Í útgerð eru auð­vitað alltaf sveifl­ur, en í stöð­ug­leika felst að regl­urnar séu þær sömu í langan tíma og menn geti lagað sig að þeim, til dæmis þegar þeir ákveða fjár­fest­ing­ar. Skip og veið­ar­færi eru dýr og ekki tjaldað til einnar næt­ur.

Sveiflur á heild­ar­virði kvóta hverrar útgerðar yrðu minni en sveiflur hafa verið á heild­ar­kvóta (sjá mynd af leyfi­legum heild­ar­afla). Loks ber að leggja áherslu á að þær útgerðir sem eiga í tíma­bund­inni fjár­þröng geta sleppt því að bjóða í kvóta í upp­boð­um. Þær geta svo komið inn á mark­að­inn aftur þegar betur árar hjá þeim.


Á mynd­inni sést að nokkrar sveiflur hafa verið í heild­ar­afla­heim­ildum í þorskígildistonnum talið. Stað­al­frá­vik sem hlut­fall af með­al­tali af öllum teg­undum nema upp­sjáv­ar­fiski er um 12%. Í upp­sjáv­ar­fiski (síld og loðnu) er stað­al­frá­vik sem hlut­fall af með­al­tali miklu hærra eða um 51%. Af þessu má sjá að hlut­fallið 5-10% (sem eru heim­ild­irnar sem greiða þarf fyr­ir) er innan við þá sveiflu sem verið hef­ur. Áfram yrði öllum til góðs að auð­lindin yxi og dafn­aði.


Tækni­leg atriði
 

Ekk­ert er því til fyr­ir­stöðu að fram­sal afla­heim­ilda verði leyft áfram eins og verið hef­ur. Áfram yrði þak á því hve stóran hluta heild­ar­kvót­ans ein­stakir aðilar mættu eiga. Þakið er nú 12%. Vel kemur til greina að gera kröfu um það að félög sem eigi meira en ákveð­inn hluta kvót­ans, til dæmis 5%, séu skráð á mark­aði. Þá er ákveðin dreif­ing á eign­ar­að­ild tryggð. Setja mætti stíf­ari reglur um fyr­ir­tæki sem ráða stærri hlut kvót­ans.


Auð­vitað þarf að skoða mörg atriði bet­ur. Upp­boðs­kerfið sjálft er verk­efni útaf fyrir sig og fellur utan þess­arar grein­ar.

Engar líkur eru á því að Evr­ópu­sam­bands­að­ild myndi breyta þessum hug­mynd­um. Sam­bandið hefur ekki skipt sér af því hvernig hvert ríki um sig skiptir kvót­anum og nýlega hefur það opnað á sjálf­stjórn ákveð­inna svæða fjarri öðr­um. Með því er aðild Íslands að sam­band­inu ein­földuð til muna. Flestar útgerðir nota þegar evru í sínu bók­haldi, þannig að nýr gjald­mið­ill myndi ekki þvæl­ast fyrir þeim. Hluti af sátt­inni væri að almenn­ingur fengi að nýta sömu mynt og útgerðin hefur þegar val­ið.


Sátt um með­al­tal sér­hags­muna er lít­ils virði. Leiðin sem hér er kynnt upp­fyllir skil­yrði sem ætla má að flestir sann­gjarnir menn, sem ekki vilja verja þrönga eig­in­hags­muni, geti fall­ist á. Hún er ein­föld og íþyngir ekki illa stöddum útgerð­um. Því ætti útfærsla á henni að vera öllum í hag.


Næst nið­ur­staða?
 

Við­reisn setur sam­stöðu um slíka nið­ur­stöðu á odd­inn í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum eftir kosn­ing­ar. Með henni fær almenn­ingur sann­gjarnan arð af sam­eig­in­legri auð­lind þjóð­ar­inn­ar. Eðli­lega velta menn því fyrir sér hvort þessi leið geti sætt menn fremur en aðr­ar. Hún á að geta gert það ef menn fall­ast á þau grund­vall­ar­sjón­ar­mið sem sett voru fram í fyrri hluta grein­ar­inn­ar.


Á tíma síð­ustu rík­is­stjórnar náð­ist ákveðin nið­ur­staða í nefnd sem stýrt var af Guð­bjarti Hann­essyni og svo virt­ist sem hægt væri að sætta ólík sjón­ar­mið. Fljót­lega kom þó bakslag og rík­is­stjórnin fór allt aðra leið. Því er ekki að neita að svo virt­ist sem heift og óbil­girni á báða bóga hefði tekið við af sátt­fýsi. Núver­andi rík­is­stjórn hefur kapp­kostað að gæta þess að sem mest af hagn­aði af auð­lind­inni fari til útgerð­ar­manna, en sem minnst til almenn­ings.


Eðli­legt væri að banna að fyr­ir­tæki sem fá úthlutað gæðum frá rík­inu styrki stjórn­mála­flokka. Það dregur úr tor­tryggni um hverra hag­muna stjórn­mála­menn gæta.

Meira um útfærslu og aðrar leiðir má lesa hér:
Axel Hall, Daði Már Krist­ó­fers­son, Gunn­laugur Júl­í­us­son, Stefán B. Gunn­laugs­son, Sveinn Agn­ars­son og Ögmundur Knúts­son (2011): Grein­ar­gerð um hag­ræn áhrif af frum­varpi til nýrra laga um stjórn fisk­veiða.
Hag­fræði­stofnun Háskóla Íslands (2010): Skil­virkni mark­aða fyrir afla­heim­ild­ir.
Þor­kell Helga­son og Jón Steins­son (2010): Ráð­stöfun afla­hlut­deilda með sam­þætt­ingu end­ur­út­hlut­unar og til­boðs­mark­að­ar.


Bene­dikt Jóhann­es­son er for­maður Við­reisn­ar.

Greinin birtist á kjarninn.is.


Skráð af Menningar-Staður