Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2016 Júlí

23.07.2016 21:42

Komin aftur heim til að þjóna sínu fólki

 

Séra Guðbjörg Arnardóttir.

 

Komin aftur heim til að þjóna sínu fólki

Guðbjörg Arnardóttir, sóknarprestur Selfossprestakalls – 40 ára

 

Guðbjörg Arnardóttir, f. 23. júlí 1976, er fædd og uppalin á Selfossi. Hún lauk grunnskólaprófi frá Selfossi og vann ýmis sumarstörf á yngri árum, m.a. í Mjólkurbúinu, í Prentsmiðju Suðurlands og á leikskólum á Selfossi.

Guðbjörg lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurlands og var síðan eitt ár au-pair í Þýskalandi. Hún lauk kandídatsprófi frá guðfræðideild Háskóla Íslands í júní 2003 og var eitt ár skiptistúdent við guðfræðideild Kaupmannahafnarháskóla. Hún var einn vetur leiðbeinandi í Vallaskóla á Selfossi, 2003-2004.

 

Fyrst prestur í Odda

Guðbjörg var vígð til prestsþjónustu í Skálholtskirkju 18. júní 2006 til Oddaprestakalls og bjó með fjölskyldunni í Odda á Rangárvöllum 2006-2015.

„Við vorum þá með sauðfjárbúskap. Þetta var dýrmæt og góð reynsla og er söknuður eftir góðu fólki sem við kynntumst þar.“ Guðbjörg tók við embætti sóknarprests Selfossprestakalls í ágúst 2015.

„Það er búið að vera ósköp notalegt að koma aftur heim þótt það taki smá tíma að venjast nýjum vinnustað. Við byrjuðum tvær á sama tíma hér sem prestar, ég og Ninna Sif Svavarsdóttir, og okkur hefur verið vel tekið.“

 

Félagsstörf og áhugamál

Guðbjörg á sæti á kirkjuþingi, hún hefur setið í stjórn Félags prestsvígðra kvenna og er í stjórn Prestafélags Suðurlands.

„Áhugamálin eru taekwondo sem ég æfi og er ég með blátt belti í þeirri íþrótt. Ég hef gaman af allri útivist, fer í göngutúra í skógum landsins og hef gaman af ferðum inn á hálendi. Fjölskyldan fer alltaf eina ferð á sumrin í Veiðivötn, en ég hef gaman af því að veiða. Fjölskyldan fer einnig nokkrar ferðir í Þórsmörk á sumrin til að ganga en ferðirnar tengjast einnig vinnu eiginmannsins. Svo hef ég einnig gaman af ræktun og garðyrkju.

Fram undan næstu þrjár vikur er að ferðast um landið í sumarfríinu og er margt á óskalistanum að skoða.

Ég reyni að tileinka mér glaðværð eins og ég á kyn til, meta hvern dag og vera þakklát fyrir fjölskyldu og vináttu og gott samstarfsfólk í Selfosskirkju og hinum kirkjunum þremur sem tilheyra prestakallinu.“

 

Fjölskylda

Eiginmaður Guðbjargar er Hreinn Óskarsson, f. 20.10. 1971, skógfræðingur og skógarvörður hjá Skógræktinni. Foreldrar hans: Óskar Þór Sigurðsson, f. 25.1. 1930, fyrrv. skólastjóri á Selfossi, og Aldís Bjarnadóttir, f. 7.2. 1929, d. 30.10. 1991, kennari.

Börn Guðbjargar og Hreins: Freyr Hreinsson, f. 17.4. 2001, nemandi í Vallaskóla á Selfossi; Ásrún Hreinsdóttir, f. 2.12. 2004, nemandi í Vallaskóla á Selfossi, og Örn Hreinsson, f. 8.3. 2010, verðandi skólastrákur í Vallaskóla.

Systkini Guðbjargar: Elfa Arnardóttir (alsystir), f. 13.12. 1979, kennari í Foldaskóla, bús. í Grafarvogi; Birgir Örn Arnarson (hálfbróðir), f. 11.3. 1973, blikksmiður, bús. í Reykjavík, og Kristinn Jón Arnarson (hálfbróðir), f. 15.11. 1973, félagsfræðingur og gæðastjóri þýðinga hjá Expedia, bús. í London.

Foreldrar Guðbjargar: Örn Grétarsson, f. 22.10. 1951, prentsmiðjustjóri Prentmets Suðurlands á Selfossi, og k.h. Sesselja Sigurðardóttir, f. 3.1. 1955, snyrtifræðingur og vinnur við umönnun í Vinaminni á Selfossi. Þau eru bús. á Selfossi.

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins
Fjölskyldan Útivistarfólkið Guðbjörg og Hreinn

ásamt börnum sínum, Ásrúnu, Frey og Erni.


Morgunblaðið laugardagurinn 23. júlí 2016Í Selfosskirkju.

 

Skráða f Menningar-Staður.

23.07.2016 06:35

Skálholtshátíð á helginni 23. - 24. júlí 2016

 

 

Skálholt.

 

Skálholtshátíð á helginni 23. - 24. júlí 2016

 

Endurheimt votlendis, pílagrímagöngur og ávarp forseta Alþingis verða efst á baugi á Skálholtshátíð í sumar en hún verður að þessu sinni haldin nú á hekginni 23.–24. júlí 2016
 

Hátíðin verður hringd inn á laugardag kl. 12 á tröppum Skálholtsdómkirkju en síðan verður messað úti við Þorlákssæti. Eftir hádegi gefst kostur á að skoða uppgraftarsvæðið sunnan kirkju undir leiðsögn Mjallar Snæsdóttur. Klukkan 14:30 verður gengið að Skálholtsbúðum með leiðsögn um grös og fugla þar sem frú Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands og frú Vigdís Finnbogadóttir f.v. forseti Íslands taka fyrstu skóflustungur að endurheimt votlendis í landi Skálholts. Sú athöfn hefst kl. 15:00. Kvöldbænir verða kl. 18 í kirkjunni og Sumartónleikar kl. 21 um kvöldið, þar sem leikin verða verk fyrir sello og sembal eftir J.S. Bach.
 

Á sunnudag hefst hátíðin með morguntíðum kl. 9 en kl. 11 verða orgeltónleikar Jóns Bjarnasonar organista Skálholtsdómkirkju. Hátíðarmessa verður kl. 14:00 með þátttöku pílagríma sem koma úr ýmsum áttum, sumir frá Bæ í Borgarfirði, aðrir frá Þingvöllum og enn aðrir sem lögðu upp frá Strandakirkju í vor. Að lokinni messu verður síðan kirkjukaffi.
 

Hátíðarsamkoma Skálholtshátíðar verður kl. 16:15 með kórsöng, einsöng og hljóðfæraleik. Hátíðarræðu flytur Einar Kr. Guðfinnsson forseti Alþingis. Hátíðinni verður síðan slitið með kvöldbænum kl 18.00.
 

Í aðdraganda hátíðarinnar verður fjölþjóðlegt og samkirkjulegt málþing listamanna og fræðimanna í Skálholtsskóla undir yfirskriftinni Horft yfir hindranir. Þar fer fram samtal um menningu, trú og listir milli fólks frá  frá Hvíta-Rússlandi, Armeníu, Austurríki, Þýskalandi og Íslandi og frá þremur kirkjudeildum; orþodox kirkjunni, rómversk-kaþólsk kirkjunni og kirkjum mótmælenda.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

22.07.2016 21:56

Merkir Íslendingar - Eiríkur J. Eiríksson

 

 

Eiríkur J. Eiríksson

 

Merkir Íslendingar - Eiríkur J. Eiríksson

 

Eiríkur Júlíus Eiríksson, prestur, skólastjóri og þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, fæddist  22. júlí 1911 að Ekru í Vestmannaeyjum en fluttist fárra vikna gamall á Eyrarbakka.

 

Faðir hans var Eiríkur Magnússon, trésmiður frá Ölfusi. Hann fluttist til Kaliforníu í Bandaríkjunum, um það leyti sem Eiríkur fæddist, og sneri aldrei aftur. Eiríkur ólst upp hjá einstæðri móður sinni, Hildi Guðmundsdóttur frá Iðu í Biskupstungum, og móðurforeldrum sínum, Guðmundi Guðmundssyni og Jónínu Jónsdóttur.

 

Eiríkur var í barnaskóla á Eyrarbakka og fór svo í MR og varð stúdent þaðan 1932. Hann tók kennarapróf 1934 og guðfræðipróf frá HÍ 1935. Hann fór svo í framhaldsnám til Basel í Sviss.

 

Eiríkur varð kennari á Núpi í Dýrafirði 1935, tók sér árshlé meðan hann kynnti sér skólamál á Norðurlöndunum 1936-1937, fór svo aftur að kenna á Núpi og varð skólastjóri þar 1942 til ársins 1960. Á sama tíma var hann sóknarprestur á Núpi.

 

Árið 1960 varð hann prestur og þjóðgarðsvörður á Þingvöllum og gegndi þeim stöðum til ársins 1981. Hann hætti þó ekki að sinna skólamálum því hann hafði mikil afskipti af Ljósafossskóla og var m.a. prófdómari þar og sat í skólanefnd.

 

Eiríkur var einn af forustumönnum ungmennafélagshreyfingarinnar. Hann sat í stjórn UMFÍ frá 1936 og var formaður UMFÍ í um 30 ár. Landsmótin voru honum mikið hjartans mál og átti hann þátt í því að endurvekja þau með Landsmótinu í Haukadal 1940. Hann var ritstjóri Skinfaxa, málgagns UMFÍ, um árabil, skrifaði margar greinar í blöð og tímarit og var mikill ræðuskörungur.

 

Kona Eiríks var Kristín Jónsdóttir, f. 5. október 1917, d. 17. febrúar 1999. Foreldrar hennar voru Jón Ólafsson, bóndi á Gemlufalli í Dýrafirði og kona hans, Ágústa Guðmundsdóttir.

 

Eiríkur lést í Félagsheimilinu Borg í Grímsnesi 11. janúar 1987 og hafði þá nýlokið afmælisræðu yfir vini sínum.

 

Morgunblaðið mánudagurinn 22. júlí 2013 - Merkir Íslendingar.

 

 

Núpur í Dýrafirði.

Þar starfaði séra Eiríkur J. Eiríksson  1935 - 1960.
 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

22.07.2016 20:14

Merkir Íslendingar - Guðni Jónsson


 


Guðni Jónsson. 
 


Merkir Íslendingar - Guðni Jónsson

 

Guðni fæddist 22. júlí 1901 á Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, einn 17 barna Jóns Guðmundssonar, f. 17.9. 1856, d. 8.9. 1941 í Vestmannaeyjum, bónda og formanns þar, og síðari konu hans, Ingibjargar Gíslínu Jónsdóttur frá Miðhúsum í Sandvíkurhr., Árn., f. 1.9. 1867, d. 2.4. 1937 í Vestmannaeyjum.
 

Faðir hans veiktist og fór Guðni tveggja vikna gamall með móður sinni að Leirubakka í Landsveit. Foreldrum hans tókst að setja saman bú að nýju, en Guðni dvaldi áfram á Leirubakka og ólst þar upp.
 

Guðni varð stúdent frá MR 1924 og mag. art. í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1930. Hann var um tíma við nám í Kaupmannahöfn 1928 og aftur 1937. 

Hann var kennari við Gagnfræðaskóla Reykvíkinga 1928-1945 og skólastjóri við sama skóla 1945-1957. Prófessor í sögu Íslands við Háskóla Íslands var hann 1958-1967, þar til hann lét af störfum vegna veikinda. Hann var forseti heimspekideildar HÍ 1959-1961. Hann varð doktor frá Háskóla Íslands 1953, en doktorsritgerð hans, Bólstaðir og bændur í Stokkseyrarhreppi, varð brautryðjandaverk í íslenskri staðháttasögu.

 

Guðni tók mikinn þátt í félagsstörfum, var forseti Sögufélagsins 1960-65, formaður Ættfræðifélagsins 1946-67 og sat í stjórn Hins ísl. þjóðvinafélags 1943-56. Hann var höfundur fjölmargra sagnfræðirita og stofnaði til stórútgáfu íslenskra fornrita 1946 og sá hann sjálfur um útgáfu 32 binda af þeim. Meðal ættfræðirita hans er Bergsætt.
 

Fyrri kona Guðna var Jónína Pálsdóttir, f. 4.4. 1906, d. 2.10. 1936, húsfreyja í Reykjavík. Börn þeirra: Gerður, Jón, Bjarni, Þóra og Margrét. Síðari kona hans var Sigríður Hjördís Einarsdóttir, f. 28.8. 1910, d. 18.7. 1979, húsfreyja í Reykjavík. Börn þeirra: Einar, Bergur, Jónína Margrét og Elín. Tveir sona Guðna, Jón og Bjarni, urðu einnig prófessorar við Háskóla Íslands.
 

Guðni Jónsson lést 4. mars 1974.

Morgunblaðið föstudagurinn 22. júlí 2016.


Skráð af Menningar-Staður.

21.07.2016 18:08

SKÖTUMESSAN 2006-2016 - 10 ára afmælisfagnaður

 

 

Ásmunundur Friðriksson og kona hans Sigríður Magnúsdóttir

eru drifkraftar Skötumessunnar í Garði.

 

 

SKÖTUMESSAN 2006-2016 - 10 ára afmælisfagnaður
 

 

VAR HALDIN Í MIÐGARÐI GERÐASKÓLA Í GARÐI  í gær, miðvikudaginn 20. júlí 2016 ,

á Þorláksmessu á sumri.

 

Borðhald hófst kl. 19.00

 

Skemmtidagskrá hófst kl. 19.30, að henni lokinni voru styrkir afhentir.

 

Glæsilegt hlaðborð; skata, saltfiskur, plokkfiskur og meðlæti.

 

Að venju var fjölbreytt skemmtidagskrá;

• Dói og Baldvin, harmonikkuleikur.

• Páll Rúnar Pálsson

• Davíð Már Guðmundsson

• Andri Páll Guðmundsson

• Björn Ingi Bjarnason - forseti Hrútavina, ræðumaður kvöldsins.

• Styrkir afhentir

• Hljómsveit Rúnars Þórs

 

Menningar-Staður færði til myndar.


Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað.


Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/279578/Nokkrar myndir:

 

.

.

.

 

.

.

.

.

 

.

.

.

.

.

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

21.07.2016 10:57

Englar og menn - tónlistarhátíð Strandarkirkju

 


Strandarkirkja í Selvogi.
 

Englar og menn - tónlistarhátíð Strandarkirkju

Söngtónleikar á sunnudag 24. júlí 2016 

 

Næst?síðustu? tónleikar?nir í tónleikaröðinni Englar og menn í Strandarkirkju verða nk. ?su?nnudag 24?. júlí 2016 og hefjast ?að venju ? kl 14.

?Þar? koma fram ?hjónin og ?söngvararnir? Þóra Einarsdóttir sópran og Björn Jónsson tenór og með þeim leikur Svanur Vilbergsson á gítar. Yfirskrift tónleikanna er „?Í ljúfum blæ“ en þau munu flytja úrval íslenskra sönglaga og trúarljóða ásamt þekktum klassískum verkum.

?Tónlistarhátíðin hefur verið mjög vel sótt og vel tekið þar sem hefur verið fjölbreytt dagskrá og söngröddin og íslenska sönglagið í fyrirrúmi.

Heimamenn hafa stutt vel við hátíðina með veitingasölu, sem mörgum þykir indælt að nýta sér eftir stundina í kirkjunni. Aðrir taka með sér teppi og nesti og finna sér laut í fallegri náttúrunni og njóta fegurðar strandarinnar og Selvogsins, þar sem helgi og dulmögnun staðarins svífur yfir.


Þema hátíðarinnar er englar og menn, land, náttúra, ?trú og saga þar sem íslensk þjóðlög og sönglög,? ásamt innlendum og erlendum trúarljóðum og klassískum verkum, hljóma á um klukkustundarlöngum tónleikum.

Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona er listrænn stjórnandi hátíðarinnar, sem er styrkt af Nýsköpunarsjóði Suðurlands, Tónlistarsjóði og Strandarkirkjunefnd.

 

Aðgangseyrir að tónleikunum er kr. 2.000. Ekki er tekið við greiðslukortum.Eyrbekkingar við Strandarkirkju.
 

 

Skráða f Menningar-Staður
 

20.07.2016 10:28

Þórir Atli Guðmundsson - Fæddur 20. október 1933 - Dáinn 9. júlí 2016 - Minning

 

 
Þórir Atli Guðmundsson.

 

Þórir Atli Guðmundsson

- Fæddur 20. október 1933 - Dáinn 9. júlí 2016 - Minning

 

Þórir Atli Guðmundsson fæddist 20. október 1933 í Reykjavík. Hann lést 9. júlí 2016.

 

Foreldrar hans voru Guðmundur Pétursson símritari, f. 10. september 1904 á Eyrarbakka, d. 29. febrúar 1972, og Ingibjörg Jónasdóttir húsmóðir, f. 27. ágúst 1906 í Reykjavík, d. 14. júní 1980.

Systkini Atla voru:

1) Pétur, fyrrverandi flugvallarstjóri á Keflavíkurflugvelli, f. 2. september 1928, d. 23. september 2014.

2) Jónas, stýrimaður, rithöfundur og listmálari, f. 15. október 1930, d. 9. júní 1985.

3) Gústav Axel matreiðslumeistari, f. 15. september 1937, d. 12. nóvember 2007.

4) Sigríður Guðmundsdóttir McLean, f. 6. ágúst 1943,

og 5) Steindór verkfræðingur, f. 8. júní 1947, d. 15. febrúar 2000.

 

Atli kvæntist 26. apríl 1974 Ólafíu Sólveigu Jónatansdóttur, síðar meðal annars fulltrúi á Fræðsluskrifstofu Suðurlands, f. 29. mars 1940 á Bíldudal, d. 11. júlí 2013. Foreldrar hennar voru Jónatan Kr. Jóhannesson, húsasmíðameistari í Reykjavík, f. 27. mars 1897 í Sigluvík í Svalbarðsstrandarhr., S-Þing., d. 16. desember 1971, og Petrónella Bentsdóttir, húsfreyja í Reykjavík, f. 28. september 1903 á Geirseyri við Patreksfjörð, d. 11. júlí 1986.

Atli gekk fjórum börnum Ólafíu í föðurstað.

Þau eru:

1) Aðalsteinn Brynjólfsson, vélstjóri í Þorlákshöfn, f. 6. október 1958, kvæntur Ágústu Sigurðardóttur húsfreyju, f. 16. júní 1961, eiga þau þrjár dætur og sex barnabörn.

2) Anna Día Brynjólfsdóttir, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, f. 9. maí 1960, gift Gísla Sæmundssyni arkitekt, f. 29. júní 1956, eiga þau tvo syni.

3) Agnar Bent Brynjólfsson, verslunarmaður á Selfossi, f. 24. mars 1962, kvæntur Kolbrúnu Markúsdóttur blómaskreyti, f. 13. september 1966, þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn.

4) Sævar Óli Helgason, f. 19. febrúar 1971.

 

Skömmu eftir að Atli og Olla hófu búskap fluttu þau að Úthaga 16 á Selfossi og bjuggu þar allt þar til þau keyptu Akur á Eyrarbakka sem þau gerðu upp og fluttu í árið 2000. Atli fór ungur til sjós og var á bátum, togurum og varðskipum sem háseti og netamaður, uns hann fór í Stýrimannaskólann og lauk þar fiskimannaprófi vorið 1961. Eftir það var hann stýrimaður og síðar skipstjóri á bátum og togurum fram til þess að hann kom í land um 1980. Þá starfaði hann um skeið sem flokksstjóri við byggingu Hrauneyjafossvirkjunar. Atli starfaði síðar fyrir Kaupfélag Árnesinga sem bifreiðarstjóri, verslunarstjóri og síðast sem stöðvarstjóri bensínstöðvar KÁ á Selfossi. Atli var mikill áhugamaður um laxveiði.
 

Þórir Atli verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju í dag, 20. júlí 2016, klukkan 14.

___________________________________________________________________________________

Minningarorð Gísla Sæmundssonar

 

Tryggur, hjálpfús, réttsýnn eru nokkur þeirra hugtaka sem koma upp þegar ég hugsa til Atla eins og hann jafnan var kallaður. Ekki var langur tími liðinn frá því að ég hafði kynnst Önnu Díu, konu minni í Noregi og fósturdóttur hans, þar til ég fór með pakka frá henni til Atla og Ollu móður hennar sem þá voru til húsa á Laugarvatni þar sem þau ráku verslun. Þarna kom til dyra hlýlegur en stór og mikill maður sem ég átti eftir að kynnast betur og það af öllu góðu. Þessi stóri maður hafði hlýtt hjarta, samkennd og góða nærveru. Hann mátti ekkert aumt sjá, en þá var hann boðinn og búinn til að hjálpa. Ávallt var stutt í glettni hjá Atla og oftar en ekki kvaddi hann með sínum milda glettnislega hlátri.

Það var gaman að veiða með þeim gamla en lax- og silungsveiði var hans uppáhaldstómstund og fórum við synir mínir ekki varhluta af tilsögn hans á því sviði. Hann kastaði „flugunni“ af mikilli list og sást það best þar sem við veiddum saman á bændadögum í Haukadalsá í Dölum. Barnabörnin fengu sinn skerf óskertan frá Atla afa sem fylgdist vel með þeim og kenndi mörgum þeirra grunnatriði í silungsveiðinni. Hann studdi þau eftir fremsta megni og þannig að allir fengu jafnt.

Áhugi hans á „boltanum“ var ósvikinn, ekki minnst á enska boltanum og oftar en ekki hringdi hann til okkar í hálfleik þar sem hann tjáði sig óspart um gang leiksins, dómarann og leikmenn. Hann fylgdist vel með þjóðmálum og lá þar ekki á skoðunum sínum. Ég dáðist að hversu góð tök hann hafði á nútímamiðlum og tækni en þetta virtist leika í höndunum á honum.

Kæri Atli; þú fékkst að kveðja þennan heim á þann hátt sem þú væntanlega helst kaust sjálfur, við laxveiðar í Ölfusá og nánast með veiðistöng í hendi.

Fráfall þitt markar djúpt skarð í fjölskyldu okkar og verður þín sárt saknað.

Þakka þér samveruna.

Kveðja,

Gísli Sæmundsson.

Morgunblaðið miðvikudagurinn 20. júlí 2016.

 Atli Guðmundsson
er/var einna af  -Vinum alþýðunnar-  sem hittast reglulega að Stað á Eyrarbakka.

.

.

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

20.07.2016 09:51

20. júlí - Þorláksmessa að sumri

 

 

 

 

 

20. júlí - Þorláksmessa að sumri

 

Þorláksmessa á sumri er 20. júlí.  Verndardýrlingur Íslendinga er Þorlákur helgi. 

Sumarið 1198 var helgi Þorláks Þórhallssonar samþykkt á Alþingi og bein hans tekin upp og skrínlögð 20. júlí. 

Þorláksmessa á vetur er 23. desember, á dánardegi hans. 

Þorláksmessa á sumar var til siðaskipta einn helsti hátíðisdagur sunnanlands  og þá var haldin mikil samkoma í Skálholti.


Síðustu ár eru einnig til dæmi um skötuveislur þennan dag.


Skráð af Menningar-Staður

18.07.2016 06:48

Atli Guðmundsson látinn

 Atli Guðmundsson látinn


Verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju miðvikudaginn 20. júlí kl. 14
 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

16.07.2016 07:07

Merkir Íslendingar - Hafliði Magnússon


 

 

Hafliði Magnússon á Hrafnseyri við Arnarfjörð árið 2009. Ljósm.: BIB

 

 


Merkir Íslendingar - Hafliði Magnússon

 

Hafliði Þórður Magnússon, listamaður frá Bíldudal, var fæddur þann 16. júlí 1935 og í dag eru því 81 ár frá fæðingun hans. Hafliði lést þann 25. júní 2011  á heimili sínu á Selfossi.
 

Hafliði var fæddur í Hergilsey á Breiðafirði. Hann fluttist þaðan 6 ára í Arnarfjörð þar sem fjölskyldan bjó á ýmsum stöðum en lengst af bjó hann á Bíldudal. Hann bjó einnig um tíma í Reykjavík.
 

Hafliði starfaði m.a. sem sjómaður og þá mest á síðutogurum, við fiskvinnslu og einnig kenndi hann sjóvinnu. Þá vann hann við uppbyggingu Mjólkárvirkjunar og endurgerð fæðingarbæjar Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri við Arnarfjörð.
 

Frá árinu 1998 bjó Hafliði síðan á Selfossi ásamt sambýliskonu sinni Evu Þórarinsdóttur frá Suðureyri við Súgandafjörð. Á Selfossi vann hann ýmis störf, síðast hjá SG við trésmíðar þar sem hann lauk hefðbundinni starfsævi árið 2002.
 

En Hafliði Magnússon var fyrst og fremst rithöfundur, ljóðskáld, söngleikjahöfundur og málari. Þá lagði hann mikla rækt við sagnaþætti af ýmsum toga og flest í því tengdist Bíldudal og Arnarfirði. Hann var svo sannarlega margþættur listamaður og þeim störfum helgaði hann sig alfarið eftir að hann hætti störfum hjá SG. 

 

 

Hafliði Magnússon við Dynjanda. Ljósm.: BIB
Skráð af Menningar-Staður