Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2016 Júlí

15.07.2016 07:10

Enn bætast við öflugir bakhjarlar við Safetravel verkefnið

 


Á myndinni má sjá þá Þóri Garðarson og Sigurdór Sigurðsson

handsala samninginn við Jón Svanberg Hjartarson frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg

 

Enn bætast við öflugir bakhjarlar við Safetravel verkefnið

 

Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line Iceland hefur samið við Slysavarnafélagið Landsbjörgu um að styrkja Safetravel verkefnið um samtals 5 milljónir króna á næstu fimm árum.

Markmið Safetravel er að halda úti öflugum slysavörnum fyrir innlenda sem erlenda ferðamenn. Safetravel er samvinnuverkefni Slysavarnafélagsins Landsbjargar, ferðaþjónustunnar, ýmissa fyrirtækja og stofnana og hins opinbera. Með stuðningi sínum er Gray Line orðið einn af helstu stuðningsaðilum verkefnisins.

Meðal aðgerða til að auka öryggi ferðamanna heldur Safetravel úti vefnum hálendisvakt björgunarsveita, www.safetravel.is. Ennfremur eru upplýsingar fyrir ferðamenn um færð og veður að finna á  um 70 skjám víða um land.
Stuðningur aðila á borð við Gray Line skiptir sköpum við að halda út verkefni eins og Safetravel.

 

Á myndinni má sjá þá Þóri Garðarson og Sigurdór Sigurðsson handsala samninginn við Jón Svanberg Hjartarson frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.


Slysavarnafélagið Landsbjörg greinir frá.Skráð af Menningar-Staður

14.07.2016 09:37

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 14. júlí 2016

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 14. júlí 2016

 
Skráð af Menningar-Staður

14.07.2016 07:33

Forstöðumenn ríkisstofnana fá allt að 48 % hækkun launa

 


Hækkanirnar nú koma til eftir að forstöðumennirnir sjálfir

eða ráðuneyti óskuðu eftir að launin yrðu hækkuð.

 

Forstöðumenn ríkisstofnana fá allt að 48 % hækkun launa

 

Laun forstöðumanna nokkurra ríkisstofnana hækka um tugi prósenta eftir nýja úrskurði kjararáðs. Hækkanirnar ná allt aftur til 1. desember 2014 og koma ofan á 7,15 prósenta almenna launahækkun sem tók gildi 1. júní.

Mest hækka laun Hjartar Braga Sverrissonar, formanns kærunefndar útlendingamála eða um 48 prósent að meðtalinni hinni  almennu launahækkun. Laun Hjartar hækka einnig afturvirkt frá 1. desember 2014, þegar nefndin tók til starfa. 

Aðrar launahækkanir eru einnig afturvirkar, ýmist frá árinu 2015 eða ársbyrjun 2016.

Laun Kristínar Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, hækka um 29 prósent. Fara úr 1.042 þúsund krónum á mánuði í 1.340 þúsund krónur frá 1. júlí.

Í úrskurði kjararáðs er vitnað í bréf Kristínar til kjararáðs. Þar segir að álag á Útlendingastofnun hafi vaxið gífurlega samhliða fjölgun hælisleitenda og nýjum verkefnum. Áreiti fjölmiðla sé mikið, bæði á kvöldin og um helgar. Starf forstjóra sé því erfitt og mjög íþyngjandi. Fór Kristín því fram á að fá hærri laun.

Hækkanirnar nú koma til eftir að forstöðumennirnir sjálfir eða ráðuneyti óskuðu eftir að launin yrðu hækkuð.

Laun Birgis Jakobsson landlæknis hækka í 1,6 milljónir á mánuði. Mánaðarlaun Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra verða sömuleiðis 1,6 milljón.

Laun Páls Winkel, forstjóra Fangelsismálastofnunar, hækkuðu um 35 prósent, úr 989 þúsund krónum í 1.340 þúsund krónur á mánuði.

Laun Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu verða jöfn launum Páls, 1,3 milljónir á mánuði. 

 

Fréttablaðið 13. júlí 2016Skráð af Menningar-Staður

12.07.2016 09:56

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 12. júlí 2016

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 12. júlí 2016

 

 


Skráð af Menningar-Staður

10.07.2016 14:34

SKÖTUMESSAN 2006-2016 - 10 ára afmælisfagnaður

 

 

 

SKÖTUMESSAN 2006-2016 - 10 ára afmælisfagnaður

VERÐUR HALDIN Í MIÐGARÐI GERÐASKÓLA Í GARÐI
miðvikudaginn 20. júlí 2016, borðhald hefst kl. 19.00


Skemmtidagskrá hefst kl. 19.30, að henni lokinni verða styrkir afhentir.


Glæsilegt hlaðborð; skata, saltfiskur, plokkfiskur og meðlæti.


Að venju er fjölbreytt skemmtidagskrá; 


• Dói og Baldvin, harmonikkuleikur. 
• Páll Rúnar Pálsson
• Davíð Már Guðmundsson
• Andri Páll Guðmundsson
• Björn Ingi Bjarnason forseti Hrútavina, ræðumaður kvöldsins.
• Styrkir afhentir
• Hljómsveit Rúnars Þórs.


Verð 4,000- kr.


Greiðið inn á reikning Skötumessunnar; 0142-05-70506, kt. 580711-0650
Vinsamlegast prentið út innleggsnótuna og sýnið við innganginn. 

 

Helstu stuðningsaðilar Skötumessunnar eru;
Fiskmarkaður Suðurnesja, Skólamatur ehf, H.Pétursson ehf, Kristjánsbakarí, Sv. Garður og fl.
Skötumessan er áhugafélag um velferð fatlaðra.


Skötumessustjóri er Ásmundur Friðriksson, alþingismaður.


Skráð af Menningar-Staður

09.07.2016 08:30

Fjölbreytt dagskrá á Hvanneyrarhátíð í dag - 9. júlí 2016

 

 

 

Fjölbreytt dagskrá á Hvanneyrarhátíð í dag - 9. júlí 2016

 

Hvanneyrarhátíðin 2016 fer fram í dag, 9.  júlí 2016  frá kl 13 til 17. 

Þennan dag taka heimamenn vel á móti gestum og gangandi með fjölbreyttri dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Upphaf hátíðarinnar má rekja til Safnadagsins sem Landbúnaðarsafn Íslands tók þátt í, og bauð þá velunnurum sem og gömlum nemendum að koma á Hvanneyri og kíkja á safnið, sér að kostnaðarlausu og hitta gamla félaga og vini. Nú hefur Safnadagurinn verði færður fram í maí og Hvanneyrarhátíðin stendur nú sem sér viðburður sem hefur vaxið fiskur um hrygg undan farin ár og fjöldi gesta margfaldast á milli ára.

 

Meðal dagskráliða í ár eru heyvagnaakstur, opið fjós, pönnukökubaksturskeppni, leiðsögn verður um Yndisgarða á Hvanneyri, markaður í íþróttahúsinu, danshópurinn Sporið tekur sporið, húsdýr með ungviði verða á staðnum og andlitsmálun og ýmsir leikir verða í boði fyrir börnin.
 

Tenging fyrrum nemenda Bændaskólans við Hvanneyri er sterk og hjá mörgum er það orðinn fastur liður að sækja Hvanneyrarhátíðina heim þar sem gamlir og góðir tímar eru rifjaðir upp. Sett verður upp sýning á gömlu skólaspjöldum Bændaskólans í skólastofum Gamla skóla ásamt myndum frá skólasögu Hvanneyrar sem á sér nærri 130 ára sögu.
 

Frír aðgangur verður að Landbúnaðarsafni Íslands og ætla konurnar sem standa að Ullarselinu að sýna listir sínar á tröppum safnsins.

Einn af vinsælustu viðburðunum er innkoma Fornbílafjelags Borgarfjarðar sem stilla bifeiðum sínum upp ungnum sem öldnum til gamans. Þá verður gamli Andakílsskóli opinn ef fólk vill kynna sér starfsemina sem þar fer fram.

 

Erfðalindasetur Íslands verður með upplýsingar um íslensku húsdýrin og leggur til geitamjólk frá Háafelli sem notuð verður í sérlagað geitalatté sem selt verður í kaffihúsinu Skemmunni. 

Þá mun Bjarni Guðmundsson, forstöðumaður Landbúnaðarsafnsins, lesa upp úr nýrri bók sinni,  Konur breyttu búháttum – saga Mjólkurskólans á Hvanneyri og á Hvítárvöllum, og ætlar Rjómabúið á Erpsstöðum að taka þátt í hátíðinni í ár með kynningu og sölu á vörum sínum.

 

Formleg dagskrá hefst kl 13:00 og lýkur henni kl 17:00. 

Allar nánari upplýsingar um hátíðina og dagskrá má finna á Facebook síðu hátíðarinnar. 


 

 
Skráð af Menningar-Staður

 

09.07.2016 08:23

186 ÞÚSUND FERÐAMENN Í JÚNÍ 2016

 

 

 

186 ÞÚSUND FERÐAMENN Í JÚNÍ 2016

 

 

Ferðamenn í júní 2016

Um 186 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í júní síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða nærri 50 þúsund fleiri en í júní í fyrra. Þá hafa brottfarir Íslendinga aldrei mælst jafn margar í einum mánuði.

Erlendum ferðamönnum heldur því áfram að fjölga á milli ára. Aukningin nemur 36,8% á milli ára í júní og frá áramótum nemur hún 35,8%. Nú hafa tæplega 700 þúsund erlendir ferðamenn komið frá áramótum, 183 þúsund fleiri en á sama tíma í fyrra.

Fjölmennustu þjóðerninFjórar þjóðir áberandi

Rúmur helmingur ferðamanna í nýliðnum júní voru af fjórum þjóðernum. Bandaríkjamenn voru langfjölmennastir eða tæp 30% af heildarfjölda. Næstir komu Þjóðverjar (9,3%), þar á eftir fylgdu Bretar (8,7% og Kanadamenn (7,0%).

Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bandaríkjamönnum, Kanadamönnum, Bretum, Þjóðverjum, Svíum og Frökkum mest á milli ára. Þessar sex þjóðir báru uppi aukninguna í júní að miklu leyti. Af þeim var hlutfallsleg fjölgun mest frá Kanada en ferðamannafjöldinn þaðan ríflega tvöfaldaðist í júní. 

 


Mikil fjölgun N-Ameríkana frá 2010

Ferðamenn eftir markaðssvæðum

Þegar litið er til fjölda ferðamanna í nýliðnum júní má sjá verulega fjölgun frá árinu 2010. Mest áberandi er fjölgun Bandaríkjamanna, úr 9 rúmlega í 69 þúsund. Þá hefur Mið- og Suður-Evrópubúum fjölgað úr um 17 þúsund í 40 þúsund á sama tíma. Fjöldi Breta hefur nærri þrefaldast. Heldur minni aukning hefur verið frá Norðurlöndunum en þó tæp 50%.

Hlutfall N-Ameríkana hækkar en Norðurlandabúa lækkar

Samsetning ferðamanan eftir markaðssvæðum

Samsetning ferðamanna eftir markaðssvæðum hefur breyst töluvert frá árinu 2010 eins og sjá má af myndinni hér til hliðar. Í júní síðastliðnum voru Norðurlandabúar um 10,5% ferðamanna en hlutfall þeirra af heild hefur lækkað verulega síðustu ár, hefur farið úr 24% ferðamanna árið 2010. Hlutdeild N-Ameríkana hefur hins vegar farið vaxandi, var 17,2% af heild árið 2010 en var komin í 36,8% í ár. Hlutdeild annarra markaðssvæða hefur verið á líku róli á tímabilinu 2010 til 2016.

Ferðir Íslendinga utan

Um 67 þúsund Íslendingar fóru utan í júní síðastliðnum eða 19.300 fleiri en árið 2015. Um er að ræða 40,4% fleiri brottfarir en í júní 2015. Hafa brottfarir Íslendinga aldrei mælst fleiri í einum mánuði frá því að talningar Ferðamálastofu hófust en fyrra met var 54.800 í júní árið 2007. Ekki er ólíklegt að Evrópumótið í knattspyrnu hafi hér talsverð áhrif en í því sambandi vert er að slá þann varnagla að hugsanlega er óvenju algengt að um fleiri en eina brottför hjá sama einstaklingi sé að ræða. Slíkt er þó ekki hægt að segja fyrir um með neinni vissu.

Nánari upplýsingar

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum. Sá fyrirvari er á birtingu talanna nú að vegna sumarleyfa hefur ekki náðst að yfirfara þær með hliðsjón af farþegatölum Isavia, líkt og venja er.

 

 

Frá Ferðamálastofu.


Skráð af Menningar-Staður

 

08.07.2016 21:30

Höfðingjar og glæsimenn fylktu liði á Njáluslóð

 

Guðni Ágústsson á Þingvöllum í gærkveldi.             Ljósm.: Morgunblaðið/Eggert.Höfðingjar og glæsimenn fylktu liði á NjáluslóðÞjóðgarðurinn á Þingvöllum hefur undanfarin sumur haldið fimmtudagsgöngur um garðinn.

Gangan í gær var sú fjölmennasta frá upphafi og komu 350 manns saman.

Guðni Ágústsson, fyrrv. landbúnaðarráðherra, ávarpaði göngumenn og talaði eins og samtímamaður Skarphéðins og Njáls um atburði Brennu-Njáls sögu.
Með honum var Jörmundur Ingi Hansen, fyrrum allsherjargoði, ásamt skoskum, enskum og íslenskum víkingum. 


Morgunblaðið föstudagurinn 8. júlí 2016.

 

Skráð af Menningar-Staður

07.07.2016 21:33

Merkir Íslendingar - Benedikt Gröndal

 

 

Benedikt Gröndal.

 

Merkir Íslendingar - Benedikt Gröndal

Benedikt fæddist á Hvilft í Önundarfirði 7. júlí 1924. Foreldrar hans voru Sigurður Gröndal, rithöfundur, yfirkennari í Reykjavík og hótelsjóri að Valhöll á Þingvöllum og k.h., Mikkelína María Sveinsdóttir húsfreyja.

Sigurður var sonur Benedikts Gröndal, skálds og skólastjóra, af Presta-Högna ætt, og Sigurlaugar Guðmundsdóttur, en Mikkelína María var dóttir Sveins Árnasonar, bónda í Hvilft í Önundarfirði, og Rannveigar Hálfdánardóttur, systur Örnólfs í Skálavík, afa Haraldar J. Hamar ritstjóra.
 

Meðal sex systkina Benedikts má nefna Halldór Gröndal sóknarprest og Gylfa Gröndal rithöfund.
 

Kona Benedikts var Heidi Jaeger Gröndal húsfreyja sem lést 2012 og eignuðust þau þrjá syni, Jón, Tómas og Einar.

Benedikt lauk stúdentsprófi frá MR 1943, BA-prófi í sagnfræði frá Harvard-háskóla 1946 en með námi og að því loknu var hann blaðamaður á Alþýðublaðinu, síðan ritstjóri Samvinnunnar 1951-58 og ritstjóri Alþýðublaðsins 1959-69.
 

Benedikt var landskjörinn þingmaður Borgfirðinga fyrir Alþýðuflokkinn 1956-59, þingmaður Vesturlands 1959-78 og þingmaður Reykvíkinga 1978-82. Hann var formaður Alþýðuflokksins 1974-80 og forsætisráðherra minnhlutastjórnar Alþýðuflokksins 1979-80.
 

Benedikt var formaður Útvarpsráðs 1957-71, fulltrúi á allsherjarþingum og hafréttarráðstefnu SÞ, var formaður undirbúningsnefndar íslensks sjónvarps, sat í stjórn Seðlabanka Íslands, stjórn Framkvæmdastofnunar og Nýbýlastjórnar, í stjórn þingmannasambands NATO og sat í fjölda nefnda um endurskoðun hinna ýmsu laga. Þegar hann lét af þingmennsku 1982 var hann skipaður sendiherra í Svíþjóð og starfaði hjá utanríkisþjónustunni til 1991.
 

Benedikt sendi frá sér nokkrar bækur um stjórnmál, utanríkismál og sagnfræði.
 

Benedikt lést 20. júlí 2010.Morgunblaðið 7. júlí 2016 - merkir Íslendingar


Skráð af Menningar-Staður

 

07.07.2016 12:49

Gengið í félagi við Skarphéðin

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Guðni Ágústsson.

 

Gengið í félagi við Skarphéðin

 

• Kvöldganga á Þingvöllum öllum opin

Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, mun tala um hetjuna Skarphéðin Njálsson í kvöldgöngu á Þingvöllum í kvöld, fimmtudaginn 7. júlí 2016.

Gangan hefst uppi á Hakinu klukkan 20.00 og henni lýkur við Þingvallakirkju.

 

„Skarphéðinn sat mörg þing á Þingvöllum með hinum vitra föður sínum Njáli,“ sagði Guðni. „Ég ætla að segja frá hetjunni Skarphéðni sem á alveg gríðarlegt fylgi hér á Suðurlandi. Menn nefndu stærstu æskulýðshreyfinguna hér, Héraðssambandið Skarphéðinn, í höfuðið á hetjunni. Nafn hans er uppi enn og margar sögur til af honum.“

Guðni kvaðst ætla að lýsa persónu Skarphéðins, einkennum hans og ýmsum atvikum sem áttu sér stað á Þingvöllum. Ekki síst þegar deilurnar stóru voru á milli þeirra Bergþórshvolsmanna og Flosa Þórðarsonar á Svínafelli út af Höskuldi Hvítanessgoða. Á endanum brenndi Flosi Bergþórshvolsmenn inni.

Karlakór Kjalnesinga mun syngja Öxar við ána við upphaf göngunnar, Álfu vorrar yngsta land á Lögbergi og Skarphéðinn í brennunni eftir Hannes Hafstein í göngulok við gafl Þingvallakirkju. Ásatrúarmenn í fullum skrúða og víkingar munu fara fyrir göngunni. „Hver veit nema einhver þeirra beri Rimmugýgi (öxi Skarphéðins),“ sagði Guðni.

Allir eru velkomnir í kvöldgönguna á Þingvöllum

Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður