Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2016 Ágúst

14.08.2016 08:58

Ingunnarlundur í Hallskoti vígður 13. ágúst 2016

 
 

.

 

 

Ingunnarlundur í Hallskoti vígður 13. ágúst 2016Fjölmenni var í Hallskoti ofan Eyrarbakka í gær, laugardaginn 13. ágúst 2016, við vígslu Ingunnarlundar.

Það var Skógræktarfélag Eyrarbakka sem stóð fyrir þessu sem og öðru í hinu glæsilega svæði í Hallskoti.Menningar-Staður færði til myndar.

Myndaalbúm er komið á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/279898/

Nokkrar myndir
:

.

.

.

 

.

.

.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður
 

11.08.2016 22:31

Frá Skógræktarfélagi Eyrarbakka

 


Frá Hallskoti ofan Eyrarbakka. Ljósm.: Halldór Páll Kjartansson.
 

 

Frá Skógræktarfélagi Eyrarbakka

 

Sæl verið þið kæru félagar.

 

Næstkomandi laugardag, 13. ágúst 2016, mun Garðyrkjufélag Íslands koma í heimsókn í Hallskot um kl:15:00 og eru um 50 mans í ferðinni.

Kristinn Þorsteinsson formaður félagsins hefur verið í sambandi við mig. Hann sendi út dagskrá til félagsmanna og stendur þar meðal annars:::

Þá verður farið á Eyrabakka, þorpið með langa fortíð og bjarta framtíð. Á Eyrabakka verður meðal annars farið í heimsókn til Halldóru Haraldsdóttur og Harðar Stefánssonar sem eru mörgum félagsmönnum að góðu kunn fyrir ræktun sína og margvísleg störf í þágu Garðyrkjufélagsins.

Rétt norðan við Eyrabakka á Eyrabakkamýri er Hallskot rúmlega 5 ha gróðurvin. Í Hallskoti ræktaði Ingunn Óskarsdóttir garðyrkjufræðingur og öflugur félagi í Garðyrjufélaginu ásamt Jóni Sigurðssyni upp gróskumikinn trjáreit og má þar finna eitt stærsta og merkasta safn reynitrjáa á landinu. 
Reiturinn er núna í umsjón Skógræktarfélags Eyrarbakka.

 

Það væri gaman ef þið sæuð ykkur fært að kíkja við og hitta þessa snillinga. Við verðum með kaffi og kleinur.

 

Kveðja Geiri.
Siggeir IngólfssonSkráð af Menningar-Staður

08.08.2016 13:34

Menningar-Staður á myndbandi

 

 

 

Menningar-Staður á myndbandi
 


Sjá þessa slóð:

https://www.youtube.com/watch?v=6sGlQJ_eD6g&feature=youtu.be

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

06.08.2016 06:44

Klukksýning í Bókasafni Árborgar

 

 

Þórður Grétar Árnason.

Fyrsta klukkan var keypt í Prag og er meðfylgjandi mynd af Þórði og þeirri klukku. 

 

Klukksýning í Bókasafni Árborgar

 

Þórður G. Árnason á Selfossi, frá Stokkseyri og tengdasonur Eyrarbakka, sýnir klukkur sínar í Bókasafni Árborgar á Sumar á Selfossi.

 

Sýningin opnaði miðvikudaginn 3. ágúst 2016 og verður opin yfir helgina.

 

Þórður byrjaði að safna klukkum árið 2001. Sú fyrsta var keypt í Prag en safnið telur nú orðið níu veggklukkur, þrjár borðklukkur og nokkrar vekjaraklukkur ásamt armbands- og vasaúrum. Einnig er Þórður með á sýningunni síma sem hann hefur notað í vinnunni sinni sem byggingameistari og hefst á bílasaíma frá árinu 1993.

 

Allir eru velkomnir á sýninguna að sjá gripi Þórðar.


ASf www.dfs.is


Skráð af Menningar-Staður

06.08.2016 06:37

Bókauppboð fyrir almenning á Bókamarkaðnum á Selfossi

 

 

Bjarni  Harðarson.

 

Bókauppboð fyrir almenning á Bókamarkaðnum á Selfossi

 

Bókauppboð verður úi dag, laugardaginn 6. ágúst 2016, og ýmsar fleiri uppákomur eru í farvatninu hjá Bókamarkaðnum á Selfossi. Bókabæirnir austanfjalls og Bókakaffið á Selfossi hafa í júlímánuði staðið fyrir bókamarkaði í Leikhúsinu við Sigtún á Selfossi. Opnunartími hefur verið um helgar þ.e. föstudag, laugardag og sunnudag. Tvær bókamarkaðshelgar erum framundan núna eftir verslunarmannahelgina. Bjarni Harðarson bóksali var spurður nánar út í bókauppboðið.

 

Bækur sem fólk er gjarnan að sýrja um


„Það sem við ætlum að gera er að halda bókauppboð laugardaginn 6. ágúst. Þetta er ekki hugsað sem bókauppboð á rándýrum gripum, þó við eigum svolítið af þeim eins og frá Hólaprenti og höfum aðgang að Skálholtsprenti og fleira í þeim dúr sem eru bækur oft upp á fleiri hundruð þúsund. Við erum meira að horfa í að þetta sé svona uppboð fyrir allan almenning. Þarna erum við að bjóða ýmislegt sem fólk er gjarnan að spyrja um, bækur eins og Íslenska sjávarhætti, bækur Laxness og bækur Þórbergs. Við verðum einnig með forvitnilega mola af ljóðabókum eins og Vísur Þuru í Garði, Vísur Guðfinnu á Hömrum og Reisubók Jóns Indíafara, svo fátt eitt sé nefnt. Við setjum lágmarkstölu á hverja bók því við erum ekki til í að þessar bækur fari á hundraðkall. Lágmarkið verður töluvert niður fyrir það sem kallað er gangverð á þessum bókum. Við verðum með um 100 númer þarna og í mörgum tilfellum erum við með lægsta boð 700 krónur. Við vonumst samt til að fá meira en það því þetta eru bækur sem eru verðmætari en það. Við erum samt viðbúin því að einhverjar bækur fara á þessum verðum. Þetta þarf að vera ávinningur eða happadrætti fyrir báða þ.e. uppboðshaldarann og þann sem kemur, að hann geti líka gengið út með bækur sem hann fær fyrir mjög lítið. Allt fer þetta eftir því hvað spenningurinn verður mikill og hver boðin verða,“ segir Bjarni.

 

Brósi uppboðshaldari


„Í fyrra vorum við með sýslumanninn sem uppboðshaldara en hún er upptekin núna. Við fengum mjög rómsterkan og skemmtilegan mann, Þorstein Þorsteinsson, Selfyssing og fyrrverandi kennara sem margir kannast við, til að vera uppboðshaldara. Við nánustu kunningjar hans köllum hann nú oft „Brósa“ þó hann sé nú ekki bróðir okkar allra. Við verðum þarna saman. Ég mun segja frá bókunum en hann er hinn formlegi uppboðshaldari og gætir að því að allt fari rétt fram.“

 

Skemmtileg ævintýrahöll


Að sögn Bjarna hefur Bókamarkaðurinn gengið mjög vel. Hann segir að gríðarleg sala hafi verið fyrstu helgina eins og við er að búast. „Kannski vorum við ekki alveg nógu skýr á því að þetta væri viðvarandi í sumar svoeinhverjir  héldu að þetta væri bara þessa einu helgi. Margir komu því fyrstu helgina og keyptu nóg fannst þeim. Þannig að það hefur verið til muna minna hinar helgarnar. Það hefur samt alltaf verið einhver viðskiptavinur inn á markaðnum þær helgar sem liðnar eru. Það hefur aldrei verið alveg tómt húsið þ.e. bara afgreiðslumaðurinn. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt. Leikhúsið er náttúrulega mikil ævintýrahöll og virkilega gaman að halda bókamarkað í þessu húsi. Það býður upp á mikla möguleika.“

 

Tvær helgar framundan


Tvær helgar eru framundan hjá Bókamarkaðnum, núna helgina 5.–7. ágúst og svo 12.–14. ágúst. Bjarni segir að þau muni verða með einhverjar uppákomur seinni helgina en of snemmt sé að segja frá núna í Dagskránni. Það verði dagskrá laugardaginn 13. og svo er síðasti söludagur sunnudagurinn 14. ágúst.

 

Nýjar og nýlegar bækur


Auk notaðra bóka eru á Bókamarkaðnum töluvert úrval af nýjum og nýlegum bókum á tilboði. Bjarni segir að þar hafi forlögin bæði sent þeim bækur í byrjun og síðan endurnýjað það sem hefur verið búið. „Ætli við séum ekki með um 300 titla af nýjum bókum. Það gildir það sama um þær og gömlu bækurnar, þær eru allar seldar á 500 krónur. Það eru dæmi um að þarna séu eins og tveggja ára gamlar bækur. Bókaútgáfa hjá forlögunum er mikið happadrætti og menn lenda mikið í því að prenta stundum allt of stórt upplag. Bókaforlögin hafa því verið til í að koma með okkur í þetta með því að losa sig við svolítið af þessum lagerum, þó að sumar af þessum bókum séu almennt á mun hærra verði í bókabúðunum. Þarna er hægt að ná þeim á fimmhundruð kall. Það er því hægt að gera mjög góð kaup á bókum sem kosta margar 2–3.000 kr. út úr bókabúð,“ segir Bjarni að lokum.


Af www.dfs.is


Skráð af Menningar-Staður 

05.08.2016 20:53

Þrjár hátíðir á Suðurlandi á helginni

 

Sléttusöngurinn á Sumar á Selfossi laðar að þúsundir gesta.
Ljósm.: sunnlenska.is/Anna Rúnarsdóttir

 

 

Þrjár hátíðir á Suðurlandi á helginni

 

Þrjár bæjar- eða sveitahátíðir eru um helgina á Suðurlandi og fjölmargir viðburðir þeim tengdir fyrir alla fjölskylduna.

Á miðvikudag hófust bæjarhátíðirnar Hafnardagar í Þorlákshöfn og Sumar á Selfossi (á Selfossi). Á laugardaginn er svo hátíðin Grímsævintýri á Borg í Grímsnesi.

Á Hafnardögum getur fjölskyldan öll fundið eitthvað við sitt hæfi en meðal helstu viðburða má nefna varðeld og brekkusöng í skrúðgarðinum á föstudagskvöld þar sem verða fjölmargar uppákomur. Á föstudagskvöld verður Lúðrasveitt partý í Versölum og á laugardagskvöld eru tónleikar með Jónasi Sig og Ritvélum framtíðarinnar í Reiðhöll Guðmundar.

Sumar á Selfossi býður upp á tónleika með Úlfi Úlfi í Sigtúnsgarði á fimmtudagskvöld og tónlistardagskrá tileinkaða Vilhjálmi Vilhjálmssyni í Sigtúnsgarðinum á föstudagskvöld. Á laugardagsmorgun er boðið til morgunverðar í miðbænum og hátíðin nær hápunkti með Sléttusöng og flugeldasýningu á laugardagskvöld ásamt svitaballi með Stuðlabandinu.

Að vanda verður þétt og skemmtileg dagskrá á Grímsævintýri á laugardag. Tombólan fræga verður á sínum stað en hún verður haldin í nítugasta sinn. Handverks- og matarmarkaður verður í íþróttahúsinu ásamt bókamarkaði. Sirkus Íslands mætir og Leikfélagið Borg skemmtir gestum svo eitthvað sé nefnt.

Af www.sunnlenska.is


Skráð af Menningar-Staður

04.08.2016 14:51

Þróun veiðiheimilda í Þorlákshöfn

 

 

Frá Þorlákshöfn.

 

Þróun veiðiheimilda í Þorlákshöfn

 

Bæjarstjórn Ölfuss harmar þá þróun sem orðið hefur í sveitarfélaginu varðandi stöðu aflaheimilda á síðustu árum og þá sérstaklega síðustu mánuðum. Á innan við ári hafa rúmlega 3500 þorskígildistonn verið seld fyrirtækjum utan sveitarfélagsins en þessar aflaheimildir telja 60% skráðra veiðiheimilda í sveitarfélaginu á líðandi fiskveiðiári.

Samkvæmt fréttatilkynningu sem birtist á vefsíðu HB Granda 26. júlí sl. munu aflaheimildir þær sem áður tilheyrðu Hafnarnesi Ver verða nýttar til að tryggja afla til vinnslu á Vopnafirði. Aflaheimildir Hafnarness Vers eru um 28% skráðra aflaheimilda í Þorlákshöfn á yfirstandandi fiskveiðiári. Þetta er hrikaleg þróun, í raun ótrúleg og hugsanlega fordæmalaust að jafn stór hluti veiðiheimilda hverfi úr einni verstöð á jafn skömmum tíma með tilheyrandi afleiðingum. Um 32% skráðra aflaheimilda í Þorlákshöfn voru sl. haust seldar þegar Skinney Þinganes keypti öll hlutabréf í Auðbjörgu. Skinney Þinganes heldur úti öflugum rekstri í Þorlákshöfn og bera bæjaryfirvöld traust til þess að sú starfsemi muni vaxa og dafna um ókomna tíð. Slík þróun mun því miður ekki eiga sér stað með þær aflaheimildir sem tilheyrðu Hafnarnesi Ver og nú hverfa úr sveitarfélaginu.

Forsvarsmönnum sveitarfélagsins finnst mjög miður að frétta fyrst af sölu veiðiheimilda Hafnarness Vers í gegnum fjölmiðla, þó svo vitað hafi verið að skuldastaða fyrirtækisins væri erfið. Forsvarsmenn sveitarfélagsins hafa jafnan hvatt til þess að leitað sé leiða til að selja veiðiheimildir innan sveitarfélagsins og með hagsmuni samfélagsins í huga sé þess nokkur kostur. Með því móti er hægt styrkja stöðu heimabyggðar í fiskveiðum og vinnslu til framtíðar.

Það kemur reglulega í ljós að þeir fyrirvarar sem sveitarfélög hafa samkvæmt lögum til að tryggja veiðiheimildir í heimabyggð eru bara til málamynda. Segja má að það eina sem forsvarsmenn sveitarfélaga geti gert til að hafa áhrif á að veiðiheimildir haldist í heimabyggð sé að höfða til eigenda þeirra fyrirtækja sem yfir aflaheimildunum ráða. Því fylgir mikil ábyrgð að vera handhafi veiðiheimilda og það er mikilvægt samfélagsmál að eigendur þessara fyrirtækja horfi til hagsmuna þeirra sveitarfélaga sem þeir starfa í og leiti allra leiða til að ráðstafa veiðiheimildum innan síns byggðarlags.

Bæjaryfirvöld Sveitarfélagsins Ölfuss munu koma þeim skilaboðum á framfæri við stjórnvöld að verja þurfi sérstaklega störf tengd sjávarútvegi í byggðum landsins þar sem sjávarútvegur er grunnatvinnugrein. Það er óásættanlegt að tugum starfa sé ógnað í aðgerðum sem teljast mega ónauðsynlegar í samfélagslegu tilliti.


Af www.olfus.is


Skráð af Menningar-Staður

 
 

04.08.2016 14:41

"Áfall fyrir Suðurland í heild sinni"

 

 

Þorlákshöfn. Ljósmynd / Mats Wibe Lund.

 

„Áfall fyrir Suðurland í heild sinni“

 

Bæjarráð Hveragerðisbæjar lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna sölu kvóta frá Þorlákshöfn, einu verstöð Árnesinga.

Þetta kemur fram í bókun sem samþykkt var á fundi bæjarráðs í morgun, fimmtudaginn 4. ágúst 2016.

Bæjarráð undrast ennfremur þá ákvörðun sjávarútvegsráðherra að skerða strandveiðikvóta suðursvæðis á sama tíma og heildarkvóti strandveiða er aukinn.

„Íbúar frá öllu svæðinu, jafnt Hvergerðingar sem aðrir, hafa haft atvinnu af fiskveiðum og því er tap kvóta og skerðing aflaheimilda áfall fyrir Suðurland í heild sinni,“ segir ennfremur í bókun bæjarráðs.


Af www.sunnlenska.is


Skráð af Menningar-Staður

04.08.2016 08:30

Ásmundur ætlar sér 1.-2. sæti í Suðurkjördæmi

 

 

Ásmundur Friðriksson alþingismaður Suðurkjördæmis.

 

Ásmundur ætlar sér 1.-2. sæti í Suðurkjördæmi

Treystir kjósendum fyrir uppstillingu listans

 

Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokks hefur ákveðið að bjóða sig fram í 1.-2. sæti í Suðurkjördæmi á lista Sjálfstæðisflokks í komandi prófkjöri flokksins.. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Ásmundur sendi frá sér í gær.

 

Tilkynninguna má sjá hér að neðan:

 

„Í samráði við fjölskyldu mína og stuðningsmenn allstaðar í kjördæminu hef ég ákveðið að bjóða mig fram í 1 – 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri flokksins í Suðurkjördæmi 10. september nk.
Þegar líður að kosningum og raðað verður að nýju á lista flokksins er mikilvægt að kjósendur hafi frjálsar hendur um uppstillingu á listann en Sjálfstæðisflokkurinn hefur treyst kjósendum flokksins fyrir því vali. Ég hef haft mikla ánægju af því að vinna fyrir alla íbúa í kjördæminu frá síðustu kosningum, deila með þeim gleði og sorg og taka undir vagninn með fólki þegar aðstoðar hefur verið þörf.

Ég lýsi því yfir að ég er tilbúinn til að taka að mér forystuhlutverk á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir Alþingiskosningarnar í haust ef ég fæ til þess stuðning, en af hógværð sækist ég eftir 1 – 2. sæti. Ég hef sýnt það að ég læt verkin tala og stend með sannfæringu minni eins og fram hefur komið í mörgum málum. Ég mun halda áfram á þeirri braut sem ég hef markað mér og vinna með fólkinu og atvinnulífinu í Suðurkjördæmi fái ég til þess stuðning í prófkjörinu 10. september.“

 

Ásmundur Friðriksson alþingismaður

 

 

Ásmundur Friðriksson er allra þingmanna duglegastur að rækta sambandið við kjósendur.
Hér er hann í Félagsheimilinu Stað  -Menningar-Stað- á Eyarrbakka

á lokadagshátíð vetrarvertíðar þann 11. maí s.l.

 

.

.

.

.

.

.

 

 


Skráð af Menningar-Staður


 

03.08.2016 11:53

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 3. ágúst 2016

 

.

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 3. ágúst 2016

 

Myndaalbúm komið á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð að néðan:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/279709/

Nokkrar myndir:

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður