Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2016 Ágúst

03.08.2016 08:44

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands - Fyrsta heimsóknin í dag

 

 

 

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands

- Fyrsta heimsóknin í dag

 

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og frú Eliza Reid heimsækja Sólheima í dag, 3. ágúst 2016. 

Tekið verður á móti forsetahjónunum klukkan 11 við Sesseljuhús þar sem gestir munu meðal annars skoða sýninguna Hrein orka, betri heimur.

Forsetahjónin snæða hádegisverð með íbúum. Eftir hádegi skoða þau vinnustofur, verkstæði og fyrirtæki Sólheima. 

Listsýning með verkum íbúa verður skoðuð sem og sýning sem sett var upp til minningar um Íslandsgöngu Reynis Péturs. Heimsókn forsetahjónanna lýkur með samveru í Sólheimakirkju sem hefst klukkan fjögur. 

Í tilkynningu segir Guðmundur Ármann, framkvæmdastjóri Sólheima, það íbúum Sólheima óvæntur og mikill heiður að fyrsta opinbera heimsókn þeirra hjóna skuli vera til Sólheima.

 

Heimsókn, óvæntur heiður og ánægja


Skráð af Menningar-Staður

 

 

02.08.2016 20:32

Prófkjör Pírata hófst í dag - 2. ágúst 2016

 

image

 

Prófkjör Pírata hófst í dag - 2. ágúst 2016

 

Prófkjör Pírata í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í haust hófst í dag og stendur til 12. ágúst. Alls eru 23 frambjóðendur sem gefa kost á sér.

 

Kosningin fer fram í rafrænu kosningakerfi Pírata. Alls eru 23 frambjóðendur sem gefa kost á sér, en fæstir þeirra sækjast eftir ákveðnu sæti.

 

Meðal þeirra sem bjóða sig fram eru Álfheiður Eymarsdóttir, Elín Finnbogadóttir, Jack Hrafnkell Daníelsson, Karl Óskar Svendsen, Kristinn Ágúst Eggertsson og Sigurður Ágúst Hreggviðsson á Selfossi, Marteinn Þórsson í Hveragerði, Valgarður Reynisson á Laugarvatni, Elvar Már Svansson, Brautarholti á Skeiðum og Sighvatur Lárusson, Hvammi í Holtum.

 

Píratar í Suðurkjördæmi hafa boðað til kynningarfundar á Hótel Örk í Hveragerði, fimmtudaginn 4. ágúst kl. 20:00. Þar gefst tækifæri til að spjalla við frambjóðendur ásamt því að heyra kynningar þeirra og spyrja þau spurninga.

 

Upplýsingar um frambjóðendurna má finna hér.


Af www.sunnlenska.is


Skráð af Menningar-Staður

01.08.2016 21:07

Mik­il ánægja með nýj­an for­seta

 

 

Guðni Th. Jó­hann­es­son geng­ur í Dóm­kirkj­una. Ljósm.: mbl.is/?Júlí­us Sig­ur­jóns­son.

 

Mik­il ánægja með nýj­an for­seta

 

Hundruð komu sam­an á Aust­ur­velli til að fylgj­ast með form­legri embættis­töku nýs for­seta, Guðna Th. Jó­hann­es­son­ar í dag, mánudaginn 1. ágúst 2016. 

And­rúms­loftið við þing­húsið var þægi­legt og veður gott; logn og hlýtt. 

Mik­il ánægja virt­ist með nýj­an for­seta. 

 

Guðni var kjörinn forseti þann 25. júní síðastliðinn. Hann er íslenskur sagnfræðingur og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1987. Síðar nam hann sögu og stjórnmálafræði við Warwick-háskóla í Englandi og útskrifaðist með BA gráðu árið 1991. Hann lauk meistaranámi í sagnfræði við HÍ árið 1997. Tveimur árum síðar lauk hann MSt-gráðu frá Oxford háskóla.
 

Guðni er kvæntur Elizu Reid frá Kanada og eiga þau fjögur börn. Guðni á dóttur af fyrra hjónabandi.
Morgunblaðið / RUV

 

 Skráð af Menningar-Staður

01.08.2016 07:20

Eftirminnilegt Bessastaðalíf í 20 ár

 

 

 

Eftirminnilegt Bessastaðalíf í 20 ár

 

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, lauk formlega sínu fimmta kjörtímabili á miðnætti í gærkvöld, 31. júlí 2016. 

Um leið kveður þjóðin líka Dorrit Mousaieff, að minnsta kosti í hlutverki forsetafrúar, en í um 16 ár hefur hún gefið Bessastöðum líf og lit. 

Sunnudagsblað Morgunblaðsins stiklaði á stóru í gegnum árin 20 í myndasafni blaðsins.

 

Sjá þessa slóð:

bls. 10 - 15

http://www.mbl.is/bladid-pdf/2016-07-30/I2016-07-30.pdf?237aa25a03ea9caf269f504eab645e3d

 

Nokkrar myndir:
 

.

.

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður