Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2016 September

17.09.2016 18:28

Afmælisbarn dagsins er Siggeir Ingólfsson

 

 

Myndaniðurstaða fyrir siggeir ingólfsson

F.v.: Kristján Runólfsson, Kjartan Már Hjálmarsson, Siggeir Ingólfsson, Bjarkar Snorrason,

Örn Grétarsson og Þórður Guðmundsson.

 

Afmælisbarn dagsins er Siggeir Ingólfsson

17. september 2016.Image result for siggeir ingólfsson

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson.

 


Skráð af Menningar-Staður

17.09.2016 06:38

Söguganga á Eyrarbakka í dag 17. sept. 2016

 

Magnús Karel fyrir framan Laugabúð. Ljósm.: sunnlenska.is/Guðmundur Karl

 

 

Söguganga á Eyrarbakka í dag 17. sept. 2016
 

 

Í dag, laugardaginn 17. september 2016 verður blásið til menningarminjadags á Íslandi og af því tilefni verður boðið upp á sögugöngu um Eyrarbakka með Magnúsi Karel Hannessyni.

 

Menningarminjadagar eru haldnir ár hvert í þeim 50 löndum sem hlut eiga að Menningarsáttmála Evrópu, allt frá Aserbæsjan í austri, til Portúgals í vestri og norður til Noregs. Markmið þessara daga er að vekja athygli og áhuga á ríkri og fjölbreyttri menningu þeirra samfélaga sem byggja álfuna. Þema ársins 2016 er „Minjar og mannlíf“. 

 

Boðið verður upp á fjölbreytta viðburði víðs vegar um land, sem tengjast á einn eða annan hátt mannífi og sögu fyrri tíma. Allir viðburðirnir eiga það sameiginlegt að vera í höndum fyrirmyndaraðila sem starfa með menningarminjar.

 

Í Árnessýslu býður Sögufélag Árnesinga upp á sögugöngu um Eyrarbakka með Magnúsi Karel. Saga Eyrarbakka nær aftur til landnáms og verður stiklað á stóru í þeirri löngu sögu í stuttri gönguferð um hluta þorpsins.

 

Fjallað verður um mikilvægi Eyrarbakka sem aðalhafnar Sunnlendinga um aldir, um verslunina sem spratt upp af höfninni, þéttbýlismyndunina og sögu einstakra húsa sem á vegi verða.

 

Lagt verður af stað frá Félagsheimilinu Stað kl. 14:00.


Af www.sunnlenska.is

 
Skráð af Menningar-Staður

16.09.2016 21:15

Herðubreið og haustið

 

 

Herðubreið. Ljósm.: Júlía B. Björnsdóttir.

 

Herðubreið og haustið

Á degi náttúrunnar 16. september 2016

 


Skráð af Menningar-Staður 

16.09.2016 07:32

Gróðursett í Þuríðargarði og ganga í Hellisskógi

 

image

Gróðursett í Hallskoti á degi íslenskrar náttúru í fyrrahaust.

Ljósmynd/Árborg

 

Gróðursett í Þuríðargarði og ganga í Hellisskógi

 

Dagur íslenskrar náttúru verður haldinn hátíðlegur í dag, föstudaginn 16. september, og mun Sveitarfélagið Árborg taka þátt í samstarfi við góða aðila.

 

Skólabörnin í BES á Stokkseyri munu í samstarfi við bæjarstjórn Árborgar gróðursetja tré í Þuríðargarði sem staðsettur er rétt við skólabygginguna á Stokkseyri. Gróðursetningin fer fram kl. 11:30 og er öllum velkomið að mæta.

 

Síðan kl. 17:00 ætlar Skógræktarfélag Selfoss að bjóða til göngu í Hellisskógi en þar hafa verið miklar stígaframkvæmdir sl. ár ásamt því að nokkrum æfingatækjum hefur verið komið fyrir á gönguleiðunum. Félagar í skógræktarfélaginu stýra göngunni og er mæting á hlaðinu fyrir innan hliðið inn í Hellisskóg.

 

Sveitarfélagið gróðusetti á þessum degi í fyrra tré í Hallskoti við Eyrarbakka í samstarfi við Skógræktarfélag Eyrarbakka.

Af www.sunnlenska.is

 Skráð af Menningar-Staður

15.09.2016 17:42

Frá Félagi eldri borgara á Eyrarbakka

 

 

 

Frá Félagi eldri borgara á Eyrarbakka 
 


Staður kl. 10:00 16. sept. 2016

 

 

 


Skráð af Menningar-Staður

14.09.2016 19:31

Bræla hjá Bakkabátum

 

 
 


Kjartan Þór Helgason og Mánbarnir frá Eyrarbakka.

 
 

Bræla hjá Bakkabátum

 

Eyrarbakkabátarnir Máni og Máni II, sem hafa verið á makrílveiðum við Reykjanes síðustu vikur og veitt vel, liggja nú við bryggju í Sandgerði vegna brælu.

 

Fulltrúi frá Menningar-Stað leit við á Sandgerðisbryggju í dag og hitti Kjartan Þór Helgason og félaga. 

 

Kjartan Þór Helgason  var sérlega glaður með komu vina alþýðunnar af Eyrarbakka.

.

.

 F.v.: Jón Ingibergur GuðmundssonGarðar Guðmundsson og Kjartan Þór Helgason.


Skráð af Menningar-Staður


 

14.09.2016 09:43

Björgvin situr hjá að þessu sinni

 
 


 

Björgvin G. Sigurðsson.


Björgvin situr hjá að þessu sinni

 

„Ég hef tilkynnt valnefnd vegna uppstillingar á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi að ég gefi ekki kost á mér að þessu sinni,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra.

 

„Frá því ég gerði hlé á framhaldsnámi mínu erlendis árið 1999 til að taka þátt í stofnun nýrrar hreyfingar jafnaðarmanna hef ég gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir hreyfinguna, m.a setið á þingi og í ríkisstjórn, og allt til þessa dags verið virkur í grasrót flokksins,“ segir Björgvin í tilkynningu sem hann sendi frá sér í kvöld.

 

„Verkefnin á vettvangi stjórnmálanna voru oft stríð og erfið, en alltaf gefandi. Hrunið tók á persónulega og pólitískt, en það voru forréttindi að starfa að stjórnmálum á erfiðustu tímum lýðveldisins, m.a. að taka þátt í gerð og setningu neyðarlaganna sem flestir eru nú sammála um að hafi verið sá tímapunktur þegar vörn var snúið í sókn í fjármálahruninu.“

 

Björgvin hefur undanfarið stundað framhaldsnám við Háskóla Íslands sem hann hyggst nú ljúka næsta vor, samhliða því að sinna ritstörfum, ritstjórn og uppbyggingu fjölskyldufyrirtækisins á Suðurlandi.

 

„Ég mun áfram starfa heils hugar að framgangi jafnaðarstefnunnar og efast ekki um að hreyfingin nái vopnum sínum þegar fram liða stundir. Þeim fjölmörgu sem hvöttu mig til framboðs þakka ég stuðning og vináttu og hlakka til samstarfs síðar meir,“ segir Björgvin ennfremur.


Af www.sunnlenska.is

 

F.v.: Kristinn Bárðarson og Björgvin Sigurðsson stinga saman nefjum á fyndi Samfylkingarinnar

á Selfossi þann 12. sept. 2016.  Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.Skráð af Menningar-Staður
 

13.09.2016 06:57

Fundur með Oddnýju á Selfossi í gær - 12. sept. 2016

 

 

Oddný G. Harðardóttir. 

 

Fundur með Oddnýju á Selfossi  í gær -  12. sept. 2016

 

Í sumar hefur Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, heimsótt heilbrigðisstofnanir vítt og breitt um landið.

Í gær, mánudaginn 12. september 2016 var Oddný á ferðinni um Árborg og heimsótti m.a. HSU - Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi.

 

Um kvöldið var blásið til opins fundar í sal Samfylkingarinnar að Eyrarvegi 15 á Selfossi.

 Þar ræddi hún  baráttuna framundan ásamt fyrisrspurnum og innskotum fundarmanna.

Fundurinn var fjölmennur og fór hið besta fram.

Menningar-Staður færði fundinn til myndar.
Myndaalbúm hér á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/280238/

Nokkrar myndir.


 

.

 

.

.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður


 

12.09.2016 22:04

Merkir Íslendingar - tólfti september - Freymóður Jóhannsson

 

Freymóður Jóhannsson.

 

Merkir Íslendingar - tólfti september

- Freymóður Jóhannsson

 

Freymóður Jóhannsson, málarameistari, listmálari og tónskáld, fæddist 12. september 1895, enda notaði hann höfundarnafnið -Tólfti september- á lög sín. Freymóður fæddist í Stærra-Árskógi, sonur Jóhanns T. Þorvaldssonar og Hallfríðar Jóhannsdóttur.

Freymóður lauk gagnfræðaprófi á Akureyri, stundaði málaranám hjá Ástu málara, framhaldsnám í Kaupmannahöfn, nám við Teknisk Selskabs Skole og í Kunstakademiet, listmálaranám á Ítalíu og í Danmörku og nám í leiktjaldagerð við Konunglega leikhúsið i Kaupmannahöfn. Hann var málarameistari á Akureyri, listmálari í Óðinsvéum 1936-39 og vann síðan við Hagstofuna í Reykjavík.
 

Málverk Freymóðs voru yfirleitt landslagsmyndir í súper-realískum stíl enda var honum meinilla við aðrar stefnur, einkum abstraktverk. Sem fyrsti sérmenntaði leiktjaldamálari Leikfélags Reykjavíkur vann hann mjög raunsæjar útimyndir á sviði. Margir lofuðu Freymóð fyrir vikið, en aðrir gagnrýndu hann fyrir glansmyndir sem drægju athygli frá leiknum. Deilur um leiktjöld LR hörðnuðu síðan er Lárus Ingólfsson kom heim frá leiktjaldanámi með nýjar hugmyndir árið 1933.

Freymóður var bindindismaður  (límonaðidrengur)  og frumkvöðull að hinum frægu dægurlagakeppnum SKT sem haldnar voru í Gúttó og Austurbæjarbíói á sjötta áratugnum.
 

Freymóður samdi texta og melódísk og grípandi dægurlög sem sum hver urðu afar vinsæl. Meðal þekktustu laga hans eru Frostrósir; Draumur fangans; Litla stúlkan við hliðið og Litli tónlistarmaðurinn.
 

Freymóður og Kristján Albertsson gagnrýndu harkalega sænsku kynlífsfræðslumyndina Táknmál ástarinnar, sem sýnd var í Hafnarbíói um 1970. 68-kynslóðin kunni ekki að meta þessa siðvendni og hafði skoðanir þessara öldnu menningarforkólfa í flimtingum. En þeir voru hins vegar ýmsu vanir á langri og stormasamri ævi.

Freymóður lést 6.mars 1973.
 

Draumur fangans eftir Freymóð Jóhannsson -  http://www.youtube.com/watch?v=z899zGn_R1c

Litli tónlistarmaðurin eftir FreymóðJóhannsson - http://www.youtube.com/watch?v=R-zi21ibN0g

 

Morgunblaðið fimmtudagurinn 12. september 2013 - Merkir Íslendingar

 

Skráð af Menningar-Stður

11.09.2016 21:54

Fundur með Oddnýju á Selfossi 12. sept. 2016

 

 

 

Fundur með Oddnýju á Selfossi 12. sept. 2016

 

Í sumar hefur Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, heimsótt heilbrigðisstofnanir vítt og breitt um landið og fengið að heyra frá fyrstu hendi hvernig staðan er í heilbrigðisþjónustunni. 

Mánudaginn 12. september 2016 verður Oddný á ferðinni um Árborg og um kvöldið blásum við til opins fundar Eyrarvegi 15 á Selfossi kl. 20 - 22 þar sem hún mun ræða baráttuna framundan.

Við hlökkum til að sjá þig þar.

Samfylkingin

 Jafnaðarmenn

Oddný Harðardóttir við brjóstmynd af Olof Palme.
Skráð af Menningar-Staður