Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2016 Nóvember

19.11.2016 18:58

100 ára brúðkaupsafmæli

 

 

Jenný Dagbjört Jensdóttir og Ólafur Engilbert Bjarnason.

 

 

100 ára brúðkaupsafmæli

 

Ari Björn Thorarensen skrifaði í gær:
 

Í dag, 18.nóvember 2016, hefðu amma mín og afi Jenný Dagbjört Jensdóttir og Ólafur Engilbert Bjarnason átt 100 ára brúðkaupsafmæli.

Amma var fædd í Litlu-Tungu 12.maí 1897 d. 2. des 1964 en afi var fæddur á Eyrarbakka 13. jan.1893 d. 2.okt. 1983.  

 

Þau bjuggu á Þorvaldseyri á Eyrarbakka og áttu 12 börn þau:

Sigrúnu 1917-2001,

Bjarna1918-1981,

Sigurð 1920-2010,

Ólaf 1922-2001,

Eggert 1924-1980,

Sigurð Bjarnason Ólafsson 1925-1943,

Guðbjörgu 1926-1994,

Margréti Elínu 1929-2003,

Bryndísi 1930,

Guðrúnu 1934,

Sigríði Dagný 1939

og Áslaugu 1941-2012.

 

Þau ólu einnig upp sonardóttur sína Margréti 1943-1995.

Afkomendur þeirra eru orðnir 216.

 


Ari Björn Thorarensen.

 

 

Ari Björn Thorarensen.


Skráð af Menningar-Staður

19.11.2016 10:03

Bókaspjall á Bókasafni Ísafjarðar 19. nóv. 2016

 

 

Vestfirska forlagið gefur bókina út.

 

Bókaspjall á Bókasafni Ísafjarðar 19. nóv. 2016

 

Í dag, laugardaginn 19. nóvember 2016 kl 14:00,  verður annað bókaspjall haustins á Bókasafni Ísafjarðar. Að þessu sinni verður dagskráin í höndum tveggja kvenna úr Önundarfirði. 


Flateyri - þorp verður til 

Jóhanna G. Kristjánsdóttir er um þessar mundir að gefa út fyrstu bókina í ritröð sem hún kallar Þorp verður til á Flateyri. Efniviðurinn er sendibréf rituð á Flateyri um aldamótin 1900 sem Jóhanna hefur verið að kynna sér og mun hún segja okkur frá bókinni og aðdragandanum að tilurð hennar. Til sýnis í salnum verða sýningaspjöld sem hönnuð voru af Nínu Ivanovu í tengslum við útgáfuna. Jóhanna G. Kristjánsdóttir fæddist á Flateyri og ólst þar upp. Eftir nám og störf, erlendis og í Reykjavík fluttist hún vestur til Flateyrar 1991 og hefur hún verið búsett hér síðan. 
Vestfirska forlagið gefur bókina út.

 

Uppáhaldsbækurnar 

Önfirski Bolvíkingurinn Halla Signý Kristjánsdóttir mun fjalla um bækur sem skipa sérstakan sess í huga hennar. Halla Signý er fjármála- og skrifstofustjóri Bolungarvíkurkaupstaðar en sleit gúmmískónum á Ingjaldssandi. 


 

 

Bókaspjall verður laugardaginn 19. nóvember 2016 á Bókasafni Ísafjarðar.

Eyrbekkingurinn Guðjón Samúelsson teiknaði þetta glæsilega hús á Ísafirði.Skráð af Menningar-Staður

19.11.2016 08:25

Hátíð Bókmenntafélagsins í dag - 19. nóv. 2016

 

 

Ísfirðingurinn Jón Sigurðsson,

forseti Hins íslenska bókmenntafélags.

 

Hátíð Bókmenntafélagsins í dag - 19. nóv. 2016

 

Hið íslenska bókmennafélag fagnar því í ár að tvö hundruð ár eru liðin frá stofnun félagsins og á þeim tíma hefur félagið staðið fyrir fjölbreytilegri starfsemi, ekki síst veglegu útgáfustarfi. Í tilefni afmælisins verður efnt til hátíðarsamkomu í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, laugardaginn 19. nóvember 2016, klukkan 14.
 

Á dagskrá hátíðarinnar, sem Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, stýrir, eru meðal annars ávörp Jóns Sigurðssonar, forseta Hins íslenska bókmenntafélags, og Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands. Kristinn Sigmundsson söngvari og Daníel Þorsteinsson píanóleikari flytja valin sönglög frá stofnári félagsins, 1816, eftir Beethoven, Schubert og Rossini, og þá er undir yfirskriftinni Svipþyrping sækir þing brugðið upp svipmyndum af helstu forvígismönnum í 200 ára sögu bókmenntafélagsins. 

Höfundar og flytjendur atriðanna eru leikararnir Sveinn Ólafur Gunnarsson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Helena Stefánsdóttir myndbandshönnuður og leikstjórinn Marta Nordal.

 


Forsetar Hins íslenska bókmenntafélags
 

Reykjavíkurdeild:

Kaupmannahafnardeild:

Eftir sameiningu deilda:

18.11.2016 07:11

Merkir Íslendingar - Sonja Zorilla

 

 

Sonja W. Benjamínsson de Zorrilla.

 

Merkir Íslendingar - Sonja Zorilla

 

Sonja Wendel Benjamínsson de Zorilla fæddist í Reykjavík 18. nóvember 1916. Foreldrar hennar voru hjónin María Emelie Wendel, f. á Þingeyri, 18.10. 1887, d. 23.11. 1981, og Ólafur Indriði Benjamínsson frá Marðareyri í Veiðileysufirði, f. 19.9. 1876, d. 8.10. 1936, stórkaupmaður í Reykjavík.
 

Sonja ólst upp í Reykjavík þar sem hún stundaði nám við Landakotsskóla. Hún hóf nám í Menntaskólanum í Reykjavík en hætti þar námi þegar hún veiktist af lömunarveiki 15 ára gömul. Árið 1932 fór hún á sjúkrahús í Danmörku og náði góðum bata.
 

Sonja dvaldi hjá frændfólki sínu í Wiesbaden í Þýskalandi við listnám, hún hélt til London og síðar til Parísar þar sem hún stundaði einnig nám í listgreinum og tungumálum. Þegar seinni heimsstyrjöldin braust út fór hún til Spánar og þaðan til Bandaríkjanna og settist að í New York. Sonja lagði stund á myndlist og tískuteikningu, einkum málaði hún andlitsmyndir. Verk hennar birtust meðal annars á forsíðu Vogue. Hún auðgaðist mjög á fjárfestingum á Wall Street.
 

Sonja giftist Victoriano Alberto Zorilla, f. í Búenos Aíres í Argentínu 6.4. 1906, d. í Flórída 23.4. 1986. Alberto var þjóðhetja í heimalandi sínu eftir að hann vann gullverðlaun í 400 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum 1928. Sonja og Alberto bjuggu allan sinn búskap í New York-borg. Þar eignuðust þau fjölda vina sem settu svip sinn á borgina og öldina sem leið. Þau voru barnlaus.
 

Sonja fór frá Íslandi árið 1932 en kom einu sinni í heimsókn fyrir stríð. Hún kom ekki aftur fyrr en árið 1970 og dvöldu þau Alberto hér um lengri og skemmri tíma frá þeim tíma og byggðu sér bústað á Þingvöllum.
 

Enda þótt Sonja dveldi langdvölum fjarri fæðingarlandi sínu var hún alltaf mjög stolt af íslenskum uppruna sínum og flutti að lokum alfarið heim til Íslands.
 

Sonja lést í Reykjavík 22. mars 2002.

 

Reynir Traustason skrifaði sögu Sonja Zorilla sem kom út árið 2002 - Líf og leyndardómar Sonju W. Benjamínsson de Zorrilla

 

Morgunblaðið 18. nóvember 2016.


Skráð af Menningar-Staður

17.11.2016 20:52

17. nóv. 1940 - Akureyrarkirkja vígð

 

 

Akureyrarkirkja.
Eitt af meistaraverkum Guðjón Samúelssonar frá Eyrarbakka.

 

17. nóv. 1940 - Akureyrarkirkja vígð

 

Akureyrarkirkja var vígð sunnudaginn 17. nóvember árið 1940 og var stærsta guðshús íslensku þjóðkirkjunnar. Hún var kennd við sálmaskáldið Matthías Jochumsson og nefnd Matthíasarkirkja.

Vígsluathöfnin var hátíðleg. Sigurgeir Sigurðsson, biskup Íslands, framkvæmdi vígsluna. Viðstaddir voru Friðrik J. Rafnar vígslubiskup, tíu prestar og um 1.400-1.500 kirkjugestir.

 

Kirkjan var teiknuð af Guðjóni Samúelssyni frá Eyrarbakka, þáverandi húsameistara ríkisins.

 

Í henni er meðal annars gluggi kominn úr kirkju í Coventry á Englandi sem var eyðilögð í síðari heimsstyrjöldinni.

Á svölum kirkjuskipsins eru lágmyndir eftir Ásmund Sveinsson og skírnarfontur kirkjunnar er gerður eftir fyrirmynd Bertels Thorvaldsen.

Altaristaflan í Akureyrarkirkju er úr fyrstu kirkjunni sem reist var á Akureyri árið 1863. Það var danski listamaðurinn Edvard Lehman sem málaði hana og var hún færð kirkjunni að gjöf árið 1867.


Fréttablaðið 17. nóvember 2016

 

 

Skráð af Menningar-Staður

17.11.2016 07:28

Merkir Íslendingar - Jóhann V. Daníelsson

 

 

Jóhann Vilhjálmur Daníelsson.

 

Merkir Íslendingar - Jóhann V. Daníelsson

 

Jóhann Vilhjálmur Daníelsson, kaupmaður á Eyrarbakka, fæddist í Kaldárholti í Holtum, Rang. 17. nóvember 1866. Foreldrar hans voru Daníel Þorsteinsson, bóndi þar, og k.h, Vilborg Jónsdóttir. Bræður Jóhanns voru: Sigurður, gestgjafi á Kolviðarhóli, og Daníel í Guttormshaga, faðir Guðmundar skálds.

Jóhann ólst upp við venjuleg sveitastörf og fékkst nokkuð við búskap framan af ævi, fyrst í Gljúfurholti en síðar í Starkarhúsum í Hraungerðishreppi.

Um aldamótin flutti Jóhann til Stokkseyrar. Þá rak Ólafur Árnason kaupmaður, stóra verslun þar. Honum var ljóst, er hann kynntist Jóhanni, að Jóhann var dugandi og áhugasamur um verslun, og sölumaður svo af bar.

Eftir það rak Jóhann lítið útibú á Eyrarbakka, fyrir verslun Ólafs, um nokkurra ára bil, en árið 1906, er Ólafur seldi Kaupfélaginu „Ingólfur“ húseignir sínar og verslun, varð Jóhann útibússtjóri félagsins á Eyrarbakka, þar til hann keypti eignir félagsins þar, nokkru seinna, með tilstyrk Ólafs. Verslunina rak hann til 1925, er hann fluttist til Reykjavíkur, þar sem hann var lengst af síðan starfsmaður hjá Sigurði Þ. Skjaldberg kaupmanni.

„Jóhann var vinsæll maður, duglegur og áhugasamur verslunarmaður og athafnamaður, félagslyndur og vel viti borinn og lét mörg mál til sín taka: stjórnmál, bindindismál og kirkjumál. Hann hugsaði hvert mál vel og hafði skýr rök fyrir þeim. Hann var jafnan glaður í bragði og tók andstreymi lífsins með karlmennsku,“ segir í minningarorðum.

Kona Jóhanns var Sigríður Grímsdóttir frá Gljúfurholti, f. 7.5. 1869, d. 11.5. 1945. Sonur þeirra var Vilberg, bifreiðarstjóri á Eyrarbakka. Dóttir Sigríðar og kjördóttir Jóhanns var Lovísa, kona Ólafs Helgasonar, kaupmanns og hreppstjóra á Eyrarbakka.

 

Jóhann lést 11. ágúst 1946.Morgunblaðið 17. nóvember 2016


Skráð af Menningar-Staður

16.11.2016 06:34

16. nóvember 2016 - Dagur íslenskrar tungu

 

 

 

16. nóvember 2016 - Dagur íslenskrar tungu

 

Að tillögu menntamálaráðherra ákvað ríkisstjórn Íslands, haustið 1995, að 16. nóvember ár hvert, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, yrði dagur íslenskrar tungu. Í framhaldi af því hefur menntamála- og menningarmálaráðuneytið árlega beitt sér fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls og helgað þennan dag rækt við það. Með því móti beinist athygli þjóðarinnar að stöðu tungunnar, gildi hennar fyrir þjóðarvitund og alla menningu.
 

Dagur íslenskrar tungu var fyrst haldinn hátíðlegur árið 1996.

Fjölmargir aðilar lögðu hönd á plóg og efndu til viðburða af þessu tilefni. Má þar nefna fjölmiðla, skóla, stofnanir og félög. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hélt hátíðarsamkomu og veitti þar í fyrsta sinn Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og sérstakar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslenskunnar. Íslandsbanki veitti verðlaunaféð og hefur gert síðan. Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur með svipuðu sniði og sífellt fleiri aðilar taka virkan þátt í honum með ýmsu móti.

 

Dagur íslenskrar tungu er opinber fánadagur. Hinn 16. nóvember skal draga fána á stöng á húsum opinberra stofnana, sem eru í umsjá valdsmanna eða sérstakra forstöðumanna ríkisins, sbr. 2. gr. forsetaúrskurðar um fánadaga og fánatíma nr. 5/1991 . Einnig fer vel á því að aðrir dragi íslenska fánann að húni á degi íslenskrar tungu.


Frá Stjórnarráðinu


Skráð af Menningar-Staður

15.11.2016 14:27

Forsetavísa Kristjáns Runólfssonar

 

 

Kristján Runólfsson.

 

Forsetavísa Kristjáns Runólfssonar

 

Eins og við var að búast hreyfðu úrslit forsetakosninga í Bandaríkjunum við vísnasmiðum.Kristján Runólfsson orti:

Kosningar sigraði furðunnar fugl,

flest verður mönnum að tjóni,

hérna í veröld er ríkjandi rugl,

rétt eins og heima á Fróni.


Morgunblaðið 11. nóvember 2016


Skráða f Menningar-Staður

14.11.2016 17:12

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 14. nóv. 2016

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 14. nóv. 2016

 

.

.

Sérstakir myndagestir voru heiðursmennirnir;
Óskar Magnússon úr Önundarfirði og Eiríkur Runólfsson
frá Fáskrúðsfirði en báðir hafa búið í áratugi á Eyrarbakka.

.

 


Skráð af Menningar-Staður

14.11.2016 17:03

Óbyggðasetrið hlýtur Nýsköpunarverðlaun SAF

 


Hægt er aðað gista í gam­alli bað­stofu.

 

Óbyggðasetrið hlýtur Nýsköpunarverðlaun SAF

 

Óbyggða­setrið í Fljóts­­dal hlaut ný­­sköp­un­­ar­verð­laun Sam­­taka ferða­þjón­ust­unn­ar árið 2016. Verð­launin voru afhent af Guðna Th. Jóhann­essyni for­seta Íslands á föstu­dag, 11. nóvember 2016, við hátíð­lega athöfn. Mark­mið verð­laun­anna er að hvetja fyr­ir­tæki og frum­­kvöðla til nýsköp­unar og vöru­þró­un­­ar.

 

Óbyggða­setrið er stað­sett í Norð­ur­dal í Fljóts­dal, við jaðar stærstu óbyggða Norð­ur­-­Evr­ópu, og er hug­ar­fóstur hjón­anna Stein­gríms Karls­son­ar, kvik­mynda­gerð­ar­manns, og Örnu Bjargar Bjarna­dótt­ur, sagn­fræð­ings. Ýmis afþrey­ing er í boði á Óbyggða­setr­inu, meðal ann­ars reið­túr­ar, göngu­ferðir með leið­sögn auk veit­inga­sölu og safns. Gisti­mögu­leik­arnir sem boðið er upp á eru ein­stakir, en hægt er að velja á milli þess að gista í gam­alli bað­stofu eða upp­gerðu íbúð­ar­húsi frá 1940. Að sögn hjón­anna var hug­myndin að baki Óbyggða­setr­inu fyrst og fremst sú að dvölin verði „upp­lifun og ævin­týri“ fyrir gest­ina. 
 

Í um­­sögn dóm­­nefnd­ar um Óbyggða­set­ur Íslands seg­ir að sterk upp­­lif­un gegni lyk­il­hlut­verki í ferða­þjón­­ustu sam­­tím­ans og að mik­il­vægt sé að skapa stemn­ingu sem fang­i athygli gest­s­ins.

 

Þetta er í þrett­ánda sinn sem nýsköp­un­ar­verð­laun SAF eru afhent, en verð­launa­hafar til þessa hafa meðal ann­ars verið Into the Glaci­er, Gesta­stofan Þor­valds­eyri, Pink Iceland, Kex hostel og Norð­ur­sigl­ing á Húsa­vík.

Af: www.gestur.is

 

Skráð af Menningar-Staður