Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2016 Nóvember

13.11.2016 21:06

Myndir dagsins

 


Staðarfell á Fellsströnd.                                                             Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
 

 

Myndir dagsins

 

Myndir dagsins eru frá Staðarfelli á Fellsströnd í Dölum.


Myndirnar eru teknar í september 2005.

Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvar á Suðurlandi á ferð um Vesturland árið 2005.


 

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

12.11.2016 06:37

Mynd dagsins

 


F.v.: Siggeir Ingólfsson og Elfar Guðni Þórðarson. Ljósm.: BIB
 

 

Mynd dagsins

 

Mynd dagsins er tekin á árinu 2006 í Svartakletti í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri.


Skráð af Menningar-Staður

09.11.2016 10:55

Stokkseyrarturnarnir risu við Tivolí í Kaupannahöfn

 

 

Við Tivolí í Kaupmannahöfn.  Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Stokkseyrarturnarnir risu við Tivolí í Kaupannahöfn

 


Athugula Flóamenn af Suðurlandi rekur í rogastans þegar þeir koma að Tivolíinu í miðborg Kaupmannahafnar nú um stundir.

Þar eru risnir glæsilegir sívalir turnar sem eru augljós eftirlíking Turnanna þriggja sem hugmyndir voru uppi um á árunum 2005-2006 að reisa vestan við Stokkseyri sunnan Löngudælar.

MenningarStaður færði til myndar.


 

Stokkseyrarturnarnir frá árunum 2005 - 2006 sem ekki voru reistir.

 


Við Tivolí í Kaupmannahöfn.
 
 


Skráð af Menningar-Staður
 

08.11.2016 06:58

158 ÞÚSUND FERÐAMENN Í OKTÓBER 2016

 

 

 

158 ÞÚSUND FERÐAMENN Í OKTÓBER 2016

 

Um 158 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í október síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 59 þúsund fleiri en í október á síðasta ári. Aukningin nemur 59,7% milli ára.

Fjöldi ferðamanna hefur ríflega fjórfaldast frá árinu 2010 en mest hefur þó aukningin verið síðustu tvö ár en þá hefur fjöldinn meira en tvöfaldast. Heildarfjöldi ferðamanna frá áramótun er um 1,5 milljón eða 36,2% fleiri miðað við fjölda ferðamanna á tímabilinu janúar til október árið 2015. 

Bandaríkjamenn og Bretar tveir af hverjum fimm ferðamönnum

10 fjölmennustu þjóðernin

Um 74% ferðamanna í nýliðnum október voru af tíu þjóðernum. Bandaríkjamenn voru fjölmennastir eða 21,9% af heildarfjölda og Bretar næst fjölmennastir eða 19,7% af heild. Þar á eftir fylgdu Kanadamenn (6,3%), Þjóðverjar (6,0%), Kínverjar (4,1%), Norðmenn (3,7%), Danir (3,4%), Frakkar (3,4%), Svíar (3,0%) og Hollendingar (2,2%).

Bandaríkjamönnum fjölgaði langmest milli ára í október eða um 18.600 manns og voru þeir meira en tvöfalt fleiri í ár en í fyrra. Bretum fjölgaði um sjö þúsund manns í október sem er um 20% aukning frá því í fyrra, Kanadamönnum um 6.400 sem er tæplega þreföldun frá því í fyrra og Þjóðverjum um 3.700 sem er um 63,9% aukning frá því í fyrra. Þessar fjórar þjóðir báru uppi 60,3% af aukningu ferðamanna milli ára í október.

Ferðamenn eftir markaðssvæðum

Fjöldi N-Ameríkana hefur meira enn áttfaldast

Þegar litið er til fjölda ferðamanna í nýliðnum októbermánuði má sjá verulega fjölgun frá árinu 2010 eða ríflega fjórfalda aukningu. Fjöldi ferðamanna frá N-Ameríku hefur meira en áttfaldast, fjöldi Breta nærri fimmfaldast, fjöldi ferðamanna frá Mið- og S-Evrópu meira en fjórfaldast og fjöldi ferðamanna sem lenda í hópnum ,,annað“ tæplega sexfaldast. Norðurlandabúum hefur hins vegar fjölgað minna en þeir hafa nærri tvöfaldast á tímabilinu 2010-2016.

Hlutfall N-Ameríkana hækkar en Norðurlandabúa lækkar

Hlutfall ferðamanan eftir markaðssvæðum

Samsetning ferðamanna hefur breyst nokkuð frá árinu 2010 eins og sjá má af myndinni hér til hliðar. Í október síðastliðnum voru Norðurlandabúar 11,9% ferðamanna en hlutfall þeirra af heild hefur lækkað verulega síðustu ár. Hlutdeild N-Ameríkana hefur hins vegar farið vaxandi og hið sama má segja um hlutdeild þeirra sem lenda í hópnum ,,annað“. N-Ameríkanar voru 15,7% af heild árið 2010 en voru orðnir 28,2% árið 2016 og hlutdeild þeirra sem falla undir ,,annað“ voru 17,8% af heild árið 2010 en var komin í 24,5% árið 2016. Hlutdeild Breta og Mið- og S-Evrópubúa hefur verið á líku róli á tímabilinu 2010 til 2016. 

Ferðir Íslendinga utan

Um 50 þúsund Íslendingar fóru utan í október eða 5.300 fleiri en í október árið 2015. Um er að ræða 11,9% fleiri brottfarir en árið 2015.

Nánari upplýsingar

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.

Ferðamenn í október 2016

Af www.ferdamalastofa.is


Skráð af Menningar-Staður

07.11.2016 07:06

Hvernig kerfið á að virka

 

 

Sigurður Jónsson.

 

Hvernig kerfið á að virka

 

Komið þið sæl.

Ég heiti Sigurður Jónsson. Ég ætla að fjalla um vanda í heilbrigðiskerfinu sem snýr að mér og fjölda annarra. Ég er með málstol og hægri helftarlömun eftir blóðtappa sem ég fékk árið 2007.

Ég hef lengi háð baráttu fyrir því að fá að sækja nauðsynlega þjónustu í heimabyggð, t.d. talþjálfun og iðjuþjálfun, en það hefur gengið illa. Helsta ástæða virðist vera skortur á úrræðum. Hver er ástæða þess? Hún er einföld; heilbrigðiskerfið hefur brugðist okkur. Ég tala hér af eigin reynslu, en ég veit að fjölmargir eru í sömu stöðu og ég.

Mig langar að byrja á að skilgreina sjúklingahópinn sem ég er að tala um. Það eru sjúklingar sem þurfa á þjónustu eins og talþjálfun, sjúkraþjálfun, söngkennslu og/eða sálfræðiþjónustu.

Þetta eru t.d.:
   þeir sem fengið hafa blóðtappa.
   þeir sem eru með taugasjúkdóma 
   þeir sem eru með geðræn vandamál
   þeir sem eru fjölfatlaðir
   og fjölmargir aðrir.

Eftir heilablóðfallið var ég á Grensási í nokkra mánuði. Á Grensási fá sjúklingar alla þá þjónustu þeir þurfa á að halda. Þar er haldið þétt utan um sjúklinga og þeir fá þjónustu með það að markmiði að endurhæfa og hámarka árangurinn sem þeir geta náð. Svo kemur að því að vistinni á Grensási lýkur. 


Þá er manni kippt úr út vernduðu umhverfi og sendur í sína heimabyggð og þarf þar að standa á eigin fótum. Sjúklingur þarf sjálfur að byrja að leita eftir þeirri þjónustu sem hann þarf á að halda; meðal annars talþjálfun, iðjuþjálfun, félagslegri aðstoð og fleira. Það er ekkert (kerfi?) sem tekur á móti honum þegar hann kemur aftur heim. Í þessu felst vandinn sem ég er að tala um.

 

Ég vil benda á ákveðin atriði sem eru í ólagi í kerfinu í dag:
   Í fyrsta lagi er misjafnt hvort öll þjónusta sé til staðar í sveitarfélaginu og misjafnt hvort hún sé til staðar í fullnægjandi mæli.
   Í öðru lagi er þjónustan dýr sem er sérstaklega slæmt þar sem þessi hópur hefur oft lágar ráðstöfunartekjur.
   Í þriðja lagi er enginn einn aðili sem heldur utan um og aðstoðar sjúklinga við að komast í samband við viðeigandi fagaðila og skipuleggja þjónustuna sem viðkomandi þarfnast. 
   Í fjórða lagi vantar tengsl á milli sjúkrastofnana og sveitarfélaga, þannig að þegar sjúklingur er útskrifaður t.d af Grensási, þá sé haft samband við umsjónaraðila hjá sveitarfélaginu sem tekur á móti sjúklingum og hjálpar honum að koma undir sig fótunum.

 

Mér finnst eðlilegt að sjúklingar geti sótt alla þjónustu í heimabyggð án þess að þurfa að greiða nokkuð fyrir.

Til þess þyrftu ríki og sveitarfélög að gera með sér samning um hvernig þessari þjónustu væri háttað og skipta niður kostnaði. Eðlilegast væri að ríki greiddi 90% af kostnaði og sveitarfélög 10%. Sveitarfélög ættu að sjá um að útfæra alla þjónustu sem einstaklingur þarfnast. Hér þarf skipulagsbreytingar, fjölga stöðugildum og fræða fagaðila og sjúklinga um þjónustuna.

Þegar sjúklingur kæmi heim myndi félagsráðgjafi taka á móti honum og halda utan um öll hans mál sem snúa að þjónustuúrræðum. Hann myndi aðstoða hann við að skipuleggja sína dagskrá, komast í samband við viðeigandi fagaðila og fengi einstaklingsmiðaða þjónustu eftir þörfum sem hann gengi beint í við heimkomu.

Svona finnst mér að kerfið ætti að vera. Þetta hljómar einfalt, helstu hindranirnar felast líklega í kostnaðinum.

En væri kostnaðurinn svo mikill? Ég held að þessar breytingar hefðu í för með sér að fleiri einstaklingar kæmust út á vinnumarkað en áður, lækniskostnaður sjúklinga myndi lækka og lyfjakostnaður gæti lækkað verulega. Eitt er að minnsta kosti víst, lífsgæði þessara sjúklinga myndu stóraukast og virkni þeirra og þátttaka í samfélaginu.

Þess vegna spyr ég; hvers virði eru lífsgæði mín og annarra í svipaðri stöðu? Ég svara; þau eru ómetanleg, bæði fyrir okkur og fjölskyldur okkar! Í þessu samhengi vil ég minna á að slys og veikindi gera ekki boð á undan sér. Hver sem er getur lent í því að þurfa á allri þessari þjónustu að halda umsvifalaust og án þess að fá rönd við reist. Hver sem er.

 

Við skulum koma þessum málum í lag, saman!

Sigurður Jónsson.Af www.dfs.is


Skráð af Menningar-Staður

06.11.2016 20:38

Kratar í kreppu

 

 

 

Kratar í kreppu

 

Fylgishrun Samfylkingarinnar í tvennum síðustu alþingiskosningum sætir miklum tíðindum.

Flokkur sem vera átti breiðfylking vinstrimanna á Íslandi hefur farið úr 29,8% fylgi niður í 5,7% á einungis sjö árum.

Hafði mest 20 þingmenn en hefur nú þrjá. 

 

Í ár eru hundrað ár liðin frá stofnun Alþýðuflokksins og bauð þessi fyrsti jafnaðarmannaflokkur á Íslandi í fyrsta skipti fram í alþingiskosningunum 1916. Fékk þá 5,95% atkvæða sem er sjónarmun meira en Samfylkingin, arftaki Alþýðuflokksins, hlaut í kosningunum um liðna helgi, eða 5,7%. Það er næstversta útkoma þessara tveggja flokka í sögunni; aðeins gekk verr í þingkosningunum 1919, þegar Alþýðuflokkurinn fékk einungis 4,47% atkvæða og kom ekki manni að í fyrsta og eina skiptið.

 

Auk Alþýðuflokksins stóðu þrír stjórnmálaflokkar að stofnun Samfylkingarinnar um aldamótin; Alþýðubandalagið, Kvennalistinn og Þjóðvaki en síðastnefndi flokkurinn hafði orðið til árið 1994 þegar Jóhanna Sigurðardóttir klauf sig út úr Alþýðuflokknum. Hann sameinaðist raunar þingflokki Alþýðuflokksins tveimur árum síðar. Alþýðubandalagið var arftaki Sósíalistaflokksins, lengst til vinstri á hinu pólitíska rófi. Kvennalistinn bauð fyrst fram 1983 en tilgangur þess framboðs var öðru fremur að auka veg kvenna í íslenskum stjórnmálum.

 

Yfirlýst markmið með stofnun Samfylkingarinnar var að sameina vinstrimenn á Íslandi og búa til breiðfylkingu sem gæti mögulega orðið stærri en Sjálfstæðisflokkurinn sem strax varð yfirlýstur höfuðandstæðingur flokksins.

 

Í fyrstu alþingiskosningunum, 1999, vantaði nokkuð upp á að það markmið næðist. Samfylkingin hlaut þó 26,8% atkvæða á móti 40,7% Sjálfstæðisflokksins. Hinn nýi flokkur fékk 17 menn kjörna sem var meira en Alþýðuflokkurinn hafði nokkru sinni fengið. Langbesti árangur hans var 14 þingmenn árið 1978 undir forystu Benedikts Gröndals. Frá stofnun lýðveldisins bjó Alþýðuflokkurinn iðulega að 5 til 10 þingmönnum. Í síðustu kosningunum sem hann bauð fram, 1995, fékk hann 7 menn kjörna.

 

Rauf 30% múrinn

 

Ekki má gleyma því að Samfylkingin klofnaði strax í upphafi þegar hluti gamla Alþýðubandalagsins stofnaði Vinstrihreyfinguna - grænt framboð. Sá flokkur fékk ríflega 9% atkvæða 1999 og er nú orðinn mun stærri en Samfylkingin, með 15,9% fylgi í kosningunum fyrir viku og 10 menn kjörna. 7 fleiri en Samfylkingin.

 

Í alþingiskosningunum 2003 saumaði Samfylkingin duglega að Sjálfstæðisflokknum, hlaut 31% en höfuðandstæðingurinn 33,7%. Í þeim kosningum fengu jafnaðarmenn í fyrsta sinn 20 menn kjörna á þing.

 

2007 dró aftur í sundur með flokkunum, Samfylkingin fékk 26,8% atkvæða á móti 36,6% Sjálfstæðisflokksins. Eftir þær kosningar mynduðu þessir flokkar í fyrsta og eina skipti saman ríkisstjórn. Sitt sýndist hverjum um þann gjörning, bæði á vinstri- og hægrivængnum.

 

Hálfu öðru ári síðar hrundu viðskiptabankarnir einn af öðrum með tilheyrandi hremmingum fyrir þing og þjóð. Ríkisstjórnin féll og boðað var til kosninga tveimur árum áður en kjörtímabilinu átti að ljúka.

 

Ekki varð Samfylkingunni sérlega meint af setu sinni í »hrunstjórninni« svokölluðu; alltént rættist draumur hennar í kosningunum 2009 - hún varð stærsti stjórnmálaflokkur á Íslandi. Hlaut 29,8% á móti 23,7% Sjálfstæðisflokksins. Öðru sinni fékk flokkurinn 20 þingmenn.

 

Fyrsta meirihlutastjórnin til vinstri í sögu lýðveldisins varð til í framhaldinu með aðild Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Alþýðuflokkurinn hafði áður setið einn í tveimur minnihlutastjórnum, 1958-59 og 1979-80.

 

Samfylkingin fór illa út úr því stjórnarsamstarfi og hrapaði fylgi flokksins niður í 12,9% í næstu kosningum, 2013, og missti hann heila ellefu þingmenn. Ekki þarf að fjölyrða um annað hrun í kosningunum um daginn, en Samfylkingin hefur nú aðeins yfir þremur þingmönnum að ráða; þar af bara einum kjördæmakjörnum, Loga Má Einarssyni, sem tók við formennsku í flokknum í vikunni, en hann bauð sig fram í Norðausturkjördæmi. Hinir tveir þingmenn Samfylkingarinnar eru uppbótarmenn.

 

Það er ágæt vísbending um vanda Samfylkingarinnar nú að Alþýðuflokkurinn var aðeins einu sinni undir 10% fylgi í alþingiskosningum, fyrir utan tvö fyrstu skiptin. Það var 1974 þegar flokkurinn hlaut 9,1%. Þá var þingstyrkur flokksins líka minnstur á lýðveldistímanum, fimm menn.

 

Alþýðuflokkurinn náði tvívegis að rjúfa 20% múrinn; 1978, eins og fyrr er getið, og 1934, þegar hann hlaut 21,7% atkvæða.

 

Slíkt fylgi er fjarlægur draumur nú. 
 

 

Önfirðingurinn Benedikt Gröndal frá Hvilft var forsætisráðherra í

minnihlutastjórn Alþýðuflokksins um þriggja mánaða skeið 1979-80.

Hann er hér ásamt Kristjáni Eldjárn forseta.


Morgunblaðið sunnudagurinn 6. nóvember 2016.


Skráð af Menningar-Staður

06.11.2016 11:14

Póstkortasýning í Húsinu á Eyrarbakka

 

Image result for húsið eyrarbakka

Húsið á Eyrarbakka.
 

Póstkortasýning í Húsinu á Eyrarbakka 
 

Á Byggðasafni Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka verður póstkortasýningin „Með kveðju um allt land“ opin laugardag og sunnudag  5. og 6. nóvember 2016  kl. 13 – 17 og ókeypis aðgangur.  

 

Á sýningunni gefur að líta fjölbreyttan myndheim íslenskra póstkorta. Sýningin eru hluti af nýafstaðinni sýningu Þjóðminjasafns  „Með kveðju.“ Allir gestir fá frímerkt póstkort til að senda vinum og ættingjum og heitt verður á könnunni.

 

Litla alþýðuhúsið Kirkjubær á Eyrarbakka verður opið á sama tíma og þar verða sýndar ljósmyndir frá vinnusmiðju sumarsins „Andar.“ 


Af www.husid.com


Skráð af Menningar-Staður
 

 

05.11.2016 07:14

Húsbygging í Hallskoti

 

 

 

Húsbygging í Hallskoti

 

Í dag, laugardaginn 5. nóvember 2016,  ætlum við að reisa þjónustuhúsið í Hallskoti.

Hvetjum sem flesta til að mæta.

 

Með kveðju - byggingarnefnd .

 

Mæting klukkan níu.Skógræktarfélag Eyrarbakka

 

 

 


Skráð af Menningar-Staður

04.11.2016 23:06

Iceland Airwaves - Kiriyama Family í Bíó Paradís

 

 

 

 •   - Kiriyama Family í Bíó Paradís
   
 • Iceland Airwaves stendur nú sem hæst í Reykjavík
 • Kiriyama Family kemur nokkrum sinnum fram á hátíðinni og í kvöld leiku þau í troðfullum forsalnum í Bíó Paradís við Hverfisgötu.

  Menningar-Staður færði til myndar.
  Myndalabúm á Menningar-Stað
  Smella á þessa slóð:http://menningarstadur.123.is/photoalbums/280842/

  Nokkrar myndir:

   
  .

  .

  .
  Skráð af Menningar-Staður

   

04.11.2016 13:07

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 4. nóv. 2016

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 4. nóv. 2016

 

 

.

.
Skráð af Menningar-Staður