Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2016 Desember

28.12.2016 06:41

200.000 gestir á Menningar-Stað

 

.

 

 

200.000 gestir á Menningar-Stað

 

Nú fyrir nokkrum mínútum, miðvikudags morguninn 28. desember  2016 – kom gestur nr. 200.000  frá upphafi á vefinn -Menningar-Staður-

og flettingar voru þá orðnar 1.997.385 samtals.

Takk fyrir þetta ágætu gestir á Menningar-StaðVefurinn hefur verið í loftinu frá því í lok febrúar 2013 og er einn mest sótti vefurinn á Suðurlandi.
 
Skráð af Menningar-Staður

 

27.12.2016 13:16

Vinsælustu jólalög allra tíma

 

 

 

Vinsælustu jólalög allra tíma

 

Frá árdögum rokksins í Bretlandi hefur það verið mikið keppikefli þarlendra tónlistarmanna að eiga vinsælasta lagið um jólin, ár hvert. Mikið er lagt undir til að ná því markmiði og margar af frægustu og mest seldu smáskífum allra tíma hafa náð metsölu á þeim tíma. 

Frægast er Do they know it‘s Christmas með Band-aid hópnum sem varð til þegar Bob Geldof kallaði saman landslið Breta í poppi, árið 1984 til að safna fé fyrir fólk sem svalt heilu hungri í Eþíópíu. Úr varð tindasmellur allra tíma en á nokkrum dögum varð lagið það söluhæsta í breskri sögu, og hefur í þrígang náð toppsætinu um jólin. 

Listin bjargar mannslífum og í því tilfelli með beinum hætti. Þá náði hljómsveitin Queen þeim einstaka árangri að koma sama laginu á toppinn um jólin með tæplega tveggja áratuga millibili, rokkklassíkinni Bohemian rhapsody, sem er annað mest selda jólatopplagið. 

Þessi lög eru vinsælustu „jólalögin“ í sögu breska smáskífulistans, eða öllu heldur þau sem náð hafa toppnum um jólin og/eða selst mest. Hið sígilda Wham lag Last Christmas er það sjötta vinsælasta, en það ein sem náði aldrei fyrsta sætinu, þar sem það kom út sömu vikuna og Band aid lagið en þessi tvö eru nú rúmum þremur áratugum síðar bæði með þeim allra vinsælustu sem gefin hafa verið út.

 

Björgvin G. Sigurðsson

Suðri - Héraðsfréttablað á Suðurlandi


Skráð af Menningar-Staður

27.12.2016 07:27

Jólaball Kvenfélags Eyrarbakka 27. des. 2016

 

 

 

Jólaball Kvenfélags Eyrarbakka

- þriðjudaginn 27. des. 2016 -
að Stað kl. 15:00

 

 

 

 


Skráð af Menningar-Staður

26.12.2016 16:41

Eyrarbakka - jólastemmning

 
 
 

 

Eyrarbakka - jólastemmning

 
 
 


Skráð af Menningar-Staður

 

26.12.2016 09:59

Jólakveðja Kristjáns Runólfssonar

 

 

 

 

Jólakveðja Kristjáns Runólfssonar


 Kristján Runólfsson í Skálholtsdómkirkju.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

24.12.2016 07:10

Gleðilega jólahátíð

 

 

Gleðilega jólahátíð

 

                                          Gleðileg jól

                             gott og farsælt komandi ár
 

                                      Þökkum liðin ár
                            

                   Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka
                                       
                                     Menningar-Staður

 

                             Alþýðuhúsið á Eyrarbakka
 Skráð af Menningar-Staður

23.12.2016 06:48

Hátíðarguðsþjónusta í Eyrarbakkakirkju á jólanótt kl. 23.30

 

 

 

Hátíðarguðsþjónusta í Eyrarbakkakirkju

á jólanótt kl. 23.30

 

Hátíðarguðsþjónusta verður á jólanótt í Eyrarbakkakirkju.

24. desember 2016 kl. 23:30

 

Kór Eyrarbakkakirkju syngur.

Organisti verður Haukur Arnarr Gíslason.

 

Séra Kristján Björnsson prédikar.

 

 

 


Skráð af Menningar-Staður

 

22.12.2016 20:32

Til upplyftingar með hækkandi sól: - Einn góður úr Djúpinu - Síra Baldur fær auka brauðsneið

 

 

Síra Baldur Vilhelmsson í Vatnsfirði,

en þar þjónaði hann allan sinn prestsskap eða frá 1956-1999.

Ljósm.: Mbl. Sverrir Vilhelmsson.

 

Til upplyftingar með hækkandi sól:

- Einn góður úr Djúpinu

- Síra Baldur fær auka brauðsneið

 

Það sér á að mannlífið er daufara hér vestra þessi árin en var þegar síra Baldur var og hét til skamms tíma. Hann var ótrúlegur sálnahirðir. Er þess að minnast að framan af prestsskaparárum hans í Vatnsfirði voru Djúpmenn alltaf að klaga hann fyrir prófasti og biskupi fyrir ýmsar sakir. En sá tími kom fyrir mörgum áratugum að þeir hinir sömu Djúpmenn vildu engan annan sálnahirði hafa, enda fullsæmdir af Vatnsfjarðarklerki.

 

Svo bar við fyrir nokkrum árum, að haldið var stórafmæli á Ísafirði hjá Djúpmanni nokkrum. Þar kom fyrrverandi sóknarprestur mannsins, síra Baldur heitinn Vilhelmsson í Vatnsfirði. Var sláttur á karli þegar leið á kvöldið og gerðist hann allþéttur og eirði fáu.
 

         Þarna var meðal gesta dr. Þorsteinn Jóhannesson, yfirlæknir á Ísafirði. Sá hann þann kost vænstan, að bestu manna yfirsýn, að réttast væri að taka klerk úr umferð og leggja hann inn á sjúkrahúsið til morguns. Var það gert og fer ekki fleiri sögum úr því afmæli.
 

         Þegar menn síðan vakna að morgni, eins og lög gera ráð fyrir, þá var svo háttað í stofu þeirri sem Vatnsfjarðaklerkur svaf í um nóttina, að þar voru tveir menn aðrir herbergðir. Voru það bóndi nokkur og annar eldri maður og var sá frekar lélegur og lyfti varla höfði frá kodda.
 

         Nú var komið inn með morgunkaffi til þeirra félaga og þótti klerki frekar naumt skammtað, enda matmaður mikill. Þegar hann var búinn að hesthúsa sinn skammt á augabragði sá hann útundan sér að sá sem linur var lauk ekki alveg við sinn deildan verð.

Upphófst þá klerkur svo hljóðandi:

         -Ætlarðu að borða þetta, góði?

         -Ja, ég veit það nú ekki, ég er nú hálf lélegur.

         -Má ég þá ekki fá brauðsneiðina, góði?


Saga frá Vestfirska forlaginu.

 Skráð af Menningar-Staður

 

 

22.12.2016 14:47

Jólakveðja Hjallastefnunnar - hinnar nýju

 

 

 

Jólakveðja Hjallastefnunnar - hinnar nýju
 

Hjallastefnan -hin nýja- hefur fundið sér stað við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka eins
og sjá má á myndum....

og vex þar fiskur um hrygg í framtíðinni sem og víðar í veröld.

 
Skráð af Menningar-Staður

22.12.2016 09:27

Jólaball Kvenfélags Eyrarbakka 27. des. 2016

 

 

 

Jólaball Kvenfélags Eyrarbakka

- þriðjudaginn 27. des. 2016 -
að Stað kl. 15:00

 
Skráð af Menningar-Staður