Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2016 Desember

21.12.2016 16:19

Skötuveisla Ungmennafélags Stokkseyrar 2016

 

 

 

Skötuveisla Ungmennafélags Stokkseyrar 2016

 

Árviss skötuveisla Ungmennafélags Stokkseyrar verður í Íþróttahúsinu á Stokkseyri á föstudaginn, 23. desember 2016, Þorláksmessu, kl. 11:30 – 14:00


Verð aðeins kr. 2.500


Ungmennafélagið er brautryðjandi á Suðurlandi í slíkum mannfögnuðum og hefur verið með veislur á Þorláksmessu frá árinu 1999 sem byggir á vestfirskri skötumenningu í bland við sunnlenskar hefðir. Þetta er því 18. skötuveislan frá upphafi.


Það var Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi sem leiðbeindi Ungmennafélaginu í byrjun við skötuveislurnar og er gott dæmi um hina gjörfu hönd Hrútavina hvar markar fingraför blessunarlega í samfélaginu á Suðurlandi.


Á Suðurlandi eru nú víða skötuveislur á Þorláksmessu og er þetta glæsileg opnun jólahaldsins.


Myndaalbúm með 43 myndum frá Skötuveislu Ungmennafélags Stokkseyrar árið 2006 er komið hér á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/281385/


Nokkrar myndir frá skötuveislunni á Stokkseyri 2006.

 

.

.

 

.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

21.12.2016 09:14

Vetrarsólstöður (sólhvörf) eru í dag 21. desember 2016

 


Selfoss 21. desember 2016
Sólarupprás 11:15
Sólsetur 15:30

 

Vetrarsólstöður (sólhvörf) eru í dag 21. desember 2016

 

Vetrarsólstöður eru í dag 21. desember. Þá er skemmstur sólargangur og sól fer að hækka á himninum.

Vetrarskammdegið er nú í hámarki en stysti dagur ársins er á tímabilinu 20.-23. desember.

Á þessari öld ber vetrarsólhvörf oftast upp á þann 21. 

 

Í dag er sólargangur stystur; sólris seint og sólarlag snemma. Um leið verður áberandi hve seint náttúrulegt hádegi er á ferðinni á Íslandi.


 Klukkan 10.44 fyrir hádegi nær sólin þeim stað á sólbaugnum sem markar syðstu og lægstu stöðu sólar á himninum, sólin stendur kyrr eins og stundum er sagt. Síðan fer sólin að hækka á lofti á ný. Það gerist afar hægt í byrjun. Á morgun nýtur sólar tveimur sekúndum lengur en í dag en sólarstundum fjölgar hraðar þegar á líður.

 

Ljóð Einars Benediktssonar, 

Vetrarsólhvörf:

Stynur jörð við stormsins óð

og stráin kveða dauð,

hlíðin er hljóð,

heiðin er auð.

- Blómgröf, blundandi kraftur,

við bíðum, það vorar þó aftur.

Kemur skær í skýjunum sólin,

skín í draumum um jólin.

Leiðir fuglinn í för

og fleyið úr vör. 

 

Arni sofa hugir hjá, -

þeir hvíldu dag og ár.

Stofan er lág,

ljórinn er smár.

- Fortíð, fram líða stundir,

senn fríkkar, því þróttur býr undir.

Hækka ris og birtir í búðum,

brosir dagur í rúðum.

Lítur dafnandi dug

og djarfari hug.

 

Vakna lindir, viknar ís

og verður meira ljós.

Einhuga rís

rekkur og drós.

- Æska, ellinnar samtíð,

við eigum öll samleið - og framtíð.

Aftni svipur sólar er yfir,

sumrið í hjörtunum lifir.

Blikar blóms yfir gröf,

slær brú yfir höf.


Skráð af Menningar-Staður

20.12.2016 21:34

Jólastemmning við sundlaugina í Hveragerði

 

 

Lóurnar sungu í Húsinu á Eyrarbakka sunudaginn 18. desember 2016.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Jólastemmning við sundlaugina í Hveragerði

 

Sönghópurinn ,Lóurnar, syngur á sundlaugarbakkanum í Laugaskarði í Hveragerði kl. 17 miðvikudaginn 21. desember 2016.

 

Það er tilvalið að koma í sund og hlusta á fallegan lóusöng.


Boðið verður uppá kaffi.Af www.hveragerdi.is
 


Skráð af Menningar-Staður

20.12.2016 07:13

Vestfjarðabækurnar 2016

 

 

 

Vestfjarðabækurnar 2016

 

Bækurnar að vestan eru hvorki stórkostlegar, æðislegar, einstakar, meistarverk, ógleymanlegar né töfrandi. En við teljum af vestfirskri hógværð að þær leyni á sér!
 

   Við höfum nú gefið út á fjórða hundrað bækur um Vestfirði og Vestfirðinga. Sumir fræðimenn telja að þetta sé einhver umsvifamesta bókaútgáfa hjá einu forlagi utan höfuðborgarsvæðisins frá upphafi byggðar í landinu!

Hvað heldur þú?

 

Vestfjarðabækurnar fást í bókaverslunum um land allt.

 

 

.

.Skráð af Menningar-Staður

18.12.2016 19:36

Lóurnar heimsóttu Húsið á Eyrarbakka

 

 

 

Lóurnar heimsóttu Húsið á Eyrarbakka 

 

Í dag, sunnudaginn 18. desember 2016, heimsóttu -Lóurnar- sönghópur skipaður sex sunnlenskum söngkonum, jólasýninguna í Húsinu á Eyrarbakka og sungu nokkur jólalög.

 

Sönghópinn skipa:

Halla Dröfn Jónsdóttir, Elín Gunnlaugsdóttir, Halla Marínósdóttir,

Kolbrún Hulda Tryggvadóttir, Halldóra Steindórsdóttir og Elísabet Hermundardóttir,

allar af svæðinu Selfoss-Hveragerði-Stokkseyri og menntaðar í tónlist.

 

Þær fluttu indælt jólalagaprógram sem þær hafa verið að æfa og var klappað lof í lófa af ánægðum jólagestum sem troðfylltu stássstofuna í Húsinu.

 

Í lokin sungu lóurnar eitt lag utandyra fyrir fugla himinsins sem voru í hundraðatali í garðinum við Húsið á meðan  tónleikarnir voru.Menningar-Staður færði tónleikana til myndar og er komið albúm á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/281355/Nokkrar myndir:

 

.

.

.

.

.

.

.

.

 Skráð af Menningar-Staður

 

18.12.2016 11:26

Laugabúð á Eyrarbakka opin í dag - 18. des. 2016

 

 

 

 

Laugabúð á Eyrarbakka opin í dag - 18. des. 2016


 

Skráð af Menningar-Staður

18.12.2016 10:14

Henry Heimlich er allur

 

 

Henry Heimlich.

 

Henry Heimlich er allur
 

Henry Heimlich, læknirinn sem hið vel þekkta lífgjafartak kafnandi fólks er kennt við, er látinn, 96 ára að aldri.

 

Heimlich-aðferðin, einnig kölluð kviðpressa, mun halda nafni hans á lofti um ókomna tíð, en hún hefur bjargað óteljandi mannslífum frá því hann þróaði hana og kynnti árið 1974. Sagan segir að hugmyndin hafi kviknað þegar Heimlich, skurðlæknir sem sérhæfði sig brjóstholsaðgerðum, varð vitni að því að manneskju lá við köfnun þegar matarbiti stóð í henni á veitingastað.

 

Þegar aðferðinni er beitt stendur sá sem það gerir aftan við þann sem á í vandræðum með aðskotahlut í hálsi, tekur utan um kvið hans, kreppir annan hnefann og heldur utan um hnefann með hinni hendinni. Síðan þrýstir hann hnefanum kröfuglega inn og upp, allt að fimm sinnum, uns aðskotahluturinn skýst upp úr kokinu ef allt gengur eins og það á að ganga.

Fjöld

i nafntogaðra einstaklinga hefur átt Heimlich líf sitt að launa í gegnum tíðina, þeirra á meðal leikkonurnar Marlene Dietrich og Elisabeth Taylor, og Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseti. Aðeins eru nokkrir mánuðir síðan Heimlich beitti þessu bjargráði sjálfur á konu sem dvelur á sama öldrunarheimili og hann var á, í Cincinatti í Ohio. Heimlich var á hjúkrunarheimilinu þegar hann lést. Dánarorsökin er hjartaáfall.


Ragnar Helgi Pétursson frá Stokkseyri, fangavörður á Litla-Hrauni, beitti Heimlich-aðferðinni til lífsbjörgunar fyrir nokkrum árum þegar fangavörður á varðstofu í Húsi-3 var í andnauð. 

 


Ragnar Helgi Pétursson.
Skráð af Menningar-Staður
 

17.12.2016 15:30

100 ára afmæli Framsóknarflokksins

 

 

100 ára afmæli Framsóknarflokksins

 

Í tilefni af 100 ára afmæli Framsóknarflokksins bjóða Framsóknarfélögin á Suðurlandi til afmælishátíðar á morgun sunnudaginn 18. desember 2016 kl. 14 í Hótel Selfoss.

 

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins og forsætisráðherra, flytur ávarp. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra og Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra og formaður flokksins fara yfir söguna á léttum nótum.

 

Kaffiveitingar og söngatriði frá Karlakór Selfoss.
 

Allir eru velkomnir.
 Skráð af Menningar-Staður

17.12.2016 15:21

Lóur heimsækja Húsið

 

 

 

Lóur heimsækja Húsið

 

Á morgun, sunnudaginn þann 18. des. 2016 kl. 15 heimsækja Lóur, sönghópur skipaður sex sunnlenskum söngkonum, jólasýninguna í Húsinu á Eyrarbakka og syngja nokkur jólalög.

Sönghópinn skipa Halla Dröfn Jónsdóttir, Elín Gunnlaugsdóttir, Halla Marínósdóttir, Kolbrún Hulda Tryggvadóttir, Halldóra Steindórsdóttir og Elísabet Hermundardóttir, allar af svæðinu Selfoss-Hveragerði-Stokkseyri og menntaðar í tónlist.

Þær eru búnar að setja saman smá jólalagaprógram sem þær hafa verið að æfa, svona christmas carols - stemmning.


Gömul jólatré úr safneign prýða sýninguna með elsta jólatré landsins í öndvegi. Skautar og sleðar fá einnig rými á jólasýningunni þetta árið og minna okkur á hve gaman er að leika sér í frosti og snjó. 


Jólasýning Byggðasafns Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka verður opin kl. 13-17 á sunnudag.

Heitt verður á könnunni og aðgangur ókeypis.


Húsið á Eyrarbakka
 

 
Skráð af Menningar-Staður

17.12.2016 09:09

Skötuveisla og matarmenning

 


Hjörtur Þórarinsson.

 

Skötuveisla og matarmenning

 

Matarmenning Íslendinga og geymsla matvæla hefur þróast í árhundruð. Matvæli hafa ávallt verið vandmeðfarin. Geymsla matvæla hefur verið þolpróf formæðra okkar. Mörg húsráð hafa glatast en sum þeirra eru enn að sanna kosti sína. Geymsla fiskjar var eitt af úrlausnarverkefnum forfeðra okkar. Þurrkun og hersla hefur verið mikið notuð, en kæsing dugði við einstakar tegundir. Kæsingin hentaði best skötunni. Þessi þjóðarréttur hefur náð vaxandi vinsældum. Mikla sérstöðu hefur hann haft á Vestfjörðum en útbreiðsla og vinsældir skötunnar hefur vaxið jafnt og þétt um allt land. Íslendingar erlendis fá senda skötu til sín til hátíðarverðar á Þorláksmessu.

 

Tenging skötunnar við Þorláksmessu mun vera komin úr katólskum sið. Á síðasta degi jólaföstunnar átti síst af öllu að borða kjöt. Í „Sögu daganna” eftir Árna Björnsson segir frá hvernig vísa úr Vopnafirði lýsir Þorláksmessumat langt utan skötusvæðisins.

 

Á Þorláksdag í matinn minn 
morkinn fékk ég hákarlinn
harðan fiskinn hálfbarinn 
og hákarlsgrútarbræðinginn.

 

Skötu- og saltfisksveisla


En nú skulum við snúa okkur að nútímanum. Því Kiwanisklúbburinn Búrfell hefur síðustu ellefu árin verið með Skötu- og saltfisksveislu rétt fyrir jólin. Veislan hefur verið haldin til fjáröflunar fyrir klúbbinn Strók á Suðurlandi. Fiskbúð Suðurlands hefur verið aðal styrktaraðili þessarar veislu með klúbbnum síðastliðin ellefu ár. Þeim fer fjölgandi sem eru sólgnir í skötuna okkar og vilja styðja þetta málefni. 

 

Í dag Laugardaginn 17. desember 2016 verður veislan kl. 11:50–13:30 í Eldhúsinu  við Tryggvagötu á Selfossi og kostar 2.900 kr.

 

Allir eru hjartanlega velkomnir meðan matarbirgðir endast

 

Glaðir í salinn sestir
sólgnir í skötuna flestir.
Með fnykilm af fiski 
og flotið á diski
sanna það saddir gestir.

 

Hjörtur Þórarinsson


Skráð af Menningar-Staður