Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2017 Janúar

31.01.2017 08:14

Framsýnir bændur stofnuðu Sláturfélagið fyrir 110 árum

 

.Ísólfur Gylfi Pálmason skrifar:

 

Framsýnir bændur stofnuðu Sláturfélagið fyrir 110 árum

 

Þann 28. janúar voru liðin 110 á frá því að Sláturfélag Suðurlands var stofnað á fundi við Þjórsárbrú. Sérstök nefnd boðaði fulltrúa úr öllum hreppum Árnes- og Rangárvallasýslu þar sem samþykkt var að stofna félagið. Seinna þetta sama ár bættust fulltrúar úr Vestur-Skaftafellssýslu og Gullbringu- og Kjósarsýslu.

 

Sláturfélag Suðurlands er framleiðslusamvinnufélag í eigu bænda, þar gilda reglur samvinnufélaganna einn maður, eitt atkvæði. Bændur eru almennt stoltir af þessu myndarlega félagi sínu. Á seinni árum hefur  samvinnufélagsformið átt erfiðara uppdráttar hér á landi en áður var – þó eru um 35.000 Íslendingar í samvinnufélögum í landinu sem er ríflega 10% þjóðarinnar.

 

Það eru ekki mörg félög og fyrirtæki sem hafa verið starfrækt jafn lengi á Íslandi. SS vörumerkið er tákn um gæði enda nota þeir slagorðið „Fremstir fyrir bragðið“ sem eru orð að sönnu. Til marks um árangur félagsins má benda á SS-pylsuna, en talið er að markaðshlutdeild hennar á Íslandsmarkaði sé á milli 80 og 90%. Hún ekki aðeins vinsæl meðal Íslendinga heldur nýtur einnig ómældra vinsælda hjá ferðamönnum.

 

Sláturfélag Suðurlands er stærsti atvinnurekandi á Suðurlandi á almennum markaði. Þannig veitir Sláturfélagið um 170 manns vinnu á Hvolsvelli, um 70 manns í kjúklingasláturhúsinu Reykjagarði á Hellu og um 25 manns á Selfossi en um 140 manns starfa þar við slátrun  á haustin.

 

Það var ógleymanleg stund þegar að undirritaðir voru samningar um að flytja kjötvinnslu Sláturfélagsins frá Reykjavík á Hvolsvöll árið 1991. Undirbúningsvinnan var mikill og margs konar samningar gerðir. Þáverandi ríkisstjórn kom að málinu og stjórn félagsins var samstíga undir farsælli stjórn Páls Lýðssonar í Litlu Sandvík. Bændur sættust á að leggja niður nýlegt sláturhús á Hvolsvelli sem þeir höfðu lengi barist fyrir, en fjárfestingin nýttist ekki eins og skyldi. Þess má til gamans geta að samskipti mín og forstjóra Sláturfélagsins fóru gjarnan fram í gegnum faxtæki sem þótti undratæki í þá daga. Enn eigum við í ánægjulegum samskiptum þar sem við skrifuðum á fimmtudaginn undir viljayfirlýsingu þar sem Sláturfélagið heitir að byggja 24 íbúðir á Hvolsvelli og sveitarstjórn heitir að útvega lóðir, m.a. með nýju deiliskipulagi og gatnagerð.

 

Óhætt er að segja að Sláturfélag Suðurlands sé í sífelldri þróun. Kjötiðnaðarmeistarar félagsins eru margfaldir meistarar í sinni grein. Það er skoðun mín að engir séu betur til þess fallnir en kjötiðnaðarmeistarar og matreiðslumeistarar að kynna íslenskar matvörur sem eru í raun í sérflokki. Þess vegna væri gaman að sjá Sláturfélagið opna sælkeraverslun á Hvolvelli þar sem hægt væri að kaupa þessa gæðavöru. Ýmis konar matvara er upplagður minjagripur í þeim straumi ferðamanna sem fer um héraðið okkar. Þá er ég viss um að í framtíðinni mun starfsemin aukast og eflast hér á Hvolsvelli. Það gleymist oft í önn dagsins að það er mjög gott fyrir ungt fólk að búa á stöðum eins og Hvolsvelli. Það er þægilegt vera með börn og úrvals aðstaða og þjónusta fyrir fjölskyldufólk í sveitarfélaginu.

 

Íbúar sveitarfélagins Rangárþing eystra og aðrir íbúar á félagssvæði Sláturfélags Suðurland gleðjast yfir þessum tímamótum og  óska eigendum, stjórnendum og starfsfólki hjartanlega til hamingju á þessum tímamótum.

 

 

 

Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra.

 


Skráð af Menningar-Staður
 

29.01.2017 08:49

Frá Sumarferð Hrútavina í júlí 2007

 

 

Hrútavinir í Sumarferð í júlí 2007.
 

Talið f.v.: Ólafur Helgi Kjartansson, Hlynur Gylfason, Björn Ingi Bjarnason, Gunnar Marel Friðþjófsson, Erla Sigurþórsdóttir (látin), Steingrímur Jónsson, Jóhann Hallur Jónsson, Stefán Jónsson (látinn), Kjartan T. Ólafsson, Pétur Guðmundsson (látinn), Pétur Kristjánsson, Siggeir Ingólfsson, Sigurjón Vilhjálmsson, Guðmundur Gestur Þórisson, Jón Jónsson, Árni Johnsen, Bjarni Jónsson (látinn), Grímur Karlsson og Sigurjón Jónsson. 


Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Frá Sumarferð Hrútavina í júlí 2007

Farið var um Suðurnes til Keflavíkur í skötuveislu á Þorláksmessu á sumri.
M.a. farið á bátasýningu Gríms Karlssonar.

BIBarinn við myndaskoðun í safni þúsunda.


 

 

Siggeir Ingólfsson skoðar skipið nafnlausa. Fjær er Snæfell EA 740.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
.

.
Skráð af Menningar-Staður.

28.01.2017 20:57

Kvenfélagskonur af Eyrarbakka taka lagið

 

 


Kvenfélagskonur á Eyrarbakka taka lagið


BIBarinn við myndaskoðun í safni þúsunda.


Skráð af Menningar-Staður

28.01.2017 11:41

Viðskiptaráð telur rétt að ríkið selji Hrafnseyrarkirkju

 


Frá Hrafnseyri við Arnarfjörð. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Brandari dagsins: -
Viðskiptaráð telur rétt að ríkið selji Hrafnseyrarkirkju

þó það eigi ekki einn einasta nagla í henni!
 

Í Mogganum í gær, 27. janúar 2017, lesum við að Viðskiptaráð telji rétt að ríkissjóður losi um eignarhald sitt á þeim 22 kirkjum sem eru í eigu hans. Kirkjan á Hrafnseyri við Arnarfjörð er talin upp þar á meðal. 

Þetta verður að kalla brandara dagsins, því ríkissjóðurinn okkar á ekkert í Hrafnseyrarkirkju og hefur aldrei átt. Hvorki spýtu né nagla!

 

   Þann 20. nóvember 1910 afhenti séra Böðvar Bjarnason, sóknarprestur og kirkjuhaldari á Hrafnseyri, Hrafnseyrarsöfnuði kirkjuna til eignar og varðveislu. Frá þessu segir hann í bók sinni um Hrafnseyri (Menningarsjóður 1961). Hefur söfnuðurinn síðan séð alfarið um kirkju sína og kirkjugarð sjálfur og gerir enn þó fámennur sé.

Þess er þó skylt að geta, að meðan sú ágæta Hrafnseyrarnefnd var og hét, lagði hún stundum hönd á plóg með sóknarnefnd viðvíkjandi viðhaldi kirkju og garðs. Þetta þykir okkur rétt að komi fram hvað sem öðru líður.  

 

  

Hreinn Þórðarson                                        Hallgrímur Sveinsson
núv. sóknarnefndarformaður                   fyrrv. sóknarnefndarformaður  


 Hrafnseyri við Arnarfjörð 17. júní 2014. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
 
 


Skráð af Menningar-Staður

 

28.01.2017 09:05

27. janúar 1960 - Óðinn kom til landsins

 

.
Óðinn við bryggju á Flateyri árið 1996. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
.
 
Skipherra á Óðni var; Eyrbekkingurinn og Flateyringurinn
Vilbergur Magni Óskarsson. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

27. janúar 1960 - Óðinn kom til landsins

Varðskipið Óðinn kom til landsins þann 27. janúar 1960. 
Því var beitt í þremur þorskastríðum og það tók þátt í björgun um 370 skipa. 
Skipið er nú hluti af Víkinni, sjóminjasafninu í Reykjavík.

Morgunblaðið - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.

 

 

Óðinn við bryggju í Reykjavík við Sjóminjasafnið. ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.Skráð af Menningar-Staður

 

27.01.2017 11:54

Bakkablótið 28. jan. 2017

 

 

 

Bakkablótið 28. jan. 2017

 

Breyting:
Veislustjóri verður Katrín Júlíusdóttir.

 

.

Skráð af Menningar-Staður


 

26.01.2017 06:43

Gísli á Uppsölum - sýningin slær í gegn

 

 

 

Gísli á Uppsölum - sýningin slær í gegn

 

Sýningin um Gísla á Uppsölum sem Þröstur Leó Gunnarsson og Elfar Logi Hannesson hafa búið til flutnings hefur rækilega slegið í í Þjóðleikhúsinu. 

Leikur Elfars Loga og túlkun hans á Gísla á Uppsölum þykir með afbrigðum góð og fær góða dóma. Sýningar eru orðnar miklu fleiri en til stóð og aðsókn er mikil.

 

 

Elfar Logi Hannesson, leikari frá Bíldudal hefur unnið mikinn leiksigur í Þjóðleikhúsinu

með sýningu sinni og félaga hans Þrastar Leó Gunnarssonar um Gísla á uppsölum í Selárdal í Arnarfirði.

Aðsókn hefur farið fram úr öllum áætlunum og bætt hefur verið við sýningum.

Þegar eru 10 sýningar ákveðnar og kann að bætast við þær.
 


Blaðið Vestfirðir.


Skráð af Menningar-Staður

  

25.01.2017 21:58

Íris Stefánsdóttir er 40 ára - 25. jan. 2017

 

 

 

Íris Stefánsdóttir er 40 ára - 25. jan. 2017

 

Íris Stefánsdóttir  býr í Kópavogi. Hún lauk stúdentsprófi frá Tækniskólanum, BScprófi í tölvunarfræði.

Hún  er hugbúnaðarsérfræðingur hjá HUX Ráðgjöf.

Dóttir: Sara Helena Blöndal, f. 1996.

Foreldrar Írisar:
Esther Helga Guðmundsdóttir, f. 1954, matarfíknarráðgjafi á eigin vegum, búsett á Eyrarbakka, og Stefán Ragnarsson, f. 1953, d. 2013, sjómaður.

Morgunblaðið


Skráð af Menningar-Staður

25.01.2017 21:29

Skálað fyrir Íslandi og Danmörku í Amalíuborg

 

 

 

Skálað fyrir Íslandi og Danmörku í Amalíuborg


Hefur liðið vel í návist drottningar

Guðni og Eliza ánægð með móttökur Margrétar Danadrottningar og Henriks prins

Forseti Íslands færði menntamálaráðherra Dana nýja útgáfu Íslendingasagna að gjöf 

 

Hefð er fyrir því að forseti Íslands fari í sína fyrstu opinberu heimsókn til Danmerkur.

Reyndar fór sá fyrsti, Sveinn Björnsson, ekki í slíka heimsókn, en það gerði Ásgeir Ásgeirsson, annar forseti Íslands, aftur á móti og mótaði þannig hefðina.

Ásgeir og Dóra Þórhallsdóttir kona hans sigldu með Gullfossi og komu þau til Kaupmannahafnar 5. apríl 1954 þar sem konungshjónin, þau Friðrik IX og Ingiríður, komu um borð í skipið.

Forsetahjónin Kristján og Halldóra Eldjárn sóttu Danmörku heim í byrjun september 1970 og í umfjöllun Morgunblaðsins um heimsóknina var þess getið að forsetinn hefði verið í röndóttum buxum og dökkum jakka.

Vigdís Finnbogadóttir fór í opinbera heimsókn til Danmerkur í febrúar 1981, á þeim tíma sem liðinn var frá heimsókn Kristjáns hafði Friðrik IX fallið frá og tóku Margrét Þórhildur Danadrottning og Hinrik prins á móti henni. Danskir fjölmiðlar veittu heimsókn Vigdísar talsverða athygli og í fyrirsögn Ekstrabladet sagði að hún hefði komið, séð og sigrað.

Ólafur Ragnar Grímsson og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir eiginkona hans sóttu Danmörku heim í nóvember 1996 og þar varð Ólafur Ragnar fyrsti erlendi þjóðhöfð- inginn til að fara í gegnum Stórabeltisgöngin. 
 
Morgunblaðið 25. janúar 2017


Skráð af Menningar-Staður


 

25.01.2017 07:03

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 24. jan. 2017

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 24. jan. 2017

Vinir alþýðunnar


 

.
Skráð af Menningar-Staður