Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2017 Janúar

24.01.2017 07:33

Vísnastund Vina alþýðunnar

 


Ingvar Jónsson hefur lestur.

 

Vísnastund Vina alþýðunnar
 

Sérstakur gestur á morgunfundi  -Vina alþýðunnar-  í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka í gærmorgun,  23. janúar 2017, var Ingvar Jónsson á Selfossi.  Hann er traustur -Vinur alþýðunnar- en hefur ekki sótt morgunfundi síðustu vikurnar vegna anna og dvalar erlendis.

Ingvari Jónssyni var vel fagnað og flutti hann samkomunni  vísu eftir Magnús Halldórsson á Hvolsvelli af Facebook-síðu hans  vegna salernismála fyrir ferðamenn.

 


Þar skrifaði Magnús:

Frétt í Mogganum

Þrjár skýrslur hafa verið gerðar, um ástand salernismála fyrir ferðamenn.

Sú fyrsta kom út í maí í fyrra þar sem ástandið var greint.

Önnur skýrslan kom út í júní en í henni var þarfagreining,

Þriðja skýrslan kom út í nóvember, en í henni er rekstrarform salernanna skoðað.
 

Þar ástandi mun engu leynt,

öflug þarfagreining.

Rassamála rætt var beint,

rekstrarform og skeining.

Magnús Halldórsson

 

 

F.v.: Ingvar Jónsson og Siggeir Ingólfsson.    Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason

 

 


Skráð af Menningar-Staður

 

23.01.2017 10:44

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 23. jan. 2017

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 23. jan. 2017

Vinir alþýðunnar


 

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

23.01.2017 08:43

Valgeir Guðjónsson er 65 ára í dag - 23. jan 2017

 

 

 

Valgeir Guðjónsson er 65 ára í dag - 23. jan 2017

Ötull að semja tónlist á Eyrarbakka


Það verða bara huggulegheit með frúnni og börnunum okkar á Eyrarbakka í tilefni dagsins. Þegar menn venjast því að eiga afmæli þá vill tilstandið oft skreppa saman. Maður heldur ekki upp á hvert afmæli eins og það sé það síðasta,“ segir Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður, sem á 65 ára afmæli í dag.

 

„Í bernsku fannst mér þetta ekki góður tími til að eiga afmæli. Maður fór í önnur afmæli þar sem allir voru úti að leika sér, en þegar ég átti afmæli var gjarnan fannkoma og hríð, enda þorrinn nýhafinn.“

 

Í menningarsetrinu Bakkastofu á Eyrarbakka bjóða Bakkastofuhjónin Valgeir og Ásta Kristrún Ragnarsdóttir þessar vikurnar upp á sérsniðnar þorradagskrár sem þau nefna „Þorrabakka á Eyrarbakka“. „Við á Bakkanum tökum á móti hópum sem vilja gleðja líkama og sál, hvort sem er í janúar eða júní.

 

Við vinnum með afbragðsfólki sem sér um að útbúa þennan sérstaklega meðhöndlaða mat, en við Ásta gerum sjálf út á andans fóður, ekki magafóður.“

 

Þegar blaðamaður ræddi við Valgeir fyrir helgi var hann staddur á æfingu eigin verka. „Þetta er verkefni sem ég hef verið að undirbúa um hríð og stendur mér nálægt, en segi betur frá þegar það er komið lengra. Tónlistarmaður hleypur ekki undan þegar andinn kemur yfir hann og eftir að ég flutti á Eyrarbakka hefur svokölluð andagift herjað á mig jafnt og þétt. Ég hef því verið ötull að semja á Bakkanum og þegar efni safnast upp vill maður gera eitthvað við það og úr því.“

Morgunblaðið.


 

 
Skráð af Menningar-Staður

22.01.2017 07:08

Merkir Íslendingar - Einar Benediktsson

 

 

Einar Benediktsson - skáld og athafnamaður (1865 - 1940).

 

Merkir Íslendingar - Einar Benediktsson

 

21. janúar 1940 - Þennan dag fyrir 77 árum lést skáldið Einar Benediktsson á heimili sínu í Herdísarvík, þá 75 ára að aldri.

 

Faðir Einars var Benedikt Sveinsson, alþingismaður og sýslumaður, og móðir hans hét Katrín Einarsdóttir og var húsmóðir. Einar gekk í Lærða skólann í Reykjavík þar sem hann útskrifaðist árið 1884. Því næst nam hann lögfræði og útskrifaðist úr Hafnarháskóla 1892.

 

Einar var athafnasamur maður alla tíð. Stofnaði fyrsta dagblað Íslands, Dagskrá, árið 1896, sem studdi Heimastjórnarflokkinn. Hann átti þátt í að koma á laggirnar fyrstu loftskeytastöð landsins árið 1906 og stofnaði ásamt öðrum Fossafélagið Títan 1914 til athugunar á því hvort arðbært væri að byggja virkjanir við Þjórsá. Ekkert varð úr þeim fyrirætlunum fyrr en um hálfri öld seinna þegar Búrfellsvirkjun var byggð.

 

Á árunum 1907-21 ferðaðist Einar mikið erlendis, meðal annars til Noregs, Skotlands og Danmerkur auk þess að eyða sjö árum í London. Hann sneri endanlega aftur heim til Íslands árið 1921 og bjó í Reykjavík næstu árin, þó svo að hann hafi oft verið langdvölum erlendis, meðal annars í Þýskalandi, á Spáni og í Norður-Afríku. Þá lét hann fara fram rannsóknir á námum í Miðdal, til þess að skoða möguleikana á málmvinnslu og sementsframleiðslu. Síðustu átta árum ævi sinnar eyddi Einar í Herdísarvík í Selvogi í Árnessýslu.

 

Hann dó þar 1940, og var grafinn í heiðursgrafreit á Þingvöllum.


Í Herdísarvík í Selvogi.
 

 

Fréttablaðið.


Skráð af Menningar-Staður

21.01.2017 21:09

Alþýðumaðurinn Jón úr Vör

 

 

Alþýðumaðurinn Jón úr Vör

 

Í dag, 21. janúar 2017, er 100. afmæli ljóðskáldsins Jóns úr Vör og af því tilefni gefur bókaútgáfan Dimma út heildarsafn ljóða Jóns. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, sem sá um útgáfuna, segir að Jón hafi brotið blað í íslenskri ljóðagerð.

Jón Jónsson úr Vör varð þjóðkunnur fyrir aðra ljóðabók sína, Þorpið, sem kom út 1946. Í kynningu á ljóðasafni hans, sem kemur út í dag, á hundrað ára afmæli Jóns, sem fæddist 1917 og lést 2000, segir að hann hafi verið »helsti forkólfur raunsæis, undanfari atómskáldanna og áhrifaskáldið þegar horft er til ljóða þeirra sem síðar komu fram á sjónarsviðið«.

 

Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson Dimmubóndi gefur ljóðsafnið út og ritar inngang að því. Hann segist hafa verið að garfa í ljóðum á síðasta ári þegar hann áttaði sig á því að brátt hefðu hundrað ár liðið frá því Jón úr Vör fæddist. »Þá hrökk ég við og hugsaði með mér: einhver þarf að gefa út ljóðin hans og síðan: það er best að það verði ég og þar með var ég farinn af stað.« Í inngangi bókarinnar rifjar Aðalsteinn það upp að hann hafi reyndar orðað það við Jón fyrir tuttugu árum að löngu tímabært væri að ljóð hans yrðu gefin út í heildarútgáfu, en Jón var þá efins um að nokkur hefði áhuga á því.

 

Alls sendi Jón frá sér þrettán ljóðabækur og eitt ljóðasafn kom út á meðan hann lifði, en sumar bækurnar voru gefnar út oftar en einu sinni og jafnvel í breyttum útgáfum.

Bækurnar eru:

Ég ber að dyrum sem kom út 1937, Stund milli stríða 1942, Þorpið 1946, Með hljóðstaf 1951, Með örvalausum boga 1951, Vetrarmávar 1960, Maurildaskógur 1965, Mjallhvítarkistan 1968, Vinarhús 1972, 1978, Regnbogastígur 1981 og Gott er að lifa 1984. Ljóðasafnið 100 kvæði kom út 1967.

 

Í heildarsafninu eru ljóðin úr ljóðabókunum þrettán, en einnig eitt æskuljóð og eitt ljóð sem kom út eftir að síðasta bók Jóns kom út. Einnig fljóta nokkrar ljóðaþýðingar með.

- Skáldatími Jóns spannar býsna vítt svið, allt frá því hann gefur út sína fyrstu bók með hefðbundnum ljóðum þar til hann gerist byltingarmaður í formi.

»Hann var umdeildur um tíma og það tók okkur Íslendinga dálítinn tíma að taka hann í sátt. Hann braut blað í íslenskri ljóðagerð og það er líka merkilegt að þegar litið er yfir ljóðsafn hans sést hvað hann hélt sínu striki þrátt fyrir mótbyr, var sjálfum sér trúr. Á tímabili fékk hann harkalega og stuðandi gagnrýni sem hann tók auðvitað nærri sér þó að hann bæri sig vel, en engu að síður stendur hann uppréttur og löngu seinna sjá menn að þetta var ekki réttmæt gagnrýni. Meðal annars þess vegna fannst mér svo mikilvægt að það væri til heildarsafn svo fólk gæti séð hvað það er sterkur þráður í æviverki Jóns.«

- Hann hafði samt ekki yfirbragð byltingarmannsins, rak fyrirtæki og stundaði kaupsýslu, hinn dæmigerði smáborgari.

»Frekar hinn dæmigerði íslenski bóndi sem gat séð fyrir sér með því að hugsa vel um sitt bú. Hann kunni ýmislegt fyrir sér og það er gaman að skoða ævi hans, sjá hvernig hann hélt sínu striki í ljóðgerð og nýtti sér aðra hæfileika til að lifa af og gerði það vel, þurfti aldrei að barma sér.«

Hann var byltingarmaður í formi, en í eina tíð var honum líka skipað í hóp sósíalískra skálda.

»Jón var svo mikill alþýðumaður alla tíð og trúr uppruna sínum og hélt í það. Að því leyti var hann ólíkur öðrum skáldum vegna þess að hann reyndi aldrei að hefja sig upp fyrir það, heimsmynd hans var svo flott. Hann kom náttúrlega heim frá námi í útlöndum með nýjungar í ljóðagerð, en hann gerði líka ákveðna byltingu í ljóðunum sem aðrir gerðu ekki. Hann bylti forminu til dæmis miklu meira en Steinn Steinarr gerði.« 

 

Morgunblaðið laugardagurinn 21. janúar 2017.

Árni Matthíasson.


Skráð af Menningar-Staður

 

21.01.2017 20:55

Jón úr Vör - Aldarminning

 

 

Jón úr Vör (1917 - 2000)

 

Jón úr Vör - Aldarminning

 

Jón úr Vör Jónsson skáld fæddist á Vatneyri við Patreksfjörð 21. jan. 1917. Hann lést á Landspítalanum 4. mars 2000. Foreldrar hans voru Jón Indriðason skósmiður, f. 20.5. 1884, d. 17.2. 1974, og Jónína Guðrún Jónsdóttir húsmóðir, f. 3.10. 1885, d. 20.3. 1961. 

Jón úr Vör var á þriðja ári sendur í fóstur hjá Þórði Guðbjartssyni verkamanni á Patreksfirði og konu hans Ólínu Jónsdóttur og ólst upp hjá þeim ásamt fóstursystkinunum Einari, Sigurði, Guðbjarti, Halldóru og Andrési. 

Systkini Jóns úr Vör voru 13:

Sigurður, f. 1905, dó innan árs, Sigurður Kristinn, f. 3.8. 1906, d. 17.11. 1968, Rannveig, f. 28.11. 1908, dó innan árs, Rannveig Lilja, f. 17.1. 1910, d. 17.12. 1950, Marta, f. 14.6. 1911, d. 4.2. 1999, Þorgerður, f. 5.11. 1913, d. 16.6. 1962, Indriði, f. 9.7. 1915, d. 30.4. 1998, Sigrún, f. 8.9. 1918, d. 24.4. 1988, Sólveig, f. 28.11. 1919, Gunnar, f. 9.8. 1922, d. 20.12. 1992, Hafliði, f. 20.10. 1923, Fjóla, f. 8.7. 1925, d. 18.5. 1996, Björgvin, f. 26.8. 1929.
 

Hinn 7. september 1945 kvæntist Jón Bryndísi Kristjánsdóttur frá Nesi í Fnjóskadal, f. 17. 8. 1922. Foreldrar hennar voru Kristján Jónsson bóndi og búfræðingur, f. 22.3. 1880 Nesi, d. 27.5. 1962, og kona hans Guðrún Stefánsdóttir rjómabústýra frá Selalæk á Rangárvöllum, f. 18.4. 1885, d. 26.11. 1983. 

Synir Jóns og Bryndísar eru: 
1) Karl, f. 9.12. 1948, kvæntur Katrínu Valgerði Karlsdóttur, þeirra börn eru Sigrún Erla, Jón Egill og Fanney Magna, 
2) Indriði, f. 5.11. 1950, kvæntur Valgerði Önnu Þórisdóttur, þeirra börn eru Stefán Örn og Bryndís Ylfa, átti áður synina Orra Frey og Þóri Valdimar, sonur Þóris og Maríu Hrundar Guðmundsdóttur sambýliskonu hans er Hafþór Örn, 
3) Þórólfur, f. 3.10. 1954, kvæntist Kerstin Almqvist, þeirra dætur eru Helga Guðrún Gerða og Anna Sólveig, skilin, sambýliskona Þórólfs er Lilja Markúsdóttir.

 

Jón úr Vör stundaði nám við Unglingaskóla Patreksfjarðar, Héraðsskólann á Núpi, Brunnsviks folkhögskola í Svíþjóð og Nordiska folkhögskolan í Genf. Hann var ritstj. Útvarpstíðinda 1941-45 og 52. Hann var starfsmaður Bókaútgáfu Pálma H. Jónssonar 1947-51, sá um útgáfu tímaritsins Stjörnur, ritstj. þess o.fl. Jón var fornbókasali í Rvík 1952-62. Jafnframt bókavörður í Kópavogi frá 1952 og hafði það að aðalstarfi frá 1. okt 1962. Hann átti þátt í stofnun Rithöfundasambands Íslands og var í stjórn þess fyrstu árin. 

Ljóðabækur: 

Ég ber að dyrum 1. og 2. útg. 1937 3. útg. 1966,  Stund milli stríða 1942,  Þorpið 1946, endurskoðuð útg. 1956, 3. útg. 1979, 4. útg. 1999, sænsk þýðing, Isländsk kust 1957,  Með hljóðstaf 1951,  Með örvalausum boga 1951,  Vetrarmávar 1960,  Maurildaskógur 1965,  100 kvæði, úrval 1967, Mjallhvítarkistan 1968, Stilt vaker ljoset , ljóðaúrval á norsku 1972, Vinarhús 1972, Blåa natten över havet, ljóðaúrval á sænsku útg. í Finnlandi 1976, Altarisbergið 1978,  Regnbogastígur 1981,  Gott er að lifa 1984.

 

Jón var heiðursfélagi Rithöfundasambands Íslands, hann var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu og hlaut heiðurslaun listamanna frá 1986.

Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður

 

 

21.01.2017 20:35

Jón Á. Hjartarson - Fæddur 20. jan 1928 - Dáinn 15. jan. 2017 - Minning

 

 

Jón Á Hjartarson (1928 - 2017)

 

Jón Á. Hjartarson - Fæddur 20. jan 1928

- Dáinn 15. jan. 2017 - Minning

 

Jón Á. Hjartarson fæddist 20. janúar 1928 á Bakka í Ölfusi. Hann lést á Sólvöllum, Eyrarbakka, 15. janúar 2017. Foreldrar hans voru Hjörtur Sigurðsson og Jóhanna Ásta Hannesdóttir, bændur að Auðsholtshjáleigu Ölfusi.

 

Eftirlifandi systur Jóns eru: Ástríður, f. 1932, og Jónína, f. 1942.

Látin eru Hannes, f. 1919, Guðmundur, f. 1925, Sigurður, f. 1926, Rósanna, f. 1930, og Steindór, f. 1936.

 

Árið 1954 kvæntist Jón eiginkonu sinni, Guðríði Magnúsdóttur (Dúu) frá Flögu. Foreldrar hennar voru Magnús Árnason og Vigdís Stefánsdóttir bændur í Flögu. Guðríður lést árið 2014.

Börn þeirra eru:
1) Vigdís, f. 1951, d. 2011. Sambýlismaður hennar Geirfinnur Sigurgeirsson er látinn. Sonur Vigdísar er Guðjón Þórisson. Sambýliskona hans er Hanna Rut Samúelsdóttir. Börn þeirra eru Jón Smári, Jóhann Már og Vigdís Katla.

2) Jóhanna, f. 1954. Maki Stein Åge Lysgård. Börn þeira eru Jón Wilhelm, sonur hans er Stein Grímur. Kristín, maki Sveinung Lillerud og eru dætur þeirra Marie og Ingrid.

3) Grímur, f. 1963. Maki Stefanía Geirsdóttir. Börn þeirra eru Steinunn Dúa og dóttir hennar Sóley Ósk Sigþórsdóttir.

Geir Evert. Sambýliskona hans er Heiða Björg Jónasdóttir og dóttir þeirra Thelma Líf.

 

Jón gekk í hin ýmsu bústörf fyrstu árin. 16 ára gamall hóf hann nám í bifvélavirkjun hjá KÁ á Selfossi og útskrifaðist sem sveinn fjórum árum síðar. Starfaði hann þar um hríð en upp úr 1950 keypti hann sinn fyrsta vörubíl og 1954 gekk hann til liðs við Vörubílstjórafélagið Mjölni og varð vörubílaakstur hans ævistarf. Á veturna þegar minna var að gera í akstri stundaði hann sjómennsku frá Þorlákshöfn og smíðaði vörubílspalla fyrir sjálfan sig og aðra, gerði við bíla sína, fyrst á Eyravegi 16 og síðar meir í bílskúrnum á Rauðholtinu.

 

Á Selfossi kynntist hann Dúu eiginkonu sinni. Fyrstu árin bjuggu þau í Flögu, en 1954 fluttu þau í nýtt hús að Eyravegi 16, Selfossi, sem þau höfðu byggt með Siggu systur Dúu og Gísla. 1965 flutti fjölskyldan í nýtt hús að Rauðholti 13, sem Dúa og Jón byggðu sér og bjó hann þar allt þar til síðustu tvö árin að hann var búsettur á Sólvöllum á Eyrarbakka.

 

Jón var jarðsunginn frá Selfosskirkju í dag, laugardaginn 21. janúar 2017.


Morgunblaðið 21. janúar 2017


Skráð af Menningar-Staður

20.01.2017 06:51

Þorri hefst 20. janúar 2017 - Bóndadagur

 

 

 

Þorri hefst 20. janúar 2017 - Bóndadagur

 

Mánuðurinn þorri hefst í 13. viku vetrar, nú 19. til 25. janúar, en 9. til 15. janúar í gamla stíl fyrir 1700. Mánaðarnafnið er kunnugt frá 12. öld en uppruni þess er óviss.

Þorri er persónugerður sem vetrarvættur í sögnum frá miðöldum. Þar er einnig getið um þorrablót, en þeim ekki lýst. Vetraröldungurinn Þorri er algengt yrkisefni á 17. – 19. öld og um fagnað eða sérstaka siðvenju við upphaf þorra eru heimildir frá öndverðri 18. öld. Líklegt er að slíkar venjur séu allmiklu eldri.

Upphaflega virðist húsfreyja hafa boðið þorra velkomin enda er ljóst að fyrsti dagur þorra hefur verið tileinkaður húsbóndanum. Er hvorttveggja til að honum hafi verið veitt sérstaklega í mat og að hann hafi þá átt að gera vel við sitt fólk. Bóndadagsheitið er þó ekki kunnugt fyrr en í þjóðsögum Jóns Árnasonar frá miðbiki 19. aldar. Þar er einnig minnst á hlaup bónda kringum bæ sinn, en óljóst er hversu almennur slíkur siður hefur verið og hver er uppruni hans. Vera kann að þar sé um að ræða leifar af eldra þorrafagnaði.

Á síðarihluta 19. aldar fóru mennta- og embættismenn að tíðka samkomur sem þeir kölluðu “Þorrablót” að fornum hætti, matar- og drykkjarveislur þar sem sungin voru ný og gömul kvæði og drukkin minni Þorra og heiðinna goða. Einkum var Þór tengdur þorranum. Þessar veislur lögðust af eftir aldamótin 1900 í kaupstöðum en þá hafði þorrablótssiðurinn borist í sveitirnar, fyrst á Austurlandi og í Eyjafirði, og hélt þar áfram.

Um miðja 20. öld hófu átthagasamtök á höfuðborgarsvæðinu síðan þorrablótin aftur til vegs og virðingar í þéttbýli, og buðu þá “íslenskan” mat sem nú var orðinn sjaldséður í kaupstöðum.

Veitingamaður í Naustinu í Reykjavík (Halldór Gröndal sem á ættir til Hvilftar í Önundarfirði) hafði síðan sérstakan þorramat á boðstólum frá þorranum 1958. 

Síðan hafa þorrablót ýmissa samtaka með íslenskan mat verið fastur liður í skemmtanalífi um allt land.

Um 1980 hófust blómagjafir eiginkvenna til eiginmanna undir áhrifum frá konudegi.

 

Heimild: Saga daganna eftir Árna Björnsson. 


Skráð af Menningar-Staður

19.01.2017 10:22

"Þegar Hrútavinir heiðra þá er heiðrað"

 

.

.

 

 

 

Suðri - Héraðsfréttablað - fimmtudaginn 19. janúar 2017
 

Skráð af Menningar-Staður

 

18.01.2017 13:08

Fyrsta op­in­bera heim­sókn for­set­ans

 

 

Guðni Th. Jó­hann­es­son og El­iza Reid halda til Dan­mek­ur í næstu viku. Ljósm.: mbl.is/?Eggert

 

Fyrsta op­in­bera heim­sókn for­set­ans

 

For­seti Íslands Guðni Th. Jó­hann­es­son og El­iza Reid for­setafrú halda í op­in­bera heim­sókn til Dan­merk­ur í byrj­un næstu viku. Heim­sókn­in hefst þriðju­dag­inn 24. janú­ar 2017 með form­legri mót­töku­at­höfn við Amalíu­borg­ar­höll í Kaup­manna­höfn og lýk­ur að morgni fimmtu­dags­ins 26. janú­ar. Þetta er fyrsta op­in­bera heim­sókn for­seta til út­landa frá því hann tók við embætti í sum­ar.
 

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra verður með í för ásamt op­in­berri sendi­nefnd sem í eru full­trú­ar mennta- og fræðasam­fé­lags auk emb­ætt­is­manna frá ut­an­rík­is­ráðuneyti og embætti for­seta, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá skrif­stofu for­set­ans.
 

For­seta­hjón­in munu fara í Jóns­hús þar sem þau skoða sýn­ingu um Jón Sig­urðsson og Ingi­björgu Ein­ars­dótt­ur konu hans á þriðju­deg­in­um. Sama dag mun for­seti funda með Lars Løkke Rasmus­sen for­sæt­is­ráðherra og Piu Kjærs­ga­ard, for­seta þings­ins. Guðni mun að því loknu halda í Kon­ungs­bók­hlöðuna og af­henda veg­lega bóka­gjöf, 700 ein­tök af nýrri heild­ar­út­gáfu Íslend­inga­sagna í danskri þýðingu. Mar­grét Dana­drottn­ing verður viðstödd þessa dag­skrá auk annarra gesta. Um kvöldið býður drottn­ing­in for­seta og fylgd­arliði til hátíðar­kvöld­verðar í Amalíu­borg­ar­höll.
 

Dag­skrá­in held­ur áfram á miðviku­deg­in­um. Þá mun for­seti meðal ann­ars heim­sækja Árna­safn í Kaup­manna­hafn­ar­há­skóla og skoða höfuðstöðvar Dansk Industri við Ráðhús­torgið þar sem full­trú­ar úr ís­lensku at­vinnu­lífi kynna starf­semi sína og áhersl­ur á sjálf­bærni, há­tækni og full­nýt­ingu hrá­efna í mat­vælaiðnaði. 
 

Í há­deg­inu býður Kaup­manna­hafn­ar­há­skóli til hring­borðsum­ræðu um þjóðern­is­hyggju og hnatt­væðingu þar sem for­seti flyt­ur ræðu og tek­ur þátt í sam­ræðum ásamt hópi danskra fræðimanna og fjöl­miðlamanna auk full­trúa úr sendi­nefnd Íslands.

Síðdeg­is býður for­seti Íslands til mót­töku til heiðurs Mar­gréti Dana­drottn­ingu í Nor­datlantens Bryg­ge og lýk­ur með henni form­legri dag­skrá heim­sókn­ar­inn­ar.
 

Auk þess að taka þátt í op­in­ber­um viðburðum heim­sókn­ar­inn­ar mun El­iza Reid for­setafrú eiga morg­un­verðar­fund með Mary krón­prins­essu 25. janú­ar og taka í kjöl­farið þátt í sér­stakri dag­skrá með henni. Þær heim­sækja leik­skóla, sem hef­ur þótt skara fram úr m.a. með þjálf­un í mál­færni, og skoða jafn­framt höfuðstöðvar alþjóðastofn­ana Sam­einuðu þjóðanna í Dan­mörku.
___________________________________________________________________________________________

 

Program for statsbesøg fra Island

 

H.E. Islands Præsident Guðni Thorlacius Jóhannesson og fru Eliza Jean Reid er på statsbesøg i Danmark den 24. – 26. januar 2017.

 

Tirsdag den 24. januar


Ankomst
Kl. 10.00

H.E. Guðni Th. Jóhannesson og fru Eliza Jean Reid ankommer til Christian VII's Palæ, Amalienborg, hvor Præsidentparret modtages af Regentparret.
I forbindelse med ankomsten eksorteres Præsidentparrets bil af Gardehussarregimentets hesteskadron.
Der vil efterfølgende være officiel fotografering af Regentparret og Præsidentparret.

Læs mere om Amalienborg.


Besøg i Jónshús
Kl. 11.00

Præsidentparret besøger Jónshús, der er et islandsk kulturcenter i København. Under besøget får Præsidentparret blandt andet fremvist en mindeudstilling for Jón Sigurðsson, der spillede en væsentlig rolle i Islands selvstændiggørelse.

Læs mere om Jónshús.


Besøg på Christiansborg Slot
Kl. 12.10

Præsidentparret besøger Christiansborg Slot, hvor Præsidentparret får forevist De Kongelige Repræsentationslokaler, herunder Fredensborgmaleriet og Bjørn Nørgaards gobeliner i Riddersalen.

Læs mere om Christiansborg Slot.


Møde med Statsministeren
Kl. 13.00

Præsidentparret deltager i møde med Statsminister Lars Løkke Rasmussen.


Møde med Folketingets formand
Kl. 15.00

Præsidentparret mødes med Folketingets formand, Pia Kjærsgaard.


Overrækkelse af Islands folkegave
Kl. 15.40

H.M. Dronningen og Præsidentparret deltager i arrangement i Den Sorte Diamant, København. Her overrækkes Islands folkegave, som er en samling af nyoversatte islandske sagaer, der vil blive tilgængelige på danske biblioteker og læreanstalter. Derudover vil der være forskellige musikalske indslag ved arrangementet.


Gallataffel i Christian VII's Palæ, Amalienborg
Kl. 20.00

Regentparret er værter ved gallataffel i Christian VII's Palæ, Amalienborg, til ære for det islandske præsidentpar med deltagelse af den kongelige familie, regeringen, præsidiet, den islandske delegation og udvalgte virksomheder med flere.

Ved gallataflet vil der være taler ved Dronningen og Præsidenten . 


Onsdag den 25. januar


Møde med Mary Fonden
Kl. 9.00

Præsidentfruen deltager sammen med H.K.H. Kronprinsessen i møde med Mary Fonden i Frederik VIII's Palæ, Amalienborg.

Læs mere om Mary Fonden.


Besøg på Den Arnamagnæanske Samling
Kl. 9.10

Præsidenten besøger Den Arnamagnæanske Samling på Københavns Universitet. Den Arnamagnæanske Samling er en samling af håndskrifter, der kan dateres tilbage til middelalderen. Håndskrifterne bruges i dag til at forske i blandt andet tekst- og sprogvidenskab indenfor ældre nordiske sprog. Samlingen består af ca. 3000 håndskrifter, hvoraf ca. 1400 er bevaret på Københavns Universitet, mens resten af samlingen er udleveret til Island.

Læs mere om Den Arnamagnæanske Samling.


Seminar hos DI
Kl. 10.00

Præsidenten er sammen med Kronprinsen til stede ved seminar om innovation, bæredygtighed og fødvareproduktion hos Dansk Industri, København. Her forestår Præsidenten åbningen af seminaret.

Læs mere om seminaret.


Besøg hos Tante Olgas Børnehus
Kl. 10.15

Præsidentfruen besøger sammen med Kronprinsessen og Mary Fonden børnehaven Tante Olgas Børnehus i København. Under besøget viser pædagogerne og børnene, hvordan de bruger "LæseLeg" i børnehaven. LæseLeg er materiale udviklet af Mary Fonden. Gennem aktiv inddragelse af børn i historieoplæsning, skal LæseLeg bidrage til at styrke børns sprog og selvtillid.

Læs mere om LæseLeg.


Besøg hos State of Green
Kl. 10.50

I forlængelse af DI's seminar besøger Præsidenten og Kronprinsen State of Green. State of Green er et privat-offentligt partnerskab mellem den danske regering, relevante virksomheder og aktører inden for energisektoren. State of Green arbejder for at gøre Danmark til et foregangsland indenfor grøn vækst og for at gøre Danmark uafhængigt af fosile brændstoffer i 2025.

Læs mere om State of Green.


Besøg i FN Byen
Kl. 11.15

Præsidentfruen besøger sammen med Kronprinsessen FN Byen i København. Præsidentfruen og Kronprinsessen møder repræsentanter fra FN Byens nordiske kontorer og deltager i rundvisning.

Læs mere om FN Byen.


Besøg hos ICES
Kl. 11.20

Præsidenten besøger sammen med Kronprinsen ICES - International Council for the Exploration of the Sea. Her vil Præsidenten og Kronprinsen få en præsentation af ICES' organisation og arbejde. ICES er en global organisation, der forsker og rådgiver i bæredygtig brug af havet og dets økosystemer. Organisationen fungerer som et netværk, hvor forskere og andre fagfolk deler deres viden og forskningsresultater. 

Læs mere om ICES.


Besøg på Københavns Universitet
Kl. 12.10

Præsidentparret besøger sammen med Kronprinsparret Københavns Universitet. Under besøget vil der være rundbordsdiskussion om blandt andet globalisering i et nordisk perspektiv, hvorefter Præsidenten holder tale.

Læs mere om Københavns Universitet.


Frokost på Hotel- og Restaurantskolen
Kl. 13.20

Præsidentparret besøger sammen med Kronprinsparret Hotel- og Restaurantskolen, København. Under en rundvisning på skolen, får Præsidentparret og Kronprinsparret mulighed for at smage på forskellige nordiske retter, som eleverne har kreeret. Herefter deltager Præsidentparret og Kronprinsparret i frokost.

Læs mere om Hotel- og Restaurantskolen.


Besøg hos MAREL
Kl. 15.15

Præsidentparret besøger den islandske virksomhed MAREL, der leverer maskiner til kød-, fisk- og fjerkræindustrierne i store dele af verden. Under besøget får Præsidentparret blandt andet fremvist flere af virksomhedens fødvareproduktionsmaskiner.

Læs mere om MAREL.


Besøg hos Bredgade Kunsthandel
Kl. 16.20

Præsidentparret besøger Bredgade Kunsthandel og åbner udstillingen "Den Islandske Forbindelse".

Læs mere om Bredgade Kunsthandel.


Islandsk returarrangement på Nordatlantens Brygge
Kl. 19.00

Præsidentparret afholder reception til ære for Regentparret på Nordatlantens Brygge, som afslutning på statsbesøget med deltagelse af den kongelige familie. Ved receptionen vil der være taler og underholdning.

Læs mere om Nordatlantens Brygge.


Torsdag den 26. januar


Afsked
Kl. 9.00

Regentparret tager afsked med Præsidentparret i Christian VII's Palæ, Amalienborg, hvor der skrives i gæstebog og signeres på vinduesrude.

Læs mere om traditionen for signering på ruder.Skráð af Menningar-Staður og kongehuset.dk

 

.


Á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn. Ljósm.: BIB

Skráð af Menningar-Staður