Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2017 Janúar

11.01.2017 21:33

Páll studdi ekki ráðherraskipanina

 

 

Páll Magnússon.

 

Páll studdi ekki ráðherraskipanina
 

Páll Magnússon, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, studdi ekki þá ráðherraskipan sem Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, gerði tillögu um og samþykkt var í gærkvöldi.

 

"Á þingflokksfundi í gærkvöldi sagðist ég því miður ekki geta stutt þá ráðherraskipan sem formaður flokksins gerði tillögu um. Fyrir því væru tvær ástæður: Í fyrsta lagi gengi þessi skipan í veigamiklum atriðum gegn því lýðræðislega umboði sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu áunnið sér í prófkjörum og síðan kosningum í haust. Í öðru lagi fæli hún í sér lítilsvirðingu gagnvart Suðurkjördæmi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn vann sinn stærsta sigur í kosningunum," segir Páll á Facebooksíðu sinni.

 

Páll bætir því við að þetta hafi auðvitað ekkert með þá einstaklinga að gera sem völdust til ráðherraembætta. Þau séu öll hið vænsta fólk og hann hafi óskað þeim hjartanlega til hamingju.

 

"Vegna fjölda fyrirspurna og athugasemda sem hafa dunið á mér síðasta hálfa sólarhringinn finnst mér skylda mín að upplýsa stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi um [þetta]," segir Páll ennfremur.

 

 Af www.sunnlenska.is


Slráð af Menningar-Staður

 

11.01.2017 06:20

Ráðherrarnir í nýrri ríkisstjórn Íslands

 

 

 

Ráðherrarnir í nýrri ríkisstjórn Íslands
 

Morgunblaðið og Fréttablaðið

 Skráð af Menningar-Staður

 

 

10.01.2017 21:24

Vestur-ísfirskur meirihluti í stjórnarforystu

 

 

Formennirnir í Gerðarsafni í Kópavogi.

F.v.: Óttarr Proppe, Bjarni Benediktsson og Benedikt Jóhannesson.
Ljósm.: Mbl.

 

Vestur-ísfirskur meirihluti í stjórnarforystu

 

Ný ríkisstjórn er að verða til á Íslandi en það er stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.

Hinir ýmsu vitringar í stjórnmálum og greiningardeildir keppast nú við að dásama eða rífa niður hinn nýja stjórnarsáttmála allt eftir því í hvaða sporum menn standa.

Ein er sú greining sem farið hefur fram hjá  -Vestfirska forlaginu-  er sú að tveir af þremur flokksformönnunum eru með sterkar vestur-ísfirskar tengingar sem trúlega munu reynast þeim farsælar í ráðherrastörfum.


Óttarr Proppe, formaður Bjartrar framtíðar, á sterkar rætur ættar sinnar á Þingeyri og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, er tengdasonur Önundarfjarðar.
Skráð af Menningar-Staður

10.01.2017 08:33

Bakkablótið 2017

 

 

 

     Bakkablótið 2017

 

Miðasala 11. jan. á Stað kl. 20:00
 

 Skráð af Menningar-Staður

 

 

09.01.2017 16:01

Eyrbekkingurinn Jón á Hofi

 

 

Jón Björgvin Stefánsson - Fæddur 10. febrúar 1889 - Dáinn 19. apríl 1960

 

Eyrbekkingurinn Jón á Hofi

 

Aflahæsti humarbátur landsins á árinu 2016 er Jón á Hofi ÁR 42 frá Þorlákshöfn eins og fram hefur komið hér á Menningar-Stað.

Margir Sunnlendingar vita þá ber skipið nafn Jóns á Hofi á Eyrarbakka.

 

Hér koma tvær minningargreinar samferðamanna Jóns á Hofi og voru birtar í Tímanum  28. apríl 1960 á útfarardegi Jóns á Hofi – Jóns Björgvins Stefánssonar.


Gunnar Vigfússon skrifar:

Á síðari hluta nítjándu aldar og fyrri hluta  hinnar tuttugustu, bjuggu í Merkigarði á Eyrarbakka merkishjónin Steán Ögmundsson verzlunarmaður hjá Eyrarbakkaverzlun og kona hans Kristín Jónsdóttir.

 

— Stefán var fæddur í Oddgeirshólum 13. maí 1851, og var yngstur barna Ögmundar bónda! þar, Þorkelssonar er síðast var á Litlu-Reykjum í Flóa (d. 1828), Loftssonar í Heiðarbæ, Þorvaldssonar þar (d. 1770), Eirikssonar í Kringlu, Loftssonar. Kristín kona Stefáns í Merkigarði var fædd 17. des. 1858, dóttir Jóns bónda í Arnarbæli í Grímsnesi (f. 13.3. 1835) Sigurðssonar smiðs í Arnarbæli, Gíslasonar á Stóru-Borg, Ólafssonar. Kona Sigurðar smiðs var Vilborg, dóttir Jóns, er var prestur í Klausturhólum 1807—1832, Jónssonar prests í Hruna, Finnssonar biskups í Skálbolti, Jónssonar. En kona Jóns í Arnarbæli og móðir Kristínar var Sigríður Stefánsdóttir prests á Felli í Mýrdal Stefánssonar prests á Stóra-Núpi, Þorsteinssonar prests á Krossi, Stefánssonar spítalahaldara á Hörgslandi, Björnssonar.

 

Hjónin í Merkigarði áttu þrjá sonu, er komust upp. Elztur iþeirra var Stefán, f. 5. febrúar 1895, drukknaði 3. maí 1905, en yngstur var Sigmundur trésmiður á Eyrarbakka, f. 11. ágúst 1891, d. 25. júlí 1957.

 

Þriðji sonur þeirra Merkigarðshjóna — og sá, setin hér verður lítilega minnzt — var Jón B. Stefánsson, sem í dag verður lagður, til hinztu hvfldar í Eyrarbakkakirkjugarði.

 

Hann hét fullu nafni Jón Björgvin og var fæddur í Merkigarði 10. febrúar 1889. Ólst hann upp hjá foreldruim sínum og vandist snemma hvers konar vinnu til sjós og lands. Á yngri árum stundaði hann sjó á vetrum, bæði á skútum og vélbátum, eins og fleiri Eyrbekkingar, en ýmsa landvinnu á sumrum, t. d. símavinnu o. fl. 

 

Um 1920 réðist hann verzlunarmaður til Kaupfél. Heku á Eyrarbakka og vann hjá því félagi meðan það starfaði.

 

En lengstan starfsferl átti Jón hjá Kaupfélagi Árnesinga. Var hann einn af fyrstu starfsmönnum þess, réðist  17. febrúar 1931 og var þar fastur starfsmaður til dánardags. Vann hann fyrst við vörugeymslu félagsins á Eyrarbakka, hafði umsjón og verkstjórn með uppskipun þar og afgreiðslu allri. En á þeim árum var öll þungavara, svo sem matvörur, timbur og annað byggingarefni flutt með skipum til Eyrarbakka, sem varð þannig nokkurs konar birgðastöð félagsins.

 

Eftir að flutningar lögðust niður til Eyrarbakka, sjóleiðis, flutti Jón að Selfossi og varð deildarst. í vörugeymslu félagsins.

 

Árið 1919 kvæntist Jón Hansínu dóttur Jóhanns Gíslasonar vigtar manns á Eyrarbakka og síðar fiskimatsimanns í Beykjavík og konu hans Ingibjargar Rögnvaldsdóttur frá Ásum í Gnúpverjahreppi.

 

Byrjuðu þau búskap í Merkigarði á Eyrarbakka og munu hafa búið þar í 1 eða 2 ár, en fluttu þá að Hofi á Eyrarbakka og bjuggu þar unz þau fluttu að Selfossi árið 1947, en þar höfðu þau byggt íbúðarhús og fluttu í það í desember það ár. — En eftir 3 mánuði varð Jón fyrir þeirri sorg að missa konu sína. Hún dó á þessu nýja heimili þeirra hinn 13. marz 1948, tæplega 46 ára að aldri.

 

Þeim hjónum varð sex barna auðið— og verða þau talin hér eftir aldri:

1. Ingibjörg kona Hjalta Þórðarsonar, frá Reykjum, oárnsmíðameistara á Selfossi.

2. Kristin kona Guðm. Ólafssonar bílstjóra í Reykjavík.

3. Björgvin kaupfélagsstióri á Seyðisfirði, kvæntur Ólínu Þorleifsdóttur.

4. Margrét kona Ólafs Þorvaldssonar frá Arnarbæli, rafvirki á Selfossi.

5. Stefán járnsmiður á Selfossi, kvæntur Unni Sigursteinsdóttur.

6. Jóhann bifreiðastjóri á Selfossi, kvæntur Sigríði Ólínu Marinósdóttur.

 

Hér hefur í stórum dráttum verið rakin starfssaga Jóns Stefánssonar, —; og er þó aðeins stiklað á því helzta.

Ekki veit ég um vinnubrögð hans á fyrri árum, en síðustu 23 árin unnum við hjá sama fyrirtækinu, að vísu við óík störf, en það þori ég að fullyrða, að fáir hafi verið heiili í starfi en hann.

Öll vinna hans einkenndist af árvekni og trúmennsku. Hann var ágætur starfsfélagi og virtur af samstarfsmönnum sínum, bæði yfirmönnum hans, og þeim, sem hann var yfir settur.

 

Gunnar Vigfússon

______________________________


Egill Gr. Thorarensen skrifar:Gæfumaður genginn
 

 

Andiátsfregn Jóns B- Stefánssonar vinar míns, barst mér fiingað á Landsspítalann í gær. Leiðir okkar lágu saman í nánu samstarfi í 34 ár. Margs væri að minnast, en aðstæður leyfa mér aðeins fáein kveðjuorð.

 

Þegar fundum okkar bar fyrst saman, var Jón starfsmaður hjá Kf. Heklu á Eyrarbakka. Ég rak þau árin kaupmannsverzlun — en Jón var mikill samvinnumaður. Skömmu seinna hætti Hekla störf um, og vegna þess að Jón hafði þá ekki annað starf sem hentaði honum betur, réðist hann til mín, og voru aðalstörf hans næstu árin — skipaafgreiðsla á Eyrarbakka, upp skipun og umsjón með vörubirgð- um ásamt afgreiðslu og sölu á byggingarefni. Jón var frábær starfsmaður, afkastamikill, hárviss og aðlaðandi í umgengni. Það var nóg að starfa, þegar skip komu, voru þau afgreidd jafnt nótt sem dag, en Jón vantaði aldrei, hann var alltaf á sínum stað, traustur, athugull, glaðvær og vingjarnlegur. Hans rúm var vel skipað.

 

Eftir fá ár var Kf. Árnesinga stofnað, en verzlun mín lagðist þá niður. Við Jón fylgdumst báðir til K.Á. og höfum verið þar samstarfs menn siðan. Nú var eins og Jón væri kominn heim, enginn gladdist meir við stofnun hins unga samvinnufélags en hann, ekki af því að vel færi ekki á með okkur í fyrri samvinnu heldur vegna þess að Jón var samvinnumaður í húð og fiar og hafði tileinkað sér hugsjónir samvinnumanna í viðskiptum.

 

Jón var greindur vel, og flj6tur að sjá aðalatriði hvers máls. Hann talaði oft um það, hve ánægjulegt væri að starfa við samvinnufélag, fyrst og fremst vegna þess að hvers þess starfs, sem unnið væri í dag, nyti framtíðin. Hver steinn, sem lagður væri í vegginn yrði eign héraðsins gegnum félagsskapinn, sem aldnir og óbornir ættu eftir að byggja ofauá um ókomna tíma.

 

Eftir að Kf. Árnesinga tók tii starfa, jókst enn starf Jóns. Árin 1931—39 komu flest árin 8 skip tii Eyrarbakka frá vori til hausts, með nokkur þúsund tonn af vörum, og allt sá Jón um, afgreiðsiu skipa, uppskipun, vörugeymslu og afhendingu. Það var mikið starf og vei af hendi leyst, slíku starfi anna aðeins úrvalsmenn.

 

Þegar mér var sagt lát Jóns B. Stefánssonar greip mig söknuður, söknuður að eiga ekki eftir að njóta trausta handtaksins eða sjá glaða brosið og góðmannlega svipinn. Þessu hafði dauðinn svift okkur vini hans. En það sem elding flaug í huga mér við andiátsfréttina, var hversu mikill gæfumaður kvaddi hér samferðamennina. Eg efast um að eg hafi kynnzt öðrum eins gæfumanni og Jóni. Eg kynntist heimili Jóns all náið á Eyrarbakkaárum okkar. Það var fagurt heimili í öllum sikiliniiigi, J6n var svo gæfusamur að eiga sér ssanhenta konu, sem hann unni mjög og mat mikils, enda bjó hún honum fagurt og gott heimili með rausn og glæsibrag, sem Jóni var vel að skapi, því hann var rausnarmaður mikill. Hjónaband hans var því mjög gæfuríkt.

 Önnur gæfa Jóns var það að hann átti barnaláni að fagna, börnin voru falleg og gjörfuleg, og hafa reynzt hið ágætasta fólk. Var Jóni þetta mikil gæfa, því hann bar fjölskyldu sína mjög fyrir brjósti og var hinn umhyggjusamasti heimiiisfaðir. Heimilishamingja Jóns var ærin til þess að gera hann að gæfumanni, en ótalið er þá eitt og ekki veigaiítið, allit starf varð honum gæfa. Svo verður hjá öllum þeim, sem störf sín rækja af trúmennsku. Vitundin um vel unnið starf verður býsna drjúgt á metaskálum gæfunnar.

 

Allt þetta átti Jón Stefánsson í rfkum mæli, mikla gæfu í störfum og samskiptum við samferðamenn sína, því einnig var hann mjbg vinsæll. Jón hafði. nú náð þeim aldri, að hann hafði ákveðið að hætta störfum í sumar, en eg hygg að þessum mikla vinnumanni hefði orðið iðju leysið þungbært, til þess kemur nú ekki, því

 

„Enginn hugsi að annað líf

sé iðjuleysi tómt,

þótt ei þar finnist agg né kíf,

en ástarþelið frómt.

í aldingarðinum ærið starf

ætlað er lýðum þó

erfiði mannsins andi þarf

innanum frið og ró."

 

Svo kvað Grímur Thomsen.

 

Jón missti konu sína fyrir nokkr um árum. Ást hans til hennar var mikil, og ætli ástin sé ekki nokkuð ratvís hinum megin einnig.

 

Okkar mikli spámaður Matthías segir:
 

„Fáum við að finnast,

finnast, allt er heima,

óttumst ei ef unumst,

endalausa geima."

 

Já Jón vinur okkar var mikill gæfumaður fram í andlátið. Eg votta börnum hans hluttekningu mina við fráfall hans. Við öll1,sem þekktum hann nánast, vorum samferðamenn hans, samstarfsmenn og vinir, munum sakna hans, en sá söknuður mun jafnan verða blandinn gleði minninganna um góðan dreng.
 

Egill Gr. Thorarensen.

______________________________________________________________________________________________________________________
 


Hof á Eyrarbakka til hægri.
 

Hof á Eyrarbakka til vinstri.
 


Merkigarður á Eyrarbakka.  Myndirnar eru teknar 9. janúar 2017.  Ljósm.: BIB
 

Skráð af Menningar-Staður

 
 

 


 

09.01.2017 10:37

9. janúar 1990 - Stormflóð

 

 

 

9. janúar 1990 - Stormflóð

 

Miklar skemmdir urðu á Stokkseyri, á Eyrarbakka og í Grindavík í einu mesta stormflóði á öldinni.

Þúsundir fiska köstuðust á land í Vestmannaeyjum.

Morgunblaðið 9. janúar 2017


 

.
Skráð af Menningar-Staður

09.01.2017 09:03

Merkir Íslendingar - Hjörtur Hjartar

 

 

Hjörtur Hjartar (1917 - 1993)

 

Merkir Íslendingar - Hjörtur Hjartar

 

Hjörtur Hjartar fæddist 9. janúar 1917 á Þingeyri við Dýrafjörð. Foreldrar hans voru Ólafur R. Hjartar járnsmiður þar, f. 1892, d. 1974, og k.h. Sigríður Egilsdóttir, f. 1893, d. 1980.
 

Hjörtur brautskráðist frá Samvinnuskólanum árið 1937 en áður hafði hann stundað verslunarstörf hjá Kaupfélagi Dýrfirðinga á árunum 1931 til 1936. Hann varð kaupfélagsstjóri Kaupfélags Önfirðinga á Flateyri á árunum 1937 til 1945 og kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Siglfírðinga á árunum 1945 til 1952, er hann tók við stöðu framkvæmdastjóra Skipadeildar Sambands íslenska samvinnufélaga. Því starfi gegndi hann til ársloka 1976.
 

Hjörtur átti sæti í stjórn Samvinnusparisjóðsins og síðar í bankaráði Samvinnubankans frá stofnun árið 1963. Hann sat í stjórn Áburðarverksmiðjunnar hf. og síðar í stjórn Áburðarverksmiðju ríkisins frá árinu 1964. Einnig var hann í stjórn Olíufélagsins hf. frá 1967 og var stjórnarformaður í mörg ár. Hann átti sæti í stjórn Vinnumálasambands Samvinnufélaga og samninganefndum fyrir það um margra ára skeið. Hann sat auk þess í stjórnum fjölmargra fyrirtækja á vegum samvinnuhreyfmgarinnar.
 

Hjörtur var í stjórn Framsóknarfélaga í V.-Ísafjarðarsýslu, á Siglufirði og í Reykjavík í allmörg ár. Hann sat auk þess í ýmsum nefndum og ráðum, svo sem í hafnarnefnd á Siglufirði og sat eitt kjörtímabil í stjórn Bæjarútgerðar Reykjavíkur.

Greinasafn Hjartar, Á líðandi stund – nokkur rök samvinnumanna, kom út 1984.
 

Eiginkona Hjartar var Guðrún Jónsdóttir Hjartar kennari, f. 23.11. 1915, d. 14.12. 2009. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson, bóndi og alþingismaður í Stóradal í Austur-Húnavatnssýslu, og k.h. Sveinbjörg Brynjólfsdóttir. Börn Hjartar og Guðrúnar eru Jóna Björg, Sigríður Kristín, Elín og Egill.
 

Hjörtur lést 14. janúar 1993.

 

Morgunblaðið 9. janúar 2017


Skráð af Menningar-Staður

08.01.2017 06:48

Þrír aflahæstu humarbátar Íslands gera út frá Þorlákshöfn

 


Fróði II ÁR 38 og Jón á Hofi ÁR 42. Ljósm.: BIB

 

Þrír aflahæstu humarbátar Íslands

gera út frá Þorlákshöfn

 

Humarvertíðinni er nú lokið en flestir bátar hættu veiðum í nóvember að undanskildum Jóni á Hofi ÁR. Hann veiddi út allan nóvember og endaði sem aflahæsti humarbátur Íslands 2016. 

 

Þetta kemur fram á vefnum Aflafréttir.

 

Ellefu bátar voru á humarveiðum í ár samanborið við fjórtán báta árið 2015. Af þessum ellefu bátum eru fimm sem gera út frá Þorlákshöfn.

 

Þinganes ÁR var nýr á humarveiðunum þetta árið og kom hann svo sannarlega sterkur inn. Hann var aflahæsti báturinn á nokkrum listum þangað til hann hætti veiðum í september.

 

Jón á Hofi endaði með 225 tonn í 58 löndunum og Þinganes þar á eftir með 219 tonn í 49 löndunum en þeir voru einu bátarnir sem fóru yfir 200 tonnin.

 


Af www.hafnarfrettir.is


Skráð af Menningar-Staður
 

08.01.2017 06:34

Seta í hverfisráðum í Árborg

 

 

 

Seta í hverfisráðum í Árborg

 

Hverfisráð hafa verið við lýði í Sveitarfélaginu Árborg í nokkur ár og eru fulltrúar kosnir til setu í þeim til eins árs í senn.

 

Nú er komið að því að kjósa fulltrúa fyrir árið 2017 og auglýsir sveitarfélagið því eftir áhugasömum aðilum til að taka sæti aðal- eða varamanna í hverfisráðum Árborgar á Eyrarbakka, Selfossi, Stokkseyri og í Sandvík (fyrrum Sandvíkurhreppi).

Aðalmenn eru fimm talsins og varamenn einn til fimm. 

Í því skyni að efla hverfisráðin hefur bæjarráð Árborgar samþykkt að tveir bæjarfulltrúar verði tengiliðir við hvert hverfisráð.

 

Áhugasamir geta sent tölvupóst á netfangið rosa@arborg.is  eða haft samband í síma 480 1900 fyrir 12. janúar 2017.

Frá Árborg.


Skráð af Menningar-Staður

07.01.2017 20:19

Merkir Íslendingar - Egill G. Thorarensen

 

 

Egill G. Thorarensen (1897 - 1961)

 

Merkir Íslendingar - Egill G. Thorarensen

 

Egill G. Thorarensen fæddist í Kirkjubæ á Rangárvöllum 7. janúar 1897. Foreldrar hans voru Grímur S. Thorarensen, oddviti og hreppstjóri á Bjólu og í Kirkjubæ, og k.h., Jónína Guðrún Egilsdóttir.

Grímur var sonur Skúla Thorarensen, læknis á Móeiðarhvoli, bróður Bjarna, amtmanns og skálds. Bróðir Gríms var Þorsteinn, bóndi á Móeiðarhvoli, afi Þorsteins S. Thorarensen borgarfógeta.

Jónína var dóttir Egils Pálssonar frá Múla í Biskupstungum.

 

Eiginkona Egils var Kristín Daníelsdóttir og eignuðust þau fjögur börn, Grím kaupfélagsstjóra, Erlu húsfreyju, Benedikt framkvæmdastjóra og Jónínu húsfreyju.

 

Egill stundaði verslunarnám í Danmörku 1912-14 og verslunarstörf 1915 og var til sjós tvö ár, ásamt námi við Stýrimannaskólann.

 

Egill flutti að Sigtúnum við Ölfusárbrú 1918 og átti eftir að verða einn helsti áhrifamaður í atvinnumálum og pólitík Selfyssinga og Suðurlands á síðustu öld. Hann starfrækti verslun að Sigtúnum til 1930, beitti sér þá fyrir stofnun kaupfélags, seldi verslun sína nýstofnuðu Kaupfélagi Árnesinga, var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Árnesinga og stjórnarformaður Mjólkurbús Flóamanna í þrjá áratugi, sat í mjólkursölunefnd, mjólkurverðlagsnefnd, beitti sér fyrir kaupum kaupfélagsins á Laugardælum og kom þar upp stórbúskap, beitti sér fyrir hafnargerð og útgerð í Þorlákshöfn, var formaður Meitilsins og sat í stjórn Mjólkursamsölunnar og stjórn Osta- og smjörsölunnar, auk stjórnarsetu í öðrum fyrirtækjum og félögum.

 

Egill var bókmaður og bókmenntalega sinnaður. Um hann sextugan, sagði Ágúst, alþm. á Brúnastöðum, faðir Guðna: „Hann er maður fríður og vel á sig kominn að líkamsvexti. Bjartur á hörund, hárið hvítt; bláeygur og fagureygur, allharður undir brún að líta, en ef betur er að gætt, bros undir hvarmi og blik gáfna og góðmennsku í augum.“

 

Egill lést 15. janúar 1961Morgunblaðið 7. janúar 2017

 


Skráð af Menningar-Staður