Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2017 Janúar

02.01.2017 07:10

Úr kurteisisheimsókn til Hrafnseyrar

 

 


Frá Hrafnseyri á Þorláksmessu 23. des. 2016.

Ljósm.: Hallgrímur Sveinsson.

 

Úr kurteisisheimsókn til Hrafnseyrar

 

Á Þorláksmessu, 23. des. 2016, tókum við þessa mynd í heiðskíru veðri á Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar. 

Til vinstri á myndinni er endurgerður fæðingarbær Jóns Sigurðssonar. Hrafnseyrarnefnd lét leggja hornstein hans 17. júni 1994 og tekinn var hann í notkun 17. júní 1997.  Það var afi Jóns og alnafni sem reisti bæinn upphaflega um aldamótin 1800 eftir teikningum séra Guðlaugs Sveinssonar í Vatnsfirði við Djúp sem hann birti 1791. Hugmyndir séra Guðlaugs voru í raun fyrstu hugmyndir um byggingu burstabæja á landinu sem vitað er um og má hann því kallast faðir íslenska burstabæjarins, sagði próf. Þórhallur Vilmundarson. Þess má geta, að burstabæir urðu ekki algengir í sveitum landsins fyrr en um miðja 19. öld.

 

   Hrafnseyrarkirkja til hægri, elsta húsið á staðnum,  var vígð 28. febrúar 1886 af séra Janusi Jónssyni próf. í Holti í Önundarfirði. Er vígsludagurinn nokkuð sérstakur miðað við þeirra tíma samgöngur. Kirkjuna lét reisa sr. Þorsteinn Benediktsson, sóknarprestur á Hrafnseyri. Kirkjan kostaði fullbyggð 1,797 kr. og 22 aura samkvæmt frásögn Guðmundar Friðgeirs Magnússonar heitins í 1. hefti Mannlífs og sögu.
 

  Brekkan ofantil við bæinn og kirkjuna heitir Bælisbrekka.
 

   Yfir staðnum rís svo Ánarmúli, sem heitir í höfuðið á Áni rauðfeldi frá Hrafnistu í Noregi, sem fyrstur manna bjó á Eyri með konu sinni, Grelöðu Bjartmarsdóttur, jarls á Írlandi. Sagt er að landnámsmenn hafi viljað láta greftra sig á víðsýnum stöðum. Frú Grelöð hefur trúlega látið þetta eftir kallinum! Alla vega segja munnmæli að Án sé heygður á fjallinu sem nefnt er eftir honum.

Af www.thingeyri.is


Skráð af Menningar-Staður

01.01.2017 15:55

Tólf voru sæmd­ir fálka­orðunni í dag - 1. jan. 2017

 

 

For­seti Íslands sæm­ir ís­lenska rík­is­borg­ara fálka­orðunni tvisvar á ári, 1. janú­ar og 17. júní.

Hér gef­ur að líta þá sem voru heiðraðir á Bessa­stöðum í dag. Ljós­mynd/Gunn­ar Vig­fús­son

 

 

Tólf voru sæmd­ir fálka­orðunni í dag - 1. jan. 2017

 

Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, sæmdi tólf Íslend­inga heiðurs­merki hinn­ar ís­lensku fálka­orðu við hátíðlega at­höfn á Bessa­stöðum nú á ný­árs­dag 2017. Fengu sex kon­ur og sex karl­ar orðu í dag og var það fyr­ir störf og fram­lag til fjölda mála­flokka, frá björg­un­ar­stöf­um til vís­inda og vel­ferðamála.

 

Eft­ir­tald­ir Íslend­ing­ar voru sæmd­ir fálka­orðunni í dag:

 

 1. Benóný Ásgríms­son fyrr­ver­andi þyrluflug­stjóri, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir björg­un­ar­störf og fram­lag til ís­lenskra flug­mála

  2. Björn G. Björns­son leik­mynda- og sýn­inga­hönnuður, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir frum­herja­störf á vett­vangi ís­lensks sjón­varps og fram­lag til ís­lenskr­ar safna­menn­ing­ar

  3. Ei­rík­ur Rögn­valds­son pró­fess­or, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til ís­lenskra mál­vís­inda og for­ystu á sviði mál­tækni

  4. Gerður Guðmunds­dótt­ir Bjark­lind fyrr­ver­andi út­varps­maður, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir störf á vett­vangi hljóðvarps

  5. Gunn­hild­ur Óskars­dótt­ir dós­ent og formaður Styrkt­ar­fé­lags­ins Göng­um sam­an, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til stuðnings krabba­meins­rann­sókn­um og til heilsu­efl­ing­ar

  6. Kol­brún Hall­dórs­dótt­ir leik­stjóri og for­seti Banda­lags ís­lenskra lista­manna, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til leik­list­ar og störf í þágu ís­lenskra lista­manna 

  7. Peggy Oli­ver Helga­son iðjuþjálfi, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir störf að mál­efn­um veikra barna á Íslandi

  8. Ragn­ar Kjart­ans­son mynd­list­armaður, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar og alþjóðlegr­ar mynd­list­ar

  9. Sig­ríður Sigþórs­dótt­ir arki­tekt, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar húsa­gerðarlist­ar

10. Sig­urður Páls­son rit­höf­und­ur, Seltjarn­ar­nesi, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til ís­lenskra bók­mennta og menn­ing­ar

11. Þor­björg Arn­órs­dótt­ir for­stöðumaður, Hala II í Suður­sveit, ridd­ara­kross fyr­ir menn­ing­ar­starf í heima­byggð

12. Þór Jak­obs­son veður­fræðing­ur, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag á sviði um­hverf­is­vís­inda og til miðlun­ar þekk­ing­ar


Af mbl.is


 
Skráð af Menningar-Staður


 

01.01.2017 11:32

Jólin hans Hallgríms í Þýskalandi

 

 

 

Jólin hans Hallgríms í Þýskalandi

 

Fyrir jólin kom út í Þýskalandi bókin Norræn jól (Skandinavische Weinachten) hjá Oetinger forlaginu í Hamborg.

 

Þar er meðal annars að finna þýðingu Florence Groizier á Jólunum hans Hallgríms eftir Steinunni Jóhannesdóttur með myndum Önnu Cynthiu Leplar. Í bókinni er auk þess birt Jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum með myndum Erlu Siguðardóttur og sagan Jólin í Hælavík eftir Jakobínu Sigurðardóttur, myndskreytt af Imke Sönnischen.

 

Norræn jól er vegleg bók, um 220 síður í stóru broti og ríkulega myndskreytt. Þar eru mikilvægustu norrænu jólasögurnar sagðar af höfundum eins og Astrid Lindgren, Selmu Lagerlöf, H. C. Andersen, Ellen Reumert, Jo Tenfjord, Tor Åge Bringsværd, Tove Jansson, Zacharias Topelius og fleiri, ásamt myndum Elsu Beskow, Katrin Enkelking, Sven Nordqvist, Carola Sturm og fleiri listamanna. Einnig er greint frá ýmsu sem tengist jólahaldi og aðventu á Norðurlöndunum. Íslenskir jólasveinar, Grýla, Leppalúði og skötuilmur á Þorláksmessu koma við þá sögu.

 

Bók Steinunnar Jóhannesdóttur opnar sýn að jólum á tíð Hallgríms Péturssonar. Í Hallgrímskirkju var bæði í desember 2015 og 2016 tekið á móti barnahópum og þeim kynnt jólahald á tíð hins unga Hallgríms sem Steinunn segir svo frábærlega vel. Jóladrengurinn Hallgrímur Pétursson er nú í þýsku jólaúrvali Norðurlanda. Það er magnað og fagnaðarefni.

 

Séra Sigurður Árni  Þórðarson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju

Af www.kirkjan.is


Skráð af Menningar-Staður

01.01.2017 11:05

Hallgrímskirkja í Saurbæ

 

 

 

 

Hallgrímskirkja í Saurbæ

 

 

Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvars var í sumar í Hvalfirði.

Kirkjan í Saurbæ var m.a mynduð.

 

 

Saga kirkjunnar

 

Kirkjan á Hvalfjarðarströnd er í Saurbæjarprestakalli í prófastsdæmi Borgarfjarðar.

 

Kirkjan í Saurbæ, sem var vígð 1957, er helguð minningu Hallgríms Péturssonar, sem var þar sóknarprestur á árunum 1651-69. 

Árið 1934 var efnt til samkeppni um teikningu að kirkjunni en engin þeirra hlaut náð fyrir augum dómnefndar.  Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins var falið að teikna hana.  Undirstöður voru steyptar en verkinu var frestað vegna síðari heimsstyrjaldarinnar.

Að Guðjóni látnum var Sigurði Guðmundssyni og Eiríki Einarssyni, arkitektum, falið að teikna nýja kirkju árið 1953.  Hún var minni og einfaldari en hin fyrri en reist á hinum tilbúna grunni.  Kirkjan er 21,35 m löng, kirkjuskipið 9,4 m breitt og kórinn 11,4 m.  Hún er úr steinsteypu og prýdd dönskum múrsteini að innan.  Þakið er koparklætt og turninn er 20 m hár.  Byggingarstíll hennar er samspil klassískra forma og nútíma efnisnotkunar.

Staðurinn er kunnastur fyrir setu séra Hallgríms Péturssonar (1614-1674) þar á árunum 1651-1669. Hann er meðal mestu trúarskáldum þjóðarinnar og þekktasta verk hans er Passíusálmarnir, sem hann orti í Saurbæ.

Gerður Helgadóttir skreytti gler kirkjunnar og sótti efnið í Passíusálmana, s.s. „Um dauðans óvissa tíma" og „Allt eins og blómstrið eina.

Finnski listamaðurinn Lennart Segerstråle gerði freskómynd í stað altaristöflu.

Róðukross á altari er líklega frá því um 1500. Hann var í kirkju Hallgríms á 17. öld.

 

Hin minningarkirkjan um séra Hallgrím, hin stærsta á landinu, er vitaskuld Hallgrímskirkja í Reykjavík

 

.

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

01.01.2017 07:07

Gleðilegt nýtt ár

 

Hallgrímskirkja í Reykjavík

sem Eyrbekkingurinn Guðjón Samúelsson teiknaði.

Ljósm.: Morgunblaðið Árni Sæberg.

 

 

Gleðilegt nýtt ár

Þökkum liðin ár
                            

                   Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka
                                       
                                  Menningar-Staður

 

                                  Alþýðuhúsið á Eyrarbakka
                                 Vinir alþýðunnar


 
Skráð af Menningar-Staður