Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2017 Febrúar

19.02.2017 07:02

19. febrúar 2017 - "konudagur"- góa byrjar

 

 

Í Eyrarbakkafjöru. Ljósm.: Víðir Björnsson.

 

19. febrúar 2017 - “konudagur”- góa byrjar

 

Mánuðurinn góa hefst nú sunnudag frá 18. til 24. febrúar, en 8. til 14. febrúar í gamla stíl fyrir 1700.

 

Nafnið, góa eða gói, er þekkt úr elstu heimildum og afbrigði þess í öðrum norrænum tungum. Gói er persónugerð sem vetrarvættur í gömlum sögnum, dóttir Þorra.

 

Orðið góiblót bendir til mannfagnaðar seint að vetri að fornu en um hann er ekkert vitað með vissu. Ljóst er hinsvegar af heimildum frá öndverðri 18. öld að fagna átti góu á svipaðan hátt og þorra. Skyldi það fremur vera húsbóndinn en húsfreyjan, en víst er að dagurinn var eignaður húsfreyjunni. Heimildir geta um tilhald í mat á síðari öldum en hvergi á við þorrakomu. Kann þar að ráða nokkru að góukoma lendir oftast á langaföstu.

 

Nokkuð var ort um Góu á 17. – 19. öld sem dóttur Þorra eða eiginkonu. Var þá stundum reynt í gamni að skjalla hana til að bæta veður. Svipaður kann að vera tilgangur þess góukomusiðar á norðaustanverðu landinu að Góu var færður rauður ullarlagður.

 

 Heitið konudagur er kunnugt frá miðri 19. öld og er nú útbreitt. Sá siður að eiginmenn gefi konum sínum blóm á konudaginn hófst á sjötta áratug 20. aldar.

 

 Í almennri þjóðtrú skipti góuveðrið máli. Átti sumarið að verða gott ef góa væri stormasöm og veður vont fyrstu góudaga.

 

 Þessi vísa var húsgangur í Önundarfirði fram á 20. öld.

 

 Góa kemur með gæðin sín

 gefst þá nógur hitinn.

 Fáir sakna þorri þín

 þú hefur verið skitinn.

 

 Heimild: Saga daganna eftir Árna Björnsson.

 

 

Við Hjallastefnuna á Eyrarbakka. Ljósm.: Víðir Björnsson.
 Skráð af Menningar-Staður

 

 

 

18.02.2017 22:14

Þorrablótið á Stokkseyri árið 2007

 

 

 

Þorrablótið á Stokkseyri árið 2007

 

Síðasti dagur „þorra“ er í dag, laugardaginn 18. febrúar 2017, og nefnist sá dagur „þorraþræll.“ Þá verða haldin síðustu þorrablótin á Suðurlandi á þessum vetri  sem hefur verið sérlaga hagstæður til ferðalaga og samkomuhalds.


Í tilefni þessa er hér myndasafn Björns Inga Bjarnasonar frá Þorrablótinu á Stokkseyri árið 2007 sem haldið var í Menningarsalnum í Menningarvertöðinni Hólmaröst og var gríðarlega vel sótt eða rétt tæplega 250 gestir.

 

Það var Stokkseyringafélagið í Reykjavík og Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi sem stóðu fyrir blótinu og var Bjarni Harðarson á Selfossi veislustjóri.

 

Þeir sem fram komu voru;

Siggeir Ingólfsson, formaður Stokkseyringafélagsins,

Björn Ingi Bjarnason, forseti Hrútavinafélagsins ,

Árni Johnsen, alþingismaður og tónlistarmaður 

og Jóhannes Kristjánsson, eftirherma og skemmtikraftur sem fór á kostum og vakti jafnvel upp drauga af Draugasetrinu í Menningarverstöðinni.

 

 Hljómsveitirnar NilFisk og Vítamín sáu um tónlist á borðhaldi og dansleik.  Glæsilegt þorrahlaðborð var frá Rauða húsinu á Eyrarbakka.Myndaalbúm með 62 myndum er komið há Menningar-Stað:


Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/282012/

 

Nokkrar myndir:
 

.

.

 

.

.

 

.

 

.

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

18.02.2017 20:55

18. febrúar 2017 - "þorraþræll" - síðasti dagur þorra

 

 

Núpur í Dýrafirði á þorra. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

18. febrúar 2017 - “þorraþræll” - síðasti dagur þorra

 

Mánuðurinn þorri hófst föstudaginn 20. janúar s.l. og er sá dagur kallaður “bóndadagur” og þá var miður vetur.

Í Orkneyingasögu og Flateyjarbók segir af Fornjóti konungi í Finnlandi og Kvenlandi. Fornjótur átti þrjá syni, Ægi, Loga og Kára. Kári var faðir Frosta (Jökull) er var faðir Snæs hins gamla. Hans sonur hét “Þorri” og dæturnar Fönn, Drífa og Mjöll. Þorri átti tvo syni og hét annar Nór en hinn Gór og dóttir hans hét “Góa.”

Þorri var blótmaður mikill og hafði blót á miðjum vetri er kölluð voru “Þorrablót.” Síðasti dagur þorra er kallaður “þorraþræll” og er á sumun stöðum tileinkaður piparsveinum, mönnum í óvígðri sambúð, fráskildum mönnum, ellegar þeim sem átt höfðu barn í lausaleik eða tekið framhjá konu sinni.

Þorrablót eru haldin af miklum krafti um allt land og borðaður svokallaður “þorramatur” og frá slíkum samkomum er þessi bæn.

“Guð gefi, að ég væri kominn í rúmið, háttaður, sofnaður, vaknaður aftur og farinn að éta.”

 


Heimild: Saga daganna eftir Árna Björnsson.Skráð af Menningar-Staður

18.02.2017 20:36

Stefanía Magnúsdóttir - Fædd 27. apríl 1921 - Dáin 8. febrúar 2017 - Minning

 


Stefanía Magnúsdóttir (1921 - 2017)

 

Stefanía Magnúsdóttir - Fædd 27. apríl 1921

- Dáin 8. febrúar 2017 - Minning

 

Stefanía Magnúsdóttir fæddist í Flögu í Villingaholtshreppi 29. apríl 1921. Hún lést á dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka 8. febrúar 2017.

 

Foreldrar hennar voru hjónin í Flögu, þau Magnús Árnason, hreppstjóri, frá Hurðarbaki í Villingaholtshreppi, f. 18. október 1887, d. 23. desember 1973, og Vigdís Stefánsdóttir frá Selalæk á Rangárvöllum, f. 13. október 1891, d. 14. mars 1977.

 

Stefanía var þriðja í röð tíu systkina en Magnús og Vigdís misstu sitt fyrsta barn.

Systkini Stefaníu eru:

1) Árni, f. 1917, d. 2010,

2) Guðrún, f. 1919,

4) Brynjólfur, f. 1922, d. 1983,

5) Sigríður, f. 1924, d. 1987,

6) Guðríður, f. 1926, d. 2014,

7) Grímur, f. 1927, d. 2009,

8) Anna, f. 1929, d. 2005,

9) Unnur, f. 1930, d.2012.

Uppeldisbróðir þeirra var Stefán Gunnar Jónsson, f. 1934, d. 2011.

Guðrún er ein eftirlifandi þeirra systkina.

 

Stefanía giftist 1. janúar 1942 Jóni Guðmanni Valdimarssyni húsasmið, 5. október 1918, d. 28. september 1997.

Foreldrar hans voru Valdimar Þorvarðarson frá Klasbarða í V-Landeyjum, f. 14. maí 1893, og Elín Jónsdóttir frá Laug í Biskupstungum, f. 10. október 1886.

Þau eignuðust einkasoninn Árna Guðmannsson, húsasmið í Kópavogi, f. 30. maí 1942, d. 18. maí 2014.

Árni kvæntist 1. janúar 1969 Hrafnhildi Sveinsdóttur, f. 22. mars 1943, d. 1. febrúar 1997.

Dætur þeirra:

1) Ragnhildur Hafdís Guðmundsdóttir, f. 28. desember 1966, d. 13. júní 1998, gift Páli Þórarinssyni, f. 10. nóvember 1957, d. 12. desember 2014. Þau eignuðust synina Inga Hrafn, f. 1990, Þórarin Árna, f. 1992, og Jón Guðmann, f. 1995, maki Bergey Flosadóttir, f. 1997.

2) Sóley Huld, f. 1. desember 1973, maki Sveinbjörn Hjálmarsson, f. 28. mars 1973, börn þeirra eru Hjálmar Forni, f. 1994, Andri Fannar, f. 1999, Sindri Freyr, f. 2002, og Hrafnhildur Sara, f. 2012.

3) Dagný Hrund, f. 3. október 1977, hennar börn eru Birta Ögn, f. 1999, Emma Dögg, f. 2001, og Hrafnkell Orri, f. 2003.

4) Signý Hlíf, f. 21. maí 1980, maki Valborg Ösp Á. Warén, f. 17. júní 1982, þeirra börn eru Árni Vilhelm, f. 2010, og Hildur Bigitta, f. 2015. Eftirlifandi eiginkona Árna er Bergljót I. Þórarinsdóttir, f. 16. ágúst 1942.

 

Útför hennar fór fram frá Eyrarbakkakirkju í dag, laugardaginn 18. febrúar 2017

_________________________________________________________________________________


Minningarorð

Þormar Ingimarsson.

 

Það var aldrei nein lognmolla eða andvaraleysi í kringum hana Stebbu á Bakkanum. Hún var þriðja elst í níu systkina hópi sem ólst upp í Flögu. Fyrir tveimur árum fór ég ásamt Stebbu og Hönnu, mágkonu hennar og móðursystur minni, í bílferð austur að Flögu. Stebba naut sín vel við að segja okkur frá æskuárunum á þessum fallega stað. Hún færði okkur aftur í tímann og setti okkur inn í þær aðstæður sem hún bjó við.

 

Hún talaði um m.a. myrkrið og hvað þau krakkarnir voru myrkfælin. Það var barnmargt þarna í hverfinu og krakkarnir frá Flögu, Hróarsholti og Kambi hittust á kvöldin til leikja og var kærleikur þeirra á milli. Á Flögu rís landið hátt og tilkomumiklir klettar setja sterkan svip í landslagið.

Stebba erfði frásagnarhæfileika og kímnigáfu móður sinnar, Vigdísar. Því var það svo, að þar sem Stebba var – þar var fjörið. Smitandi hlátur hennar gerði hversdagslega hluti skemmtilega og lifandi.

 

Rétt rúmlega tvítug fór hún til Þorlákshafnar þar sem hún gerðist ráðskona og þar hitti hún mannsefnið sitt, hann Manna, sem var þá sjómaður á bát. Þau áttu vel saman og fóru fljótlega að búa í Kirkjuhúsi á Eyrarbakka hjá Valdimari og Elínu, foreldrum Manna, sem eru afi minn og amma.

 

Þarna hófust kynni mín af Stebbu. Hún tók fagnandi á móti fólki og lét öllum líða vel. Kirkjuhús var lifandi staður, því margir komu og litu inn til Stebbu og Manna. Eyrarbakki á þessum tíma var í blóma – mikið atvinnulíf með bátaslipp, verkstæðum og höfn, þar sem bátar lögðu upp. Flest hús höfðu sín nöfn og fólkið kennt við húsin. Margir voru með skepnur í bakgarðinum og því var þetta draumur fyrir strák úr Reykjavík að njóta tímans í þessu umhverfi.

 

En lífið gaf og lífið tók. Manni var ekki alltaf heilsuhraustur, fyrst fékk hann berkla og seinna á lífsleiðinni veikindi sem tóku af honum mál og þrótt. Manna var lagið að bjarga sér og notaði sínar leiðir til að tjá sig. Hann hafði símaskrá við höndina og fletti henni upp til að sýna nöfn á þeim sem hann vildi tala um eða segja frá.

 

Þeir sem þekktu hann vel náðu því ágætum samskiptum við hann. Stebba stundaði ýmis störf á Bakkanum. Lengst af starfaði hún í frystihúsinu, vinnuhælinu og kvenfélaginu lagði hún traust lið.

 

Þau eignuðust einkasoninn Árna, sem var þeim kær, ekki ólíkur móður sinni, málsterkur með smitandi hlátur, vel ættaður Flögu-piltur enda var hann þar mörg sumur í sveit og mótaðist ættareinkennunum.

 

Árni eignaðist þrjár dætur og eina stjúpdóttur, sem hafa verið ljós í lífi Stebbu og stutt vel við hana, ásamt tveimur tengdadætrum, fyrst Hrefnu, barnsmóður og fyrri eiginkonu Árna, en hún lést 1997, og eftirlifandi eiginkonu Árna, Bergljótu.

 

Við Hanna tókum okkur ferð seinni part janúar sl. til að heimsækja Stebbu.

Hún var hress og lék á als oddi með 96 ár að baki. Ég átti svo að sækja hana þegar voraði og fara með í heimsókn til mín.

Hún bætti síðan við þegar við vorum að kveðjast, „Þormar, eigum við svo ekki að fara í réttirnar í haust?“ Já, sæll.

 

Hvíl í friði, vinkona.

Þinn vinur,

 

Þormar Ingimarsson.Morgunblaðið laugardagurinn 18. febrúar 2017

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

18.02.2017 06:18

Eyrarrósin á Eistnaflug

 

 


Viðurkenning. - Forsvarsmenn þungarokkshátíðarinnar Eistnaflugs tóku

við Eyrarrósinni við hátíðlega athöfn í Verksmiðjunni á Hjalteyri í gær.

Eyrarrósinni fylgir fjárstyrkur upp á tvær milljónir króna sem kemur sér vel.

 

Eyrarrósin á Eistnaflug

 

Þungarokkshátíðin Eistnaflug handhafi Eyrarrósarinnar. 
Alþýðuhúsið og Vesturfarasetrið hlutu líka verðlaun.


Þungarokkshátíðin Eistnaflug í Neskaupstað hlaut í gær Eyrarrósina 2017, verðlaunin sem veitt eru árlega fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. 

Forsetafrúin Eliza Reid, sem er verndari Eyrarrósarinnar, afhenti verðlaunin við athöfn í Verksmiðjunni á Hjalteyri, en starfsemin þar hlaut verðlaunin í fyrra og hefur myndast sú hefð að afhenda verð- launin hverju sinni í höfuðstöðvum verðlaunahafa síðasta árs.

Verðlaunin sem Eistnaflug hlýtur er fjárstyrkur; tvær milljónir króna, auk nýs verðlaunagrips sem hannaður er af Friðriki Steini Friðrikssyni vöruhönnuði. 

Alþýðuhúsið á Siglufirði og Vesturfarasetrið á Hofsósi, sem einnig voru tilnefnd til verðlaunanna, hlutu hvort um sig 500 þúsund krónu peningaverðlaun. Nýr samningur um verðlaunin 

Að Eyrarrósinni standa í sameiningu Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flugfélag Íslands og var þetta í þrettánda sinn sem verðlaunin voru veitt.

Við upphaf athafnarinnar í Verksmiðjunni undirrituðu Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar, Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, og Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, samninga um áframhaldandi samstarf um Eyrarrósina til ársins 2020.


Morgunblaðið 17. febrúar 2017


Skráð af Menningar-Staður

 

 

 

 

16.02.2017 11:14

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 16. febrúar 2017

 

 

F.v.: Ólafur Guðmundsson, Rúnar Eiríksson, Ingvar Jónsson, Siggeir Ingólfsson,

Guðmundur Sæmundsson, Ólafur Ragnarsson, Siggi Björns og Jón Friðrik Matthíasson.

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 16. febrúar 2017

 

Sérstakur gestur  -Vina alþýðunnar-  í morgun, fimmtdaginn 16. febrúar 2017, í Alþýðuhúsinu í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka var Siggi Björns, Vestfirðingurinn og tónlistarmaðurinn í Berlín í Þýskalandi.

 

Þetta er dagur númer tvö í móttökum fyrir Sigga og kom Eyrbekkingurinn á Selfossi;  Ólafur Ragnarsson með brúnköku og bauð gestum.

 

Siggi hefur búið erlendis í rúm 30 ár og starfað við tónlist; fyrst í Danmörku og síðan í Þýskalandi.

 

 

.
F.v.: Ólafur Ragnarsson og Siggi Björns.
.

.
F.v.: Rúnar Eiríksson, Ingvar Jónsson, Siggeir Ingólfsson, Guðmundur Sæmundsson,

Björn Ingi Bjarnason, Siggi Björns og Jón Friðrik Matthíasson.
.

.
F.v.: Guðmundur Sæmundsson, Ólafur Ragnarsson, Siggi Björns og Jón Friðrik Matthíasson.
.

.
F.v.: Rúnar Eiríksson, Jóhann Jóhannsson, Guðmundur Sæmundsson, Siggeir Ingólfsson.
.


F.v.: Jóhann Jóhannsson, Guðmundur Sæmundsson, Siggeir Ingólfsson og Ólafur Ragnarsson.

 


Skráð af Menningar-Staður


 

15.02.2017 18:33

16. febrúar 2017 - Fánasetur Suðurlands gjörir kunnugt

 
 

 

 

 

16. febrúar 2017
- Fánasetur Suðurlands gjörir kunnugt

 


Í dag var danskur fán á Fánasetri Suðurlands á Eyarrbakkai til heiðurs Sigga Björns

vegna margra ára veru hans í Danmörku;

sem reyndar hófst með ferð þangað er hann var púki og fékk upp úr því heiðursnafnið "Danskurinn"

 
 

Við fánalok fyrir stundu flaggaði himnafaðirinn einnig glæsilegu rauðu og gulu við sólarlag eins og sjá má.

 
Skráð af Menningar-Staður

 

 

15.02.2017 14:36

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 15. febrúar 2017

 


F.v.: Siggi Björns. Haukur Jónsson, Jóhann Jóhannsson og Siggeir Ingólfsson. Ljósm.: BIB

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 15. febrúar 2017

 

Sérstakur gestur  -Vina alþýðunnar-  í morgun, miðvikudaginn 15. febrúar 2017, í Alþýðuhúsinu í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka var Siggi Björns, Vestfirðingurinn og tónlistarmaðurinn í Berlín í Þýskalandi.

Siggi hefur búið erlendis í rúm 30 ár og starfað við tónlist; fyrst í Danmörku og síðan í Þýskalandi.

Sigga var vel fagnað í Alþýðuhúsinu og á eftir var farið í gamla beitingaskrúinn vestan við Sölvabakka en Siggi var beitustrákur og sjómaður um árabil áður en hann hélt erlendis. Síðasta vertíðin hans var á Flateyri vetrarvertíðina 1983-1984 sem er fræg á margan hátt.

 

 

.
Siggi Björns segir Berlínar- og Vestfjarðasögur.
F.v.: Siggi Björns, Siggeir Ingólfsson og Rúnar Eiríksson.

.

.
Og svo var farið á gamla beitingaskúrin á Bakkanum.
.

.

.

 


Skráð af Menningar-Stað
 

15.02.2017 08:21

Mynd úr Vesturbúðinni 15. feb. 2013

 

 

 

Mynd úr Vesturbúðinni 15. feb. 2013
 

 

Jón Bjarni Stefánsson hefur hér orðið á fundi Vitringa í Vesturbúðinni á Eyrarbakka
þann 15. febrúar 2013.Skráð af Menningar-Staður

14.02.2017 04:56

Maður orðsins er 62 ára

 

 

Guðbjartur Jónsson í Vagninum á Flateyri

sem hann stofnsetti og rak með glæsibrag í mörg ár.

 

Maður orðsins er 62 ára

 

Guðbjartur Jónsson frá Flateyri  - Maður orðsins- er 62 ára í dag 14.  febrúar 2017.
Margir þekkja hans frábæru orðatiltæki í gegnum tíðina sem sumhver hafa birtst í skemmtisögum sem Vestfirska forlagið á Þingeyri hefur gefið út á liðnum þeim tæplega aldarfjórðungi sem forlagið hefur starfað.


Um uppruna sinn sagði Guðbjartur Jónsson:
„Ég er upphaflega fæddur í Hafnarfirði, síðan inná Hesti og eftir það á Flateyri.“


Guðbjartur Jónsson býr nú í Hveragerði.

 

 

Afmæliskveðjur frá Vinum alþýðunnar í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka.


 


Guðbjartur Jónsson.
Teikning Ómar Smári Kristinsson.

 

 

Myndir er tekin í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka þann 1. maí 2013 þegar

nokkrir fyrrverandi formenn og stjórnarmenn í Verkalýðsfélagini Skildi á Flateyri

héldu uppá 80 ára afmæli félagsins með nokkrum heimamönnum á EyrarbakkaSkráð af Menningar-Staður