Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2017 Febrúar

06.02.2017 06:50

Forseti Íslands heimsótti Jónshús í Kaupmannahöfn

 

 

Halla Benediktsdóttir umsjónarmaður Jónshúss og Karl M. Kristjánsson

formaður stjórnar Jónshúss tóku að móti gestunum.

 

Forseti Íslands heimsótti Jónshús í Kaupmannahöfn

 

Það var hátíðleg stund í Jónshúsi í Kaupmannahöfn þann 24. janúar s.l. þegar forseti Íslands Guðni Th og forsetafrú Eliza Reid komu í heimsókn ásamt fylgdarliði. Lögregluvernd, blá ljós, umferðin stöðvuð og margir stórir svartir bílar.

Halla Benediktsdóttir umsjónarmaður Jónshúss og Karl M. Kristjánsson formaður stjórnar Jónshúss tóku að móti gestunum. Gestirnir skoðuðu sýningu um Jón Sigurðsson og eiginkonu hans Ingibjörgu Einarsdóttur sem er á þriðju hæð hússins. Karl sagði frá Jónshúsi og Halla sagði frá fyrirhugðum breytingum á safninu.

Að því loknu var farið í salinn á fyrstu hæð. Þar tóku fulltrúar notenda Jónshúss á móti gestunum.  Halla sagði frá starfseminni sem fram fer í húsinu. Starfseminn er töluverð og sem dæmi var nefnt að í nóvember síðast liðnum komu um 1400 gestir í húsið.

 

Því næst fengu fulltrúar notenda hússins orðið, kynntu sig og sögðu frá sinni starfsemi. Svo tók forseti Íslands til máls og færði Jónshúsi bók að gjöf, Fyrstu forsetarnir, eftir núverandi foreta Guðna Th. Að lokum gafst smá til að spjalla áður en forsetinn og fylgdarlið hans yfirgaf húsið.

Myndir frá heimsókninni er að finna hér.  


Jónshús í Kaupmannahöfn.


 


Skráð af Menningar-Staður

05.02.2017 06:58

Þorrablót á Stokkseyri 11. febrúar 2017

 

 

 

Þorrablót á Stokkseyri 11. febrúar 2017

 


Þorrablót Ungmennafélags Stokkseyrar verður haldið í íþróttahúsinu á Stokkseyri laugardaginn 11. febrúar 2017.

 

Maturinn kemur frá Veisluþjónustu Suðurlands. Nefndin mun leika og sprella. Og hljómsveitin Bækon mun sjá um ballið en hljómsveitin samanstendur af blönduðu liði Karma og Í svörtum fötum.

 

Aðgangur litlar 7000 kr.

og fer forsala miða fram í Íþróttahúsinu í dag, sunnudaginn 5. febrúar kl 20:00.Nokkrar mynbdir frá þorrablótinu á Stokkseyri árið 2007 en Hrútavianfélagið Örvar

og Stokkseyringafélagið í Reykjavík stóðu að blótinu það árið.
 

.

.

.

.

.

 

.

.


Skráð af Menningar-Staður


 

05.02.2017 06:47

Tryggvaskáli í endurnýjun lífdaga

 


Tryggvaskáli á Selfossi.

 

Tryggvaskáli í endurnýjun lífdaga

 

Tuttugu ár eru síðan undirbúningur að varðveislu og endurgerð Tryggvaskála hófst. Margir hafa komið að því verki, iðnaðarmenn, hönnuðir, áhugamenn og fleiri. Farið var að nýta húsið eftir því sem kostur var meðan á endurbótunum stóð og því erfitt að tímasetja einhvers konar upphaf að endurgerð lokinni. Ákveðin tímamót urðu þó þegar allt húsið var leigt út til veitingastarfsemi um mitt ár 2013. Einu verki var þó ólokið en það var koma veitingasalnum í það horf sem hann var lengst af með uppsetningu stórra málverka eftir Matthías Sigfússon sem prýddu salinn frá árinu 1947.

 

Nú hafa eigendur málverkanna afhent Skálafélaginu málverkin til varðveislu og munu þau nú prýða veggi salarins að nýju og má segja að með táknrænum hætti hafi lokahönd verið lögð á verkið.

 

Af þessu tilefni  verður opið hús í Tryggvaskála í dag, sunnudaginn 5. febrúar 2017 kl. 16.00–18.00.

 

Þar gefst fólki kostur á að sjá og endurnýja kynni sín við málverkin sem hengd hafa verið upp hvert á „sínum“ stað. Jafnframt gefst gestum kostur á að skoða húsið.

Félagar í Skálafélaginu verða á staðnum og veita upplýsingar ef óskað er eftir.


 


Málverk eftir Matthías Sigfússon.


Af www.dfs.is


Skráð af Menningar-Staður.

 


 

04.02.2017 07:06

Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík í 150 ár

 

 

 

Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík í 150 ár

-Stiklað á stóru í sögu félagsins frá stofnfundinum 3. febrúar 1867

 

Til þess að efla hag íslenskra iðnaðarmanna um miðja nítjándu öldina þurfti samtök, menntun og áræði og framkvæmdir. 

Það varð hlutverk reykvískra iðnaðarmanna að stuðla að þessari þróun með stofnun Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík þann 3. febrúar árið 1867. 

Stofnendur voru 31 reykvískur iðnaðarmaður og fór stofnfundurinn fram í húsi Landsprentsmiðjunnar. Um sex árum síðar var félagið nefnt Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík.

Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík er hið þriðja elsta sem nú hefur starfað óslitið á Íslandi. 

Samofin sögu Reykjavíkur 

Það er táknrænt að stofnfundur Iðnaðarmannafélagsins skuli hafa verið haldinn í fyrsta húsi innréttinganna en Skúli Magnússon reisti það fyrir forstjóra þeirra. 

Í þessu húsi bjó þá Einar Þórðarson prentari og rak þar einnig prentsmiðju, Landsprentsmiðjuna. 

Saga Iðnaðarmannafélagsins er þannig samofin sögu Reykjavíkur með vöggu sína í hlaðvarpa Ingólfs Arnarsonar. 

Árið 1869 stofnaði Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík kvöldskóla. Kennari við hann var Árni Gíslason leturgrafari en hann var lengi ritari félagsins. 

Seinna var skólinn rekinn sem sunnudagaskóli og voru kennslugreinar: réttritun, uppdráttarlist, reikningur, danska, enska og söngur.

Rekstur skólans reyndist félaginu fjárhagslega erfiður og lagðist kennsla niður þann 1. febrúar árið 1890.

Á fundi í Iðnaðarmannafélaginu þann 31. mars árið 1901 kynnti stjórn félagsins áform um að koma á fót kvöldskóla með ákveðinni námsskrá fyrir iðnaðarmenn. 

Á fundi þann 7. október árið 2003 gekk Jón Þorláksson verkfræðingur í félagið og á þessum sama fundi hafði hann framsögu um málefni skólans. 

Hann upplýsti fundarmenn um sambærilegt skólahald erlendis og vildi hefja skólastarf samkvæmt nýjum reglum strax um næstu áramót.

Iðnskólinn settur á stofn 

Skólahald með nýju fyrirkomulagi hófst við Iðnskólann í Reykjavík 1. október árið 1904. 

Skólastjóri var skipaður Jón Þorláksson og fastur kennari Þórarinn B. Þorláksson, bókbindari og listamaður. Hann varð síðar skólastjóri við skólann. Kennslugreinar voru flatarteikning, rúmteikning, iðnteikning, íslenska, reikningur og danska. 

En Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík lét ekki staðar numið. Mánuði eftir fyrstu setningu skólans lagði formaður félagsins, Knud Zimsen, fram teikningar af nýju skólahúsi. Samþykkt var að kaupa lóð Búnað- arfélagsins á mótum Vonarstrætis og Lækjargötu undir skólabyggingu.

Trésmiðjan Völundur tók að sér byggingu hússins samkvæmt tilboði sem hljóðaði upp á kr. 20.850,00. Kennsla hófst í nýju skólahúsi haustið 1906. 

Gáfu styttuna af Ingólfi

Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík beitti sér fyrir því að reist yrði minnismerki um Ingólf Arnarson. 

Knud Zimsen, borgarstjóri og fyrrverandi formaður félagsins, hélt ræðu en formaður félagsins, Jón Halldórsson, afhjúpaði styttuna. 

Hann sagði m.a.: „Háttvirta ríkisstjórn! Ég afhendi yður nú þessa mynd frá Iðnaðarmannafélaginu í Reykjavík, þessu landi og þessari þjóð til eignar og umráða; gerið svo vel og takið á móti henni og verndið hana frá árásum eyðileggingar að svo miklu leyti sem í ykkar valdi stendur.“ 

Á aldarafmæli sínu, árið 1967, gaf Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík borgarstjóraembættinu „há- tíðartákn“, keðju sem borgarstjóri ber við hátíðleg tækifæri. Keðjan er úr silfri, smíðuð af listamanninum Leifi Kaldal gullsmið. 

Heimild: Imfr.is

Fréttatíminn 3. febrúar 2017 - Morgunblaðið 4. febrúar 2017.


Skráð af Menningar-Staður

03.02.2017 22:45

3. febrúar 1867 - Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík var stofnað

 


Arnarhóll í Reykjavík og Ingólfur Arnarson.
 

 

3. febrúar 1867 - Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík var stofnað

 

Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík var stofnað þann 3. febrúar 1867 og er því 150 ára í dag. 

Félagið byggði Iðnó og Iðnskólann við Lækjargötu. 

Iðnaðramannafélagið beitti sér fyrir því að styttan af Ingólfi Arnarsyni var reist á Arnarhóli í Reykjavík og gefin íslensku þjóðinni árið 1924. Það var í formannstíð Önfirðingsins Jóns Halldórssonar frá Vöðlum en hann var formaðmur Iðnaðramannafélagsins árin 1921 - 1925.

 

Morgunblaðið og fleira. 

 

 

Ingólfur Arnarson.


Skráð af Menningar-Staður

 

03.02.2017 07:10

Eldgos á Hallgrímskirkju

 

Hallgrímskirkja sem Eyrbekkingurinn Guðjón Samúelsson teiknaði.

 


Eldgos á Hallgrímskirkju
 

Vetrarhátíð var sett í gærkvöldi með afhjúpun ljóslistaverksins Sköpun lands eftir Ingvar Björn á Hallgrímskirkju.

Hátíðin stendur í fjóra daga og taka öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu þátt í henni.

Meginstoðirnar eru Safnanótt, Sundlauganótt, Snjófögnuður og Ljósalist.


Morgunblaðið 3. febrúar 2017Skráð af Menningar-Staður

03.02.2017 06:42

Biggi á skólarútunni að hætta akstri

 


Birgir Sigurfinnsson.
 

 

Birgir á skólarútunni að hætta akstri
 

 

Sæl veri þið öll.

 

Þar sem ég hef hætt akstri skólabíls hérna á ströndinni langar mig að þakka fyrir frábæra samvinnu og traust nemenda og foreldra í gegnum tíðina.

Ég hef ekið meira og minna síðan í mars 2008, og það sem mest er um vert að allt gekk þetta slysalaust hjá okkur, og held ég öll börnin sem hafa verið farþegar mínir gegnum tíðina eru vinir og félagar mínir í dag og verða vonandi áfram, það er mikilsvert.
 

Takk fyrir mig.

Birgir Sigurfinnsson.

 

 

Birgir Sigurfinnsson og Siggeir Ingólfsson í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka.
Skráð af Menningar-Staður

02.02.2017 19:55

2. febrúar - Kyndilmessa

 


Snjókarl á Eyarrbakka á Kyndilmessu 2. febrúar 2017.                                      Ljósm.: BIB
 

 

2. febrúar - Kyndilmessa

 

HREINSUNARHÁTÍÐ Maríu meyjar er í dag 40 dögum eftir fæðingu Krists og þá er mikil ljósadýrð við katólska guðsþjónustu og dagurinn því kenndur við kerti eða kyndla og íslenska nafnið  -Kyndilmessa-  þaðan upprunnið segir í Sögu Daganna.

 

Þar segir ennfremur að veðrabrigði þyki oft verða um þetta leyti á meginlandi Evrópu.

 

Haft er eftir bónda austur á Skeiðum eftir miðja 20. öld þegar hann sá sólina setjast á kyndilmessu: "Hún ætlar að setjast í heiði, bölvuð."

 

Á sólskin þennan dag að vita á snjóa síðar og hefur sú speki verið umort á íslensku eftir erlendum vísubrotum eða spakmælum og fer hér á eftir:

 

Ef í heiði sólin sést,

á sjálfa kyndilmessu

snjóa vænta máttu mest

maður upp frá þessu.


Morgunblaðið


Skráð af Menningar-Staður

02.02.2017 06:14

Endurbætur á Mjólkurbúinu í Hveragerði

 

 

 

Endurbætur á Mjólkurbúinu í Hveragerði

 

Nú standa yfir framkvæmdir við Mjólkurbúið (Breiðamörk 26, Hveragerði) sem miða m.a. að því að gera íbúð á 2. hæð hússins íbúðarhæfa.

 

Mjólkurbúið er eitt elsta hús bæjarins, byggt árið 1929 eftir teikningum Eyrbekkingsins Guðjóns Samúelssonar, húsameistara ríkisins.

 

Stofnun Mjólkurbús Ölfusinga og bygging hússins markaði upphaf þéttbýlis í Hveragerði. Þetta kemur fram á hveragerdi.is

 

Búið er að fjarlægja spónaplötuklæðningu og plasteinangrun innan af útveggjum 2. hæðar, endureinangra útveggi með steinullareinangrun og klæða þá með gifsplötum. Einnig lagfæra hitalagnir og einangra þak. Nú er verið að skipta um glugga á 2. hæð og færa þá til upprunalegs horfs. Næsta sumar verður lokið við að skipta um glugga á húsinu en þá verður einnig þakjárn og þakrennur endurnýjaðar og farið í múrviðgerðir á útveggjum og þeir málaðir.

 

Ráðgjafar við framkvæmdina eru Sigurður Þ. Jakobsson tæknifræðingur og Stefán Örn Stefánsson arkitekt. Vænta má að húsið verði bæjarprýði að loknum þessum framkvæmdum.

 

Í íbúðinni kemur svo til með að búa 7 manna fjölskylda frá Sýrlandi sem væntanleg varnú til landsins í lok janúar.
 

 


Suðri fimmtudagurinn 2. febrúar 2017.
 Skráð af Menningar-Staður

01.02.2017 16:19

Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir - Fædd 26. ágúst 1922 - Dáin 27. jan. 2017 - Minning

 


Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir
(1922 - 2017)

 

Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir - Fædd  26. ágúst 1922

- Dáin 27. jan. 2017 - Minning

 

Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir fæddist á Eyrarbakka 26. ágúst 1922.

Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 27. janúar 2017.

 

Foreldrar hennar voru Elín Sveinsdóttir, f. 24.5. 1886, d. 13.12. 1984, og Vilhjálmur Andrésson, f. 27.5. 1887, d. 19.4. 1972. Systkini Sveinbjargar eru: Unnur, f. 14. júlí 1918, d. 11.1. 1999, Reynir Sveinn, f. 25.6. 1921, d. í júlí 1922, Stefán Gunnar, f. 25.6. 1931, d. 12.9. 2015, og eftirlifandi er Andrés Már, f. 17.9. 1929.

 

Hinn 1. júlí 1944 gekk Sveinbjörg að eiga Georg Ámundason rafeindavirkja, f. 11. febrúar 1917, Mjóanesi, Þingvallahr., d. 20. desember 2007. Trúlofuð síðan 1938.

 

Börn þeirra eru:

1) Vilhjálmur Örn, f. 24. mars 1946, maki Ágústa Sigríður Jóhannesdóttir og eiga þau tvo syni, Andrés og Georg, og fjögur barnabörn.

2) Kristján, f. 4. júní 1949, maki Jóhanna Guðrún Gunnarsdóttir, eiga þau saman fjögur börn, þau eru Gunnar Heimir, Marín, Íris Björg og Kristján Unnar og ellefu barnabörn.

3) Birgir, f. 11. september 1953, maki María Hreinsdóttir og eiga þau saman þrjú börn, Ástu Hólm, Sigurjón Vigfús, Birgi Má og sjö barnabörn.

 

Sveinbjörg var jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, 1. febrúar 2017


Skráð af Menningar-Staður