Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2017 Febrúar

01.02.2017 16:10

Þórdís Frímannsdóttir - Fædd 3. desember 1927 - Dáin 23. jan. 2017 - Minning

 

 

 

Þórdís Frímannsdóttir
(1927 - 2017)

 

Þórdís Frímannsdóttir - Fædd 3. desember 1927  

- Dáin 23. jan. 2017 - Minning

 
 

Þórdís Frímannsdóttir fæddist 3. desember 1927 að Bessastöðum í Fljótsdal.

Hún lést 23. janúar 2017 á dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka.

 

Foreldrar hennar voru Jóhann Frímann Jónsson, f. 2. júní 1898, d. 23. ágúst 1960, og Sigríður Þorsteinsdóttir, f. 9. júlí 1901, d. 24. ágúst 1974.

 

Þórdís var elst sinna systkina sem eru: Anna Arnbjörg, f. 1930, Jón, f. 1932, María, f. 1935, og fóstursystir þeirra, Unnur Jónasdóttir, f. 1943.

 

Fyrri eiginmaður Þórdísar var Helgi Eyjólfsson, f. 22. september 1925, d. 23. júní 2008, sonur þeirra er Jóhann Frímann Helgason, bílasmiður, f. 22.1. 1948. Fyrrverandi maki Elsebeth Elena Elíasdóttir sjúkraliði. Börn þeirra eru: Þórdís Fríða, Sigurður Eyþór og Jóhanna, barnabörn þeirra eru sex. Hinn 16. okt.

 

1953 giftist Þórdís seinni eiginmanni sínum, Magnúsi Aðalbjarnarsyni frá Unaósi í Hjaltastaðaþinghá, f. 10 janúar 1927, d. 19. júlí 1997.

Börn Þórdísar og Magnúsar eru:

1) Aðalbjörn Þór, f. 10.10. 1952, verkamaður á Selfossi, maki: Guðbjörg Erla Kristófersdóttir, leikskólaleiðbeinandi. Börn þeirra eru: Magnús Víðir, f. 4. sept 1972, d. 28. júní 1995, Birgir og Eva Hrund, barnabörnin eru þrjú.

2) Sigríður, f. 5.5. 1958, bankamaður, maki: Hermann Árnason frjótæknir. Synir þeirra eru: Steinar, Arnar Freyr og Ástþór, barnabörnin eru tvö. 3) Steinunn Hrefna, f. 17.3. 1963, leikskólakennari, maki: Guðjón Stefánsson húsasmíðameistari. Dætur þeirra eru: Sara og Erna, barnabörnin eru þrjú.

 

Þórdís ólst upp á Reyðarfirði og stundaði nám við Alþýðuskólann á Eiðum einn vetur. Hún starfaði sumarlangt á Grímsstöðum á Fjöllum einnig á símstöðinni á Egilsstöðum og á Hótel Reyðarfirði. Þórdís og Magnús hófu búskap sinn á Selfossi þar sem þau byggðu hús á Kirkjuvegi 26 og bjuggu allan sinn búskap. Þórdís vann við verslunarstörf, lengst af í brauðgerð KÁ og hjá Selfoss Apóteki. Þórdís var virkur félagi í Kvenfélagi Selfoss og einnig í Þroskahjálp á Suðurlandi.

 

Árið 2000 flutti hún að Heiðavegi 4 og bjó hún þar á meðan heilsa leyfði.

 

Síðustu fjögur árin bjó hún á dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka.

 

Þórdís var jarðsungin frá Selfosskirkju þriðjudaginn, 31. janúar 2017

 


Skráð af Menningar-Staður
 

 

 

01.02.2017 08:15

1. febrúar - Dagur kvenfélagskonunnar

 

 

1. febrúar - Dagur kvenfélagskonunnar

 

Dagurinn í dag, mánuudagurinn 1. febrúar, er Dagur kvenfélagskonunnar. 

1. febrúar 1930 var stofndagur Kvenfélagasambands Íslands og var formlega gerður að degi kvenfélagskonunnar árið 2010. Var það gert til að vekja athygli á miklu og óeigingjörnu starfi kvenfélagskvenna um árabil, enda löngu tímabært að kvenfélagskonur fengju sinn eigin dag á dagatalinu.

 

Fyrsta kenfélagið á Íslandi, sem var í Rípurhreppi, var stofnað 1869. 

Kvenfélag Eyrarbakka var stofnað 25. apríl 1888.

 


Kvenfélagskonur á Eyrarbakka taka lagið á afmælisfundi.  Ljósm.: BIB
 


Skráð af Menningar-Staður