Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2017 Apríl

30.04.2017 07:08

Bætt aðgengi á sjóvarnargarðinn að vestanverðu

 

 

Siggeir Ingólfsson, yfirstrandvörður, við nýja stigann. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Bætt aðgengi á sjóvarnargarðinn að vestanverðu

 

Nú á dögunum var settur upp veglegur stigi uppá sjávarnargarðinn vestast í Eyrarbakkaþorpi - ofan við höfnina.

Þetta gerir aðgengi á göngustíginn ofan á garðinum  mjög auðvelt og er til mikilla bóta fyrir þá fjölmörgu heimamenn og gesti sem þarna ganga um og njóta útsýnis yfir hafið og þorpið.

Það voru strafsmenn Sveitarfélagsins Árborgar sem unnu verkið þeir: Finn Nílssen, Þórður Tindur Gunnarsson og verkstjóri var Óðinn Andersen.

Menningar-Staður færði til myndar.


 

.

.
Skráð af Menningar-Staður

29.04.2017 06:15

1. maí 2017 á Eyrarbakka

 

 

 

1. maí 2017 á Eyrarbakka

 

Kaffisala Kvenfélags Eyrarbakka
 

á Stað kl. 15 - 17

 

 

 

.

 


Skráð af Menningar-Staður

28.04.2017 22:27

1. maí 2017 á Selfossi

 

 

 

 

1. maí 2017 á Selfossi

 

 

 


Skráð af Menningar-Staður

28.04.2017 06:47

Merkir Íslendingar - Skúli Halldórsson

 


Skúli Halldórsson (1914 - 2004).

 

 

Merkir Íslendingar - Skúli Halldórsson

 

Skúli fædd­ist á Flat­eyri við Önund­ar­fjörð 24. apríl 1914. For­eldr­ar hans voru Hall­dór G. Skúla­son, lækn­ir í Reykja­vík, og Unn­ur Skúla­dótt­ir Thorodd­sen hús­móðir.
 

Móðir Hall­dórs var Mar­grét Eggerts­dótt­ir, bónda á Fossi í Vest­ur­hópi, bróður Helgu, lang­ömmu­Björg­vins Schram, for­seta KSÍ, föður Ell­erts B. Schram, fyrrv. for­seta ÍSÍ og fyrrv. rit­stjóra og alþing­is­manns.
 

Unn­ur var syst­ir Guðmund­ar lækna­pró­fess­ors, Katrín­ar, alþm. og yf­ir­lækn­is, Krist­ín­ar, yf­ir­hjúkr­un­ar­konu og skóla­stjóra, Bolla borg­ar­verk­fræðings og Sig­urðar verk­fræðings, föður Dags skálds og afa Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur mennta­málaráðherra.

Unn­ur var dótt­ir Skúla Thorodd­sen alþm. og Theo­dóru Thorodd­sen skáld­konu. Bróðir Skúla var Þórður, faðir Em­ils Thorodd­sen tón­skálds.
 

Eig­in­kona Skúla var Stein­unn Guðný Magnús­dótt­ir sem lést 1997, en börn þeirra eru Magnús arki­tekt og Unn­ur fiski­fræðing­ur.
 

Skúli lauk prófi frá VÍ, prófi í kontra­punkti, tón­smíðum og út­setn­ingu frá Tón­list­ar­skól­an­um í Reykja­vík 1947 og prófi í pí­anó­leik frá sama skóla 1948.
 

Skúli var skrif­stofumaður hjá SVR 1934-44 og skrif­stofu­stjóri þar til 1985. Hann kenndi pí­anó­leik 1948-52, var und­ir­leik­ari hjá fjölda óperu­söngv­ara og leik­ara.
 

Skúli er í hópi þekkt­ustu ís­lenskra tón­skálda síðustu ald­ar.

Hann samdi á annað hundrað söng­lög,  svo sem Smaladrenginn og Smalastúlkuna, um tutt­ugu hljóm­sveit­ar­verk og kammer­verk og um tíu pí­anó­verk. Þá komu út eft­ir hann tólf söng­lög við ljóð Jóns Thorodd­sen og tíu söng­lög við ljóð Theo­dóru Thorodd­sen.

Hann fékk verðlaun frá Rík­is­út­varp­inu fyr­ir laga­flokk sinn við ástar­ljóð Jónas­ar Hall­gríms­son­ar.

 

Skúli var í stjórn Tón­list­ar­fé­lags­ins og STEF í tæp 40 ár, var formaður STEF í 20 ár og sat í stjórn BÍL í ára­tug.
 

Skúli lést 23. júlí 2004.

 

Morgunblaðið 28. apríl 2017.

 


Skúli Halldórsson og Vigdís Finnbogadótir í 80 ára afmælisfagnaði Skúla

sem Önfirðingafélagið hélt honum til heiðurs í Gamlabíói í Reykjavík.


Skráð af Menningar-Staður.

 

27.04.2017 18:35

Íslenskar sjókonur um aldir

 

 

 

Íslenskar sjókonur um aldir
 

Bókin Survival on the Edge: Seawomen of Iceland, eftir mannfræðinginn dr. Margaret Willson, kom út hjá University of Washington Press, í Seattle, Bandaríkjunum, á síðasta ári.

Með einstökum hætti rekur höfundur sögu Íslenskra sjókvenna frá Þuríði formanni á Stokkseyri til Sigrúnar stýrimanns frá Djúpavogi og nokkurra enn yngri kvenna. Margrét samvefur reynsluheim Íslenskra sjókvenna og eigin reynslu því sjálf sótti hún sjóinn sem ung kona við strendur Ástralíu. Frásagnarmáti bókarinnar er athyglisverður því Willson skrifar í fyrstu persónu og rekur í inngangi bókarinnar hvatann að því að hún fékk áhuga á efninu, hvernig var að hefja rannsókn á efni sem lítið hafði verið skoðað og aðferðir sínar við gagnaöflun. Í máli hennar kemur glöggt fram að þrátt fyrir að hafa gjarnan fengið þau svör að fáar konur hafi stundað sjó frá hinum eða þessu bæjarfélaginu þá hafi alla jafna allt annað komið á daginn og þær séu fjölmargar Íslensku konurnar sem sótt hafa sjóinn, þótt þær hafi ekki gert sjóskókn að ævistarfi sínu.

 

Í texta bókarinnar tekst Willson með athyglisverðum hætti að flétta saman ítarlega heimildavinnu og vitnisburð Íslenskra kvenna af eigin reynslu, ásamt tilvísunum í fjöldan allan af þjóðsagnakenndum frásögnum um sjósókn þeirra á ólíkum tímum. Hún leitar víða fanga og nýtir sér jafnt varðveittar sjóferðabækur sem og stökur og kvæði, s.s. eftir Ólínu Andrésardóttur, frá 1924, þar sem segir: „þær saumuðu, spunnu, styrðu skeið, / þeim var kunnug láar leið / lögð yfir grunna svæðin breið“ (bls. 40), til að varpa ljósi á margbrotið lífshlaup kvenna um aldir.

 

Í fyrsta kafla bókarinnar, „Survival on the edge, a hidden history“ (bls. 23-53), leggur Willson upp í ferðalag um Ísland og byrjar á Snæfellsnesi, – í Dritvík og við Breiðafjörð. Hún rekur byggðasögu svæðisins, segir frá lifnaðar- og atvinnuháttum, einokun Dana, harðindum og nauðung ýmiskonar. Hún heimsækir þá staði sem fjallað er um og fléttar saman eigin upplifun og reynslu kvennanna sem hún er að fjalla um í rannsókn sinni. Hún furðar sig á fjöldanum því „hundruðir kvenna höfðu sótt sjóinn“ (bls. 53), sérstaklega á vestur- og suðurlandi á 18. og 19. öld. Örlagatrú, erfiði, atgervi og úthald verður henni tíðrætt um í örðum kafla bókarinnar (bls. 53-80), enda eiginleikar sem jafnt konur og karlar þurftu að búa yfir til að lifa af. „Róðu betur, kæri karl, / kenndu ei brjóst um sjóinn / harðar taktu herðafall / hann er á morgun gróinn“, segir í kvæði eftir Björgu Einarsóttur, frá miðri 16. öld, og Willson vísar til máli sínu til staðfestingar. Hún rekur sögur fjölmargra nafngreindra kvenna og veltir upp spurningunni um hvernig á því standi að flestar þeirra – utan Þuríði og e.t.v. Látra Björgu – séu fallnar í gleymsku. Hún nýtir svo uppgrafnar upplýsingar og vitnisburði um æviskeið viðkomandi kvenna til að bregða ljósi á ýmsar tegundir útgerðarhátta, aðbúnað sæfarenda, vosbúð og elju þeirra sem í hlut áttu.


Í þriðja kafla bókarinnar gerir Willson byggðaþróun á Íslandi á nítjándu og fyrri hluta tuttugustu aldar ítarleg skil. Flutningur fólks úr sveitum til þorpa, umskipti í sjávarútvegi, framfarir í skipasmíðum, uppbygging fiskvinnslustöðva, réttindabarátta sjómanna og fiskverkafólks o.fl. setur hún í samhengi við fækkun kvenna í sjómannastétt. Auk þess sem almenningsálitið hafði sitt að segja, en hún vísar til fjölda niðrandi ummæla um sjókonur sem óhæfar mæður, skjækur, hálfkarla og kaldlyndra hörkutóla.

 

Í seinni hluta bókarinnar teflir Wilson því næst fram hverjum vitnisburðinum á fætur öðrum og varpar ljósi á sögu sem fáir þekkja. Hún gerir grein fyrir atvinnuþátttöku kvenna til sjós á 20. öld og segir um leið frá ferðum sínum um landið og aðferðum við að grafa upp lítt þekktar sögur og upplýsingar. Í síðasta kafla bókarinnar gerir hún svo kvótakerfinu skil og fjallar sérstaklega um verksmiðjuútgerð. Hún veltir upp spurningum um kynjuð viðhorf til hinna ýmsu atvinnuvega og hvort fleiri eða færri konur muni í framtíðinni sækjast eftir plássum til sjós. Lokaorðin sækir hún til viðmælenda síns, Ingu Fanneyjar, en þau hverfast um að rétt eins og gróður á Íslandi berjist í sífellu við að halda lífi og þannig hafi málum verið háttað með konur til sjós um aldir.

 

Í bók sinni tekst Margaret Willson að skapa það sem Níels Einarsson kallar: „Captivating read due to the breath of knowledge the author conveys through her personal style“ og það sem Kristín Loftsdóttir telur vera „newly told story of empowerment“ og „beautifully written and empirically rich ethnography“. Prófessor Charles Menzies, frá University of British Columbia, í Kanada, kemst svo að þeirri niðurstöðu að bókin sé; „a fabulous book, part memoir, part ethnography“. Hann bendir því næst á að: „Too often the presence of women at sea has been treated as an exception to be explained, but in this book the history and reality of seawomen is treated as fact and the stories follow from that. It´s about time!.“

 

Með orðum Unnar Dísar Skaptadóttur tekst Margaret Willson „með líflegum sögum sínum að glæða Íslenskar sjókonur lífi“, eins og segir á bókarkápu og víst er að í bók sinni um Íslenskar sjókonur gerir höfundurinn mikið úr því sem fræðimaðurinn Michael Faucoult skilgreindi sem staðbundna þekkingu og útskýrði að fæli í sér vald og áhrif þess eða þeirra sem hafa hana á takteinum.

 

Í samfléttaðri ferðasögu sinni um útgerðarstaði á Íslandi, um völundarhús lítt kunnra heimilda og flækjuverk áður óskráðra frásagna af Íslenskum sjókonum sviptir höfundur bókarinnar Survival on the Edge: Seawomen of Iceland (2016) hulunni af einstakri reynslu og þekkingu fjölda kvenna sem aðrir hafa ekki á valdi sínu og legið hefur í þagnarbrunni (!) allt of lengi.

 

 

Dr. Margaret Willson hefur dvalið á Stokkseyri síðustu vikur vegna efnisöflunar í næstu bók sína.
Hún leit við að Ránargrund á Eyrarbakka og þá var þessi mynd tekin.
F.v.: Birna Gunnlaugsdóttir, dr. Margaret Willson og Björn Ingi Bjarnason.

Ljósm.: Jóna Guðrún Haraldsdóttir.
 Skráð af Menningar-Staður

 

 

27.04.2017 11:40

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 27. apríl 2017

 


F.v.: Ólafur Ragnarsson, Haukur Jónsson, Siggeir Ingólfsson, Jóhann Jóhannsson
og Guðmundur Sæmundsson.  Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 27. apríl 2017

Vinir alþýðunnar

 

 

.

.

.

.

.

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

27.04.2017 10:48

Ingveldur Guðlaugsdóttir - Fædd 31. jan. 1928 - Dáin 5. apríl 2017 - Minning

 Ingveldur Guðlaugsdóttir (1928 - 2107).

 

 

Ingveldur Guðlaugsdóttir - Fædd 31. jan. 1928

- Dáin 5. apríl 2017 - MinningIng­veld­ur Guðlaugs­dótt­ir fædd­ist á Eyr­ar­bakka 31. janú­ar 1928. Hún lést 5. apríl 2017.

 

For­eldr­ar henn­ar voru Ingi­björg Jón­as­dótt­ir hús­móðir, f. 22. mars 1905, d. 4. nóv­em­ber 1984, og Guðlaug­ur Páls­son kaupmaður, f. 20. fe­brú­ar 1896, d. 16. des­em­ber 1993.

Systkini Ing­veld­ar eru:

1) Guðrún, f. 1924, 2) Jón­as, f. 1929, 3) Hauk­ur, f. 1931, 4) Páll, f. 1939, 5) Stein­unn, f. 1942, og 6) Guðleif, f. 1945 sem öll eru á lífi.

 

Ing­veld­ur var gift Geir Gunn­ars­syni rit­stjóra, f. 9. apríl 1916, d. 10. júlí 1978. Þau skildu.

Ing­veld­ur og Geir eignuðust fimm dæt­ur:

1) Jó­hanna fram­halds­skóla­kenn­ari, f. 27. maí 1951. Henn­ar maður var Gunn­ar Hauks­son for­stöðumaður, f. 1. fe­brú­ar 1951, d. 26. ág­úst 2009. Börn Jó­hönnu eru: a) Aðal­björg hand­verks­kona, f. 1976, b) Hauk­ur, f. 1977, banka­starfsmaður, maki Rakel Svans­dótt­ir kenn­ari, f. 1977. Þeirra dæt­ur eru: a) Helena Bryn­dís, f. 2001, b) Hild­ur Telma, f. 2004, c) Hekla Katrín f. 2015, c) Val­ur fram­halds­skóla­kenn­ari, f. 1982, sam­býl­is­kona Ragn­hild­ur Sig­urðardótt­ir kenn­ari, f. 1982. Þeirra börn eru: a) Gunn­ar Freyr, f. 2009, Ásdís, f. 2011, Kári og Daði, f. 2016.

2) Gígja, f. 22. apríl 1953, list­hönnuður í Englandi. Fyrri eig­inmaður henn­ar var Guðmund­ur Ein­ars­son, f. 19. nóv­em­ber 1952. Seinni eig­inmaður Gígju var Leon­ard Guttridge logsuðumaður, f. 30. júlí 1949, d. 14. júní 2016.

3) Edda mynd­list­ar­kona, f. 14. ág­úst 1954.

4) Sig­ríður Dögg viðskipta­fræðing­ur, f. 15. fe­brú­ar 1961. Henn­ar maður var Heiðar Haf­steins­son vél­fræðing­ur, f. 26. júlí 1959, d. 20. apríl 2007. Sam­býl­ismaður Sig­ríðar er Guðjón Árna­son hót­el­stjóri, f. 6. júní 1958. Börn Sig­ríðar og Heiðars eru: a) Andri raf­virki, f. 1988, b) Ing­veld­ur Dís tölv­un­ar­fræðing­ur, f. 1991, sam­býl­ismaður Andri Már Birg­is­son tækni­maður, f. 1988, og c) Gígja vakt­stjóri, f. 1995.

5) Ingi­björg Dís viðskipta­fræðing­ur, f. 18. apríl 1962. Fyrri eig­inmaður henn­ar var Robin Gunn­ar Estcourt Boucher flug­stjóri, f. 15. sept­em­ber 1947, d. 26. mars 1992. Seinni eig­inmaður Ingi­bjarg­ar er Maggnús Vík­ing­ur Gríms­son, fram­kvæmda­stjóri, f. 12. maí 1951. Börn Ingi­bjarg­ar og Maggnús­ar eru: a) Hjalti Robin Vík­ing­ur húsa­smiður, f. 1994, og b) Maggnús Hlini Vík­ing­ur verk­stjóri, f. 1995.

 

Æsku­ár­in átti Ing­veld­ur á Bakk­an­um og var þar í barna­skóla. Hún stundaði einnig nám við Verzl­un­ar­skóla Íslands og skilaði framúrsk­ar­andi náms­ár­angri. Hún starfaði í nokk­ur ár við hlið föður síns í versl­un hans á Eyr­ar­bakka. Þegar hún flutti til Reykja­vík­ur var hún versl­un­ar­stjóri í bóka­búð Helga­fells í Aðalstræti, sam­hliða námi við leik­list­ar­skóla Ævars R. Kvar­an. Síðar rak hún blaða- og tíma­rita­út­gáfu með eig­in­manni sín­um.

Eft­ir að Ing­veld­ur skildi starfaði hún m.a. sem þjónn á Hót­el Garði, á Hót­el Val­höll á Þing­völl­um og í Þjóðleik­hús­kjall­ar­an­um. Seinna starfaði hún sem gjald­keri og bók­ari hjá Silla og Valda í Glæsi­bæ, síðar Slát­ur­fé­lagi Suður­lands. Síðast starfaði hún sem gjald­keri hjá Verzl­un­ar­banka Íslands, síðar Íslands­banka.

 

Ing­veld­ur verður jarðsung­in frá Lang­holts­kirkju í dag, 27. apríl 2017, og hefst at­höfn­in klukk­an 13.

____________________________________________________________________________________________


MInningarorð Maggnúsar Víkings Grímssonar


Nú hef­ur sú ágæta kona Ing­veld­ur Guðlaugs­dótt­ir kvatt okk­ar til­veru­stig og horfið yfir á annað, þar sem henni er efa­laust vel tekið og fagnað. Þess­ari konu fæ ég að kynn­ast þegar ást­ir tak­ast með mér og dótt­ur henn­ar Ingu Dís. Þá var hún al­mennt kölluð „Amma í Ljós“ af því hún bjó jú í Ljós­heim­um.

 

Hún hafði þá þegar marga súp­una sopið og marg­an bar­dag­ann háð. Hún þurfti ung og ein að fram­fleyta dætr­um sín­um fimm eins og gæ­samamma og koma þeim til manns og mennta. Inga var vafa­laust of­ur­dug­leg mann­eskja sem í upp­hafi svalg í sig þá kennslu sem henni stóð til boða í æsku. Æ síðan drakk hún í sig all­an þann fróðleik sem í boði var á henn­ar heima­slóð á Eyr­ar­bakka til 12 ára ald­urs. En þar rak faðir henn­ar Verzl­un Guðlaugs Páls­son­ar, eins og þekkt er, í 76 ár, ásamt því á sama tíma að sjá átta manna fjöl­skyldu sinni far­borða. 13 ára hef­ur Inga nám við Verzl­un­ar­skóla Íslands í Reykja­vík, enda þá þegar kom­in með nokkra reynslu af búðar­störf­um með föður sín­um. En við þann skóla skil­ar hún af­burðaár­angri. Þarna var lík­lega lagður grunn­ur að því að Inga gat tekið að sér hin ýmsu versl­un­ar og banka­störf, sem hún sinnti af fá­dæma natni og sam­visku­semi.

 

En þegar ég var 12 ára gam­all, sat á traktor sem kaupa­maður á Spóa­stöðum og las ástar­sög­ur í tíma­rit­inu Amor og Eva, meðan ég var að snúa hey­inu á tún­inu aust­ur með á, gleymdi mér al­gjör­lega og þar með að stjórna traktorn­um, því sag­an var svo spenn­andi. Grunaði mig ekki að mann­eskj­an sem þýddi þess­ar sög­ur átti eft­ir að verða náin sam­ferðamaður minn. En um þetta leyti gaf hún út nokk­ur tíma­rit með manni sín­um Geir Gunn­ars­syni.

 

Inga verður sem sagt, án þess að fá nokkru þar um ráðið, tengda­móðir mín þegar við Inga Dís dótt­ir henn­ar tök­um hönd­um sam­an.

 

Það var alltaf gott að koma í Ljós­heima til „Ömmu í Ljós“ og einkan­lega líkaði barna­börn­um það vel, því þar fengu öll börn að njóta sín. Þar voru hvorki stytt­ur né staðir sem börn máttu ekki snerta, heim­ili Ömmu í Ljós var heim­ili barna henn­ar og barna­barna og öll­um leið þeim vel að koma til henn­ar. Kannski þótti mér full­langt gengið þegar kem þar að son­um mín­um á eld­hús­gólf­inu að leika sér með hveit­i­stamp­inn og syk­ur að kasta fram­an í hvor ann­an. Ég segi við ömmu hvort þetta sé ekki full­mikið, svar­ar hún: „Maggi minn, sérðu ekki að þeir hafa gam­an af þessu? Ég get alltaf náð í nýtt hveiti.“ Svona var „Amma í Ljós“. Hún fórnaði hik­laust sín­um ver­ald­legu eig­um fyr­ir börn sín og barna­börn sem í staðinn nutu þess að vera sam­vist­um við hana og þess vegna munu þau sakna „Ömmu í Ljós“ eins og við hin, vegna þess að hún var stór og mik­il per­sóna.

 

Ég þakka sam­fylgd þína amma Inga í Ljós.

 

Maggnús Vík­ing­ur Gríms­son.
 


Morgunblaðið 27. apríl 2017


Skráð af Menningar-Staður

27.04.2017 07:33

Eggert Valur Guðmundsson: - Betri Árborg

 

 


Af baksíðu Suðra þann 30.mars 2017.
 Eggert Valur Guðmundsson: - Betri Árborg

 

Nú er rétt um það bil eitt ár þar til gengið verður til sveitarstjórnarkosninga. Það má reikna með að í Svf Árborg komi fram fjöldinn allur af framboðum, og því ekki ljóst hvaða áherslur við eigum í vændum. Umræðan um frekari sameiningar sveitarfélaga hefur verið hávær að undanförnu, og vinna þegar komin af stað um hugsanlegar sameiningar sveitarfélaga í Árnessýslu og Rangárvallarsýslu.

 

Það er mín skoðun að næstu kosningar verði þær síðustu sem fólk gengur að kjörborðinu samkvæmt þeirri sveitarfélagaskiptingu sem við þekkjum í dag á Suðurlandi. Búast má við því að strax á haustdögum fari stjórnmálaflokkarnir og frambjóðendur, að keppast við að kynna sig til þess að ná athygli kjósenda. Samvinna minnihlutaflokkana í bæjarstjórn Árborgar undanfarin tvö kjörtímabil hefur verið, afar góð og farsæl og því ekki fráleitt að mínum dómi að huga að sameiginlegu framboði félagshyggjuflokkanna fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar.

 

Í mínum huga þarf að koma í veg fyrir með öllum tiltækum ráðum að Sjálfstæðisflokkurinn, fái hreinan meirihluta þriðja kjörtímabilið í röð í Svf Árborg. Til þess að hægt verði að bjóða fram sameiginlega lista félagshyggjuflokkanna og óháðra almennra íbúa þurfa allir að koma að borðinu með heilindi og hreinskilni í farteskinu. Við eigum ekki að vera feimin við að hugsa upphátt og setja fram nýjar hugmyndir, sem hugsanlega gætu orðið að einhverju stóru.

 

Nú er ekki svo að margt hefur gott verið gert á valdatíma núverandi meirihluta, en allt hefur sinn tíma og nú er þörf á nýjum áherslum. Ég hvet alla sem áhuga hafa á bæjarmálum og sínu nærumhverfi, að leiða hugann að því hvort sameiginlegt framboð félagshyggjuflokkanna og annarra óháðra íbúa eigi ekki hljómgrunn í kosningunum næsta vor.

 

Baksíðan á Suðra 30. mars 2017
Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Árborg


 

.
Eggert Valur Guðmundsson við verslun sína á Eyrarbakka.
.

 

Eggert Valur Guðmundsson í Bakkanum.


Skráð af Menningar-Staður

  

27.04.2017 07:22

Kvartett Kristjönu Stefánsdóttur fékk Menningarviðurkenningu Árborgar

 

 

F.v.: ÁstaStefánsdóttir Árborg, Gísli Jónsson, Smári Kristjánsson, Vignir Þór Stefánsson,

Kristjana Stefánsdóttir og Kjartan Björnsson Árborg.

 

Kvartett Kristjönu Stefánsdóttur

fékk Menningarviðurkenningu Árborgar

 

Kvartett Kristjönu Stefánsdóttur fékk sl. föstudagskvöld afhenta í Tryggvaskála á Selfossi „Menningarviðurkenningu Árborgar 2017.“ 

Viðurkenningin var afhent af íþrótta- og menningarnefnd Árborgar á menningar- og listahátíðinni Vor í Árborg. Ásta Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Árborgar og Kjartan Björnsson forseti bæjarstjórnar og formaður íþrótta- og menningarnefndar Árborgar afhentu viðurkenninguna.

 

Kvartett Kristjörnu Stefánsdóttur skipa auk hennar,

Gunnar Jónsson trommuleikari,

Smári Kristjánsson kontrabassaleikari

og Vignir Þór Stefánsson píanóleikari.

 

Þessir fjórir einstaklingar hafa mikið lagt af mörkum til tónlistarmenningar í sveitarfélaginu á liðnum áratugum í hljómsveitum og tónlistarhópum. Kvartett Kristjönu sem hefur verið starfandi í 25 ár hefur gefið út einn geisladisk og árlegir jólatónleikar kvartettsins hafa verið fastur punktur í aðdraganda jóla á Selfossi.

 

Af wwwdfs.is


Skráð af Menningar-Staður

27.04.2017 07:16

Guðni og Jóhannes á Hótel Selfossi 28. apríl

 

 

 

Guðni og Jóhannes á Hótel Selfossi 28. apríl 2017

 
Skráð af Menningar-Staður