Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2017 Apríl

26.04.2017 12:32

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 26. apríl 2017

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 26. apríl 2017


Vinir alþýðunnar

 

 

 


Skráð af Menningar-Staður

26.04.2017 11:56

Hjallastefnan á Eyrarbakka

 

 

 

Hjallastefnan á Eyrarbakka

 

 

 


Skráð af Menningar-Staður

26.04.2017 10:49

Gísli á Uppsölum á lofti Gamla-bankans á Selfossi föstudaginn 28. apríl nk. kl. 20:00

 

 

Elfar Logi Hannesson sem Gísli á Uppsölum.

 

Gísli á Uppsölum á lofti Gamla-bankans á Selfossi

föstudaginn 28. apríl nk. kl. 20:00

 

Einleikurinn “Gísli á Uppsölum” verður sýndur á lofti Gamla-bankans á Selfossi að Austurvegi 21, föstudaginn 28. apríl. nk. kl. 20:00.  Sýningin er samin af þeim Elfari Loga Hannessyni og Þresti Leó Gunnarssyni, en Elfar leikur. Elfar hefur samið og leikið í fjölda leikverka má þar nefna verðlaunaleikinn Gísla Súrsson og Gretti.

 

Boðið verður upp á umræður að sýningu lokinni um sýninguna og efni hennar.

 

Miðaverð er 3500 kr. Þeir sem vilja tryggja sér miða geta gert það með því að hringja í síma 894-1275 milli 8:00 og 10:00 á kvöldin eða sent tölvupóst á netfangið komedia@komedia.is 

 

Húsið mun opna kl. 19:30 og gengið er inn að norðanverðu.

 

Gísli á leikferð um landið apríl- júlí:

Fim. 20. apríl kl. 20.00 VOPNAFJÖRÐUR MIKLIGARÐUR

Fös. 21. apríl kl.20.00 FRÆÐASETUR UM FORYSTUFÉ SVALBARÐSSKÓLA

Lau. 22. apríl kl. 20.00 EGILSSTAÐIR SLÁTURHÚSIР

Sun. 23. apríl kl.16.00 BREIÐDALSVÍK FRYSTIHÚSIÐ

Fös. 28. apríl kl.20.00 SELFOSS FISCHERSETUR

Lau. 29. apríl kl. 20.00 KIRKJUBÆJARKLAUSTUR KIRKJUHVOLL

Sun. 30. apríl kl.16.00 UNDIR EYJAFJÖLLUM HEIMALAND

Sun. 30. apríl kl. 20.00 UNDIR EYJAFJÖLLUM FOSSBÚÐ

Lau. 13. maí kl.17.00 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ

Sun. 14. maí kl.17.00 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ

Lau. 3. júní kl.16.00 VESTMANNAEYJAR

Lau. 3. júní kl.20.00 VESTMANNAEYJAR

Lau. 24. júní kl.11.00 BÍLDUDALUR FÉLAGSHEIMILIÐ/BÍLDUDALS GRÆNAR

Sun. 2. júlí kl.15.00 ÞINGEYRI FÉLAGSHEIMILIÐ/DÝRAFJARÐARDAGAR 

Sun. 23. júlí kl. 17.30 GÍSLASTAÐIR HAUKADAL - UPPSELT
 


Gamli bankinn á Selfossi.


Skráð af Menningar-Staður
 

26.04.2017 08:16

Á því herrans ári - sýning í Húsinu á Eyrarbakka

 

 

Helgi Ívarsson frá Hólum í Stokkseyrarhreppi (1929-2009).

 

Á því herrans ári – sýning í Húsinu á Eyrarbakka

 

Mánudaginn 1. maí næstkomandi opnar ný sýning í borðstofu Hússins á Eyrarbakka. Hún nefnist „Á því herrans ári“.

 

Á sýningunni er varpað ljósi á myntsafn Helga Ívarssonar frá Hólum í Stokkseyrarhreppi (1929-2009) en hann var myntsafnari mikill og arfleiddi Héraðsskjalasafn Árnesinga að myntsafni sínu að sér gengnum. Er myntsafn Helga fágætt að gæðum. Til sýnis eru ýmsar myntir og ljósi varpað á söguna þegar myntin var slegin.

 

Á því herrans ári er samstarfsverkefni Héraðsskjalasafns Árnesinga og Byggðasafns Árnesinga.  

 

Sýningin opnar kl 16 þann 1. maí og stendur til 28. maí. Opnunartími safnanna á Eyrarbakka er alla daga  kl. 11-18.

 


Helgi lét af störfum í stjórn Búnaðarfélags Stokkseyrarhrepps eftir nær 40 ára
stjórnarsetu.

Þetta var á aðalfundi félagsins fyrir nákvæmlega 10 árum þann  26. apríl 2007.


F.v.: Sigurfinnur Bjarkarsson, Tóftum,  Helgi Ívarsson, Hólum  og Björn Harðarson, Holti.
 

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnasom.
 


Skráð af Menningar-Staður.

 

24.04.2017 07:02

Gylfi Pétursson 60 ára

 


Gylfi Pétursson lengst til vinstri. Hrútavinasviðið á Stokkseyrarbryggju.
 

 

Gylfi Pétursson 60 ára

 

Meðal afmælisbarna dagsins,  24. apríl 2017,  

er Gylfi Pétursson á Stokkseyri 60 ára.


Afmæliskveðjur. 

 

 


Skráð af Menningar-Staður

 

 

 
 

23.04.2017 21:19

Opin æfing á -SAGA MUSIC- í Gónhól

 


F.v.: Pálmi Sigurhjartarson, Valgeir Guðjónsson og Dagný Halla Björnsdóttir.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Opin æfing á -SAGA MUSIC- í Gónhól á Eyrarbakka

 

Opin æfing var í dag á tónlistarverkefninu magnaða  -SAGA MUSIC- í Gónhól í gamla frystihúsinu á Eyrarbakka en þar eru höfuðstöðvar  -SAGA MUSIC-

Þau sem flytja -SAGA MUSIC- eru Valgeir Guðjónsson, Pálmi Sigurhjartarson og  Dagný Halla Björnsdóttir.

Heimamenn og aðrir kunnu vel að meta Íslendingasögur í sungnu formi, en sungnar sögur má telja til nýnæmis. Sögur um forna Íslendinga og fyrirrennara þeirra sem elska, þrá, drepa og yrkja framkalla krassandi, ljúfsára og seiðmagnaða upplifun.

SAGA MUSIC hefur sýnt og sannað að eiga jafnt erindi við landann sem og erlenda gesti sem vilja skyggnast inn í forna tíma.

Fljótlega hefjast líka sýningar í -SAGA MUSIC- Gamla bíó í Reykjavík.

Menningar-Staður færði til myndar.
Myndaalbúm er hér á Menningar-Stað:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/282642/

 

Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.Skráð af Menningar-Staður

 

23.04.2017 08:29

23. apríl - alþjóðlegur dagur bókarinnar

 

 

Hjónin Auður og Halldór Laxness.
Auður á sínar rætur á Eyrarbakka.
Því má segja að Halldór sé tengdasonur Eyrarbakka.

 

23. apríl - alþjóðlegur dagur bókarinnar

 

Dagur bókarinnar er 23. apríl en Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) átti frumkvæðið að því að gera þennan dag að alþjóðadegi bóka.

Ástæðan fyrir valinu er að 23. apríl, messa heilags Georgs, hefur um langa hríð verið dagur bókarinnar í Katalóníu og bóksalar Barcelóna jafnan gefið rós eða önnur blóm með hverri seldri bók þennan dag. 

Svo vill til að þessi dagur er einnig fæðingar- eða dánardagur nokkurra þekktra rithöfunda. Dagurinn er fæðingardagur Halldórs Laxness 1902 (lést 8. febrúar 1998) og dánardagur Williams Shakespeare 1623 og Miguel de Cervantes 1616 sem var spænskur leikritahöfundur og ljóðskáld.

 

Markmið UNESCO með alþjóðadegi bókarinnar er að hvetja fólk og þá einkum ungt fólk til að lesa meira og kynna sér verk þeirra fjölmörgu höfunda sem hafa auðgað líf mannkyns um aldir. 
 

Vestfirska forlagið sendir bókafólki bestu kveðjur í tilefni dagsins og þakkar sínu bókafólki sem og öðrum farsæla samleið á þeim tæpa aldarfjórðungi sem Vestfirska forlagið hefur gefið út bækur en þær telja rúmlaga 300 alls. 
 

 Skráð af Menningar-Staður

22.04.2017 19:57

Verslunin Bakkinn á Eyrarbakka

 

 

Verslunin Bakkinn á Eyrarbakka og Eggert Valur Guðmundsson.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Verslunin Bakkinn á Eyrarbakka

Í dag - 22. apríl 2017.

 

.
:

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður.

22.04.2017 15:37

Straumur fólks á Sölvabakka

 


F.v.: Valgeir Guðjónsson, Siggeir Inólfsson, Ingólfur Hjálmarsson og Lýður Pálsson.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Straumur fólks á Sölvabakka
 

Fiskispjall á Sölvabakka í dag - 22. apríl 2017

Kl. 13:00 – 17:00 í dag - 22. apríl 2017

Fiskispjall – Sölvabakki á Eyrarbakka (vestast í frystihúsinu).

Opið hús og mun Siggeir Ingólfsson staðarhaldari taka á móti fólki og sýna starfsemina. 
 

Allir velkomnir

og straumur fólks hefur verið á Sölvabakka

 

.

.

.

.

 Skráð af Menningar-Staður

22.04.2017 13:52

Fiskispjall á Sölvabakka í dag - 22. apríl

 

 

 

Fiskispjall á Sölvabakka í dag - 22. apríl 2017

 

 

Kl. 13:00 – 17:00 í dag - 22. apríl 2017

 

Fiskispjall – Sölvabakki á Eyrarbakka (vestast í frystihúsinu).

 

Opið hús og mun Siggeir Ingólfsson staðarhaldari taka á móti fólki og sýna starfsemina. 

 

Allir velkomnir

 

.

Áhöfnin á Sölva ÁR 150.

F.v.: Siggeir Ingólfsson, Gísli Nílssen og Ingólfur Hjálmarsson. Ljósm.: BIB

.