Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2017 Apríl

18.04.2017 06:44

Vantar strafskraft í Bakkann

 

 

 

 

Vantar strafskraft í Bakkann

 


 


Eggert Valur Guðmundsson og Eygló Har Sigríðardóttir,

verslunarmenn í Bakkanum á Eyrarbakka.

Ljósm.: sunnlenska.is/Guðmundur Karl
 

 


Skráð af Menningar-Staður


 

17.04.2017 10:28

Páskaguðsþjónusta á Litla-Hrauni

 F.v.: Hjalti Jón Sverrisson og séra Hreinn S. Hákonarson.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Páskaguðsþjónusta á Litla-Hrauni


Páskaguðsþjónusta var í Íþróttahúsinu á Litla-Hrauni í gær páskadag, 16. apríl 2016 kl. 16.

Tónlistarmaðurinn Hjlati Jón Sverrisson lék á gítar og leiddi söng.

Prestur var séra Hreinn S. Hákonarson, fangaprestur þjóðkirkjunnar.


 

 Skráð af Menningar-Staður.

17.04.2017 09:42

Merkir Íslendingar - Gylfi Gröndal

 

 

Gylfi Gröndal (1936 - 2006).Merkir Íslendingar - Gylfi Gröndal

 

Gylfi fæddist í Reykjavík 17. apríl 1936. Foreldrar hans voru Sigurður B. Gröndal, veitingamaður og rithöfundur, og Mikkelína Sveinsdóttir Gröndal húsfreyja frá Hvilft í Önundarfirði. Systir Mikkelínu var Áslaug kona Sigurðar Þórðarsonar tónskálds sem fæddur var að Gerðhömrum í Dýrafirði. 


Meðal systkina Gylfa eru Benedikt, fyrrv. forsætisráðherra, Halldór, fyrrv. sóknarprestur, og Ragnar Þórir, framkvæmdastjóri.


Gylfi var kvæntur Þórönnu Tómasdóttur Gröndal, íslenskufræðingi og framhaldsskólakennara og eignuðust þau fjögur börn.


Gylfi lauk stúdentsprófi frá MR 1957 og stundaði nám í íslenskum fræðum við HÍ. Hann starfaði við blaðamennsku í rúm þrjátíu ár, lengst af ritstjóri og sinnti ritstörfum. Gylfi átti ljóð í Ljóðum ungra skálda sem Magnús Ásgeirsson gaf út og Árbók skálda sem Kristján Karlsson annaðist. Hann gaf út alls sjö ljóðabækur og ljóð eftir hann hafa verið valin í kvæðasöfn. Ljóðabækur hans: Náttfiðrildi; Draumljóð um vetur; Döggslóð; Hernámsljóð; Eilíft andartak; Undir hælinn lagt, og Eitt vor enn?


Gylfi skrifaði 30 ævisögur og viðtalsbækur. Sjö af bókum hans fjalla um ævi kvenna, ekki síst þeirra sem voru á undan samtíð sinni í jafnréttismálum, eins og Ástu Árnadóttur málara, Helgu M. Níelsdóttur ljósmóður og Jóhönnu Egilsdóttur verkalýðsforingja. Hann ritaði sögu þriggja fyrstu forseta lýðveldisins, Sveins Björnssonar, Ásgeirs Ásgeirssonar og Kristjáns Eldjárns auk fjölda annarra merkra Íslendinga.


Gylfi var virkur í Rótarýklúbbi Kópavogs um árabil og forseti klúbbsins 2005-2006. Hann átti sæti í stjórn Bókasafns Kópavogs 1978-86 og Héraðsskjalasafns Kópavogs 2001-2005.
 

Gylfi var m.a. tilnefndur til íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2001 fyrir bók sína um Stein Steinar, kjörinn eldhugi Rótarýklúbbs Kópavogs 2001, valinn heiðurslistamaður Kópavogs 2003 og hlaut Steininn, viðurkenningu Ritlistarhóps Kópavogs, árið 2005.
 

Gylfi lést 29. október 2006.

 

Morgunblaðið.Skráð af Menningar-Staður

15.04.2017 21:17

Eyrarbakkaprestakall á páskadag - 16. apríl 2017

 

 

 

Eyrarbakkaprestakall á páskadag - 16. apríl 2017
 

 

Komum saman á gleðilegum páskum í Eyrarbakkaprestakalli.

 

Hátíðarguðsþjónusta kl. 8 árdegis í Eyrarbakkakirkju og hátíðarguðsþjónusta kl. 11 í Stokkseyrarkirkju á páskadagsmorgni, 16. apríl.

 

Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 í Gaulverjabæjarkirkju annan dag páska 17. apríl með skírnum og barnastund.


Eyrarbakkaprestakall.

 


Gleðilega páska.
 Skráð af Menningar-Staður

15.04.2017 20:31

15. apríl 2017- afmælisdagur Vigdísar Finnbogadóttur

 

 

Fyrsta embættisverk Vigdísar Finnbogadóttur sem forseta Íslands var á Hrafnseyri

þann 3. ágúst 1980. Ljósm.: BIB

 

15. apríl 2017

- afmælisdagur Vigdísar Finnbogadóttur

 

Fjórði forseti lýðveldisins, Vigdís Finnbogadóttir, er fædd 15. apríl 1930.

 

Vigdís var kjörin forseti 29. júní 1980, endurkjörin án atkvæðagreiðslu 1984, endurkjörin í kosningum 1988, aftur án atkvæðagreiðslu 1992 og lét af embætti 1996.

 

Vigdís varð stúdent árið 1949, stundaði nám í frönsku og frönskum bókmenntum í Grenoble og við Sorbonne-háskóla í París 1949-1953. Hún nam leiklistarsögu við Kaupmannahafnarháskóla 1957-1958, tók BA-próf í frönsku frá Háskóla Íslands og próf í uppeldis- og kennslufræðum 1968. Vigdís er heiðursdoktor og heiðursprófessor við marga háskóla og stofnanir víðs vegar um heiminn.

Hún hefur verið sæmd heiðursdoktorsnafnbót við eftirfarandi háskóla: Háskólinn í Grenoble, Frakklandi (1985), Háskólinn í Bordeaux, Frakklandi (1987), Smith College, Bandaríkjunum (1988), Luther College, Bandaríkjunum (1989), Háskólinn í Manitoba, Kanada (1989), Háskólinn í Nottingham, Bretlandi (1990), Háskólinn í Tampere, Finnlandi (1990), Háskólinn í Gautaborg, Svíþjóð (1990), Gashuin háskólinn í Tokyo, Japan (1991), Háskólinn í Miami, Bandaríkjunum (1993), St. Mary´s háskólinn í Halifax, Kanada (1996), Háskólinn í Leeds, Bretlandi (1996), Memorial University, St John, Nýfundnalandi, Kanada (1997) Háskólinn í Guelph, Kanada (1998) og Háskóli Íslands, 2000. 

Hún var blaðafulltrúi Þjóðleikhússins 1954-1957 og aftur 1961-1964, leiðsögumaður á sumrin um árabil, kennari við Menntaskólann í Reykjavík 1962-1967 og við Menntaskólann við Hamrahlíð 1967-1972. Hún kenndi um skeið við Háskóla Íslands og var leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur 1972-1980. Vigdís Finnbogadóttir var fyrsta konan í heiminum sem kjörin var forseti í þjóðaratkvæðagreiðslu. 


 

.

.

.

.Skráð af Menninfgar-Staður

 

14.04.2017 06:18

Tímamótamáltíð á skírdegi

 

 

 

Tímamótamáltíð á skírdegi

 

Siggeir Ingólfsson, Yfir-strandvörður og Staðarhaldari á Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka hefur marga fjöruna sopið í meðferð og nytjum á sjávarfangi.

Það bar til í gær, á skírdegi 13. apríl 2017, að aukið var við reynsluheima  Siggeirs þegar honum var boðið til máltíðar þar sem eldaður hafði verið steiktur rauðmagi.  Hann eins og fleiri Sunnlendingar þekkja bara „vorboðann rauða  -rauðmaga“ sem soðinn á borð borið.

Vestfirðingar þekkja allir að steikja rauðmagann og borða þannig,  að ekki sé talað um reyktan rauðmaga sem er sælgæti á brauð.

Siggeir Ingólfsson var sérlaga ánægður með þessa skírdagsmáltíð sem honum var boðið í að Ránargrund á Eyrarbakka. Stefnumótun fór í ferli til frekari kynningar á þessari vestfirsku matarmenningu til Sunnlendinga.Hér er óður til rauðmagans eftir Guðmund Inga Kristjánsson (1907 – 2002) skáld á Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði.

Rauðmagi sem reyktur er

ríkulega kosti ber.
Vel  í  munni  fitan fer
fiskibragðið líkar mér.


 

.

.

.
Siggeir Ingólfsson og steiktur rauðmagi. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
.
Skráð af Menningar-Staður

13.04.2017 17:27

Vesturbúðin á Eyrarbakka flutt á sinn stað

 

 

 

Vesturbúðin á Eyrarbakka flutt á sinn stað

 

Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka, og Guðmundur Sæmundsson í  „Vinum alþýðunnar“  - fluttu í morgun líkanið glæsilega af Vesturbúðinni til sumarsetu vestan við Stað.

 

Þar hefur Vesturbúðin staðið um aldir; í fyrstu sem ein veglegustu verslunarhús landsins og nú síðustu árin sem vandað líkan og minnisvarði hinnar glæstu verslunartíma á Eyrarbakka.

 

Menningar-Staður færði til myndar opg er albúm komið hér á Menningar-Stað.

 

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/282536/

 

Nokkrar myndir:

 

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

13.04.2017 16:59

Eldri borgara í sveitarstjórnir

 

 

Sigurður Jónsson, formaður Félags eldri borgara á Suðurnesjum.

 

 

Eldri borgara í sveitarstjórnir

 

 

Eldri borgarar landsins eru stór hópur kjósenda á Íslandi og fer fjölgandi. Mörgum í þessum hópi finnst vanta þónokkuð upp á að nægjanlegt tillit sé tekið til þessa stóra hóps. Auðvitað eru kjör eldri borgara misjöfn, en það er verulega stór hópur sem hefur það ekki gott fjárhagslega.

Eldri borgarar þurfa að láta mun meira í sér heyra. Það eru fjölmörg baráttumál sem við eldri borgarar þurfum að berjast fyrir. Landsfundur eldri borgara verður 23. og 24. maí nk., þar verður stefnan mörkuð til næstu tveggja ára.

Að undanförnu hafa Öldungaráð verið stofnuð í mörgum sveitarfélögum. Þau eru skipuð fulltrúum félaga eldri borgara ásamt fulltrúum, sem valdir eru af sveitarstjórnum. Öldungaráð eru til ráðgjafar sveitarstjórnarfólki um hagsmunamál eldri borgara. Vissulega gott og þarft framtak, en er það nóg?

 

Kjósum okkar fulltrúa í sveitarstjórnir

Við þurfum að láta mun meira að okkur kveða í réttindabaráttu okkar eldri borgara. Það verður best gert með því að komast til beinna áhrifa í sveitarstjórnum og á vettvangi Alþingis.

Nú er aðeins rúmt ár þar til gengið verður að kjörborðinu til að velja fulltrúa í sveitarstjórnir landsins. Það á að vera okkar næsti áfangi til að við eldri borgarar höfum vettvang til beita okkur við að hafa áhrif á okkar nærumhverfi. Ég er ekki að tala um sérframboð eldri borgara, heldur verðum við að berjast til að koma okkar fólki í eitt eða fleiri af efstu sætunum á þeim lista sem við teljum okkur eiga samleið með.

Það er góð byrjun að leita eftir áhrifum í sveitarstjórnum. Það er væntanlega lengra í alþingiskosningar, en við eigum einnig að setja stefnuna á að ná árangri á þeim vettvangi.

Við eldri borgarar náum ekki árangri nema við berjumst sjálf fyrir úrbótum á stöðu okkar í samfélaginu.

 

Eftir Sigurð Jónsson

Höfundur er formaður Félags eldri borgara á Suðurnesjum.

 

Morgunblaðið 13. apríl 2017.


Skráð af Menningar-Staður

13.04.2017 16:38

Rán um hábjartan dag

 

 

Torfi H. Tulinius - prófessor í íslenskum miðaldafræðum við Háskóla Íslands.

 

Rán um hábjartan dag

 

Ríkisstjórn Bjartrar framtíðar og ríku frændanna boðar fimm ára áætlun í fjármálum ríkisins sem gengur í berhögg við fyrri yfirlýsingar um endurreisn heilbrigðiskerfis og sókn í menntamálum. Það á ekki að bæta úr rekstrarvanda sjúkrastofnana. Menntakerfið mun búa við skort. Kjör öryrkja verða áfram til skammar og ólíðandi fátækt látin viðgangast í landinu. Þessi áætlun svíkur því flest loforð sem flokkarnir þrír gáfu fyrir kosningar. Í raun réttri er hún lítt dulbúin áform um stórfelldan þjófnað, því með henni á að láta þjóðarauðinn renna að mestu til fámennrar auðstéttar. 

Um samfélagið flæða nú peningar sem verða til í krafti vinnu almennings, auðlinda í eigu þjóðarinnar og erlendra gesta sem vilja njóta landsins fagra sem við tókum í arf. Arðurinn hafnar að mestu í vösum ríka fólksins, vegna þess að við búum ekki við skattkerfi í líkingu við hin norrænu ríkin, með hæfilegum auðlindagjöldum, fjármagns- og hátekjusköttum og eðlilegri endurdreifingu verðmæta í gegnum menntun, velferð og heilbrigðisþjónustu. 

Mikill hagvöxtur sem nú setur svip á þjóðlífið fer því mest í að efla sjóði auðmanna fremur en hlúa að ungu kynslóðinni, öldruðum og öryrkjum um leið og búið er í haginn fyrir framtíðina með menntun, rannsóknum og nýsköpun. Ríka fólkið skapaði ekki þennan auð en hirðir stærstan hluta hans. 

Úrelt hagfræði og hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar réttlæta ránið. Svo er talað um aðhald gegn þenslu. Gegn ofhitnun hagkerfisins væri nær að beita skattkerfinu fremur en að skera niður til velferðar-, heilbrigðis- og menntamála. Fjármálaáætlun ríku frændanna er fyrirætlun um arðrán og misskiptingu. Auðmenn geta vel við unað, því þeir eiga sér trygga framtíð í þjóðarauðnum sem þeir hafa sölsað undir sig; og ef hann bregst, í leynireikningum erlendis. Þeim er líka alveg sama um þig, lesandi góður, um börn þín og framtíð þeirra. Það er sorglegt að þingmenn Bjartrar framtíðar og aðrir í meirihlutanum skuli styðja áætlun sem er bæði siðlaus og andstæð þjóðarhag.

 


Torfi H. Tulinius prófessor í íslenskum miðaldafræðum við HÍ.

 

Fréttablaðið 12. apríl 2017.


Skráð af Menningar-Staður

13.04.2017 13:16

13. apríl 1844 - Jón Sigurðsson kosinn á Alþingi

 

 

Jón Sigurðsson (1811 - 1879).

 

13. apríl 1844 - Jón Sigurðsson kosinn á Alþingi

 

Jón Sigurðsson var kosinn á þing í fyrsta sinn, á kjörfundi sem haldinn var í kirkjunni á Ísafirði þann 13. apríl 1844.
Hann hlaut 50 atkvæði af 52 sem er 96.2%.

Alþingi kom saman 1. júlí 1845 og var Jón yngstur þingmanna, 34 ára. Hann sat á þingi til 1879 og var oft þingforseti.


Varaþingmaður Jón Sigurðssonar í kosningunum 1844 var kosinn Magnús Einarsson á Hvilft í Önundarfirði. Hann var helsti stuðningsmaður Jóns vestra og í raun fyrsti önfirski kosningasmalinn sem sögur fara af og sýndi með kjöri Jóns mikilvægi kosningasmalanna. Jón  Sigurðsson hafði búið í Kaupmannahöfn í rúman áratug þegar hann bauð sig fram til Alþingis og hafði ekki tök á kosningavinnu á vettvangi í Vestur-Ísafjarðarsýslu. 
 

Önfirðingar hafa margir fetað í fótspor Magnúsar Einarssonar sem dugmiklir kosningasmalar allt til þessa dags.


Foreldrar Jón Sigirðssonar voru Þórdís Jónsdóttir, prestsdóttir frá Holti í Önundarfirði og séra Sigurður Jónsson á Hrafnseyri. Jón var fæddur 17. júní árið 1811 og var 200 ára afmælis hans minnst með ýmsum hætti á Hrafnseyri árið 2011.Skráða f Menningar-Staður