Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2017 Apríl

13.04.2017 12:53

Merkir Íslendingar - Rúnar Júlíusson

 

 

Hjónin Rúnar Júlíusson og María Baldursdóttir á góðri stund.

 

Merkir Íslendingar - Rúnar Júlíusson

 

Guðmundur Rúnar Júlíusson, hljómlistarmaður og útgefandi, fæddist í Keflavík 13. apríl 1945 og átti þar heima alla tíð. Hann hefði ekki viljað að hér stæði að hann hefði átt heima í Reykjanesbæ. Hann var Keflvíkingur og mjög mótfallinn því að fæðingarbær hans væri endurskírður af skrifstofublókum inni í Reykjavík.
 

Rúnar var sonur Júlíusar Eggertssonar málarameistara og Guðrúnar Bergmann Stefánsdóttur.

Guðrún var systir Jóhanns Bergmann, föður Árna Bergmann rithöfundar. Hún var dóttir Stefáns Bergmann ljósmyndara, bróður Jónínu, ömmu Guðlaugs Bergmann í Karnabæ.
 

Eftirlifandi eiginkona Rúnars er María Baldursdóttir söngkona og eignuðust þau tvo syni en María er systir Þóris Baldurssonar tónlistarmanns.
 

Rúnar var í hópi þekktustu popptónlistarmanna landsins á síðari helmingi síðustu aldar og í fjölmennum hópi popptónlistarmanna sem komu frá Bítlabænum Keflavík um og eftir 1963.
 

Rúnar lék með Hljómum 1963-69 og síðar, Trúbroti 1969-73, Ðe lónlí blú bojs 1976, Geimsteini, Áhöfninni á Halastjörnunni, GCD og Bubba og Rúnari. Hann vann fjölda hljómplatna með þessum hljómsveitum, gaf út fjölda sólóplatna og var flytjandi og söngvari á fjölda hljómplatna með öðrum tónlistarmönnum. Auk þess samdi hann mikinn fjölda laga og starfrækti hljóðverið og útgáfufyrirtækið Geimstein sem gaf út fjölda hljómplatna.
 

Rúnar æfði og lék knattspyrnu með ÍBK um árabil, lék með meistaraflokki liðsins og varð Íslandsmeistari með ÍBK 1959 og 1964.
 

Rúnar sat í stjórn SFH og SHF, í stjórn FTT, sat í fulltrúaráði STEF, var formaður skólanefndar Tónlistarskóla Keflavíkur og var geysilega fróður um rokksöguna, hvort sem það var rokksaga Keflavíkur, eða annarra staða í veröldinni.
 

Rúnar lést 5. desember 2008.

 

Morgunblaðið 13. apríl 2017.


Skráð af Menningar-Staður

13.04.2017 09:15

Elfar Guðni Þórðarson á -ÍNN-

 

 

F.v.: Ásmundur Friðriksson og Elfar Guðni Þórðarson.
Skjámyndir. Björn Ingi Bjarnason.

 

Elfar Guðni Þórðarson á -ÍNN-


Elfar Guðni Þórðarson, listmálari á Stokkseyri,

í fróðlegu viðtali á sjónvarpsstöðinni -ÍNN- hjá Ásmundi Friðrikssyni.

Þátturinn er -Auðlindakistan-

 

Má sjá á ÍNN í allan dag.

 

.

Við verkið - Föstudagurinn langi-

.

 

Við verkið -Brennið þið vitar-

 

 
Skráð af Menningar-Staður

 

13.04.2017 07:00

Kirkjustarf í Eyrarbakkaprestakalli um páska og næstu vikur

 

 

 

Kirkjustarf í Eyrarbakkaprestakalli um páska og næstu vikur

 

Kirkjustarfi í apríl (og áfram) .

 

Dymbyldagar og páskar eru miklir helgidagar. Svo verður vorhátíð og þá fermingar, hvítasunna og sjómannadagsmessur.

 

Skírdagskvöld 13. apríl kl. 20 í Stokkseyrarkirkju.
Föstudagurinn langi 14. apríl kl. 11 í Eyrarbakkakirkju.
Páskadagsmorgun 16. apríl kl. 8 í Eyrarbakkakirkju.
Páskadagsmorgun 16. apríl kl. 11 í Stokkseyrarkirkju.
Annan dag páska 17. apríl kl. 14 í Gaulverjabæjarkirkju.

 

Vorhátíð barna- og æskulýðsstarfsins verður sunnudaginn 23. apríl og hefst með helgistund fyrir fjölskylduna í Stokkseyrarkirkju kl. 12. Á eftir verða ratleikir og pylsugrill.

 

Fermingarmessa sunnudag 30. apríl kl. 11 í Eyrarbakkakirkju.
Fermingarmessa sunnudag 7. maí kl. 11 í Stokkseyrarkirkju.
Fermingarmessa hvítasunnudag 4. júní kl. 14 í Gaulverjabæjarkirkju.

 

Sjómannadagsmessur verða 11. júní í Stokkseyrarkirkju kl. 11 og Eyrarbakkakirkju kl. 14.

 

Ég bið ykkur að setja þetta í dagbókina og skrifa uppá ískápinn svo enginn missi af þessum merku messudögum. Kirkjusóknin skiptir miklu máli og gerir þjónustuna betri. 


Kær kveðja,


Sr. Kristján Björnsson.

 

 
 
Skráð af Menningar-Staður
 
 

 

 

12.04.2017 10:55

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 12. apríl 2017

 

.

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 12. apríl 2017

 


Fjörmenni voru í Alþýðuhúsinu í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka í morgun.

Vinir alþýðunnar lýstu því m.a. yfir að  
-kosningavöktun-  vegna sveitarstjórnarkosninga í Árborg, síðla í maí á næsta ári, væri hafin.

Þessu var fagnað og má búast við hitatíð þessu samfara.


 

.

Skráð af Menningar-Staður
 

 

12.04.2017 07:48

Fólk fær útrás í hlátrinum með Guðna og Jóhannesi

 

 

Fólk fær útrás í hlátrinum með Guðna og Jóhannesi

 

„Það er létt yfir salnum og mikið hlegið,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra. Hann og Jóhannes Kristjánsson fara nú um landið með skemmtidagskrána Eftirherman og orginalinn og á laugardagskvöld voru þeir félagar í Salnum í Kópavogi. Það var 6. skemmtun þeirra og hafa allar verið vel sóttar.

Í kvöld, miðvikudagskvöld, 12. apríl, verða þessi gleðimenn aftur í Salnum, svo og að kvöldi sumardagsins fyrsta og svo 27. apríl. Einnig eru fleiri sýningar í Landnámssetrinu í Borgarnesi á dagskrá og meira eftir atvikum.

 

Eins og bræður

„Við höfum jafnan fengið fullt hús. Fólk fær útrás í hlátrinum og segist ekki hafa skemmt sér vel jafn lengi, sem eru mikil meðmæli,“ segir Guðni Ágústsson. Fyrirkomulag skemmtana þessara er þannig að Guðni og Jóhannes eru sitt á hvað á sviðinu – þar sem sá fyrrnefndi segir sögur en hinn bregður sér í líki ýmissa manna. Saman koma þeir svo í lokin – og hafa þá jafnan verið klappaðir fram. „Við Jóhannes erum eins og bræður, höfum lengi þekkst og þessar kvöldstundir eru afar skemmtilegar,“ segir Guðni.

 

Benedikt bætist í hópinn

Jóhannes Kristjánsson segist afar ánægður með hvernig til takist á samkomum þeirra Guðna. Þar fylgi þeir ákveðnum þræði sem ákveðinn sé fyrir fram. Svo bætist alltaf eitthvað nýtt við – rétt eins og atburðir líðandi stundar gefi tilefni til. Meðal þekktra fyrirmynda Jóhannesar eru Ólafur Ragnar Grímsson, Halldór Blöndal, Alfreð Þorsteinsson og Vilhjálmur Egilsson svo nokkrir séu nefndir.

Á skemmtunum nú hefur Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra bæst í þennan hóp – og hefur hann á skemmtununum fjallað um hagfótinn og vegi í völundarhúsi viðskiptalífsins. Einnig hefur sést til sjónvarpsmannsins breska David Attenborough, sérfræðings í náttúruvísindum, en í gervi Attenborough hefur Jóhannes sagt frá sköpunarsögu Guðna Ágústssonar, sem er maður margra alda.


Morgunblaðið


Skráð af Menningar-Staður

11.04.2017 07:02

Ályktun aðalfundar SFR þann 23. mars 2017 um umhverfismál

 Fundarstjóri á aðalfundi SFR var Eyrbekkingurinn Ari B. Thorarensen og er hann hér í pontu.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Ályktun aðalfundar SFR þann 23. mars 2017 um umhverfismál

 

Sjálfbær nýting auðlinda okkar er undirstaða alls lífs í landinu. Opinberir aðilar verða því að sýna frumkvæði og ábyrgð með því að starfa í anda sjálfbærrar þróunar og vistvænnar hugsunar. Við berum öll ábyrgð í umgengni við náttúruna og því er mikilvægt að atvinnulífið þróist inn á umhverfisvænni brautir. Þannig stuðlum við að efnahagslegri, félagslegri og vistfræðilegri velferð og tryggjum að ekki sé gengið á arð komandi kynslóða.

Aðalfundur SFR leggur þunga áherslu á mikilvægi þess að Ísland axli ábyrgð í losun gróðurhúsa-lofttegunda og hvetur til aukinnar notkunar á innlendum vistvænum orkugjöfum og hraðari útskipta á hefðbundnu eldsneyti. Einnig leggur fundurinn ríka áherslu á að ekki verði bætt við nýjum orkufrekum og mengandi iðnaði.

Efla þarf almenningssamgöngur og uppbyggingu innviða samgöngukerfis í þágu hjólandi og gangandi. Gera þarf aðra valkosti en einkabílinn aðgengilegri almenningi og draga þannig úr notkun einkabíla.

Mikilvægt er að atvinnurekendur hvetji starfsfólk til að nota vistvæna samgöngumáta í og úr vinnu t.d. með því að bjóða starfsfólki samgöngustyrki. Aðeins með því að virkja alla í samfélaginu er hægt að tryggja rétt allra til að búa í heilsusamlegra umhverfi.
Af www.sfr.is


Skráð af Menningar-Staður

09.04.2017 20:59

Sóknaráætlun Suðurlands- Úthlutun styrkja - vor 2017

 

 

 

Sóknaráætlun Suðurlands

Úthlutun styrkja – vor 2017
 

Verkefnastjórn Sóknaráætlunar fjallaði um tillögur fagráðs nýsköpunar og fagráðs menningar um úthlutun styrkveitinga til verkefna úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands, í fyrri úthlutun ársins. Alls bárust sjóðnum 137 umsóknir að þessu sinni, þar af 50 nýsköpunarverkefni og 87 menningarverkefni.

 

Niðurstaða verkefnastjórnar er að leggja til að veita 45 menningarverkefnum styrki að fjárhæð 18.940.000 kr. og 27 nýsköpunarverkefnum að fjárhæð 18.600.000 kr.

Samtals er því lagt til að veita 72 verkefnum styrki í fyrri úthlutun ársins að fjárhæð 37.540.000 kr.

 

Úthlutun til verkefna – vor 2017Af: www.sass.is


Skráð af Menningar-Staður

 

09.04.2017 06:40

Fuglatónleikasyrpan "Vorið kemur" í Eyrarbakkakirkju í apríl

 

 

Valgeir Guðjónsson og Ásta Kristrún, Bakkasofu á Eyrarbakka.

 

Fuglatónleikasyrpan „Vorið kemur“

í Eyrarbakkakirkju í apríl

 

Þau Valgeir Guðjónsson og Ásta Kristrún í Bakkastofu á Eyrarbakka blása til tónleikasyrpu með hlýjum vorblæ fyrir fólk á öllum aldri í hinni hljómfögru Eyrarbakkakirkju. Fyrstu tónleikarnir sem bera heitið „Vorið kemur“ verða sunnudaginn 9. apríl nk. kl. 15 og síðan á sama tíma á skírdag og sumardaginn fyrsta.

Hvað eru fuglatónleikar, kunna margir að spyrja og ekki að undra? Jú, það eru tónleikar með textum sem fjalla um fugla himinsins eins og þeir birtast í ljóðum Jóhannesar úr Kötlum, skáldsins góða í Hveragerði.

Valgeir Guðjónsson Bakkastofubóndi hefur í þrígang gefið út plötu með lögum sem hann samdi við kvæði Jóhannesar. Þegar þriðja platan kom út fyrir rúmur tveimur árum, heimsótti Valgeir tugi leikskóla og grunnskóla og flutti lögin fyrir börn, 2 til 15 ára. Bakkastofa hefur líka boðið gestum á öllum aldri að hlýða á fuglalög Valgeirs og Jóhannesar við afar góðar undirtektir.

Ásta Kristrún, í Bakkastofu, segir að tónleikaröð helguð fuglum sé svo sannarlega við hæfi í Flóanum og á Eyrarbakka, enda Fuglafriðlandið allt um kring. Þá bætir hún við að frumkvöðlar í fuglaskoðun voru á Eyrabakka á 19. öld eins og Eggjaskúrin norðan við „Húsið“ ber vitni um.

Að lokum bendir Ásta á að kjörið sé að líta við á páskamálverkasýninguna í „Húsinu“ sem opnar þann 8. apríl með verkum Ingu Hlöðvers og stendur fram til 23. apríl. Þar má líta listileg olíumálverk Ingu af fuglum, sem búa flestir allt í kringum okkur.

 

 
Af www.dfs.isSkráð af Menningar-Staður

08.04.2017 06:42

Inga Hlöðvers sýnir í Húsinu á Eyrarbakka

 

 

 

Inga Hlöðvers sýnir í Húsinu á Eyrarbakka

 

Laugardaginn 8. apríl kl. 13 opnar Inga Hlöðvers myndlistarmaður sýningu í borðstofu Hússins á Eyrarbakka. Á sýningunni gefur að líta myndir af fuglum og efni tengt Eyrarbakka.

 

Inga Hlöðvers fæddist í Reykjavík og stundaði nám í Myndlistaskóla Reykjavíkur, Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Academie voor Beeldende Kunst í Rotterdam, Hollandi. Á árunum 1987 til 2003 bjó hún í Hollandi og Frakklandi, tók þátt í samsýningum og hélt einkasýningar á verkum sínum á meginlandi Evrópu, í Bretlandi og á Íslandi. Um miðjan 10. áratuginn þróuðust málverk Ingu í átt að abstraktverkum af íslensku landslagi en síðan hafa þau orðið fígúratívari og myndefnið breyst. Inga býr og vinnur nú á Eyrarbakka.

 

Í tengslum við sýningaropnunina verður boðið upp á dagskrá kl 15 í samvinnu við Bakkastofu. Ásta Kristrún Ragnarsdóttir og Valgeir Guðjónsson leggja út frá sýningu Ingu í tali og tónum.

 

Eins og áður segir opnar sýningin 8. apríl og stendur til 23. apríl kl 13-17 en á öðrum tímum eftir samkomulagi.

 

Að auki  býður Bakkastofa upp á fuglatónleika í Eyrarbakkakirkju, dagana 9. apríl (Pálmasunnudag), 13. apríl (Skírdag) og 20. apríl (Sumardaginn fyrsta) kl. 15 í tengslum við sýningu Ingu. Valgeir Guðjónsson er þekktur fyrir lagasmíðar sínar við fuglavísur Jóhannesar úr Kötlum.

 

Hóflegur aðgangseyrir.

Dagskrá fyrir alla fjölskylduna.
 

 

Húsið á Eyrarbakka.


Skráð af Menningar-Staður

07.04.2017 16:12

"Viðbrögðin hafa verið framar okkar björtustu vonum"

 

 

Mykines leggst að bryggju í Þorlákshöfn í dag. Skipið er engin smásmíði eins og sjá má,

en stórhýsið Kuldaboli er í baksýn. Ljósm.: sunnlenska.is/Vignir Arnarson

 

„Viðbrögðin hafa verið framar okkar björtustu vonum“

 

Beinar siglingar færeyska skipafélagsins Smyril Line Carge milli Íslands og Evrópu eru hafnar en vöruflutningaferjan Mykines kom með fyrsta farminn frá Rotterdam til Þorlákshafnar á öðrum tímanum í dag.

Í tilefni tímamótanna verður „opið skip“ kl. 16 í dag þar sem hægt verður að skoða ferjuna en Smyril Line Cargo er fyrsta skipafélagið sem hefur reglubundnar vikulegar millilandasiglingar til Þorlákshafnar. Þar hafa miklar hafnarframkvæmdir staðið yfir vegna komu ferjunnar og er þess vænst að siglingarnar stuðli að enn frekari vexti og atvinnuuppbyggingu á svæðinu. 

Með siglingaleiðinni milli Rotterdam og Þorlákshafnar stóreykur Smyril Line Cargo þjónustu sína við íslenska markaðinn, ekki síst suðvesturhorn landsins, og hafa bókanir farið vel af stað.

„Viðbrögðin hafa verið framar okkar björtustu vonum. Það er strax mikil eftirspurn eftir flutningum á bílum og stórum tækjum og vinnuvélum til landsins, ásamt allskyns bygginga- og neytendavörum. Útflutningurinn fer líka mjög vel af stað en þar er farmurinn mestmegnis fiskur,“ segir Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line Cargo á Íslandi.

Mykinesið lagði af stað frá Rotterdam á þriðjudag, með viðkomu í Færeyjum á miðvikudag, en í kvöld siglir það beint til Rotterdam og verður komin þangað á mánudag. 

Ferjan Mykines er 19 þúsund tonn, ríflega 138 metra löng og tæplega 23 metra breið og getur hún flutt 90 tengivagna og 500 bíla í hverri ferð. Hún var smíðuð árið 1996 í UMOE skipasmíðastöðinni í Noregi og var m.a. áður í siglingum á Eystrasaltinu. Ferjan er skráð í Færeyjum og eru 24 í áhöfn. 

Af www.sunnlenska.is


Skráð af Menningar-Staður