Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2017 Maí

30.05.2017 22:05

Aðalfundur Eyrarbakkasóknar var í kvöld - 30. maí 2017

 

 

 

Aðalfundur Eyrarbakkasóknar var í kvöld

- 30. maí 2017


Sóknarnefnd Eyrarbakkasóknar og

 

sóknarpresturinn á fundinum í kvöld.
 


F.v.: Séra Kristján Björnsson, Vilbergur Prebensson, Þórunn Gunnarsdóttir,

Íris Böðvarsdóttir,  Júlíanna María Nielsen og Guðmundur Guðjónsson. 

 

 


Skráð af Menningar-Staður

  

30.05.2017 18:05

Unglingar í BES koma upp skólalundi í Hallskoti

 

 

Magnús J. Magnússon skólastjóri og Daði Viktor Ingimundarson deildarstjóri

undirrita samninginn fyrir hönd BES ásamt Siggeiri Ingólfssyni

og Ingófi Hjálmarssyni frá Skógræktarélaginu.

 

Unglingar í BES koma upp skólalundi í Hallskoti

 

Í dag heimsóttu nemendur unglingastigs Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri Hallskot, hvar Skógræktarfélag Eyrarbakka hefur aðstöðu og umráðaland.

 

Tilgangurinn var að kynnast svæðinu, taka örlítið til hendinni og að undirrita samstarfssamning. Samningurinn kveður á um að unglingastig vinni með félagin að minnsta kosti einu sinni á ári að útplöntun og aðstoð við umhirðu á skógræktarsvæðinu við Hallskot og einnig útplöntun á völdum svæðum í nágrenni Eyrarbakka og Stokkseyri. 

 

Markmið með samningnum er að efla náttúru- og umhverfisvitund nemenda Barnaskólans, koma upp skólalundi á skógræktarsvæði Skógræktarfélags Eyrarbakka, bæta skjólbeltum og gróðri í umhverfi Eyrarbakka og Stokkseyri og koma á samstarfshefðum milli skólans og skógræktarfélagsins.

 

Skólinn og skógræktarfélagið munu vinna saman tvisvar hvert skólaár að lágmarki. Að vori mun unglingastig BES að stoða við umhirðu og að hausti, á degi íslenskrar náttúru, munu öll aldursstig  skólans sinna útplöntun.


Sunnlenska.isSkráð af Menningar-Staður

30.05.2017 09:37

Aðalfundur -KÁ- 8. júní 2017

 

 

 

Aðalfundur -KÁ- 8. júní 2017


Frá aðalfundi Kaupfélags Árnesinga 10. júní 2016

Nokkrar myndir:


 

.

.

.

.

.

.

 
 

.Skráð af Menningar-Staður

30.05.2017 08:35

153 ÞÚSUND FERÐAMENN Í APRÍL 2017 - 605 ÞÚSUND FRÁ ÁRAMÓTUM

 

 
 
 

 

153 ÞÚSUND FERÐAMENN Í APRÍL 2017

- 605 ÞÚSUND FRÁ ÁRAMÓTUM

 

Tæplega 153 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í apríl síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 58.600 fleiri en í apríl á síðasta ári. Aukningin nemur 61,8% milli ára. Aukningin í apríl var 29,4% 2013-2014, 20,9% 2014-15 og 32,5% 2015-2016.

Frá áramótum hafa um 605 þúsund erlendir ferðamenn farið úr landi um Keflavíkurflugvöll sem er 55,7% aukning miðað við sama tímabil á undan. Aukningin á tímabilinu janúar til apríl var 24,1% 2013-2014, 30,2% 2014-2015 og 40,1% 2015-2016.

  

Bandaríkjamenn og Bretar um helmingur ferðamanna

Bandaríkjamenn og Bretar voru 44,4 ferðamanna í apríl en Bandaríkjamenn voru 26,3% og Bretar 18,1% af heildarfjölda. Tíu þjóðerni sem röðuðust þar á eftir voru eftirfarandi:

 • Þjóðverjar 6,1%
 • Frakkar 4,4%
 • Kanadamenn 3,9%
 • Danir 3,3%
 • Svíar 3,0%
 • Norðmenn 3,0%
 • Pólverjar 2,7,%
 • Hollendingar 2,4%
 • Kínverjar 2,3%
 • Spánverjar 2,1%

Bandaríkjamenn og Bretar voru 48,8% ferðamanna frá áramótum en Bretar voru 25,1% og Bandaríkjamenn 23,7% af heildarfjölda. Tíu þjóðerni sem röðuðust þar á eftir voru:

 • Þjóðverjar 5,2%
 • Kínverjar 4,0%
 • Frakkar 3,9%
 • Kanadamenn 3,7%
 • Hollendingar 2,2%
 • Pólverjar 2,2%
 • Danir 2,1%
 • Svíar 2,0%
 • Spánverjar 1,9%
 • Norðmenn 1,9%


Meira en þreföldun ferðamanna á tímabilinu janúar-apríl á fimm ára tímabili

Ferðamenn hafa meira en þrefaldast á tímabilinu janúar til apríl á fimm ára tímabili. Þannig hafa N-Ameríkanar sexfaldast, Mið- og S-Evrópubúar nærri fjórfaldast, Bretar nærri þrefaldast og ferðamenn frá löndum sem flokkast undir annað fimmfaldast. Norðurlandabúum hefur hins vegar fjölgað í mun minna mæli eða um 33,6% á tímabilinu 2013-2017.

 

 

Breytt samsetning

Hlutfallsleg samsetning ferðamanna hefur breyst nokkuð frá árinu 2013 eins og sjá má af myndinni hér til hliðar. Bandaríkjamenn voru 27,4% af heild árið 2017 sem er mun hærra hlutfall en á árunum 2013-2016. Hlutdeild Breta var í kringum þriðjung á árunum 2013-2016 en fer niður í 25,1% árið 2017. Norðurlandabúar voru 6,8% af heild árið 2017 en hlutdeild þeirra hefur lækkað jafnt og þétt síðustu ár. Hlutdeild Mið-og S-Evrópubúa hefur verið svipuð á tímabilinu 2013-2017 en hefur hækkað hjá þeim sem falla undir annað.

Ferðir Íslendinga utan

Um 62 þúsund Íslendingar fóru utan í apríl eða 59,9% fleiri en í apríl 2016. Frá áramótum hafa um 175 þúsund Íslendingar farið utan eða 27,1% fleiri en á sama tímabili árið 2016.

Nánari upplýsingar

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.
Ferðamálastofa.


Skráð af Menningar-Staður

30.05.2017 06:56

30. maí 1851 - Jón Sigurðsson verður forseti

 

 

Jón Sigurðsson (1811 - 1879).

 

 

30. maí 1851 - Jón Sigurðsson verður forseti

 

Þann 30. maí 1851 var Jón Sigurðsson kosinn forseti Kaupmannahafnardeildar Hins íslenska bókmenntafélags og gegnir þeirri stöðu til dauðadags. 

Af því var hann jafnan nefndur Jón forseti. 

Um skeið var hann einnig forseti Alþingis.


Fréttablaið.

 

 

Jónshús í Kaupmannahöfn.

Skráð af Menningar-Staður

29.05.2017 19:48

Merkir Íslendingar - Einar Ingimundarson

 

 

Einar Ingimundarson (1917 - 1996).

 

Merkir Íslendingar - Einar Ingimundarson

 

Ein­ar Ingi­mund­ar­son fædd­ist í Kaldár­holti í Holt­um, Rang., 29. maí 1917. For­eldr­ar hans voru Ingi­mund­ur Bene­dikts­son, f. 1871, d. 1949, bóndi þar, og k.h. Ing­veld­ur Ein­ars­dótt­ir, f. 1874, d. 1953, hús­móðir, syst­ir Ei­ríks Ein­ars­son­ar alþing­is­manns, föður­syst­ir Steinþórs Gests­son­ar alþing­is­manns.
 

Eitt systkina Ein­ars var Helga, föður­amma Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráðherra.
 

Ein­ar lauk stúd­ents­prófi frá MR 1938, lög­fræðiprófi frá HÍ 1944 og varð héraðsdóms­lögmaður 1949.
 

Blaðamaður hjá dag­blaðinu Vísi í Reykja­vík júlí–októ­ber 1944. Full­trúi á skrif­stofu toll­stjóra í Reykja­vík 1944–1945, full­trúi borg­ar­fóg­eta 1945 og full­trúi saka­dóm­ara 1946–1952. Bæj­ar­fóg­eti á Sigluf­irði 1952–1966. Ein­ar var alþing­ismaður Sigl­f­irðinga 1953–1956 og 1959, og alþing­ismaður Norður­lands vestra 1959-1966 fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn. Hann af­salaði sér þing­mennsku

þegar hann tók við embætti sýslu­manns í Gull­bringu- og Kjós­ar­sýslu og bæj­ar­fóg­eta í Hafnar­f­irði. Hann var síðan sýslumaður í Kjós­ar­sýslu þegar sýsl­unni var skipt 1974 og var einnig bæj­ar­fóg­eti á Seltjarn­ar­nesi frá 1974 og í Garðabæ frá 1976. Hann lét af störf­um 1987.

 

Ein­ar sat í stúd­entaráði Há­skóla Íslands 1940-1942, formaður ráðsins 1941-1942, formaður Stúd­enta­fé­lags Reykja­vík­ur 1944-1945. Kos­inn 1954 í kosn­ingalaga­nefnd, 1955 í ok­ur­nefnd og 1964 í áfeng­is­mála­nefnd. Hann sat á alls­herj­arþingi Sam­einuðu þjóðanna 1955, var full­trúi á fund­um Þing­manna­sam­taka Norður-Atlants­hafs­ríkj­anna 1961 og 1962 og sat í stjórn Dóm­ara­fé­lags Íslands 1972–1973.
 

Eig­in­kona Ein­ars var Erla Ax­els­dótt­ir, f. 19.4. 1924, d. 25.8.1985, hús­móðir. For­eldr­ar henn­ar: Axel Böðvars­son og k.h. Mar­grét Helga Stein­dórs­dótt­ir. Börn Ein­ars og Erlu: Val­dís, Ingi­mund­ur og Ing­veld­ur Þuríður.
 

Ein­ar lést 28. desember 1996.


Morgunblaðið 29. maí 2017.


Skráð af Menningar-Staður

29.05.2017 07:49

100 ár frá fæðingu John F. Kennedy Næstyngsti forseti í sögu Bandaríkjanna

 

 

 

 

John F. Kennedy (1917 - 1963).

 

100 ár frá fæðingu John F. Kennedy

• Næstyngsti forseti í sögu Bandaríkjanna

 

Í dag, 29. maí 2017,  eru 100 ár liðin frá fæðingu John F. Kenn­e­dy sem gegndi embætti for­seta Banda­ríkj­anna á ár­un­um 1961-1963. Kenn­e­dy var kjör­inn 35. for­seti Banda­ríkj­anna og varð um leið næstyngsti for­seti í sögu Banda­ríkj­anna þegar hann hafði bet­ur gegn re­públi­kan­an­um Rich­ard M. Nixon. 

Áður hafði Kenn­e­dy setið í öld­unga­deild Banda­ríkjaþings fyr­ir hönd Massachusetts-rík­is. Þrátt fyr­ir að skil­greina sig sem demó­krata var eitt helsta stefnu­mál hans lækk­un skatta. Hann taldi að með skatta­lækk­un­um mætti örva hag­vöxt. 

Árið 1963 lagði hann fram til­lögu um að efri mörk tekju­skatts yrðu lækkuð úr 91% í 65% og fyr­ir­tækja­skatt­ur yrði lækkaður úr 52% í 47%. Síðar sama ár jókst hag­vöxt­ur í Banda­ríkj­un­um, re­públi­kan­ar og demó­krat­ar töldu þó að án þess að minnka út­gjöld á móti væri óá­sætt­an­legt að lækka skatta. Kenn­e­dy var ósam­mála og taldi að áfram­hald­andi aukn­um hag­vexti yrði ekki náð án þess að lækka skatta. 

Í ág­úst 1963 var til­laga Kenn­e­dys samþykkt og var for­set­inn sann­færður um að þetta væri rétt leið í átt að minna at­vinnu­leysi og skuld­setn­ingu. Þrátt fyr­ir lækk­un skatta á bæði ein­stak­linga og fyr­ir­tæki juk­ust skatt­tekj­ur rík­is­ins um tæpa 60 millj­arða banda­ríkja­doll­ara frá ár­inu 1961 til árs­ins 1968.

For­setatíð Kenn­e­dys tók skyndi­leg­an enda 22. nóv­em­ber 1963 þegar hann var skot­inn til bana á ferð sinni um Dallas í Texas-ríki. 

Hans verður minnst víðsveg­ar um Banda­rík­in í dag.

 

Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður.

28.05.2017 21:12

Pallasmíði í Hallskoti

 

 

 

Pallasmíði í Hallskoti

laugardaginn 27. maí 2017Ljósm.: Ingólfur Hjálmarsson
 

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

28.05.2017 06:54

Merkir Íslendingar - Vilmundur Jónsson

 

 

Vilmundur Jónsson (1889 - 1972)

 

 

Merkir Íslendingar - Vilmundur Jónsson

 

Vilmundur fæddist á Fornustekkum í Nesjahreppi í Vestur-Skaftafellssýslu 28. maí 1889. Foreldrar hans voru Jón Sigurðsson, bóndi á Fornustekkum, og k.h., Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja.
 

Eiginkona Vilmundar var Kristín Ólafsdóttir læknir og voru börn þeirra Guðrún, húsfreyja, stúdent og prófarkalesari, móðir Þorsteins heimspekings, Vilmundar ráðherra og Þorvalds prófessors Gylfasona; Ólöf, tannsmiður í Reykjavík, móðir Ólafs viðskipafræðings og Kristínar, ritstjóra Fréttablaðsins Þorsteinsbarna, og Þórhallur, prófessor, faðir Guðrúnar dósents,Torfa verkfræðings og Helgu verkfræðings.


Vilmundur lauk stúdentsprófi frá MR 1911, embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1916 og stundaði framhaldsnám m.a. við Rigshospitalet í Kaupmannahöfn og Ullevål Sykehus í Ósló.


Vilmundur var héraðslæknir í Ísafjarðarhéraði 1917-31 og var jafnframt sjúkrahúslæknir á Ísafirði og var landlæknir 1931-59.

Vilmundur sat í bæjarstjórn Ísafjarðar 1922-31 og gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir bæjarfélagið, var skólalæknir MR 1931-38, alþingismaður Ísafjarðarkaupstaðar fyrir Alþýðuflokkinn 1931-33 og í Norður-Ísfjarðarsýslu 1933-34 og frá 1937-41 er hann sagði af sér þingmennsku.
 

Vilmundur var stjórnarformaður Landspítalans 1931-33 og síðar Ríkisspítalanna 1933-59, sat í landskjörstjórn 1933-56, var formaður Manneldisráðs frá stofnun 1939-59, formaður skólanefndar Hjúkrunarskóla Íslands 1945-59 og forseti Læknaráðs frá stofnun 1942-59.
 

Vilmundur var mikill vinur Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar og kemur Vilmundur víða við sögu hjá Þórbergi. Vilmundur var auk þess með áhrifamestu jafnaðarmönnum á sinni tíð og átti m.a. stóran þátt í því að þeir höfnuðu Jónasi frá Hriflu sem ráðherraefni í Stjórn hinna vinnandi stétta 1934.
 

Vilmundur var víðlesinn, þótti afburðagreindur og skemmtilegur í viðkynningu. Hann lést 28. mars 1972.

 

Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður.