Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2017 Maí

25.05.2017 20:43

25. maí 2017 - Uppstigningardagur - Dagur aldraðara - Dómkirkjan í Reykjavík

 

 

 

   25. maí 2017 – Uppstigningardagur

– Dagur aldraðara – Dómkirkjan í Reykjavík
 

Guðsþjónusta var kl. 11 í morgun í Dómkirkjunni í Reykjavík á uppstigningardegi sem jafnframt er dagur aldraðra.

 

Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og heiðursforseti Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi flutti hugleiðingu dagsins við messuna í morgun.  

 

Lestrana lásu Ástbjörn Egilsson og Jóhannes Kristjánsson.

 

Séra Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur, sem brátt lætur af störfum þar, þjónaði fyrir altari.

 

Dómkórinn söngur og sænski kórinn, Katarina Kammarkör frá Stokkhólmi. Organisti var Kári Þormar. Á eftir messu var Messukaffi í safnaðarheimilinu við Lækjargötu.Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvars var við messuna í Dómkirkjunni í morgun.  Meðal verkefna Kirkjuráðsins er að heimsækja allar kirkjur á Suðurlandi. Það verkefni er komið vel á veg en hefur tekið nokkur ár.

 

Þessi ferð Kirkjuráðsins í Dómkirkjuna í Reykjavík í morgun á degi aldraðra var sérstök heiðurs- og virðingarferð við Guðna Ágústsson og Hjálmar Jónsson.Menningar-Staður færði til myndar í morgun og eru 72 myndir komnar í albúmi á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/282993/

 

Nokkrar myndir:
 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

 

25.05.2017 08:07

Aðalfundur Eyrarbakkasóknar 30. maí 2017

 

 

 

Aðalfundur Eyrarbakkasóknar 30. maí 2017Aðalsafnaðarfundur Eyrarbakkasóknar og aðalfundur Eyrarbakkakirkjugarðs verður haldinn í kirkjunni þriðjudaginn 30. maí kl. 20.

 

Venjuleg aðalfundarstörf og kosning í kjörnefnd prestakallsins.

 

Sóknarnefndin.Skráð af Menningar-Staður

24.05.2017 09:44

Mugison í Hvíta-húsinu á Selfossi á miðvikudaginn 24. maí 2017

 

 

 

Mugison í Hvíta-húsinu á Selfossi

á miðvikudaginn 24. maí 2017 - í kvöld

Mugison verður með tónleika í Hvíta-húsinu á Selfossi miðvikudagskvöldið 24. maí 2017 - í kvöld. 

Tónleikarnir eru partur af tónleikaröð sem Mugison er með, en hún samanstendur af 9 tónleikum víðs vegar um landið. Mugison og hljómsveit spiluðu á alltof fáum tónleikum þegar þau fylgdu eftir síðustu plötu kappans, Enjoy, fyrir síðustu jól.

Var það mál manna og kvenna að hljómsveitin hafi aldrei hljómað betur. Rósa Sveinsdóttir bættist í hópinn í fyrra og spilar á saxafón. Þá hafa þau Tobbi og Rósa tekið upp á því að radda eins og englakór í fallegu lögunum – og Addi og Guðni halda ballestinni eins og sannir skriðdrekar. 

Mugison er þekktur fyrir kraftmikla og einlæga sviðsframkomu – allt er lagt í sölurnar á hverjum einustu tónleikum. Þetta er einstakt tækifæri til þess að upplifa tónlist sem spannar allan tilfinningaskalann. 

Miðasala á Tix.is.


Skráð af Menningar-Staður

24.05.2017 06:37

Risaþorskur á sjóstöng

 

 

Erlendir sjóstangveiðimenn hópast til Íslands.

 

Risaþorskur á sjóstöng

 

Tveir þýskir félagar, þeir Markus og Kai, fóru nýlega á Bobby 17 frá Flateyri og dró annar risaþorsk sem sést á myndinni. Hann mældist 148 sentí- metrar og 31,6 kíló. '

„Þeir eru að draga stórþorska, frá 20 og upp í 31,6 kíló, þegar gefur á sjó,“ sagði Róbert Schmidt, rekstrarstjóri Iceland Profishing. „Einn fékk góðan ufsa á sunnudaginn og það er mokveiði á steinbít. Svo slysast með ýsa, karfi og skötuselur. Keppikeflið er að veiða stóra fiska og að fá sem flestar tegundir. 

Við erum með bestu þorskmið heimsins hér rétt fyrir utan.“ Iceland Profishing gerir út sextán frístundabáta frá Suðureyri og Flateyri sem allir heita Bobby.

Morgunblaðið 24. maí 2017.Skráð af Menningar-Staður

23.05.2017 06:57

23. maí 1965 - Danir samþykktu að afhenda íslensku handritin

 

 

 

Þinghhúsið í Kaupmannahöfn - Christiansborg.

 

23. maí 1965

- Danir samþykktu að afhenda íslensku handritin
 

Þann 23. maí 1965 samþykktu Danir að afhenda íslensku handritin, sem lengi höfðu verið bitbein þjóðanna.

 

21. apríl 1971
 

Danska eftirlitsskipið Vædderen lagðist að hafnarbakkanum framan við Hafnarhúsið í Reykjavík kl. 11.00 þann 21. apríl 1971 og hafði innanborðs Flateyjarbók og Sæmundar-Eddu.
 

Varðskipið Ægir sigldi til móts við eftirlitsskipið deginum áður og fylgir því til hafnar. Lúðrasveit Reykjavíkur hóf Ieik á hafnarbakkanum kl. 10,30, en skátar og lögreglumenn stáðu heiðursvörð.
 

Meðal viðstaddra, er skipið lagðist að bryggju, voru ríkisstjórn Íslands, forseti sameinaðs Alþingis, forseti Hæstaréttar, sendiherra Dana, núverandi og fyrrverandi sendiherrar  Íslands í Danmörku, borgarstjórinn í Reykjavík, og ýmsir embættismenn.
 

Forsætisráðherra íslands, Jóhann  Hafstein og Paul Hartling utanríkisráðherra Danmerknr fluttu  ávörp á hafnarbakkanum, en formleg afhending handritanna fór fram síðdegis í Háskólabíói. Meðal gesta við afhendinguna voru forsetahjónin.

Útvarpað og sjónvarpað var beint frá hafnarbakkanum og útvarpað frá Háskólabíói. Vinna var víða felld niður frá kl. 10,30 til hádegis og kennsla felld niður í skólum um allt land. Um kvöldið efndi ríkisstjórnin til veislu að Hótel Borg.
 


Af forsíðu Morgunblaðsins þann 21. apríl 1971.Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður

 

21.05.2017 09:44

Alþjóðlegi safnadagurinn 18. maí 2017

 

 

 

Alþjóðlegi safnadagurinn 18. maí 2017

 

Alþjóðlegi safnadagurinn er 18. maí og er haldinn hátíðlegur um heim allan.  Á Eyrarbakka voru tvær samkomur.

Í hádeginu var leiðsögn Þorsteins Tryggva Mássonar í Húsinu um Myntsýningu Helga Ívarssonar frá Hólum.

Síðdegis kl. 17 – 19 var samkoma með lettum veitingum í Beitingarskúrnum á Eyrarbakka. Þar sýndu Siggeir Ingólfsson og Björn Ingi Bjarnason ýmis handbrögð sem snúa að beitingu og línuveiðum. Einnig voru sýndar gamlar ljósmyndir frá Eyrarbakka.

Jafnframt voru sagðar sögur af Sunnlendingum og Vestfirðingum í beitingaskúrum liðins tíma.

Meðal fjölmargra gesta var Kristján Runólfsson skáld í Hveragerði og sagði hann svo frá á Facebook-síðu sinni:

Fór eftir vinnu í beituskúrinn á Eyrarbakka, en þar var sýning á beitningu.

Björn Ingi Bjarnason sýndi þar svokallaða konfektbeitningu, sem hann fann sjálfur upp og kann einn.

Sagðar voru sögur af frægum beitningarmönnum, svo sem af einum frægum fyrir vestan, sem sagði að „það væri ekki lengi verið að beita í hálftíma.“

Sýning Björns stóð yfir í sirka hálftíma.
 

Kristján orti:

Ekki lengi leið sú törn,

-línu greiddi úr flóka,-

metið reyndi að bæta Björn,

og beitti á níu króka.Björn Ingi Bjarnason svaraði með vísu um konfektbeitinguna:

"Konfekt-beiting kalla þeir

karlarnir á Mána.

Orðspor þetta aldrei deyr

öðrum hvöt að skána.


Samkoman var fjölmenn og tókst mjög vel.

Til myndar færðu: Björn Ingi Bjarnason, Ástrós Werner Guðmundsdóttir og Linda Ásdísardóttir.

75 myndir eru komnar á Menningar-Stað.


Smella á þessa slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/282938/

 

Nokkrar myndir hér:
 

.

.

.

 

.

 

.

.

 

.

 

.

.

 

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 
 

20.05.2017 07:59

20. maí 1950 - Gull­foss kom til lands­ins

 

 

Gullfoss, skip Eimskipafélags Íslands hf. Gullfoss var smíðaður í Danmörku árið 1950.

Var lengst af í áætlunarsiglingum milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar.

 

20. maí 1950 - Gull­foss kom til lands­ins

 

Farþega­skipið Gull­foss kom til lands­ins þann 20. maí 1950. 

Þúsund­ir Reyk­vík­inga fögnuðu skip­inu sem rúmaði 210 farþega og 60 manna áhöfn. 

Gull­foss var í för­um fyr­ir Eim­skipa­fé­lag Íslands til 1973.

Gullfoss var smíðaður í Danmörku árið 1950 og var lengst af í áætlunarsiglingum milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar.

 

Morgunblaðið 20. maí 2017.

 

 

Gullfoss í Larsens Plads sem nú heitir Amalienhavn í Kaupmannahöfn. 
Mynd: Holger Petersen.

Skráð af Menningar-Staður

19.05.2017 15:36

Guðlaug nýr deildarstjóri á Ljósheimum og Fossheimum

 

 

Guðlaug Einarsdóttir.

 

Guðlaug nýr deildarstjóri á Ljósheimum og Fossheimum

 

Guðlaug Einarsdóttir á Eyrarbakka, settur hjúkrunardeildarstjóri, hefur verið ráðin í stöðu hjúkrunardeildarstjóra á hjúkrunardeildum HSU á Selfossi, Ljósheimum og Fossheimum.

Tveir umsækjendur voru um stöðuna.

 

Guðlaug er fædd árið 1969. Hún lauk námi í hjúkrunarfræði frá Hí árið 1994, embættisprófi í ljósmóðurfræði frá H.Í. 1998, MPM námi frá Verkfræðideild H.Í. 2011 og diplómanámi í opinberri stjórnsýslu fyrir stjórnendur í heilbrigðisþjónustu árið 2013.

 

Guðlaug hefur viðtæka reynslu en hún hefur starfað við Heilbrigðistofnun Suðurlands sem ljósmóðir, hjúkrunarfræðingur á BMT, verkefnastjóri og nú síðast sem hjúkrunardeildarstjóri á sameinuðum hjúkrunardeildum. Hún var á árunum 2005-2011 formaður og framkvæmdarstjóri Ljósmæðrafélags Íslands. 
 


Af www.sunnlenska.is


Skráð af Menningar-Staður

19.05.2017 11:41

Merkir Íslendingar - Ásgeir Hannes Eiríksson

 

 

Ásgeir Hannes Eiríksson (1947 - 2015).

 

Merkir Íslendingar - Ásgeir Hannes Eiríksson

 

Ásgeir Hann­es Ei­ríks­son fædd­ist í Reykja­vík 19. maí 1947. 

For­eldr­ar hans voru Ei­rík­ur Ket­ils­son stór­kaupmaður og Sig­ríður Ásgeirs­dótt­ir lög­fræðing­ur.

 

Móðir Ei­ríks var Guðrún Ei­ríks­dótt­ir, veit­inga­kona í Reykja­vík og hót­eleig­andi í Hafnar­f­irði, frá Járn­gerðar­stöðum, en Sig­ríður var dótt­ir Ásgeirs Þor­steins­son­ar, efna­verk­fræðings og for­stjóra, og El­ín­ar Jó­hönnu Guðrún­ar, dótt­ur Hann­es­ar Haf­stein, skálds og ráðherra, og k.h., Ragn­heiðar Haf­stein.
 

Syst­ur Ásgeirs Hann­es­ar, sam­feðra: Guðrún Birna og Dag­mar Jó­hanna, en systkini hans, sam­mæðra: Bald­vin Haf­steins­son og Elín Jó­hanna Guðrún Haf­steins­dótt­ir.
 

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Ásgeirs Hann­es­ar: Val­gerður Hjart­ar­dótt­ir og börn þeirra: Sig­ríður Elín, Sig­urður Hann­es, og Sigrún Helga.
 

Ásgeir Hann­es lauk prófi við Versl­un­ar­skóla Íslands 1967 og prófi frá Hót­el- og veit­inga­skóla Íslands 1971. Hann stundaði versl­un­ar­störf í Reykja­vík, var aug­lýs­inga­stjóri DB við stofn­un blaðsins og rak m.a. Pylsu­vagn­inn við Lækj­ar­torg.

Ásgeir Hann­es gekk til liðs við Al­bert Guðmunds­son við stofn­un Borg­ara­flokks­ins vorið 1987 og var þingmaður flokks­ins 1989-91.
 

Ásgeir Hann­es var for­seti Sam­bands dýra­vernd­un­ar­fé­laga á Íslandi, sat í stjórn sam­tak­anna Gamli miðbær­inn, var formaður Kara­tefé­lags Reykja­vík­ur, sat í stjórn Vernd­ar, SÁÁ og Krýsu­vík­ur­sam­tak­anna og Fé­lags áhuga­manna um frjáls­an út­varps­rekst­ur. Ásgeir Hann­es skrifaði fjölda dag­blaðsgreina, var rit­stjóri blaða og sendi frá sér bæk­ur, m.a. um gam­an­sög­ur og hnytt­in til­svör eft­ir­minni­legra ein­stak­linga. Hann var vin­sæll og hlý per­sóna, um­hyggju­sam­ur gagn­vart sam­borg­ur­um sem stóðu höll­um fæti, hafði skarp­ar og oft frum­leg­ar skoðanir, var ann­álaður sagnamaður og sjálf­ur hnytt­inn í til­svör­um.
 

Ásgeir Hann­es lést 14. febrúar 2015.

 

Morgunblaðið 19. maí 2017.
 


Skráð af Menningar-Staður

19.05.2017 08:40

Í Beitingaskúrnum á Eyrarbakka 18. maí 2017

 

.

F.v.: Kjartan Þór Helgason og Siggeir Ingólfsson.

.

 

 

Í Beitingaskúrnum á Eyrarbakka 18. maí 2017
 

Fleiri myndir síðar.

 

.

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Kristján Runólfsson.

.

.

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Kristján Runólfsson.

.

.

.
F.v.: Ragnar Emilsson, Ólafur Ragnarsson, Ástrós Werner Guðmundsdóttir, Rúnar Eiríksson

og Linda Ásdísardóttir. 
.

.
Björn Ingi Bjarnason beitir.
.
 

F.v.: Ólafur Ragnarsson, Siggeir Ingólfsson, séra Úlfar Guðmundsson og Kristján Runólfsson.

 


Skráð af Menningar-Staður