Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2017 Júní

14.06.2017 07:06

17. júní 2017 - Hátíðarhöld á Eyrarbakka

 

 

 

17. júní 2017  - Hátíðarhöld á Eyrarbakka
 

 

Dagskráin verður á Stað og hefst kl. 14:30.

 

D  A  G  S  K  R  Á

 

1.  Ávarp fjallkonunnar.

2.  Hátíðarræða: Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi og formaður íþrótta- og tómstundarnefndar flytur.

3.  Skólakór Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri syngur.

4.  Leikskólabörn syngja.

5.  Karítas Harpa Davíðsdóttir flytur nokkur lög.

6.  Sirkus Íslands stígur á stokk.

 

Kaffiveitingar og hressing fyrir börnin.


Kvenfélag Eyrarbakka
 


Hátíðarhöldin eru styrkt af Sveitarfélaginu Árborg

 

 
Skráð af Menningar-Staður

13.06.2017 17:23

Óánægja í Árborg vegna breytinga á póstdreifingu

 

 

Ari Björn Thor­ar­en­sen, vara­formaður bæj­ar­ráðs Árborg­ar.

 

Óánægja í Árborg vegna breytinga á póstdreifingu

 

Bæj­ar­ráð Árborg­ar hef­ur gert at­huga­semd við breyt­ing­ar sem Póst­ur­inn hyggst gera á fyr­ir­komu­lagi póstþjón­ustu í sveit­ar­fé­lag­inu. Að sögn Brynj­ars Smára Rún­ars­son­ar, fjöl­miðlafull­trúa Pósts­ins, er ekki verið að draga úr þjón­ustu við íbúa Árborg­ar, aðeins sé verið að gera breyt­ing­ar á dreif­ingu fjöl­pósts í sveit­ar­fé­lag­inu. Í stað dreif­ing­ar á fimmtu­dög­um, yrði henni nú skipt niður á fimmtu­dag og föstu­dag. Við það er bæj­ar­ráðið ósátt.

 

Ari B. Thor­ar­en­sen, vara­formaður bæj­ar­ráðs Árborg­ar, sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið, að málið snér­ist meðal ann­ars um héraðsblöðin. Þau væru notuð und­ir hvers kyns aug­lýs­ing­ar auk annarra frétta og til­kynn­inga inn­an sveit­ar­inn­ar. „Það er mjög óhag­stætt að helm­ing­ur­inn af íbú­um sveit­ar­fé­lags­ins fái Dag­skrána sína á fimmtu­degi og hinn helm­ing­ur­inn á föstu­degi“ seg­ir Ari.

 

Þá hef­ur fyr­ir­komu­lagi á dreif­ingu og mót­töku dreifi­bréfa einnig verið breytt.

 

Í til­kynn­ingu frá bæj­ar­ráði Árborg­ar seg­ir að það sé til hins verra þar sem sveit­ar­fé­lagið nýti sér þá þjón­ustu Pósts­ins til að koma til­kynn­ing­um áleiðis.

 

Bæj­ar­ráð hef­ur sent Póst­in­um fyr­ir­spurn vegna þessa en ekki fengið svar.


Morgunblaðið 13. júní 2017.Skráð af Menningar-Staður

12.06.2017 17:36

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 12. júní 2017

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 12. júní 2017

Vinir alþýðunnar.

 

Myndaalbúm á þessari slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/283101/

Nokkrar myndir:

 

.

.

 

.

.

Skráð af Menningar-Staður
 

 

12.06.2017 17:07

Orðsending til lesenda Þingeyrarvefsins

 

 

F.v.: Hallgrímur Sveinsson og Björn Ingi Bjarnason á ársfundi -Vestfirska forlagsins-

sem haldinn var þann 6. júní sl. í Simbahöllinni á Þingeyri.

 

 

Orðsending til lesenda Þingeyrarvefsins

 

   Kæru vinir.

Eins og margir ykkar vita, höfum við undirritaðir séð um að halda Þingeyrarvefnum gangandi nú um nokkurt skeið. Hefur það verið á vegum Vestfirska forlagsins og Íþróttafélagsins Höfrungs. Þetta er endalaus vinna sem hefur gefið okkur mikið í aðra hönd. Ekki er það nú í peningum talið eins og þið vitið, heldur er það fyrst og fremst ánægjan sem þar hefur verið aflvakinn. Og láta eitthvað gott af sér leiða fyrir samferðamennina og framtíðina.
 

   Mörgum þykir vænt um Þingeyrarvefinn. Hefur svo verið frá því strákarnir í Mjólká byrjuðu með hann 2003. Þar birtist oft efni sem hvergi er að finna annarsstaðar. 

Það geta allir séð með því að skoða frétta- og greinamagasínið á vefnum sjálfum. Þar kennir ótrúlega margra grasa úr samfélagi okkar. Vonandi hefur það bæði verið til gagns og gleði. Og sannleikurinn er sá, að það eru ekki margir frétta- og samfélagsvefir hér vestra sem hafa verið eins kraftmiklir og fjölbreyttir að efni og Þingeyrarvefurinn á liðnum árum.  

 

   En nú fer þessu bráðum að ljúka frá okkar hálfu af ýmsum ástæðum. (Sumir eru nú orðnir rugluð gamalmenni!). Samt ætlum við að láta sjá í sumar. Hvað svo verður í haust verður bara að koma í ljós.
 

   Með baráttukveðjum.
 

     Upp með Vestfirði!
 

      Hallgrímur Sveinsson

      Björn Ingi Bjarnason
 Skráð af Menningar-Staður

11.06.2017 09:06

Fuglaskoðun í Friðlandinu í Flóa - ofan Eyrarbakka

 

 

Í dag, sunnudaginn 11. júní, mun Alex Máni Guðríðarson leiða hópinn

en hann er mikill áhugamaður um fugla og fuglaljósmyndari. 

 

 

 -Fuglaskoðun í Friðlandinu í Flóa-
rétt ofan Eyrarbakka

 

Fuglaskoðun í júní - sunnudaga kl. 17, brottför frá bílastæðinu

 

Fuglaskoðun er afþreying sem hentar fyrir alla fjölskylduna, börn og barnabörn njóta þess að eiga samverustundir með fullorðnum úti í náttúrunni.

 

Innlendir sem og erlendir gestir hafa líka gaman af. Allt sem þarf eru stígvél því það getur verið blautt á. Sjónauki og fuglabækur koma sér líka vel. Í júní verður boð- ið upp á fuglaskoðun með leiðsögn í Friðlandinu í Flóa. Eru það dyggir félagsmenn okkar sem hafa tekið að sér, í sjálfboðavinnu, að leiða hópa um svæðið og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir óeigingjarn starf í þágu félagsins.

Sunnudaginn 4. júní sl. reið á vaðið Hlynur Óskarsson forstöðumaður Votlendisseturs Landbúnaðarháskóla Íslands.

 

Í dag, sunnudaginn 11. júní,  mun Alex Máni Guðríðarson leiða hópinn en hann er mikill áhugamaður um fugla og fuglaljósmyndari.

 

Þriðja sunnudaginn, þann 18. júní, mun Jóhann Óli Hilmarssson, formaður Fuglaverndar vera til leiðsagnar í Friðlandinu. Sem fyrr segir hefst leiðsögn við bílastæðið kl. 17:00 þessa sunnudaga og gera má ráð fyrir um klukkustund til að njóta náttúrunnar og leiðsagnarinnar.

 

Friðlandið í Flóa - Endurheimt votlendi sem iðar af fjölskrúðugu fuglalífi. Fuglavernd hefur tekið þátt í umsjá Friðlandsins í Flóa í tvo áratugi, allt frá árinu 1997, í samstarfi við ýmsa aðila á sviði náttúruverndar og sveitarfélagið Árborg. Friðlandið í Flóa er svæði þar sem áður framræst votlendi hefur verið endurheimt í áföngum.

 

Fuglaskoðunarhús með aðgengi fyrir hjólastóla var tekið í notkun árið 2010. Meira um jarðsögu, gróðurfar og dýralíf í Friðlandinu í Flóa má lesa á vef Fuglaverndar. Um Fuglavernd Fuglavernd eru frjáls félagasamtök um verndun fugla og búsvæði þeirra. Fuglavernd telur um 1300 félagsmenn. Fuglavernd er aðili að samtökunum BirdLife International sem vinna að verndun fugla og náttúrusvæða í 120 löndum.

 

Allir velkomnir og ókeypis aðgangur.


Fuglavernd.


 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

10.06.2017 21:07

Sjómannahelgin í Eyrarbakkaprestakalli

 

 

 

Sjómannahelgin í Eyrarbakkaprestakalli

 

Sjómannahelgin er mikil messuhelgi á Stokkseyri og Eyrarbakka.

 

Sjómannadagurinn byrjar í Stokkseyrarkirkju sunnudaginn 11. júní kl. 11. Í þessari guðsþjónustu eru skírð tvö börn og beðið fyrir sæfarendum. Þá er lagður blómsveigur að minnisvarða um drukknaða og sungið þar við kirkjuna.

Dagskrá sjómannadagsins á Stokkseyri er auglýst vel í Dagskránni og víða í blöðum og heilmikil dagskrá eftir hádegi, kaffi og allt.


Sjómannamessan í Eyrarbakkakirkju er kl. 14 og er þar einnig lagður blómsveigur að minnisvarða um drukknaða sem stendur vestan við Stað. Þaðan er farið í veglegt kaffi í Félagsheimilinu Stað sem er til styrktar björgunarsveitinni.

 

Kórar Stokkseyrarkirkju og Eyrarbakkakirkju syngja og er organisti Haukur Arnarr Gíslason.

 

Sr. Kristján Björnsson er kominn heim frá Wittenberg í Þýskalandi þar sem hann var á prestastefnu og fyrirlestrum um þýðingu siðbótarinnar í samfélagi okkar og lífi mannseskjunnar en í Wittenberg hófst siðbót Lúthers fyrir réttum 500 árum árið 1517.


Eyrarbakkaprestakall
 

 
Skráð af Menningar-Staður

10.06.2017 21:00

Sjómannadagurinn 11. júní 2017 á Eyrarbakka

 

 

 

 

Sjómannadagurinn 11. júní 2017

 

á Eyrarbakka

 

 

Dagskrá Sjómannadagsins á Eyrarbakka 2017

 

 

Dorgveiði kl. 10:00 við bryggjuna

 

Skemmtisigling fyrir alla aldurshópa frá kl.11:00-13:00

 

Sjómannadagsmessa kl 14:00

 

Kaffisala Slysavarnadeildarinnar Bjargar kl.15:00-17:00
 Björgunarsveitin Björg á Eyrarbakka

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

10.06.2017 20:48

Aldarminning - Einar Sturluson

 

 

Einar Sturluson (1917 - 2003).

 

 

Aldarminning - Einar Sturluson 

 

 

Tengdafaðir minn, Ein­ar Sturlu­son, söngv­ari og söng­kenn­ari, fædd­ist 10. júní árið 1917.

 

For­eldr­ar hans voru Sturla Ein­ars­son frá Jarls­stöðum í Bárðar­dal og bóndi á Fljóts­hól­um í Gaul­verja­bæj­ar­hreppi og Sig­ríður Ein­ars­dótt­ir frá Hæli í Gnúp­verja­hreppi. Sturla vann það af­rek í upp­hafi síðustu ald­ar að ganga ein­sam­all úr Bárðar­dal þvert yfir há­lendið til að fastna sér stúlku á Suður­landi.

 

Ein­ar var elst­ur sjö systkina og ólst upp á Fljóts­hól­um. Þar á bæ var tónlist í há­veg­um höfð, hljóðfæri fyr­ir hendi og mikið sungið og var það án efa kveikj­an að tón­list­ar­ferli Ein­ars. Sturla faðir hans lék á org­el og amma hans, Jó­hanna Sig­urst­urlu­dótt­ir, lék á fiðlu. Ein­ar fór sex­tán ára í Íþrótta­skól­ann í Hauka­dal og var þar í tvö ár. Að því námi loknu flutti hann til Reykja­vík­ur, fór í gagn­fræðaskóla og gekk í Iðnaðarmannakór­inn. Þá sótti hann söng­tíma hjá Sig­urði Birk­is og Pétri Jóns­syni. Ein­ar fékk í vöggu­gjöf ein­stak­lega ómþýða og fal­lega ten­órrödd sem lék sér að háa c-inu allt fram á níræðis­ald­ur.

 

Hann fór ung­ur utan til að nema söng við Kon­ung­legu tón­list­araka­demí­una í Stokk­hólmi og komst í söngnám til eins virt­asta söng­kenn­ara og söngv­ara tón­list­araka­demí­unn­ar, Josephs Hislop. Þar var hann m.a. sam­skóla Birgit Nils­son og Nicolai Gedda, sem síðar lögðu óperu­heim­inn að fót­um sér.

 

Hislop bauð hon­um að syngja í óperu­kórn­um í Stokk­hólmi og sömdu þeir um að greiðslan færi upp í náms­kostnaðinn sem var hent­ugt fyr­ir báða. Þá var verið að færa upp Ca­valler­ia Rusticana og I Pagliacci. Ten­ór­inn sem söng í Ca­valler­ia var Ein­ar And­er­sen, en hann tók við hlut­verk­inu af Jussi Björling. Ein­ar bjó hjá And­er­son um tíma og átti eft­ir að kynn­ast fleiri stjörn­um í óper­unni í gegn­um vel­gjörðarmann sinn, Ein­ar And­er­son. Þeirra á meðal var Jussi Björling sem var tal­inn einn besti ten­ór heims á þeim tíma.

 

Ein­ar söng heilt pró­gramm af ís­lensk­um lög­um í sænska út­varpið og und­ir­leik­ar­inn var Páll Kr. Páls­son sem einnig var við nám í Stokk­hólmi.

 

Björt framtíð virt­ist blasa við Ein­ari þegar hann að námi loknu hóf fer­il sinn sem ein­söngv­ari. Það var því mik­ill miss­ir fyr­ir bæði hann sjálf­an og okk­ur hin þegar Ein­ar veikt­ist af ast­ma, sem að miklu leyti batt enda á söng­fer­il hans áður en hann hófst í raun og veru. Áður hafði Ein­ar þó náð að syngja við óperu­húsið í Ósló og í óper­unni Ri­goletto í Þjóðleik­hús­inu 1951, auk þess sem hann kom fram á ein­söngs­tón­leik­um og með kór­um á næstu árum þegar heils­an leyfði. Þegar Ein­ar var kom­inn á þroskaðan ald­ur hvarf ast­minn og þá beið hans rödd­in með sín­um gamla tær­leika og krafti og háa c-ið flaug hon­um létti­lega úr hálsi.

 

Ein­ar starfaði við umönn­un aldraðra á heila­bil­un­ar­deild á elli­heim­il­inu Grund í næst­um hálfa öld. Á slíkri deild virðist vist­in oft vera held­ur dauf og dap­ur­leg. En á vakt­inni hjá Ein­ari var sungið og sög­ur sagðar með slík­um þrótti og sann­fær­ingu að ým­ist virt­ist vel heppnuð kóræf­ing standa yfir eða þá að snarkalkaðir karl­arn­ir væru að koma heim eft­ir vel heppnaðan róður með Ein­ari for­manni sín­um. Starfaði hann þar til dauðadags en tveim­ur dög­um fyr­ir and­lát sitt söng hann við messu á Grund og við messu á dval­ar­heim­il­inu Ási í Hvera­gerði.

 

Nokkru fyr­ir and­lát Ein­ars kom út tvö­fald­ur geisladisk­ur með söng hans. Á geisladisk­un­um er að finna úr­val af upp­tök­um Rík­is­út­varps­ins með söng Ein­ars á tíma­bil­inu 1948 - 1964, en að auki eru þar tvö lög tek­in upp árið 1997 á átt­ræðisaf­mæli söngv­ar­ans.

 

Þar gef­ur að heyra ís­lensk söng­lög, en einnig sálma­lög og tvö sænsk söng­lög. Mörg ís­lensku lag­anna eru sjald­heyrð, svo sem söng­lög eft­ir Hall­grím Helga­son og Ólaf Þorgríms­son.

 

Upp­tök­urn­ar eru til vitn­is um það nátt­úru­fyr­ir­brigði sem rödd Ein­ars var, björt og kraft­mik­il sem létt nær háa c-inu og smit­ar af sannri sönggleði.

 

Ein­ar kenndi söng í mörg ár við Söng­skól­ann í Reykja­vík ásamt því að raddþjálfa ýmsa kóra.

 

Ein­ar var létt­ur í lund og gam­an­sam­ur. Hann átti það til að lok­inni lækn­is­heim­sókn að borga fyr­ir sig með því að taka eina aríu með háa c-inu á biðstof­unni sem vana­lega var full af niður­dregnu fólki sem lifnaði snar­lega við óvænta uppá­komu.

 

Ein­ar kvænt­ist Unni D. Har­alds­dótt­ur og eignuðust þau þrjú börn. Ein­ar og Unn­ur slitu sam­vist­ir. Síðar kvænt­ist hann Lísalotte Bensch og ætt­leiddu þau eina dótt­ur. Ein­ar og Lísalotte slitu einnig sam­vist­ir. Eft­ir­lif­andi kona Ein­ars var Arn­hild­ur Reyn­is. Ein­ar eignaðist þrett­án barna­börn og nítj­án barna­barna­börn.

 

Ein­ar lést 15. júlí 2003.

 

Guðmund­ur Ragn­ars­son.


Morgunblaðið laugardagurinn 10. júní 2017.

 


Skráð af Menningar-Staður

10.06.2017 20:33

Jóhann Vilhjálmur Vilbergsson - Fæddur 30. maí 1931 - Dáinn 1. júní 2017 - Minning

 

Jóhann Vilhjálmur Vilbergsson (1931 - 2017).

 

 

Jóhann Vilhjálmur Vilbergsson - Fæddur 30. maí 1931

- Dáinn 1. júní 2017 - Minning Jó­hann Vil­hjálm­ur Vil­bergs­son fædd­ist á Eyr­ar­bakka 30. maí árið 1931. Hann lést á heim­ili sínu 1. júní 2017.

For­eldr­ar hans voru Vil­berg­ur Jó­hanns­son, bif­reiðastjóri og sjó­maður, f. 23.3. 1899, d. 3.7. 1939, og Ragn­heiður Guðmunda Ólafs­dótt­ir hús­freyja og verka­kona, f. 1.3. 1906, d. 9.6. 1998.

 

Jó­hann kvænt­ist Auði Kristjáns­dótt­ur ráðskonu, frá Felli í Bisk­upstung­um, f. 1.10. 1932, þann 26.12. 1963.

 

Börn þeirra eru:


Kjart­an, f. 17.2. 1964, kvænt­ur Stein­unni Bjarna­dótt­ur, börn þeirra eru Auður, Ragn­heiður, Sigrún og Jó­hann.

Agn­ar, f. 17.2. 1964, í sam­búð með Mar­gréti Gunn­ars­dótt­ur. Börn þeirra eru Ævar, Björg og Eyrún.

Guðbjörg Jó­hanns­dótt­ir, f. 21.1. 1966, gift Grími Guðmund­ar­syni. Börn þeirra eru Loft­ur Óskar, Jón­ína Sig­ríður, Auður Hanna og Lauf­ey Ósk.

Barna­barna­börn Jó­hanns eru Bjarney Birta, Ró­bert Arn­ar, Breki, Kar­en Lilja, Guðbjörg, Hild­ur Eva, Katla Björk og Þor­geir Atlas.

 

Jó­hann fædd­ist á Eyr­ar­bakka og ólst þar upp. Hann stundaði sjó­mennsku frá ung­lings­aldri, en vann við línu­lagn­ir hjá Raf­veit­un­um á sumr­in. Hann flutti að Felli árið 1963 og tók þar síðar við bú­inu, en stundaði þá vetr­ar­vertíðir í mörg ár eft­ir það. Starfaði síðar í nokk­ur ár í Lím­tré á Flúðum, eft­ir að það tók til starfa. Var hann sund­laug­ar­vörður í Reyk­holts­laug uns hann lét af störf­um vegna ald­urs.

 

Útför Jó­hanns fór fram í Skál­holts­dóm­kirkju í dag, 10. júní 2017, kl. 14.

Jarðsett var í Hauka­dals­kirkju­g­arði.

________________________________________________Minningarorð Óskars Magnússonar

Hann mág­ur minn, Jó­hann V. Vil­bergs­son, er lát­inn, 86 ára að aldri. Skyndi­legt and­lát kem­ur alltaf á óvart, ekki síst þegar um jafn­aldra er að ræða. Jó­hann fædd­ist á Helga­felli á Eyr­ar­bakka, son­ur Ragn­heiðar Ólafs­dótt­ur og Vil­bergs Jó­hanns­son­ar.

 

Á Eyr­ar­bakka var hann í upp­vext­in­um venju­lega kallaður Jói á Helga­felli, en löngu síðar, þegar hann rúm­lega þrítug­ur flutt­ist upp í Bisk­upstung­ur, kvænt­ist og gerðist bóndi á Felli, varð hann auðvitað Jói á Felli. Jó­hann var fjórða barn þeirra hjóna, en systkini hans eru Kar­en, f. 1926, Sig­urður, f. 1927, dó í frum­bernsku, Ólaf­ur, f. 1929, Ásta Þór­unn, f. 1932, og Sig­ríður Vil­borg, f. 1939. Þau eru öll lát­in nema Sig­ríður Vil­borg.

 

Það vita víst flest­ir sem fædd­ust beint inn í heimskrepp­una miklu, að lífið var ekki ein­tóm­ur dans á rós­um. Átta ára gam­all mátti hann sjá á eft­ir föður sín­um í gröf­ina. Nærri má geta að erfitt hef­ur verið að sjá fyr­ir fimm börn­um á þess­um tíma fyr­ir ekkju, 33 ára, svo unga að ekkju­bæt­ur voru ekki til­tæk­ar í þá daga fyr­ir svo ung­ar ekkj­ur. Allt bjargaðist samt, en ung að aldri fóru börn­in að hjálpa til, eins og títt var þá.

 

Níu ára gerðist Jó­hann kúasmali og snún­ingastrák­ur hjá Eyþóri Guðjóns­syni á Skúms­stöðum og var hjá hon­um tvö sum­ur, síðan var hann í sveit á sumr­in, m.a. á Brúna­stöðum hjá Ágústi Þor­valds­syni.

 

Hann fór ung­ur til sjós, eins og strák­ar gerðu sem ólust upp við sjáv­ar­síðuna, og fyrstu vertíðina var hann hjá Jó­hanni Bjarna­syni á Gunn­ari, en 1952 kaup­ir hann með fé­lög­um sín­um 26 lesta bát, Faxa ÁR 25, og var formaður á hon­um næstu sjö vetr­ar­vertíðir og farnaðist vel, var afla­kóng­ur á fyrstu vertíðinni sem skip­stjóri.

 

Jó­hann vildi helst vera á landi á sumr­in, þó að hann reyndi bæði tog­ara- og far­mennsku. Mörg sum­ur vann hann við línu­lagn­ir hjá Rarik í vinnu­flokki þeirra feðga, Hann­es­ar Andrés­son­ar og Hann­es­ar Hann­es­son­ar. 

 

Eitt sum­arið var ráðskona hjá þeim, Auður Kristjáns­dótt­ir frá Felli, sem varð hans lífs­föru­naut­ur í löngu og far­sælu hjóna­bandi. Þá sett­ust þau Jó­hann og Auður að búi á Felli, í fyrstu með föður henn­ar, en tóku svo al­farið við bú­inu, byggðu nýtt íbúðar­hús og end­ur­nýjuðu önn­ur.

 

Jó­hann skildi þó ekki al­farið við sjó­inn því hann var marg­ar vetr­ar­vertíðir hjá Guðmundi Friðriks­syni á Friðriki Sig­urðssyni.

 

Alls staðar fékk Jó­hann gott orð, enda góður verkmaður, hæg­lát­ur, traust­ur en lét ekki mikið yfir sér, vin­ur vina sinna og kunni vel að gleðjast, þegar svo bar und­ir.

 

Á Felli fædd­ust þeim þrjú mann­væn­leg börn og var oft gest­kvæmt á heim­ili þeirra, enda hús­bænd­urn­ir góðir heim að sækja.

 

Síðustu árin bjuggu þau í Reyk­holti og þar gerðist Jó­hann sund­laug­ar­vörður um hríð. Í starfi eldri borg­ara kom fram því­lík­ur völ­und­ur Jó­hann var og hand­lag­inn.

 

Eft­ir­lif­andi eig­in­konu hans, sem dvel­ur nú að Lundi á Hellu, börn­um Jó­hanns, barna­börn­um og barna­barna­börn­um send­um við „Helga­fellsaf­leggj­ar­ar“ okk­ar dýpstu samúðarkveðjur.

 

Óskar Magnús­son.Morgunblaðið laugardagurinn 10. júní 2017.


Skráð af Menningar-Staður.

10.06.2017 06:59

10. júní 1856 - fæðingardagur Hans Ellefsen (1856-1918)

 

 

Sólbakkastöðin á Sólbakka í Önundarfirði á mynd í Félagsbæ á Flateyri.

 

 

10. júní 1856 -

 

fæðingardagur Hans Ellefsen (1856-1918)

 

Hans Ellefsen, født i Stokke - Vestfold, norsk hvalfangstreder. Drev først hvalfangst på Øst-Finnmark.  

Flyttet 1889 til Island. Inntil 1901 hadde han stasjon på Solbakka i Önundarfjörður på den vestlige del av Island, de første årene sammen med broren Andreas Ellefsen (1848–1927). 

Hans stasjon på Asknes i Mjóifjörður, 1901–11, ble kalt verdens største, med mer enn 400 mann. 

Hans villa på Solbakka ble etter hans død flyttet til Reykjavík som statsminister- og representasjonsbolig.

 


STORE NORSKE LEKSIKON

 

.
Sólbakkastöðin á Sólbakka í Önundarfirði á mynd í Félagsbæ á Flateyri.
.

Skráð af Menningar-Staður.