Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2017 Júní

08.06.2017 21:51

Í Eyrarbakkakirkjugarði 8. júní 2017

 


F.v.: Reynir Jóhannsson, Ólafur Ragnarsson og Siggeir Ingólfsson.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Í Eyrarbakkakirkjugarði 8. júní 2017

 

Við leiði skipverja af skoska togaranum Loch Morar frá Aberdeen sem strandaði við Gamla-Hraun þann 31. mars 1937.

Allir skipverjarnir 12 að tölu fórust.Í Eyrarbakkakirkjugarði voru að störfum:

Siggeir Ingólfsson, Reynir Jóhannsson, Ólafur Ragnarsson og Björn Ingi Bjarnason.

 

Sjá myndir á þessari slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/283072/

Nokkrar myndir:

 

 

.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

 

08.06.2017 10:32

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 8. júní 2017

 

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 8. júní 2017Vinir alþýðunnar

 

 

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

08.06.2017 08:26

Margt að sjá í Konubókastofu á Eyrarbakka

 

 

Úr Konubókastofu í Blátúni á Eyrarbakka.

 

Margt að sjá í Konubókastofu á Eyrarbakka

 

Húsnæði Konubókastofu í Blátúni, Eyrarbakka, stækkaði til muna í desember. Upplagt er að koma og skoða. Hægt að sjá t.d.  gömul tímarit, elstu handavinnubókina sem gefin var út á Íslandi, skáldsögur, barnabækur, fræðirit, minningarbækur, ljóðabækur og fleira. Stækkunin gerði það að verkum að hægt var að setja upp sýningu og með því bæta aðgengilegar upplýsingar um ákveðna rithöfunda. Núna er eldhúsið t.d. tileinkað Guðrúnu frá Lundi. Þar eru upplýsingar um Guðrúnu, tilvitnanir í bækurnar hennar og allt ritsafnið hennar.

 

 

Í Konubókastofu er m.a. fjallað um skáldverk Guðrúnar frá Lundi.

 

Mikið af upplýsingatextunum eru á ensku. Unnið er að því að þýða meira þannig að allar upplýsingar munu vera á ensku auk íslensku. Það gerir það að verkum að erlendir gestir fá meira út úr heimsókninni. Í sumar munu hópar erlendra gesta fengið fyrirlestur um sögu íslenskra kvenrithöfunda.

Starfsemin býður upp á mikla möguleika sem eru í sífelldri þróun þannig að starfsemin stendur aldrei í stað.

 

Í sumar verður opið hjá Konubókastofu alla daga frá klukkan 14 til klukkan 17.

 

Sjálfboðaliðar með bókmenntaáhuga og enskukunnáttu munu sitja vaktina ásamt stofnanda Konubókastofu. Aðrir heimsóknartímar eru eftir samkomulagi en hægt er að hafa samband í síma 8620110 ef óskað er eftir að koma í heimsókn utan opnunartíma.


Af: www.dfs.is


Skráð af Menningar-Staður

08.06.2017 06:24

Við Djúpið blátt - Ísafjarðardjúp: - Ólína Þorvarðardóttir skrifar árbók Ferðafélags Íslands 2017

 


Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir er höfundur Árbókar Ferðafélags Íslands 2017.

Ísafjarðardjúpið er viðfangsefnið að þessu sinni.

Ólína er aðeins önnur konan í níutíu ára sögu Ferðafélagsins

sem er fengin til þess að skrifa árbókina.

 

Við Djúpið blátt – Ísafjarðardjúp:

- Ólína Þorvarðardóttir skrifar árbók Ferðafélags Íslands 2017

 

Út er komin nítugasta árbók Ferðafélags Íslands. Að þessu sinni er Ísafjarðardjúpið við- fangsefnið. Í árbókinni 1949 var farið um norður Ísafjarðarsýslu, hrepp úr hrepp, en nú er Djúpið sjálft tekið út úr, frá Skálavík til Snæfjallastrandar. Höfundur er dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þjóðfræðingur. Ólína er þaulkunnug svæðinu og kannaði ýmsar gönguleiðir gagngert fyrir árbókina. Þetta er aðeins í annað sinn sem kona skrifar árbókina í langri sögu Ferðafélags Íslands. 

Ritstjóri Árbókarinnar er Gísli Már Gíslason og sagði hann í ávarpi sínu við kynningu árbókarinnar að Ólína hefði yfirgripsmikla þekkingu á svæðinu og að hún hefði lagt mikið á sig til þess að gera bókina sem best úr garði.

Fram kom í ávarpi Ólínu að árbækur Ferðafélagsins væru samfelld átthagafræði og –saga. Hún hefði ákveðið að skrifa út frá sínum styrkleikum sem íslenskufræðingur, þjóð- fræðingur og sagnfræðingur. Í upphafi hefði hana dreymt að hún væri örn á flugi yfir Djúpinu og hefði steypt sér niður. Efnistökin tækju mið af þeirri sýn, fyrst væri horft vítt yfir og síðan sjóndeildarhringurinn þrengdur. ‚olína Þorvarðardóttir sagðist vilja segja frá landi og fólki. Því væri efni um gróðurfar, dýralíf, atvinnuhætti og ekki hvað síst væri leitast við að segja frá skaphöfn fólks sem þarna hefur búið og lífsbaráttu þess. 

Ólína sagðist vera að flytjast búferlum suður og það væri gott að kveðja Ísafjörð með þessarri bók. 

Árbókin er skrifuð á góðu íslensku máli, stíllinn er þjáll og efninu raðað niður skipulega og á einkar læsilegan hátt. Meðal þess sem gerir bókina áhugaverða er efnismikill kafli um höfuðstað Vestfjarða, Ísafjörð. Þar er sagt frá atvinnusögu, en líka frá stjórnmálasögu og menningarsögu og einstökum persónum sem mikið lögðu af mörkum svo sem Ásgeir Ásgeirssyni, kaupmanni, Ragnari H Ragnar, tónskáldi og hjónunum Skúla Thoroddsen og Theodóru Thoroddsen. Fer vel á því að segja að nokkru leyti sögu Theodóru og leyfa henni að njóta sannmælis. Ísfirðingum mun vafalaust þykja, eftir lestur árbókarinnar, að þeir hafi vel verið kvaddir. 

Bókin er 272 blaðsíður. Um 170 ljósmyndir og 19 uppdrættir prýða bókina auk rammagreina og yfirlitstaflna. Sem löngum fyrr teiknaði Guðmundur Ó. Ingvarsson kortin og Daníel Bergmann tók flestar ljósmyndirnar en tæplega tveir tugir annarra ljósmyndara eiga einnig myndir í bókinni. Ritstjóri árbókarinnar er Gísli Már Gíslason, og ritnefnd skipa auk hans Daníel Bergmann, Eirríkur Þormóðsson og Guðrún Kvaran.

 

Blaðið Vestfirðir.

 

 


Hjónin Ólína Þorvarðardóttir og Sigurður Pétursson.

 

Skráð af Menningar-Staður.

02.06.2017 07:35

Kjóllinn - sumarsýning Byggðasafns Árnesinga

 

 

 

Kjóllinn – sumarsýning Byggðasafns Árnesinga

 

Sumarsýning  Kjóllinn  opnar í borðstofu Hússins á Eyrarbakka annan í hvítasunnu mánudaginn 5. júní 2017. 

 

Á sýningunni má sjá litríka kjóla úr safneign í samspili við kjóla frá safngestum og er öllum frjálst og velkomið að lána kjólinn sinn á sýninguna. Kjóllinn má vera gamall eða nýr. Úr safneign verða sýndir ólíkir kjólar en í forgrunni verða kjólar Helgu Guðjónsdóttur og Guðfinnu Hannesdóttur sem eru báðar fæddar snemma á 20. öld þegar nútímalegur lífsstíll var að hefja innreið sína.

 

Opnunin verður kl. 16.00 og aðeins síðar eða kl. 16.30 munu tvær fróðar konur Hildur Hákonardóttir, listamaður með meiru og Margrét Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur koma fram.  Þær ætla að taka létt hugarflug fyrir okkur aftur í tímann þegar kjóllinn þótti ógn við þjóðlegan klæðaburð. En sú var tíðin að eldri kynslóðin fann veruleg að því þegar „glysið“ við útlendan búning lokkaði ungar konur.

 

Allir eru velkomnir á opnum og léttar veitingar í boði. 

 

Safnið er opið alla daga frá 11-18 fram til 30. september eða eftir samkomulagi fyrir hópa.


www.husid.comSkráð af Menningar-Staður