Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2017 Júlí

31.07.2017 07:11

Mynd dagsins: - Eyrarbakkavöllur

 

 

 

Mynd dagsins: - Eyrarbakkavöllur


Sem sleginn er tvisvar í viku

og er með bestu völlum landsins

 

Takk fyrir

 

.

 

 


Skráð af Menningar-Staður

 

30.07.2017 22:03

110 ár frá því Friðrik VIII konungur Danmerkur og Íslands kom til landsins þann 30. júlí 1907

 


Friðrik VIII og Hannes Hafstein á Ausurvelli í Reykjavík.

.


Friðrik VIII og Hannes Hafstein koma inn á Lækjargötu í Reykjavík.

.

 

 

110 ár frá því Friðrik VIII konungur Danmerkur og Íslands

kom til landsins þann 30. júlí 1907

 

Friðrik 8., konungur Íslands og Danmerkur, siglir frá Kaupmannahöfn þann 21. júlí 1907 og kemur til Íslands þann 30. júlí og ferðast um Suðurland auk þess að fara til Flateyrar, Ísafjarðar, Akureyrar og Seyðisfjarðar.

 

Heimsókn Friðriks VIII. Danakonungs til Íslands um sumarið 1907 er merkur atburður í Íslandssögunni. Alþingismannaförin til Danmerkur árið áður og vel heppnuð Íslandsferð konungs og ríkisþingmanna jók gagnkvæm kynni ráðamanna og skýrði sameiginlega hagsmuni. Það má segja að með þessum tveimur heimsóknum hafi hafist samningaferli sem síðar átti eftir að leiða til fullveldis Íslands 1918.
 

Íslandsheimsókn Friðriks VIII. Danakonungs árið 1907

 

Eftir Jökul Sævarsson

 

Árið 1874 varð faðir Friðriks VIII., Kristján IX., fyrstur danskra konunga til þess að sækja þegna sína á Íslandi heim. Tilefni heimsóknarinnar var að færa Íslendingum stjórnarskrá og var konungur viðstaddur hátíðahöld vegna þúsund ára afmælis Íslandsbyggðar. Mönnum þótti stjórnarskráin mikilvæg réttarbót þó að sumir teldu hana meingallaða. Eftir mikla baráttu fengu Íslendingar svo heimastjórn 1904 með innlendum ráðherra og þingræði.
 

Kristján IX. lést árið 1906 og sonur hans tók við. Friðriki VIII. voru málefni Íslands kunnug og hann var Íslendingum velviljaður. Það sýndi sig í viðræðum hans og Hannesar Hafstein Íslandsráðherra stuttu eftir að hann var krýndur. Báðum var kappsmál að koma á gagnkvæmum skilningi á milli þjóðanna tveggja. Konungur vildi veita Íslendingum meira formlegt sjálfstæði svo að þeir gætu til frambúðar unað sambandinu við Danmörku. Fyrsta skrefið steig Friðrik VIII. þegar hann ásamt ríkisstjórn og þingi bauð öllum alþingismönnum til Danmerkur sumarið 1906. Allir þingmenn, sem höfðu tök á, þáðu boðið eða 35 af 40. Í þingmannaförinni hófust óformlegar viðræður um samningagerð og umbætur á sambandi landanna. Konungur boðaði síðan komu sína og danskra ráðamanna til Íslands árið eftir. Alþingi endurgalt gestrisnina og bauð jafnmörgum dönskum ríkisþingmönnum til landsins með konungi.
 

Íslendingar bundu vonir við konungskomuna, fyrir hana var haldinn fjölmennur Þingvallafundur að gömlum sið þar sem samþykktar voru kröfur um uppsegjanlegt jafnréttissamband þjóðanna eða skilnað ella.

 

Konungur kemur til Íslands
 

Ferð konungs og ríkisþingmanna til Færeyja og Íslands hófst stundvíslega kl. 2 eftir hádegi sunnudaginn 21. júlí þegar Birma, með konungsfánann við hún, og Atlanta, skip ríkisþingmanna, leystu landfestar við Kaupmannahöfn. Einnig lagði af stað beitiskipið Geysir sem fylgja skyldi konungsskipi. Annað beitiskip, Hekla, slóst í hópinn í Færeyjum. Í föruneyti konungs og Haraldar prins voru eins og áður sagði 40 ríkisþingmenn (í þeirra hópi var forsætisráðherra Dana, J.C. Christensen), blaðamenn og ýmsir tignar- og frammámenn í dönsku þjóðlífi.

 

Þriðjudaginn 30. júlí eða níu dögum eftir að lagt var af stað, með viðkomu Færeyjum, gekk konungur á land í Reykjavík. Allt var með hátíðabrag í bænum, hús voru skreytt og spariklætt fólk á ferli. Í fjöldanum mátti sjá konur í þjóðbúningi, einkennisklædda embættismenn, danska og franska sjóliðsforingja, ræðismenn erlendra ríkja í viðhafnarbúningi, bændur, sjómenn og fleiri.
 

Friðrik VIII. gekk upp Steinbryggjuna eftir rauðum flosdregli en við enda hans reis hár heiðursbogi, inngangur í bæinn. Hannes Hafstein ráðherra bauð konung velkominn og kynnti fyrir honum helstu embættismenn. Á bryggjunni voru meðal annars eftirtaldir meðlimir í móttökunefnd: Jón Jakobsson landsbókavörður, Guðmundur Björnsson landlæknir, Skúli Thoroddsen ritstjóri og Tryggvi Gunnarsson bankastjóri. Síðan fylgdi Hannes konungi og fylgdarliði um götur til búsetu í latínuskólanum sem breytt hafði verið í konungsbústað og var fljótlega nefndur konungshöllin.

Í latínuskólanum undirritaði konungur þrenn lagafyrirmæli handa Íslendingum, ein um aðflutningsgjöld en hin varðandi útvegsmál. Voru það fyrstu lög sem staðfest höfðu verið á íslenskri grund. Frá sama stað var ennfremur tilkynnt um að skipuð yrði nefnd ríkisþingmanna og alþingismanna til þess að gera ráðstafanir til nýrrar löggjafar varðandi stjórnskipunarlega stöðu Íslands í Danaveldi.
 

Seinna um daginn var móttökuhátíð í Alþingishúsinu. Deginum lauk með stórri veislu sem Íslandsráðherra og alþingisforsetar buðu til.
Í ræðu konungs í veislunni fór hann nokkrum orðum um nýju nefndaskipanina:

Ég hefi erft ríkið sem einingu, og þá einingu skal varðveita frá kyni til kyns, en þann arf hefi ég og hlotið frá föður mínum, að Íslendingar skuli vera frjáls þjóð, er setji sér með konungi sínum þau lög, sem þeir eiga við að búa, og ofan á þá arfleifð er vilji minn að byggja frekara. Fyrir því hefi ég í dag skipað nefnd nokkurra góðra manna ríkisins, til þess að þeir geti rætt um stjórnskipulega stöðu Íslands í ríkinu, og fundið það fyrirkomulag, er frelsi Íslands megi við hlíta og viðhaldast, en eining ríkisins jafnframt í traustum skorðum standa. Það er bæn mín til Guðs almáttugs, að hann leggi blessun yfir það, sem er þann veg til framkvæmdar ráðið, og að hann veiti mönnum ríkisins spekinnar anda, svo að þeir finni leiðir, er þjóðir mínar geti fetað og haldizt í hendur, samlyndar bæði í meðlæti og mótlæti, ef Guð vill að það eigi einnig fyrir oss að liggja. Verði það, getum vér einnig hitzt jafnan glaðir að mannfagnaði.

 

Frá Reykjavík til Þingvalla
 

Miðað við þau frumstæðu skilyrði til ferðalaga sem voru á Íslandi á þessum tíma var enginn hægðarleikur að skipuleggja vikulanga ferð um 200 manna riddaraliðs með konung í fararbroddi. Það þurfti að útvega nokkur hundruð hesta til að flytja menn og farangur. Einnig kerrur fyrir tjöld og matföng, hnakka, klyfsöðla, beisli og ferðakoffort. Það voru Axel Tulinius, sýslumaður Suður-Múlasýslu, og móttökunefndin sem sáu að mestu um undirbúning ferðarinnar. Leiðsögumenn voru meðal annars þeir Guðmundur Björnsson landlæknir og Jón Magnússon, síðar forsætisráðherra.

 

Árla morguns fimmtudaginn 1. ágúst var lagt af stað. Konungur og Haraldur prins stigu á bak reiðskjótum sínum við latínuskólann. Konungur klæddist bláum búningi sjóliðsforingja, bar derhúfu á höfði og gekk í hnéháum reiðstígvélum. Á meðan gerðu ríkisþingmenn sig ferðbúna fyrir framan Hótel Reykjavík. Sérhver þeirra hafði fengið að gjöf frá alþingi svipu og ferðabikar til að hafa í ól um axlir. Ýmsir hinna eldri meðal þingmanna fengu sæti á léttivögnum á tveimur hjólum.

Það voru ekki bara konungur og ríkisþingmenn og föruneyti þeirra sem lögðu af stað til Þingvalla þennan fimmtudagsmorgun, stór hluti bæjarbúa hugsaði sér til hreyfings. Þegar konungur reið um götur bæjarins í austurátt fylgdi í kjölfarið 3-4 þúsund manna hópur ásamt hestum, kerrum og trússi. Víða á leiðinni til Þingvalla slógust ríðandi hópar bænda með í konungsfylgdina. Á hinn forna þingstað hafði aldrei haldið jafnstór fylking síðan á söguöld.

Leiðin lá upp hjá Rauðavatni og Geithálsi og síðan Hafravatnsveg í Djúpadal á Mosfellsheiði en þar byrjaði hinn eiginlegi Þingvallavegur. Ýmsar vegabætur höfðu farið fram á fyrirhugaðri leið konungs. Lagður hafði verið vagnfær vegur til Þingvalla og þaðan austur að Geysi og áfram í Þjórsártún. Menn höfðu búist við að konungur myndi ferðast um í vagni en hann vildi miklu frekar fara ríðandi á hestbaki. Friðriki VIII. voru ætlaðir fjórir hvítir gæðingar, honum líkaði vel við tvo þeirra og reið þeim til skiptis. Við hlið hans var Hannes Hafstein, oftast á rauðskjóttum hesti sínum, Glæsi.

 

Þjóðhátíð á Þingvöllum
 

Eftir átta stunda ferðalag um sjöleytið hinn 1. ágúst kom konungsfylgdin til Þingvalla sem skörtuðu sínu fegursta. Þegar konungur reið niður Almannagjá höfðu fylkingar Dana og Íslendinga skipað sér í óslitna röð hægra megin vegarins. Síðan kallaði mannfjöldinn: "Lengi lifi konungur vor, Friðrik hinn áttundi!" Og á eftir fylgdi nífalt húrra.

 

Á Þingvöllum voru risnar tjaldborgir, við Valhöll mátti sjá stór tjöld til borðhalds og vistar fyrir marga tugi gesta en þar norður af voru tíu tjöld alveg eins í laginu og voru þau ætluð fyrir fólk úr fylgdarliði konungs. Þá var búið að reisa tvö timburhús, annað mun minna. Litla timburhúsið var konungsskáli, íbúðarhús konungs, en það stærra gildaskáli sem nota átti til veisluhalda og sem næturstað fyrir ríkisþingmenn og nánasta föruneyti konungs.
 

Næsta morgun var farið að rigna en það aftraði konungi ekki frá því að ganga um Þingvelli í fylgd Björns M. Ólsens prófessors sem fræddi gestina um sögu staðarins.
 

Að loknum hádegisverði var blásið til mannsafnaðar. Þá átti þingheimur, hátt á sjötta þúsund manns, að raða sér í eina fylkingu og fara í Lögbergsgöngu í upphafi þjóðhátíðarhalda. Þegar konungur kom á Lögberg hófst þjóðhátíðin með ræðum og söng. Upphaf máls frá Lögbergi á þessari hátíðarstundu var konungsminni Hannesar Hafsteins. Síðan flutti konungur ræðu. Á milli ræðuhalda söng kór ný kvæði eftir Matthías Jochumsson og Steingrím Thorsteinsson. Kappglíma helstu glímumanna landsins þótti hinum erlendu gestum afar skemmtilegt innskot í hátíðahöldin. Um kvöldið var hátíðarverður í gildaskálanum. Fyrir miðju borði sat konungur í hásæti og hafði hann J.C. Christensen forsætisráðherra sér til hægri handar en Hannes Hafstein til vinstri. Ragnheiður Stefánsdóttir Hafstein var eina konan sem sat veisluna.

 

Geysir og Gullfoss
 

Snemma morguns 3. ágúst lagði konungsfylgdin, um tvö hundruð ríðandi menn, af stað frá Þingvöllum. Fjöldi lausra hesta fór á eftir hópnum enda þurfti oft að skipta um á langri leið. Tvær konur voru með í för, það voru Ragnheiður Hafstein og ung dóttir Klemensar Jónssonar landritara. Farangur hafði farið á undan um nóttina ásamt matarbirgðum.

 

Það voru fleiri sem byrjuðu þennan morgun á því að tygja sig til brottferðar. Mannfjöldinn mikli sem sótti þjóðhátíðina á Þingvöllum hélt heim á leið til Reykjavíkur, ýmist fótgangandi eða á hestbaki. Nokkrir dönsku gestanna, sem treystu sér ekki til að sitja á hestbaki næstu daga, slógust í för með honum suður.

Konungsfylgdin reið um Skógarkotsveg og Gjábakkastíg. Áð var á Laugarvatnsvöllum undir Kálfstindum.

Við Geysi í Haukadal hafði stór skáli verið reistur handa ríkisþingmönnum inni á miðju hverasvæðinu. Aðeins ofar bjuggu konungur og Haraldur prins í minna húsi. Stórt tjald fyrir veisluhöld var á flötinni hjá Geysi, ekki langt frá sjálfum skálarbarminum.
 

Daginn eftir, eða 4. ágúst, gaus Geysir loks fyrir konung eftir að hundrað pund af Marseille-sápu höfðu verið sett í hann og þótti hinum erlendu gestum það tignarleg sjón. Eftir gosið flutti Þorvaldur Thoroddsen fyrirlestur um hin ýmsu náttúruundur Íslands.
 

Klukkan eitt þennan sama dag var blásið til brottferðar að Gullfossi og haldið af stað á góðum spretti. Eftir rúma klukkustundarferð kom konungsfylgdin að fossinum enda stutt leið frá Geysi að Gullfossi. Vegurinn að fossinum var aðeins mjóir troðningar eftir hesta og farið var yfir Tungufljót á bráðabirgðabrú.
 

Eftir að hafa skoðað Gullfoss lá leiðin aftur að Geysi. Þar áttu menn að hvíla sig vel áður en lagt væri í langt ferðalag næsta dag suður á bóginn að Þjórsárbrú.

 

Búfjársýning við Þjórsárbrú
 

Þegar konungur var að kveðja hverasvæðið að morgni 5. ágúst gaus Strokkur skyndilega eftir 11 ára dvala og þóttu mönnum það mjög merkileg tíðindi.

 

Leiðin lá yfir nýja brú á Hvítá og eftir eystri bakka árinnar um nýruddan veg meðfram hæðadrögum. Frá Geysi að Þjórsárbrú átti að fara á einum degi, lengsta áfanga ferðalagsins. Frá Þjórsárbrú liggur síðan þjóðbraut vestur til Reykjavíkur en þá leið skyldi konungsfylgdin fara síðasta dag ferðarinnar.
 

Á leiðinni átti að skoða sveitabæi og kynnast búskaparháttum bænda við akuryrkju og kvikfjárrækt á einu mesta landbúnaðarsvæði Íslands. Bærinn Skipholt var meðal annars skoðaður en hann var nýtísku sveitabær með reisulegum timburhúsum. Heldur þótti hinum erlendu ferðamönnum íslenskur landbúnaður skammt á veg kominn. Sömuleiðis þótti sérstakt í meira lagi að plógar, herfi, rakstrarvélar og önnur álíka hjálpartæki voru óþekkt hugtök í kolli ýmissa bænda.

Mánudagskvöldið 5. ágúst komu konungur og fylgdarlið að Þjórsárbrú. Þar stóð stór tjaldborg en fjöldi bænda hafði stefnt þangað á konungsfund og jafnframt til að skoða búfjársýningu sem halda átti næsta dag. Á sýningunni fékk konungur að skoða sauðfé, nautpening og hesta auk þess sem íslensk smjörframleiðsla var kynnt fyrir honum.
 

Þegar lagt var stað til Reykjavíkur eftir hádegi 6. ágúst riðu konungur og Hannes Hafstein í fararbroddi hlið við hlið. Þegar fylkingar fóru yfir hengibrúna á Þjórsá þurfti að gæta varúðar en svo hleyptu menn á sprett eftir rennisléttum þjóðvegi sem lá beint í vestur í áttina til Reykjavíkur. Stefnan var tekin á Ingólfsfjall. Eftir tveggja stunda ferð kom konungsfylgdin að brúnni á Ölfusá við Selfoss. Gist var á bökkum Ölfusár við Arnarbæli.
 

Daginn eftir var lagt á Hellisheiði. Áð var á Kolviðarhóli en frá honum til Reykjavíkur er fimm klukkustunda reið. Á Kolviðarhóli hélt Friðrik VIII. ræðu þar sem hann sagði meðal annars: "Látum þessa ferð tengja fast band milli hinnar íslenzku og hinnar dönsku þjóðar og mín! Markmið mitt er sannleikur og réttlæti báðum ríkjum mínum til handa." Orð konungs um "bæði ríkin sín" vöktu mikla athygli meðal Dana og Íslendinga. Eftir heimkomuna til Danmerkur tók forsætisráðherra málið upp og hótaði að fara frá völdum nema konungur ómerkti orð sín. Konungur varð við því og sagðist hafa mismælt sig, hann hafi ætlað að segja "bæði löndin mín".

 

Aftur í Reykjavík
 

Reykvíkingar tóku vel á móti konungi og föruneyti hans þegar hann kom aftur til bæjarins miðvikudaginn 7. ágúst eftir viku ferðalag um landið. Sægur karla og kvenna á hestbaki slóst í för með konungsfylgdinni síðasta spölinn. Það má segja að ferðamennirnir hafi litið út eins og flakkaralýður því sumir þeirra voru að nokkru leyti óþekkjanlegir af völdum ryks og óhreininda eftir langa reið.

 

Daginn eftir komuna til Reykjavíkur fór konungur í skoðunarferð í dómkirkjuna, ýmsa spítala bæjarins og hegningarhúsið. Á síðastnefnda staðnum náðaði hann unga stúlku, Jónu Ágústu Jónsdóttur, sem hafði fyrirfarið barni sínu og átti að fara að afplána 4 ára betrunarvist. Að lokum var farið í heimsókn til elsta íbúa Reykjavíkur, Páls Melsteð, 95 ára að aldri. Gladdi þessi virðingarvottur gamla manninn svo mjög að hann kyssti hönd konungs hvað eftir annað.
 

Dansveislan í barnaskólahúsinu um kvöldið var aðalviðburður dagsins. Ungu stúlkurnar í Reykjavík höfðu hlakkað til hennar mánuðum saman svo og allir þeir sem gátu ekki á annan hátt komist í námunda við hans hátign. Þegar konungur kom til fagnaðarins í fylgd með Haraldi prinsi var fyrir í veglegum veislusal mikil þröng af kvenfólki í skrautlegum þjóðbúningum og karlmönnum í kjólfötum eða einkennisbúningi.
 

Loks rann upp síðasti dagur Reykjavíkurdvalar konungs, föstudagurinn 9. ágúst. Í síðasta veislufagnaðinum áður en Friðrik VIII. yfirgaf bæinn hélt hann ræðu þar sem hann bað viðstadda að minnast þingmannafararinnar árið áður. Með henni hefðu myndast meiri tengsl milli Íslendinga og Dana en mörg undanfarin ár hefðu megnað að skapa. Konungur sagði einnig:

Að svo tókst til um betri kynni, þakka ég þremur merkisatburðum, en það eru alþingismannaförin til Danmerkur, lagning sæsímans til Seyðisfjarðar og loks heimsókn ríkisþingmanna og mín til Íslands nú í ár. Það er von mín innileg, að þessir samfundir efli möguleika á samstarfi í sambandslaganefndinni, sem sett var á laggirnar til að ryðja úr vegi hugsanlegum misskilningi og búa í haginn fyrir framtíðina. Megi störf sambandslaganefndarinnar verða mínu ástkæra Íslandi og ríkisheildinni til blessunar. Ísland lifi!

 

Vestfirðir og norður með landi
 

Íslandsheimsókn konungs var ekki lokið þótt hann yfirgæfi Reykjavík. Á leiðinni heim til Danmerkur ætlaði hann að koma við á Ísafirði, Akureyri og Seyðisfirði.

 

Konungsskipið Birma, farkostur ríkisþingmanna, Atlanta og fylgdarskipin tvö, Hekla og Geysir, tóku stefnuna á Snæfellsjökul, síðan út yfir Breiðafjörð til Vestfjarðakjálkans. Þegar komið var að Önundarfirði var ákveðið að njóta þar næðis um nóttina. Varpaði konungsflotinn síðan akkerum á góðu skipalægi fyrir framan Flateyrarkauptún. Konung langaði til að skoða þorpið og fór hann í land ásamt Hannesi Hafstein sem fylgdi konungi sem fyrr. Gengu þeir saman um þorpið og skoðuðu meðal annars minjar um hvalveiðar Norðmanna frá staðnum.
 

Konungsflotinn kom til Ísafjarðar fyrri part sunnudagsins 11. ágúst. Ísfirðingar komu til móts við flotann á meira en 80 bátum, nýmáluðum og tandurhreinum með fálkamerki í framstafni og danska fánann aftur á. Þar sem sumrin voru einn mesti annatími sjómanna á Íslandsmiðum þótti hinum tignu gestum sérstaklega vænt um þennan virðingarvott.

Ísfirðingar tóku konungi með kostum og kynjum. Á Ísafirði snérist allt um saltfisk og verkun hans og skoðaði konungur m.a. saltfisksverkunarstöð Ásgeirs Ásgeirssonar.
 

Daginn eftir kvaddi konungur Ísafjörð og skipin brunuðu norður Grænlandshaf. Eftir að þau höfðu farið hjá Hornbjargi var stefnan tekin í austur til Eyjafjarðar og Akureyrar.
 

Þriðjudaginn 13. ágúst varpaði konungsflotinn akkerum á Akureyrarhöfn og í viðhafnarskyni hleyptu herskipin af fallbyssum sínum.

Móttökuhátíðin á Akureyri heppnaðist mjög vel og var sennilega sú allra hátíðlegasta í Íslandsförinni. Það má segja að ungdómurinn hafi boðið konung velkominn til Akureyrar. Hinir tignu gestir gengu milli raða barna í hvítum búningum sem lagðir voru rauðu eða bláu skrauti. Við innganginn á Góðtemplarahúsinu tóku 20 ungar stúlkur í þjóðbúningi á móti konungi. Eftir móttökuathöfnina var konungi boðið í útreiðartúr inn eftir Eyjafirði. Við Hrafnagil var efnt til hátíðarsamkomu og voru þar saman komin rúmlega þúsund manns með hesta sína. Þegar konungur og ríkisþingmenn komu til bæjarins að aflokinni Hrafnagilsferð fóru þeir beint á skipsfjöl.
 

Á leiðinni frá Akureyri sigldi konungsflotinn norður fyrir heimskautsbaug og var því fagnað með húrrahrópum og fallbyssuskotum. Stuttu seinna sigldu skipin norður fyrir Melrakkasléttu.

Aðeins átti að nota einn dag til heimsókna á Austfjörðum. Hann var nýttur til að fara í land á Seyðisfirði en þangað höfðu Austfirðingar fjölmennt að hitta konung. Þar var gestunum gerð höfðingleg móttaka, líkt og á Ísafirði og Akureyri.

Fimmtudaginn 15. ágúst fór konungsflotinn frá Seyðisfirði, síðasta viðkomustaðnum á Íslandi. Nokkrar stundir liðu áður en skipin létu úr höfn. Hannes Hafstein fór síðastur allra Íslendinga frá borði. Honum fylgdu húrrahróp til heilla sem konungur hóf sjálfur. Síðan sigu skipin af stað út úr firðinum og tóku stefnuna til Danmerkur. Á leiðinni var þó ákveðið að hafa stutta viðkomu á Sognsæ í Noregi.
 

Meira en tveggja vikna Íslandsheimsókn Friðriks VIII. Danakonungs var lokið.

 

Guðjón Friðriksson. Ég elska þig stormur. Ævisaga Hannesar Hafstein. Reykjavík 2005.

Helgi Skúli Kjartansson. Ísland á 20. öld. Reykjavík 2002.

Kristján Albertsson. Hannes Hafstein. Æfisaga. 2. bindi. Reykjavík 1985.

Svenn Poulsen og Holger Rosenberg. Íslandsferðin. Reykjavík 1958.

Örn H. Bjarnason. Konungskoman árið 1907. Heima er bezt 53. árg., 3. tbl., mars 2003, bls. 122-127.

http://heimastjorn.is/heimastjornartiminn/thingmannaforin-og-konungskoman/

 
Eftir Jökul Sævarsson

Höfundur er sagnfræðingur.

 

 

Konungsskipið Birma á Flateyrarhöfn í ágúst 1907.

Ljósm.: Hermann Wendel á Þingeyri.

.

 

Hvalveiðistöðin á Sólbakka brann þann 6. ágúst 1901. Friðrik VIII og Hannes Hafstein ásamt

fylgdarliði skoðuðu brunarústirnar 1907. Íbúðarhús Hans Ellefsen, hvalfangara,

er hvíta húsið uppi á bökkunum til vinstri. Það var árið 1907 orðið íbúðarhús Hannesar Hafstein

fyrsta ráðherra Íslands. Ellefsen gaf Hannesi húsið og það flutt til Reykjavíkur. Hækkað um

eina hæð eftir teikningu Rögnvaldar Ólafssonar.
 


Skráð af Menningar-Staður

30.07.2017 08:02

Gamla myndin: Hvalreki á Stokkseyri sumarið 2007

 

 

 

Gamla myndin:

 

Hvalreki á Stokkseyri sumarið 2007
 Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 
 

.

 

 

 Skráð af Menningar-Staður

29.07.2017 08:19

Merkisatburður - Minnisvarði um Kollabúðarfundina afhjúpaður þann 29. júlí 1979

 

 

Minnisvarðinn um Kollabúðafundi í Þorskafirði.

Á myndinni eru Hrútavinir af Suðurlandi sem voru

á ferð um Vestfirði sumarið 2009.

Ljósm.: BIB

 

 

Merkisatburður -

Minnisvarði um Kollabúðarfundina

afhjúpaður þann 29. júlí 1979

 

 

Þann 29. júlí 1979 var afhjúpaður minnisvarði um Kollabúðafundi í Þorskafirði. 

Á þeim fundum ræddu Vestfirðingar stefnumálin 1849 til 1895.

 

Þegar komið er niður í byggð af Þorskafjarðarheiði, liggur leiðin yfir Músará fram hjá hinum forna þingstað, þar sem Þorskafjarðarþing voru háð.

Kollabúðarfundir voru haldnir á Músaráreyrum um og eftir miðja 19. öld. Voru þeir tilraun til þess að vekja að nýju í breyttri mynd, forna þjóðhætti og stuðluðu vafalaust að því að endurvekja sjálfstæðisþrá og fornan þjóðarmetnað.Skráð af Menningar-Staður

28.07.2017 14:15

500 skátar í Árborg þessa dagana

 

 

 

500 skátar í Árborg þessa dagana

 

Um 500 skátar dvelja á Selfossi dagana 25. til 29. júlí 2017 í tengslum við stórt skátamót sem haldið er á Íslandi.

 

 Auk skátanna fylgir hópnum nokkur fjöldi starfsmanna (sjálfboðaliða). Skátarnir hafa slegið upp tjaldbúðum á stóra tjaldsvæðinu við Suðurhóla og dvelja þar þessa daga, allt þar til þeir halda á Úlfljótsvatn á laugardaginn, þar sem allir skátahóparnir sem koma til landsins vegna þessa stóra móts munu sameinast og dvelja þar til mótinu lýkur.

 

Þann tíma sem skátarnir eru hér í Árborg hafa þeir unnið mörg  verkefni í þágu samfélagsins og sem endurgjald fyrir að fá að nýta tjaldsvæðið og aðra aðstöðu. Um 80 skátar hafa verðið við störf á hverjum degi frá miðvikudegi til föstudags við fjölbreytt verkefni, víðsvegar um sveitarfélagið. Sem dæmi um verkefni má nefna stígagerð t.d. í Hellisskógi og á sjóvarnagarði á Eyrarbakka, vinnu á skógræktarsvæðum, lóðahreinsun, illgresishreinsun og ruslatínslu við vegi og í fjörum. Einnig munu skátarnir mála leiktæki og girðingar.Þá hafa skátarnir unnið í mörgum hópum í smiðju Eldsmíðafélags Suðurlands sem er á Eyrarbakka. Leiðbeinendur hafa verið þeir; Ingólfur Hjálmarsson, Eyrarbakka, Ragnar Gestsson, Eyrarbakka og Halldór Ingi Guðnason, Selfossi.
 

Menningar-Staður var í smiðjunni í morgun og færði til myndar.


Myndaalbúm á þessari slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/283527/

 

Það er Skátafélagið Fossbúar sem tekur á móti hópnum og hefur veg og vanda af undirbúningi þess hluta mótsins sem fram fer hér í Árborg og hafa félagar undirbúið fjölbreytta dagskrá. Starfsmenn sveitarfélagsins hafa skipulagt vinnu skátanna við þau samfélagsverkefni sem að framan er getið.

 

Þann tíma sem skátarnir eru ekki við sjálfboðaliðastörf munu þeir sinna margskonar verkefnum, fara í gönguferðir og njóta þess sem umhverfið hefur upp á að bjóða.

 

Í kvöld,  föstudagskvöldið 28. Júlí 2017,  verður kvöldvaka í Sigtúnsgarði með skátasöngvum og varðeldi. Það er tilhlökkunarefni að fá þetta unga fólk hingað til okkar og munu þau eflaust setja lit sinn á samfélagið þessa daga.Nokkrar myndir úr smiðjunni á Eyrarbakka.

 

.

.

.

.

.

 
 

.

 


.

Skráð af Menningar-Staður

28.07.2017 13:10

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 28. júlí 2017 Vinir alþýðunnar.

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 28. júlí 2017
 

 

Vinir alþýðunnar.

 

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

28.07.2017 07:30

Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng

 

 

Grafið fyrir jarðgangamunna í botni Arnarfjarðar. Fjær sést í Mjólkárvirkjun.

Ljósm.: STÖÐ 2/EGILL AÐALSTEINSSON.

 

Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng

 

Framkvæmdir eru hafnar við Dýrafjarðargöng en þau verða langstærsta verkið á samgönguáætlun næstu ára. Sýnt var frá upphafi framkvæmda í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi en byrjað er á munnanum Arnarfjarðarmegin. 

Starfsmenn Suðurverks og tékkneska verktakans Metrostav áætla að verða næstu þrjár vikur að grafa sig tuttugu metra niður í hlíðina áður en byrjað verður að sprengja inn í fjallið þessi 5,3 kílómetra göng. 

Eysteinn Jóhann Dofrason verkefnisstjóri segir verkið fara vel af stað. 

„Þetta lítur bara vel út. Við erum bara bjartsýnir, allavegana í byrjun. Það þýðir ekkert annað.“

Verktakarnir hafa sett upp vinnubúðir við Mjólkárvirkjun en þaðan eru um tveir kílómetrar að framkvæmdasvæðinu.  Við gangamunnann er verið að koma upp steypustöð, verkstæðisbyggingum og skrifstofum. 

„Við byrjuðum einhverjir fimm karlar hér fyrir mánuði. Þetta eru orðnir einhverjir tuttugu núna, frá báðum fyrirtækjum, og ætli þetta fari ekki í fjörutíu manns eftir hálfan mánuð og verði þannig meðan gangnamokstur er hérna megin,“ segir Eysteinn. 

Og Vestfirðingar gleðjast að sjá vinnuvélarnar komnar af stað, þeirra á meðal stöðvarstjórinn í Mjólká, Dýrfirðingurinn Steinar Jónasson.

„Þetta er langþráð og menn trúðu ekki sínum eigin augum þegar þeir voru byrjaðir í sumar, þó að það væri búið að skrifa undir. Þannig  að menn binda miklar vonir við að þetta verði mikil samgöngubót fyrir svæðið,“ segir Steinar. 

Áratugur vonbrigða virðist að baki en Steinar rifjar upp að göngin voru komin á dagskrá árið 2007. 

„Ég held að menn gleymi því bara. Nú er þetta komið í gang og menn taka því bara fagnandi.“  

 

Starfsmenn verktakanna mega búast við því að lokast inni í vetur þegar Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði verða ófærar. 

„Við lokumst örugglega að einhverju leyti hérna inni. En Landhelgisgæslan er búin að mæla út þyrlupall ef við lendum í vandræðum. Þá hljótum við að hafa það bara gott, ef við höfum eitthvað að borða og eitthvað af olíu til þess að eyða,” segir Eysteinn Dofrason. 

Áætlað er að göngin verði tilbúin eftir þrjú ár, fyrir haustið 2020. Verksamningur hljóðar upp á 8,7 milljarða króna.

Stöð - 2 og Fréttablaðið.


 

 

Dýrfirðingurinn Steinar Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar.

Ljósm.:STÖÐ 2/EGILL AÐALSTEINSSON.


Skráð af Menningar-Staður.

  

27.07.2017 11:03

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 27. júlí 2017

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 27. júlí 2017

 

Vinir alþýðunnar.

 

Myndaalbúm:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/283521/


 

.

.

.

.
Hjallastefnan mynduð í bak og fyrir.
.

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

  

26.07.2017 10:08

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 26. júlí 2017

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 26. júlí 2017

 

Vinir alþýðunnar

 

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

25.07.2017 13:09

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 25. júlí 2017

 

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 25. júlí 2017

 

Vinir alþýðunnar.

 

.

.

 

.Skráð af Menningar-Staður