Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2017 Júlí

23.07.2017 10:21

Troðfullt hjá Kiriyama Family á Hverfisbarnum

 

 

 

Troðfullt hjá Kiriyama Family

 

á Hverfisbarnum í gærkvöldi

22. júlí 2017Sjá myndir á þessari slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/283456/

 

Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

22.07.2017 09:01

Skálholtshátíð um helgina 22. og 23. júlí 2017

 

 

Skálholtshátíð um helgina 22. og 23. júlí 2017

 

Skálholtshátíð um helgina 22. og 23. júlí 2017

 

Hér á eftir fylgir dagskrá Skálholtshátíðar 2017.

 

Verið velkomin í Skálholt 

 

Laugardagur 22. júlí

 

09.00 Morgunbænir í Skálholtsdómkirkju


10.00 Seminar um stöðu, framtíð og áherslur hinnar evangelisk lutersku kirkju í heiminum. Dr. Margot Käßmann, prófessor og fyrrum biskup, sérlegur sendifulltrúi kirkjuráðs evangelisku kirknanna í Þýskalandi (EKD) vegna siðbótarafmælisins, flytur erindi og stýrir seminarinu, sem fer fram á ensku.

12.00 Klukknahringing.Hátíðin sett á kirkjutröppum Skálholtsdómkirkju.

 

12.15 Messa við Þorlákssæti. Sr. Egill Hallgrímsson sóknarprestur í Skálholti, sr. Þorvaldur Karl Helgason stjórnarmaður í stjórn Skálholts og sr. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup annast messuna. Forsöngvari og söngstjóri er Jón Bjarnason.

 

13.30 Kynning á uppgreftrinum sunnan Skálholtskirkju. Mjöll Snæsdóttir, fornleifafræðingur.

 

14.30 Klukkustundar grasaskoðunarganga undir leiðsögn Sigþrúðar Jónsdóttur náttúrufræðings, eða að vali söguganga um Skálholtsstað undir leiðsögn sr. Halldórs Reynissonar.

 

16.00 Hátíðartónleikar á Skálholtshátíð 2017
Efnisskrá:

1. Slá þú hjartans hörpustrengi. Lokakór kantötunar BWV 147 „Herz und Mund und Tat und Leben”, fyrir kór og hljómsveit, eftir J. S. Bach. Íslenskur sálmtexti: Valdimar Briem.

2. Guð helgur andi heyr oss nú. Lag frá 13.öld, (Wittenberg 1524 (Johann Walter)). Sálmur : Martin Luther/ Helgi Hálfdanarson. Útsetning dr. Róbert A. Ottósson 1967

3. J.S. Bach: Kantata BWV 126 Erhalt uns Herr bei deinem Wort Flytjendur: Hildigunnur Einarsdóttir, alt Benedikt Kristjánsson, tenór Oddur Arnþór Jónsson, bassi

Skálholtskórinn Jón Bjarnason, kórstjóri

Bachsveitin í Skálholti: Hildigunnur Halldórsdóttir, fiðla Rut Ingólfsdóttir, fiðla Lilja Hjaltadóttir, fiðla Martin Frewer, fiðla Sarah Buckley, víóla Sigurður Halldórsson, selló Richard Korn, kontrabassi Jóhann I. Stefánsson, trompet Peter Tompkins, óbó Gunnar Þorgeirsson, óbó Jón Bjarnason, orgel. Stjórnandi: Benedikt Kristjánsson Kantatan verður kynnt með tóndæmum og síðan flutt í heild. Bachsveitin í Skálholti leikur á upprunahljóðfæri.

 

18.00 Kvöldbænir í kirkjunni.

 

19.00 Hátíðarkvöldverður með boðsgestum.

 

Sunnudagur 23. júlí

 

09.00 Morgunbænir í Skálholtsdómkirkju.

 

11.00 Orgeltónleikar. Jón Bjarnason organisti Skálholtsdómkirkju leikur verk eftir Johann Sebastian Bach.

Prelúdía og fúga í a-moll BWV 543 Ich ruf zu dir Herr Jesu Christ BWV 639

Prelúdía og fúga í D-dúr BWV 532 Vater Unser im Himmelreich BWV 636

Tríósónata í Es-dúr BWV 525 Wenn wir in Höchsten Noten sien BWV 641

Tokkata og fúga í d-moll BWV 565

 

Kl. 13.30 Hátíðarmessa á Skálholtshátíð.

Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup predikar og þjónar fyrir altari og með honum

séra Egill Hallgrímsson,

séra Elinborg Sturludóttir,

séra Halldór Reynisson,

séra Axel Árnason Njarðvík,

sr. Guðbjörg Arnardóttir,

sr. Þorvaldur Karl Helgason,

sr. Elinborg Sturludóttir,

sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson fyrrum Hólabiskup,

sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir Hólabiskup,

Dr. Margot Käßmann, prófessor,

sr. Karl Sigurbjörnsson, fyrrum biskup Íslands

og biskup Íslands frú Agnes M Sigurðardóttir.

 

Lestra og bænir annast Magnús E Kristjánsson, forseti kirkjuþings,

Drífa Hjartardóttir, formaður stjórnar Skálholts,

Jón Sigurðsson, formaður Verndarsjóðs Skálholtsdómkirkju,

Kristófer Tómasson varaformaður stjórnar Skálholts, Svana Helen Björnsdóttir kirkjuráðsmaður,

Ásborg Arnþórsdóttir skólaráðsmaður,

og sr Karl Sigurbjörnsson biskup.

 

Í upphafi messu er innganga pílagríma sem markar lok pílagrímagöngunnar til Skálholts, frá Bæjarkirkju í Borgarfirði, Strandarkirkju í Selvogi og Þingvallakirkju.

 

Skálholtskórinn syngur undir stjórn Jóns Bjarnasonar. Einsöngvarar Margrét Bóasdóttir, sópran, Benedikt Kristjánsson, tenór. Trompetleikur Jóhann I. Stefánsson og Vilhjálmur Ingi Sigurðsson. Organisti Jón Bjarnason.

Meðhjálparar Elinborg Sigurðardóttir og María Sól Ingólfsdóttir .

 

Kl. 15.00 Kirkjukaffi

 

Kl. 16.15 Hátíðarsamkoma á Skálholtshátíð

 

Samkoman sett. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup.

Einsöngur. G.F. Haendel: Eternal source of light divine. HWV 74 fyrir tenór, trompet og orgel. Benedikt Kristjánsson tenór, Vilhjálmur I Sigurðsson, trompet og Jón Bjarnason, orgel.

Ávarp. Dómsmálaráðherra Sigríður Á Andersen. Kórsöngur: Heyr himnasmiður, eftir Kolbein Tumason , við lag Þorkels Sigurbjörnssonar. Skálholtskórinn, stjórnandi Jón Bjarnason

Ávarp. Sr. Karl Sigurbjörnsson biskup, formaður stjórnar Skálholtsfélags hin nýja.

Kórsöngur Guð helgur andi heyr oss nú. Lag frá 13.öld (Wittenberg 1524) Sálmur : Marteinn Lúter/ Helgi Hálfdanarson. Útsetning : dr. Róbert A. Ottósson fyrir kór án undirleiks. Skálholtskórinn, stjórnandi Jón Bjarnason

Hátíðarræða á Skálholtshátíð: Dr. Margot Käßmann, prófessor og fyrrum biskup, sérlegur sendifulltrúi kirkjuráðs evangelisku kirknanna í Þýskalandi (EKD) vegna siðbótarafmælisins.

Einsöngur. G.F Handel : Waft her, angels, through the skies –úr Óratoríunni Jeptha. Benedikt Kristjánsson tenór, Jón Bjarnason, orgel

Ritningarlestur. Sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur

Kórsöngur: J.S. Bach Verleih uns Frieden gnädiglich -Lokakór Kantötunnar BWV 126, Erhalt uns Herr bei deinem Wort.Skálholtskórinn, stjórnandi Jón Bjarnason

Lokaorð, bæn og blessun. Biskup Íslands, frú Agnes M Sigurðardóttir

Sálmur í almennum söng nr. 532 Gefðu að móðurmálið mitt. (Tvísöngur)

Orgelleikur. Jón Bjarnason Prelúdía í Es-dúr BWV 552

 

Kl. 18.00 Kvöldbænir og hátíðarslit.Sungið Te Deum

 

Skálholtshátíð var fyrst haldin 1948. Nú er sjötugasta starfsár uppbyggingarinnar sem þá hófst


Af wwwskalholt.is

 

 
Skráð af Menningar-Staður
 

22.07.2017 08:50

Merkir Íslendingar - Guðni Jónsson

 


Guðni Jónsson (1901 - 1974).

 

Merkir Íslendingar - Guðni Jónsson

 

Guðni fæddist 22. júlí 1901 á Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, einn 17 barna Jóns Guðmundssonar, f. 17.9. 1856, d. 8.9. 1941 í Vestmannaeyjum, bónda og formanns þar, og síðari konu hans, Ingibjargar Gíslínu Jónsdóttur frá Miðhúsum í Sandvíkurhr., Árn., f. 1.9. 1867, d. 2.4. 1937 í Vestmannaeyjum.
 

Faðir hans veiktist og fór Guðni tveggja vikna gamall með móður sinni að Leirubakka í Landsveit. Foreldrum hans tókst að setja saman bú að nýju, en Guðni dvaldi áfram á Leirubakka og ólst þar upp.
 

Guðni varð stúdent frá MR 1924 og mag. art. í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1930. Hann var um tíma við nám í Kaupmannahöfn 1928 og aftur 1937. 

Hann var kennari við Gagnfræðaskóla Reykvíkinga 1928-1945 og skólastjóri við sama skóla 1945-1957. Prófessor í sögu Íslands við Háskóla Íslands var hann 1958-1967, þar til hann lét af störfum vegna veikinda. Hann var forseti heimspekideildar HÍ 1959-1961. Hann varð doktor frá Háskóla Íslands 1953, en doktorsritgerð hans, Bólstaðir og bændur í Stokkseyrarhreppi, varð brautryðjandaverk í íslenskri staðháttasögu.

 

Guðni tók mikinn þátt í félagsstörfum, var forseti Sögufélagsins 1960-65, formaður Ættfræðifélagsins 1946-67 og sat í stjórn Hins ísl. þjóðvinafélags 1943-56. Hann var höfundur fjölmargra sagnfræðirita og stofnaði til stórútgáfu íslenskra fornrita 1946 og sá hann sjálfur um útgáfu 32 binda af þeim. Meðal ættfræðirita hans er Bergsætt.
 

Fyrri kona Guðna var Jónína Pálsdóttir, f. 4.4. 1906, d. 2.10. 1936, húsfreyja í Reykjavík.

Börn þeirra: Gerður, Jón, Bjarni, Þóra og Margrét.

Seinni kona hans var Sigríður Hjördís Einarsdóttir, f. 28.8. 1910, d. 18.7. 1979, húsfreyja í Reykjavík.

Börn þeirra: Einar, Bergur, Jónína Margrét og Elín.

 

Tveir sona Guðna, Jón og Bjarni, urðu einnig prófessorar við Háskóla Íslands.
 

Guðni Jónsson lést 4. mars 1974.
 

Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður

21.07.2017 16:22

Skálholtshátíð 2017 - 500 ára siðbótarafmæli

 

 

 

Skálholtshátíð 2017 – 500 ára siðbótarafmæli

 

500 ára afmæli siðbótar Marteins Luther setur svip sinn á Skálholtshátíð í ár.

Hátíðin hefst laugardaginn 22. júlí og stendur fram á sunnudag 23. júlí 2017.

 

Dr. Margot Käßmann, prófessor og fyrrum biskup,

sérlegur sendifulltrúi kirkjuráðs evangelisku kirkjunnar í Þýskalandi, EKD  er sérstakur gestur hátíðarinnar og mun leiða seminar um stöðu og framtíð evangelisk-lútersku kirkjunnar í heiminum laugardaginn 22. júli kl. 10 – 12, og flytja hátíðarræðuna á hátíðarsamkomunni sunnudaginn 23. júli kl. 16.15

 

Laugardaginn 22. júlí 

er hátíðin sett á kirkjutröppum Skálholtsdómkirkju með klukknahringingu kl. 12 en síðan hefst útimessa við Þorlákssæti. Kl. 13.30 er Mjöll Snæsdóttir fornleifafræðingur með kynningu á uppgreftrinum sunnan kirkjunnar en kl. 14:30 er grasaskoðunarganga undir leiðsögn Sigþrúðar Jónsdóttur náttúrufræðings – ennfremur söguganga undir leiðsögn sr. Halldórs Reynissonar.

 

Kl. 16.00 hefjast tónleikar í Skálholtsdómkirkju þar sem m.a. verður flutt Kantata Jóhanns Sebastians Bach nr.  126: Halt oss Guð við þitt hreina orð / Erhalt uns Gott bei deinem Wort. Uppistaðan í textanum er sálmur Marteins Luther með sama nafni.  Flytjendur eru  Skálholtskórinn og Bachsveitin í Skálholti og einsöngvararnir Hildigunnur Einarsdóttir alt,  Benedikt Kristjánsson  tenór og Oddur Arnþór Jónsson bassi. Kórstjóri er Jón Bjarnason og stjórnandi Benedikt Kristjánsson. Dagskrá laugardagsins lýkur svo með kvöldbænum í kirkjunni kl. 18.

 

Sunnudaginn 23. júlí 

eru eru morgunbænir kl. 9 en síðan orgeltónleikar kl. 11 þar sem Jón Bjarnason leikur orgelverk eftir Johann Sebastian Bach.

 

Hátíðarmessa hefst kl. 13.30 

með inngöngu pílagríma sem gengið hafa pílagrímagöngu til hátíðarinnar frá Strandarkirkju í Selvogi, frá Bæjarkirkju í Borgarfirði og frá Þingvallakirkju. Sr. Kristján Valur Ingólfsson predikar en leikmenn, prestar og biskupar lesa og aðstoða við útdeilingu. Að lokinni messu er kirkjukaffi í Skálholtsskóla.

 

Hátíðarsamkoma hefst í kirkjunni kl. 16.15. 

Hátíðarræðu flytur dr. Margot Käßmann, prófessor og fyrrum biskup.

Ávörp flytja:  

Sigríður A. Andersen dómsmálaráðherra og sr. Karl Sigurbjörnsson biskup og formaður Skálholtsfélagsins hins nýja, en sr. Agnes M Sigurðardóttir biskup Íslands flytur lokaorð og blessun. Jón Bjarnason leikur á orgel, Benedikt Kristjánsson syngur einsöng. og Skálholtskórinn syngur undir stjórn Jóns Bjarnasonar. Hátíðin endar með kvöldbænum kl. 18.00.

 

Skálholtshátíð var fyrst haldin árið 1948.  

Það var upphafið að endurreisn Skálholtsstaðar. Þetta er því sjötugasta starfsár uppbyggingarinnar í Skálholti, og enn er mikið verk framundan!

 


Af www.skalholt.is


Skráð af Menningar-Staður.

21.07.2017 08:31

Merkir Íslendingar - Sveinbjörn Finnsson

 

 

Sveinbjörn Finnsson (1911 - 1993).

 

Merkir Íslendingar - Sveinbjörn Finnsson

 

Svein­björn Finns­son fædd­ist 21. júlí 1911 á Hvilft í Önund­arf­irði. 

For­eldr­ar hans voru Finn­ur Finns­son, bóndi þar, f. 1876, d. 1956, og k.h. Guðlaug Jakobína Sveins­dótt­ir, hús­freyja. For­eldr­ar Finns voru Finn­ur Magnús­son, bóndi á Hvilft, og k.h. Sig­ríður Þór­ar­ins­dótt­ir, og for­eldr­ar Guðlaug­ar voru Sveinn Rós­inkr­anz­son, út­vegs­bóndi og skip­stjóri á Hvilft, og k.h. Sig­ríður Svein­björns­dótt­ir, hús­freyja.

 

Svein­björn lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um á Ak­ur­eyri árið 1933 og hag­fræðiprófí frá London School of Economics 1939.
 

Hann var verk­smiðju­stjóri Síld­ar­verk­smiðju rík­is­ins á Sól­bakka í Önund­arf­irði 1935-1937, full­trúi í Verðlags­nefnd og Tveggja­manna­nefnd 1939-1941, skrif­stofu­stjóri Viðskipta­nefnd­ar ut­an­rík­is­viðskipta 1941-1942 og fyrsti verðlags­stjóri á Íslandi 1943-1946.
 

Hann var frum­kvöðull humariðnaðar á Íslandi og byggði upp veiðar, frystiaðferðir og markaði 1950-1954. 

Hann var hvatamaður að stofn­un Styrkt­ar­fé­lags lamaðra og fatlaðra 1952 og var fram­kvæmda­stjóri þess 1957-1962. Hann átti sæti í fyrstu stjórn Öryrkja­banda­lags­ins.

 

Svein­björn kenndi við Voga­skóla í Reykja­vík 1963-1979 og var yfir­kenn­ari 1978-1979 og gerðist einn brautryðjenda í starfs­fræðslu í skól­um lands­ins.
 

Svein­björn var staðarráðsmaður við Skál­holt 1964-1990, en hann var einn af stofn­end­um Skál­holts­fé­lags­ins sem hef­ur unnið að því að end­ur­reisa Skál­holtsstað.
 

Svein­björn var sæmd­ur Skál­holtsorðunni, til minn­ing­ar um vígslu Skál­holts­kirkju árið 1963, og gullþjón­ustu­pen­ingi með kór­ónu af Dana­drottn­ingu árið 1973.
 

Eig­in­kona Svein­björns var Thyra Finns­son, fædd Fri­is Ol­sen 30.1. 1917, d. 8.8. 1995, frá Slag­el­se í Dan­mörku. Hún var hús­freyja og rit­ari.
Börn þeirra: 
Gunn­ar, f. 1940, d. 2014, Arn­dís, f. 1943, Hilm­ar, f. 1949, og Ólaf­ur William, f. 1951.

 

Svein­björn Finns­son lést 1. apríl 1993.

___________________________________

 

Í afmælisgrein um Sveinbjörn Finnsson sjötugan þann 21. júlí 1981 skrifaði Ólafur Haukur Árnason m.a. í Morgunblaðinu:

 

Ekki er á almanna vitorði þáttur Sveinbjörns Finnssonar í sigri okkar í landhelgisdeilunni við Breta þegar fært var út í 12 mílur. Þar munaði heldur betur um verk hans og mun sú saga væntanlega skráð síðar.

 

Þann dag var einnig í Morgunblaðinu:

 

Sveinbjörn Finnsson, sæll minn kæri 
senda skal þér kveðju hlýja. 
Óskandi þér auðnan færi
ennþá marga daga nýja. 

Enn þú heldur austurleiðir, 
— ekki bregður vana þínum. 
Fagurt Skálholt faðminn breiðir, 
— fagnar einkavini sínum. 

Auðunn Bragi Sveinsson.

 

Morgunblaðið.

 

 

 

Hvilft í Önundarfirði. Ljósm.: BIB


Skráð af Menningar-Staður.

 

20.07.2017 20:37

20. júlí - Þorláksmessa að sumri

 


Í Skálholti.

Þorláksbúð og Skálholtsdómkirkja sem Hörður Bjarnason teiknaði.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

20. júlí - Þorláksmessa að sumri

 

Þorláksmessa á sumri er 20. júlí. Verndardýrlingur Íslendinga er Þorlákur helgi. 

Sumarið 1198 var helgi Þorláks Þórhallssonar samþykkt á Alþingi og bein hans tekin upp og skrínlögð 20. júlí. 

Þorláksmessa á vetur er 23. desember, á dánardegi hans. 

Þorláksmessa á sumar var til siðaskipta einn helsti hátíðisdagur sunnanlands  og þá var haldin mikil samkoma í Skálholti.


Síðustu ár eru einnig til dæmi um skötuveislur þennan dag.

 


Hörður Bjarnason, arkitekt sem teiknaði Skálholtsdómkirkju.
Hann var faðir Áslaugar Harðardóttur í Norðurkoti á Eyrarbakka og

tengdafaðir Jóns Hákons Magnússonar í Norðurkoti.
Hörður var því bæði tengdafaðir Eyrarbakka og Önundardjarðar.

 

 

Í Húsinu á Eyrarbakka fyrir nokkrum árum.
F.v.: Hjónin Áslaug Harðardóttir og Önfirðingurinn Jón Hákon Magnússon (bæði nú látin)

og hjónin Þórunn Vilbergsdóttir (nú látin) og Önfirðingurinn Óskar Magnússon.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
Skráð af Menningar-Staður

19.07.2017 10:35

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 19. júlí 2017

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 19. júlí 2017

 

Vinir alþýðunnar.

 

.

.

.

.

.

 

.
Skráð af Menningar-Staður

18.07.2017 18:29

Sigrún Óla Sigurðardóttir

 

 

Sigrún Óla Sigurðardóttir (1937 - 2017).

 

Sigrún Óla Sigurðardóttir - Fædd 4. október 1937

- Dáin 8. júlí 2017 - Minning

 

Sigrún Óla Sig­urðardótt­ir fædd­ist á Eyr­ar­bakka 4. októ­ber 1937. Hún lést á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans við Hring­braut 8. júlí 2017.

 

For­eldr­ar henn­ar voru Regína Jak­obs­dótt­ir hús­móðir, f. 6. janú­ar 1899, d. 19. apríl 1986, og Sig­urður Jóns­son, skósmiður og tré­smiður á Eyr­ar­bakka, f. 11. maí 1888, d. 31. maí 1967.

 

Systkini Sigrún­ar eru:


Gyðríður Sig­urðardótt­ir, f. 22. sept­em­ber 1929, d. 28. maí 2012,

Ragn­heiður Sig­urðardótt­ir, f. 10. fe­brú­ar 1931,

óskírð Sig­urðardótt­ir, f. 24. júní 1932, d. 24. júní 1932,

Jón Sig­urðsson, f. 13. júlí 1933, d. 24. mars 2012,

Jakob Sig­urðsson, f. 14. mars 1935, d. 17. júní 1935,

Marta Sig­ríður Jakobína Sig­urðardótt­ir, f. 4. ág­úst 1936,

Guðmunda Sig­urðardótt­ir, f. 11. mars 1941,

og Sól­veig Stein­unn Sig­urðardótt­ir, f. 10. apríl 1945.

 

Sigrún gift­ist 26. des­em­ber 1964 Haf­steini Val­g­arðssyni, f. 11. júní 1937, d. 22. ág­úst 2012.

For­eldr­ar hans voru Oktavía Jamí Guðmunds­dótt­ir, f. 22. októ­ber 1904 í Vatns­enda, Vill­inga­holts­hreppi, Árn., d. 24. mars 1988, og Val­g­arður Vig­fús Magnús­son, sjó­maður í Reykja­vík, f. 22. októ­ber 1905 í Svína­skógi, Fells­strand­ar­hreppi, Dal., d. 1. júní 1995.

Börn:

1) Snorri Hauks­son, Vél­stjóri, f. 23. janú­ar 1959. Eig­in­kona Guðrún Erla Magnús­dótt­ir kenn­ari, f. 4. júlí 1959. Börn þeirra eru Sig­urður Páll, f. 26. júní 1981, Sam­býl­is­kona Ingi­björg Ragna Kru­ger, f. 27. nóv­em­ber 1985. Ingvi Örn, f. 7. fe­brú­ar 1983. Eig­in­kona Brenda Prehal, f.3. fe­brú­ar 1985, og Íris Björk, f. 4. ág­úst 1994.

2) Hann­es Þór Haf­steins­son, f. 17. sept­em­ber 1964. Eig­in­kona Helen Ser­deiro Barra­das, f. 27. des­em­ber 1978.

 

Útför Sigrún­ar fór fram frá Digra­nes­kirkju í gær, 17. júlí 2017.

____________________________________________________________________________

Minningarorð Ragnheiðar Sigurðardóttur

Elsku Sigrún syst­ir okk­ar er lát­in. Hún fékk hvíld eft­ir ótrú­lega erfið og langvar­andi veik­indi. Eins og alltaf er eft­ir­sjá­in sár og mik­il því maður má ekki við því að missa systkini sín.

Við höfðum samt átt langa sam­leið síðan við vor­um krakk­ar á Bakk­an­um. Við höfðum margt skyld­fólk í kring­um okk­ur.

Við vor­um í heyskap í Hallskoti og á engj­um með Jóni Jak­obs móður­bróður okk­ar og systr­um hans. Við unn­um við kart­öflu­rækt og margt var hægt að láta krakka og ung­linga gera.

Hún Sigrún var vinnu­söm og bráðvel gef­in og dug­leg að læra.

 

Sárt er vin­ar að sakna.

Sorg­in er djúp og hljóð.

Minn­ing­ar mæt­ar vakna.

Marg­ar úr gleymsku rakna.

Svo var þín sam­fylgd góð.

 

Dapr­ast hug­ur og hjarta.

Húm skuggi féll á brá.

Lif­ir þó ljósið bjarta

lýs­ir upp myrkrið svarta.

Vin­ur þó féll­ir frá.

 

Góðar minn­ing­ar geyma.

Gef­ur syrgj­end­um fró.

Til þín munu þakk­ir streyma.

Þér mun­um við ei gleyma.

Sofðu í sælli ró.

(Höf. ók.)

 

Við vott­um af­kom­end­um henn­ar inni­lega samúð og þökk­um henni all­ar góðar sam­veru­stund­ir.

 

Ragn­heiður og syst­ur.

 

Morgunblaðið mánudagurinn 17. júlí 2017.


Skráð af Menningar-Staður


 

 

18.07.2017 07:51

Minjar á Eyrarbakka einstakar um sögu verslunar á Íslandi

 

 

 

Eyrbekkingurinn og forleifafræðingurinn Ágústa Edwald segir Eyrarbakka

einstakan á landsvísu vegna verslunarsögunnar.

 

Minjar á Eyrarbakka einstakar um sögu verslunar á Íslandi

 

Fornleifarannsókn er hafin á Eyrarbakka þar sem kanna á verslunarsögu staðarins, sem spannar allt aftur til fyrstu alda Íslandsbyggðar. Fjallað var um verkefnið í frétt Stöðvar 2 á dögunum en þar var rætt við Ágústu Edwald Maxwell fornleifafræðing og Magnús Karel Hannesson, síðasta oddvita Eyrarbakkahrepps. 

Hópur enskra fornleifafræðinga er að draga jarðsjá fram og til baka um aðalverslunarsvæði Eyrarbakka til forna en verkefnið er undir stjórn Ágústu Edwald Maxwell fornleifafræðings. Þannig á að fá mynd af þeim rústum sem þar leynast undir og í framhaldi af því er áformað að grafa könnunarskurði.

 

Síðasti oddviti Eyrbekkinga, Magnús Karel Hannesson, segir að Eyrarbakki hafi snemma á öldum orðið innflutningshöfn biskupsstólsins í Skálholti. Allt frá því um 1100 og fram yfir 1900 hafi Eyrarbakki verið aðalverslunarstaður Suðurlands. Líkan af gömlu verslunarhúsum dönsku kaupmannanna gefur hugmynd um hvað verslunin var umfangsmikil. 

Ágústa Edwald segir Eyrarbakka einstakan á landsvísu vegna verslunarsögunnar, í gegnum einokun og til verslunarfrelsis og frá sjálfþurrft og vöruskiptum til kapitalískra verslunarhátta. Þegar hún er spurð hversu langt aftur í tímann hún ætli að grafa vonast Ágústa til að komast að minnsta kosti niður fyrir einokunartímann.

 

Í þættinum -Ísland í sumar- á Stöð 2 í dag,  

þriðjudag 18. júlí 2017 klukkan 19:10, verður fjallað nánar um Eyrarbakka.
 

 

Enskir fornleifafræðingar draga jarðsjá yfir rústasvæði Eyrarbakkaverslunar.

 


Stöð 2

Skráð af Menningar-Staður

17.07.2017 10:41

Gamla myndin

 

 

 

Gamla myndin

 

Árið er 2009 í júlí.


Hljómsveitin GRANÍT frá Vík í Mýrdal er komin á SVIÐ á Stokkseyrarbryggju.

 

Á þaki er -Reyksveit- Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi.Skráð af Menningar-Staður