Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2017 Júlí

05.07.2017 19:40

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 5. júlí 2017

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 5. júlí 2017


Sérstaka athygli fékk Stokkseyringurinn á Selfossi 

og tengdasonur Eyrarbakka; Þórður Grétar Árnason.

 

 

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður.

 

05.07.2017 08:48

Bryggjuhátíðin á Stokkseyri um næstu helgi

 


Frá Bryggjuhátíð á Stokkseyri. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Bryggjuhátíðin á Stokkseyri um næstu helgi

 

Bryggjuhátíðin á Stokkseyri verður haldin helgina 7. til 9. júlí næstkomandi. Dagskráin er fjölbreytt og hefst hún á formlega á föstudaginn kl. 20:30 á Stokkseyrarbryggju.

Þar mun Karítas Harpa skemmta ásamt Magnúsi Kjartani sem stjórnar fjöldasöng, þyrla Landhelgisgæslunnar kíkir í heimsókn og kveikt verður í brennu við bryggjuna.

Á laugardeginum er fjölbreytt dagskrá yfir daginn og má þar nefnda Leikhópinn Lottu, hoppukastala, Bubble – bolta, andlitsmálun og margt fleira. 


Dagskrá í heild:

Bryggjuha´ti´ð 7-9 júlí – dagskrá 2017


 

 


 


Skráð af Menningar-Staður

05.07.2017 08:37

5. júlí 1851 - Þjóðfundurinn var settur í Lærða skólanum í Reykjavík

 

 

Menntaskólinn í Reykjavík - áður Lærði skólinn.

 

5. júlí 1851-

Þjóðfundurinn var settur í Lærða skólanum í Reykjavík

Þjóðfundurinn var settur í Lærða skólanum í Reykjavík þann 5. júlí 1851. 

Fundurinn stóð í rúman mánuð og var rætt um frumvarp dönsku stjórnarinnar um réttarstöðu Íslands.


Skráð af Menningar-Staður

04.07.2017 21:43

Flat­eyr­ing­ar söfnuðu hálfri millj­ón

 

 

Liðsmenn Björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Sæ­bjarg­ar af­henda tals­mönn­um söfn­un­ar­inn­ar

rúm­ar 500 þúsund krón­ur sem söfnuðust. Ljósm.: mbl.is/?Ingi­leif

 

Flat­eyr­ing­ar söfnuðu hálfri millj­ón

 

Rúm hálf millj­ón króna safnaðist á fjór­um dög­um í söfn­un sem Björg­un­ar­sveit­in Sæ­björg á Flat­eyri efndi til meðal Flat­eyr­inga vegna ham­far­anna á Græn­landi. Söfn­un­ar­féð var af­hent á Flat­eyri í gær. 
 

Björg­un­ar­sveit­in Sæ­björg efndi til söfn­un­ar í þágu íbúa Nu­uga­atsiaq síðastliðinn miðviku­dag en með henni vildu Flat­eyr­ing­ar end­ur­gjalda þann stuðning sem Græn­lend­ing­ar sýndu þeim í kjöl­far snjóflóðsins árið 1995.
 

„Græn­lend­ing­ar studdu dyggi­lega við bakið á okk­ur og okk­ar sam­fé­lagi í kjöl­far snjóflóðsins árið 1995 og var sá stuðning­ur ómet­an­leg­ur,“ sagði í til­kynn­ingu frá björg­un­ar­sveit­inni í síðustu viku.
 

Heild­ar­upp­hæðin, 518 þúsund krón­ur, var af­hent lands­söfn­un­inni Vinátta í verki í gær klukk­an 15 fyr­ir fram­an leik­skól­ann á Flat­eyri, en leik­skól­inn var á hættu­svæði þegar snjóflóðið féll 1995. Flat­eyr­ing­ar fengu því nýj­an leik­skóla að gjöf frá Fær­ey­ing­um eft­ir flóð.
 

Þau Íris Ösp Heiðrún­ar­dótt­ir og Karl Ottosen Faurschou, tals­menn söfn­un­ar­inn­ar, tóku á móti söfn­un­ar­fénu.


Af:www mbl.is


Skráða f Menningar-Staður

04.07.2017 07:24

Smitast af andagift Gunnars og flýg með

 

 

 

Smitast af andagift Gunnars og flýg með

 

Helga Bryndís Magnúsdóttir og Gunnar Kvaran spila í fyrsta sinn saman í kvöld í Sigurjónssafni. Auk tilbrigða Beethovens við stef Mozarts og Händels og sónötu Sjostakovítsj er frumflutningur verks eftir Jónas Tómasson.

 

Tónleikasumarið 2017 í Sigurjónssafni á Laugarnestanga hefst í kvöld. Þá leika Helga Bryndís Magnúsdóttir píanó- leikari og Gunnar Kvaran selló- leikari saman, meðal annars tólf tilbrigði eftir Beethoven um stef úr óratóríunni Judas Maccabäus eftir G.F. Händel og sjö tilbrigði um stef úr óperunni Töfraflautan eftir W.A. Mozart. „Beethoven er tilbrigðasnillingur mikill, þar er endalaus hugmyndaauðgi,“ segir Helga Bryndís glaðlega og kemur með góða sögu um samfundi meistaranna Beethovens og Mozarts, þegar sá fyrrnefndi var bara 17 ára en Mozart orðinn mikið númer. 

„Beethoven fékk að spila fyrir Mozart sem var ekkert uppveðraður en segir samt: „Heyrðu, ég er hérna með stef sem þú mátt leika þér með.“ Bethooven tók hann á orðinu, enda var það ákveðinn partíleikur þess tíma að taka stef og spinna yfir þau. Mozart varð svona líka hrifinn og sagði: „Heimurinn á eftir að heyra mikið um þennan mann.“ Þetta sýnir að Beethoven varð snemma snillingur í að taka vinsæl stef og snúa upp á þau þannig að hvert og eitt varð sem nýtt og ferskt.“ 

Næst segir Helga Bryndís sögu af verki Jónasar Tómassonar sem þau Gunnar ætli að frumflytja. „Erling Blöndal Bengtsson sellóleikari lést fyrir um fjórum árum og Jónas samdi þetta verk til minningar um hann og gaf ekkjunni. Það heitir Til Merete. Þetta hefur aldrei, svo við vitum, verið flutt áður opinberlega og Jónas verður viðstaddur ásamt konu sinni.“ 

Þá er enn eitt verk óupptalið, það er Sónata ópus 40 í d-moll fyrir selló og píanó eftir Sjostakovítsj. Helga Bryndís segir upplifun fyrir sig að spila það með Gunnari því hann þekki það út og inn og hafi spilað það margoft. „Ég smitast af andagift Gunnars og flýg með, það er eins og að drekka vín sem hefur þroskast á besta hátt,“ segir hún og upplýsir að hún hafi aldrei spilað með Gunnari áður. „Nú virðist hafa verið rétti tíminn, við náðum svo vel saman,“ segir hún. „Ég hef dáðst að honum sem hljóðfæraleikara og listamanni alveg frá því ég var nemandi og það er heiður að spila með honum svona skemmtilegt prógramm.“

Sumartónleikar verða í Sigurjónssafni hvert þriðjudagskvöld fram til 15. ágúst. Kaffistofa safnsins er opin að loknum tónleikum og þar geta tónleikagestir heilsað upp á listamennina og horft yfir sundin blá.


Fréttablaðið þriðjudagurinn 4. júlí 2017.


 


Listasafn Sigurjóns Ólafssonar í Laugarnesi í Reykjavík.

Hann var fæddur og uppalinn á Eyrarbakka.
Skráð af Menningar-Staður

04.07.2017 06:32

Þingvallagangan með Guðna

 

 

Gangan fer fram fimmtudagskvöldið 6 júlí og gengið verður frá Hakinu kl. 20,00

þaðan gengið á Lögberg og svo að Þingvallakirkju.

 

Þingvallagangan með Guðna

 

Þetta er þriðja árið í röð sem ég fer fyrir Þingvallagöngu sem Þjóðgarðurinn á Þingvöllum stendur fyrir á fimmtudagskvöldum á sumrin.


Það leiðir einhver sagnamaður hverja göngu og hefur frjálst val um efnistök,ég sagði frá Hallgerði Langbrók í hitteðfyrra hafði þá gefið út bók til að rétta hlut hennar.

 

Í fyrra sagði ég frá Skarphéðni Njálssyni í gríðarlega fjölmennri göngu.

 

Nú ætla ég að segja frá þeim stóratburði þegar íslendingar skiptu um trú á Þingvöllum árið eitt þúsund. Hvað gerði það að verkum að heil þjóð kastaði trú sinni og tók upp annan sið kristna trú. Geir Waage sóknarprestur í Reykholti mun leiða gönguna með mér og flytja ávarp í lok göngunnar við Þingvallakirkju.

 

Þannig að þetta verður fróðleg upprifjun og við munum meta hvað gerðist en þetta var ekki átakalaust og munaði litlu að þingheimur berðist menn voru með alvæpni. Nú Jörmundur Ingi fyrrv. allsherjargoði mun verða með í göngunni og víkingar fylgja honum og verða undir vopnum.

 

Svo mun Karlakór Kjalnesinga syngja falleg gömul lög,þannig að þetta verður þjóðhátíð og öllum er velkomið að fylgja okkur.

 

Gangan fer fram fimmtudagskvöldið 6 júlí og gengið verður frá Hakinu kl. 20,00 þaðan gengið á Lögberg og svo að Þingvallakirkju.

 

Kveða, Guðni Ágústsson.

 

 

Guðni Ágústsson leit við á dögunum í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka á Menningar-Stað.
F.v.: Birgir Jensson, Haukur Jónsson, Siggeir Ingólfsson og Guðni Agústsson.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 
Skráð af Menningar-Staður

 

03.07.2017 20:54

3. júlí 1921 - Íslenska fálkaorðan stofnuð

 


Bessastaðir.

 

 

3. júlí 1921 - Íslenska fálkaorðan stofnuð

 

Fálkaorðan var stofnuð þann 3. júlí árið 1921 af Kristjáni X „til að sæma þá sem öðrum fremur hafa eflt hag og heiður Íslands“. 

Hún er íslensk heiðursviðurkenning sem veitt er bæði íslenskum og erlendum einstaklingum og er æðsta heiðursmerkið sem íslenska ríkið veitir mönnum. 

Fálkinn vísar til þess að fálkar voru taldir glæsileg gjöf til tignarmanna á fyrri öldum og voru lengi útflutningsvara frá Íslandi auk þess sem fálki var uppistaðan í skjaldarmerki Íslands á árunum 1903- 1919. 

Nýjum orðuhöfum er veitt viðurkenningin á nýársdag eða á þjóð- hátíðardaginn 17. júní af forseta Íslands. Öllum er frjálst að tilnefna einstaklinga sem þeir telja verð- uga orðuþega. Sérstök nefnd fjallar um tilnefningarnar og gerir tillögur til forseta um hverjir skuli hljóta orðu. 

Nú er Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og formaður Framsóknarflokksins, formaður nefndarinnar. 

Oftast er það ríflegur tugur hverju sinni sem hlýtur orðuna en orðustigin eru fimm: Fyrsta stig orðunnar er riddarakrossinn og flestir orðuþegar eru sæmdir honum. Annað stigið er stórriddarakross, síðan stórriddarakross með stjörnu og loks stórkross. 

Æðsta stig orðunnar er keðja ásamt stórkrossstjörnu en hana bera einungis þjóðhöfðingjar. Þá sæmir forseti árlega nokkra erlenda ríkisborgara fálkaorðu. Sérstakar reglur um orðuveitingar eru í gildi milli Íslands og nokkurra ríkja í Evrópu um gagnkvæmar orðuveitingar í tengslum við opinberar heimsóknir þjóðhöfðingja. 

Gefist tilefni til getur orðunefnd hækkað einstakling um orðustig. Við andlát orðuhafa ber afkomendum að skila orðunni.

Ein orða nýtur þó undantekningar á þessu, stórkross sem átti að veita Jóhannesi Kjarval 1965 en hann afþakkaði. Sættir náðust þó með því að orðan var varðveitt í listasafni Íslands en Jóhannes vildi aldrei fá hana í hendur.


Fréttablaðið 3. júlí 2017.


 Orðuþegar Fálkaorðunnar 1. janúar 2017 og 17. júní 2017.
 
 Skráð af Menningar-Staður.

03.07.2017 06:58

Stöðugt fjölg­ar á höfuðborg­ar­svæðinu

 

 

Á Austurvelli í Reykjavík og Vestfirðingurinn Jón Sigurðsson fylgist með.

Ljósm.: Mbl./Júlíus.

 

Stöðugt fjölg­ar á höfuðborg­ar­svæðinu

 

Hlut­fall Vest­fjarða af íbúa­fjölda lands­ins hef­ur lækkað úr 7,8% árið 1950 í 2% á þessu ári. Þá hef­ur hlut­fall Norður­lands vestra af íbúa­fjöld­an­um lækkað úr 7,2% 1950 í 2,1% árið 2017.
 

Með sama áfram­haldi verður hlut­deild beggja lands­hluta kom­in und­ir 2% á næstu árum. Þetta má lesa úr töl­um Hag­stof­unn­ar, sem tekn­ar voru sam­an að beiðni Morg­un­blaðsins.
 

Vægi höfuðborg­ar­svæðis­ins af íbúa­fjöld­an­um hef­ur auk­ist á tíma­bil­inu. Hlut­fall svæðis­ins var 45,4% árið 1950 en 64,1% árið 2017. Á sama tíma­bili jókst hlut­fall Suður­nesja úr 3,2% í 7,1%. Rúm­lega 71% íbúa lands­ins býr því nú á höfuðborg­ar­svæðinu og Suður­nesj­um.
 

 

   Mannfjöldi á Íslandi eftir landshlutum 1950–2017

 

 

Morgunblaðið 3. júlí 2017.


Skráð af Menningar-Staður.

02.07.2017 07:17

Útimessa í Arnarbæli í Ölfusi

 

 

Arnarbæli í Ölfusi.

 

Útimessa í Arnarbæli í Ölfusi

 

Í dag, sunnudagurinn 2. júlí 2017, verður útimessa í Arnarbæli í Ölfusi. Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandarsókna leiðir söng undir stjórn Hannesar Baldurssonar.

 

Jón Ragnarsson sóknarprestur messar og verður kirkjukaffi boði Kotstrandarsóknar og kirkjukórsins eftir messu.

 

Kirkju er fyrst getið í Arnarbæli um 1200 og síðasta kirkja þar var ofan tekin 1909, þegar Arnarbælis- og Reykjasóknir voru sameinaðar og ný kirkja byggð á Kotströnd. Arnarbæli var prestssetur til 1942.

 

Arnarbæli er við Ölfusá, ekið er frá Þjóðvegi nr. 1 u.þ.b. 1 km austan við Kotstrandarkirkju um Arnarbælisveg nr. 375.


Af www.dfs.is
Skráð af Menningar-Staður

01.07.2017 14:08

1. júlí 1875 - Alþingi tók til starfa sem lög­gjaf­arþing

 

 

Jón Sigurðsson (1811 - 1879).

 

1. júlí 1875 - Alþingi tók til starfa sem lög­gjaf­arþing

 

Þann 1. júlí 1875 tók Alþingi til starfa sem lög­gjaf­arþing, í sam­ræmi við nýja stjórn­ar­skrá frá 1874. 

Jón Sig­urðsson var for­seti neðri deild­ar og sam­einaðs þings en Pét­ur Pét­urs­son bisk­up for­seti efri deild­ar. 

Deilda­skipt­ing var af­num­in í lok maí 1991.

 

Morgunblaði - 1. júlí 2017 - Dagar íslands Jónas Ragnarsson.


Skráð af Menningar-Staður