Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2017 Ágúst

21.08.2017 06:48

Siggeir Ingólfsson og félagar við sölvatöku

 

 

 

Siggeir Ingólfsson og félagar við sölvatöku

í Eyrarbakkafjöru í gær
sunnudaginn 20. ágúst 2017


Ljósm.: Hinrik Óskarsson.

 

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

20.08.2017 09:04

Mynd dagsins

 

 

 

Mynd dagsins
 

Litla-Hraun

fyrir nokkrum árum

 


Skráð af Menningar-Staður

19.08.2017 06:52

Í Shell-Skálanum á Stokkseyri

 


F.v.: Sveinbjörn Guðmundsson, Hinrik Ólaafsson, Henning Fredriksen

og Grétar Kristinn Zophoníasson.

 

Í Shell-Skálanum á Stokkseyri

fyrir um 15 árum

 

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

.
F.v.: Tómas Karlsson, Sveinbjörn Guðmundsson, Hinrik Ólafsson og Henning Fredriksen. 
.


F.v.: Elsa Kolbrún Jónsdóttir, Henning Fredriksen, Sveinbjörn Guðmundsson

og Hinrik Ólafsson. 

 

18.08.2017 17:55

Fánasetur Suðurlands gjörir kunnugt:

 

 

 

Fánasetur Suðurlands gjörir kunnugt:


Fáni Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi við hún.
 

Merki félagsins hannaði Rafn Gíslason,

grafískur hönnuður, í Þorlákshöfn.

 

 Skráð af Menningar-Staður

17.08.2017 22:15

Fyrir akkúrat 20 árum

 

 

 

Fyrir akkúrat 20 árum

 

Forsetanum var saga sögð,
er sælubros fram pínir,
engin voru undarbrögð,
eins og myndin sýnir.

 

Kristján RunólfssonSkráð af Menningar-Staður

 


 

15.08.2017 22:20

Brennið þið vitar

 

 

 

Brennið þið vitar
 

Listaverk Elfars Guðna Þórðarsonar í

Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri.


Skráð af Menningar-Staður  

15.08.2017 07:09

Merkir Íslendingar - Matthías Bjarnason

 

 

Matthías Bjarnason (1921 - 2014).

 

Merkir Íslendingar - Matthías Bjarnason

 

Matth­ías Bjarna­son fædd­ist á Ísaf­irði 15.8. 1921. For­eldr­ar hans voru Bjarni Bjarna­son sjó­maður, síðar vega­verk­stjóri, og k.h. Auður Jó­hann­es­dótt­ir hús­freyja.
 

Eig­in­kona Matth­ías­ar var Krist­ín Ingi­mund­ar­dótt­ir hús­freyja sem lést 2003 og eru börn þeirra Auður fé­lags­ráðgjafi og Hinrik, ráðgjafi hjá Sjóvá-Al­menn­um. Hin síðari ár átti Matth­ías góða sam­fylgd með Jón­ínu Mar­gréti Pét­urs­dótt­ur, skóla­syst­ur sinni úr VÍ, en hún lést 2012.
 

Matth­ías braut­skráðist úr VÍ 1939. Hann var fram­kvæmda­stjóri Vest­fjarðabáts­ins hf. 1942-43, Djúp­báts­ins hf. 1943-68, fram­kvæmda­stjóri Vél­báta­ábyrgðarfé­lags Ísfirðinga 1960-74, rak versl­un á Ísaf­irði 1944-73, var fram­kvæmda­stjóri út­gerðarfé­lags­ins Kög­urs 1959-66, bæj­ar­full­trúi á Ísaf­irði 1946-70, sat í bæj­ar­ráði og var for­seti bæj­ar­stjórn­ar.
 

Matth­ías var lands­kjör­inn alþing­ismaður Sjálf­stæðis­flokks­ins 1963-67 og á Vest­fjörðum 1967-95, sjáv­ar­út­vegs-, heil­brigðis- og trygg­ingaráðherra 1974-78, heil­brigðis- og trygg­ingaráðherra 1983-85, sam­gönguráðherra 1983-87 og viðskiptaráðherra 1985-87.
 

Matth­ías var formaður FUS á Ísaf­irði, Sjálf­stæðis­fé­lags Ísfirðinga, Fjórðungs­sam­bands sjálf­stæðismanna á Vest­fjörðum, full­trúaráðs sjálf­stæðis­fé­lag­anna á Ísaf­irði og sat í miðstjórn flokks­ins. Hann var formaður Útgerðarfé­lags­ins Ísfirðings, sat í stjórn Vinnu­veit­enda­fé­lags Vest­fjarða, Vél­báta­ábyrgðarfé­lags Ísfirðinga, Útvegs­manna­fé­lags Ísfirðinga, Útvegs­manna­fé­lags Vest­f­irðinga, LÍÚ, í stjórn Fiski­mála­sjóðs, At­vinnu­jöfn­un­ar­sjóðs, Fram­kvæmda­stofn­un­ar rík­is­ins, Holl­ustu­vernd­ar rík­is­ins, var formaður Byggðastofn­un­ar og rit­stjóri Vest­ur­lands.
 

Ævim­inn­ing­ar hans, Járn­karl­inn, skráðar af Örn­ólfi Árna­syni, komu út 1993. Matth­ías gaf út ritið Ísland frjálst og full­valda ríki, í til­efni 75 ára af­mæl­is full­veld­is­ins, 1993.

 

Matth­ías lést 28. febrúar 2014.

Morgunblaðið 15. ágúst 2017.


Skráð af Menningar-Staður.

12.08.2017 20:46

Hallskotshátíð 12. ágúst 2017

 

 

 

Hallskotshátíð 12. ágúst 2017

 

Skógræktarfélag Eyrarbakka bauð félagsmönnum og fjölskyldum þeirra til veglegrar hátíðar í trjálundi félagsins í Hallskoti rétt ofan Eyrarbakka í dag laugardaginn 12. ágúst 2017.

Félagið hefur umsjón með Hallskoti samkvæmt samningi þar um við Sveitarfélagið Árborg.

Á síðustu árum hefur félagið unnið mikið og gott starf í Hallskoti og er þar mikil útivistarparadís. Nú í sumar var t.d. byggt þjónustuhús með salernum og pallar til útiveru.

Samkoman í dag var fjölmenn og heppnaðist sérlega vel með leikjum og grillveislu. Margir félagsmanna gistu síðan í Hallskoti.

Menningar-Staður færði til myndar.
Myndaalbúm á þessari slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/283664/

 

Nokkrar myndir hér:

 

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

 

12.08.2017 08:08

Hjalladæl á Eyrarbakka fegursta gata Árborgar

 

 

 

Hjalladæl á Eyrarbakka fegursta gata Árborgar

 

Við athöfn í gær, föstudaginn 11. ágúst  var Hjalladæl útnefnd sem fegursta gatan í Árborg árið 2017.

Bæjarfulltrúarnir Ari Björn Thorarensen og Sandra Dís Hafþórsdóttir stjórnuðu athöfn þar sem þetta var kunngjört og afhjúpað skilti þessu til staðfestingar.


Siggeir Ingólfsson færði til myndar. 


 

.

.

 Skráð af Menningar-Staður

11.08.2017 19:25

Menningarráð Hrútavinafélagsins fundaði

 

 

 

F.v.: Ragnar Helgi Pétursson, Jóhann Páll Helgason, Kristján Runólfsson

og Davíð Kristjánsson.  

 

Menningarráð Hrútavinafélagsins fundaði

 

Menningarráð Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi fundaði í dag, föstudaginn 11. ágúst 2017. Í Bókakaffinu á Selfossi.

Fjölmörg mál voru á dagskrá.  Hæst fór trúlega pólitík og kosningar til sveitarstjórna í lok maí 2018. Farið var yfir fyrri kosningar; skoðanakannanir, spár og úrslit sem og spár til margra kosninga.  Ort var í þeim anda og framtíðarsýn á ýmsan máta:

Kosningarnar koma brátt
komið stuð í alla.
Meirihlutans mikla sátt

mæðulaust skal falla.
BIB

 

Kristján Runólfsson .
Fór í gang mín kjaftakvörn,
að kveða um ljóðaraftinn,
fyrst að glúrinn bögu Björn,
byrjaði að opna kjaftinn.Í fundinum tóku þátt:


Jóhann Páll Helgason,
Kristján Runólfsson,
Björn Ingi Bjarnason,
Davíð Kristjánsson og
Ragnar Helgi Pétursson.


Bjarni Harðarson, vert í Bókafaffinu og bókaútgjefandi og f.v. alþingismaður fagnaði fundargestum í upphafi fundar.

 

 

F.v.: Björn Ingi Bjarnason og Jóhann Páll Helgason.
 F.v.: Kristján Runólfsson og Davíð Kristjánsson.Skráða f Menningar-Staður