Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2017 Ágúst

11.08.2017 14:55

Magnús Skúlason [SE] og Valsa heimsmeistarar í gæðingaskeiði HM 2017

 

 

Eyrbekkingurinn Magnús Skúlason.

 

 

Eyrbekkingurinn Magnús Skúlason [SE]

og Valsa från Brösarpsgårde heimsmeistarar

í gæðingaskeiði HM 2017

 

Eyrbekkingurinn Magnús Skúlason og Valsa från Brösarpsgårde urðu heimsmeistarar í gæðingaskeiði í gær.

Guðmundur Einarsson og Sproti frá Sjávarborg öðru og okkar maður Teitur Árnason varð að láta sér nægja þriðja sætið.


Hestafréttir:

http://www.hestafrettir.is/2017/08/10/magnus-skulason-se-og-valsa-fran-brosarpsgarde-heimsmeistarar-i-gaedingaskeidi-hm-2017/


 

09.08.2017 14:26

Hátíð í Hallskoti laugardaginn 12. ágúst 2017

 

.

 

 

Hátíð í Hallskoti laugardaginn 12. ágúst 2017


Skógræktarfélag Eyrarbakka

 Skráð af Menningar-Staður

09.08.2017 13:20

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 9. ágúst 2017

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 9. ágúst 2017


Vinir alþýðunnar

 

.Skráð af Menningar-Staður

09.08.2017 08:32

Þetta gerðist - 9. ágúst 1851 - "Vér mótmælum allir"

 

 

Í Alþingishúsinu er málverk Gunnlaugs Blöndal frá Þjóðfundinum.

 

Þetta gerðist - 9. ágúst 1851 -

"Vér mótmælum allir"

 

Þegar fulltrúi konungs sleit Þjóðfundinum þann 9. ágúst 1851, sem staðið hafði í Reykjavík í rúman mánuð, reis Jón Sigurðsson upp og mótmælti því „í nafni konungsins og þjóðarinnar.“ 

Þá risu þingmenn upp og sögðu flestir í einu hljóði: „Vér mótmælum allir!“ 

Einni öld síðar var afhjúpuð minningartafla um fundinn í hátíðarsal Menntaskólans í Reykjavík, þar sem fundurinn var haldinn.

 

Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður

 

 

03.08.2017 11:48

Upplýsingamiðstöð að Stað á Eyrarbakka

 


Forstöðumaður Upplýsingamiðstöðvarinnar er Siggeir Ingólfsson.

 

 

Upplýsingamiðstöð að Stað á Eyrarbakka
 

 

Yfirlit um fjölda gesta í Upplýsingamiðstöðin að Stað á Eyrarbakka í júlí 2017.

Opið er virka dag kl. 08:00 - 18:00


Þetta er fjöldi þeirri sem kemur inn á Upplýsingamiðstöðina.
Ekki eru taldir þeir fjölmörgum sem koma á planið og fara

aðeins upp á pallinn við Stað og koma ekki inn.


Júlí 2017:

Heildarfjöldi gesta........... 2.671

Fjöldi pr/dag.....................    127

 

 

.

 
 

 


Skráð af Menningar-Staður

 

 

   
 

03.08.2017 07:36

Stærsta veiðisafn á Norðurlöndum

 

 

 

Stærsta veiðisafn á Norðurlöndum

 

Átta ný dýr frá Suður-Afríku hafa bæst við Veiðisafnið á Stokkseyri

Safnstjóri segir nauðsynlegt að endurnýja reglulega

Stærðin á dýrunum kemur fólki mest á óvart 


Opið verður alla verslunarmannahelgina í Veiðisafninu á Stokkseyri

 

 „Veiðisafnið var opnað 2004 og er stærsta safn sinnar tegundar bæði á Íslandi og á Norðurlöndum öllum, það er ég búinn að fá staðfest,“ segir Páll Reynisson, stofnandi og safnstjóri Veiðisafnsins á Stokkseyri. Á safninu má finna fjöldann allan af uppstoppuðum dýrum og nú hafa átta ný dýr bæst í safnið.

 

„Ég hef sjálfur veitt um 96 pró- sent af dýrunum sem eru hérna. Við erum líka með að láni hérna dýr frá Náttúrufræðistofnun Íslands,“ segir Páll. Á veiðisafninu er einnig mesta úrval af uppstoppuðum fugli í fljúgandi stöðu á landinu. Páll sér að mestu leyti um safnið sjálfur. „Ég bý til skotin, ég veiði dýrin, set upp sýningar, smíða húsin og sé um allt nema uppstoppunina. Þegar kemur að því að stoppa dýrin upp sækist ég eftir sérþekkingunni, hver og einn hefur sitt handbragð,“ segir Páll.

 

Fólk kemst í návígi við dýrin

 

Að sögn Páls er alltaf nóg að gera. „Hingað kemur fjöldi fólks, hér er til dæmis mikið um hópaferðir bæði á vorin og haustin. Á vorin koma skólahóparnir mikið, það er yndislegt að sjá hvað krakkar upplifa þetta sterkt.“ En það eru ekki bara dýrin sem hafa aðdráttarafl á veiðisafninu. „Við erum alltaf einu sinni á ári, í marsmánuði, með byssusýningu sem er sú stærsta sinnar tegundar á Íslandi. Hér er mikið og flott byssusafn sem gaman er að skoða.“ Eins og gefur að skilja hefur safnið breyst mikið frá opnun, en Páll segir það nauðsynlegt að endurnýjun sé regluleg svo að fólk sé ekki alltaf að sjá það sama.

 

Spurður hvers vegna Stokkseyri hafi orðið fyrir valinu segir hann að þrisvar sinnum hafi hann sprengt utan af sér húsnæði í Reykjavík og því hafi hann flust til Stokkseyrar árið 1999 þar sem hann fann nægilega stórt hús. „Það sem kemur fólki einna mest á óvart er stærðin á dýrunum. Hérna er ekkert undir gleri heldur, þetta er það sem við köllum opið safn. Þannig getur fólk komist í miklu meira návígi við dýrin.“

 

Á heimasíðu safnsins www.veidisafnid.is má finna nánari upplýsingar.


Morgunblaðið


Skráð af Menningar-Staður

02.08.2017 13:58

Flokkur fólksins fengi fimm þingmenn

 

 

Inga Sæland.

 

Flokkur fólksins fengi fimm þingmenn

 

Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup sem birtur var í gær þá fengi Flokkur fólksins fimm þingmenn ef kosið yrði í dag og hann tvöfaldar fylgi sitt, fengi átta komma fjögur prósent. 

Svona skiptist fylgi flokksins eftir kjördæmum: 

  • Reykjavíkurkjördæmi norður: 9.3%
  • Reykjavíkurkjördæmi suður: 5.6%
  • Suðvesturkjördæmi:  9.5% 
  • Norðvesturkjördæmi: 6.8%
  • Norðausturkjördæmi: 8.8%
  • Suðurkjördæmi: 9.4%

 

Flokkur fólksins hlaut 3.5 prósent í síðustu kosningum og náði ekki manni á þing. Nú er hinsvegar stefnt á framboð í borginni næsta vor. Inga Sæland formaður segist finna fyrir ákalli um breytingar. „Við erum ekki sátt við þá stöðu sem er í samfélaginu í dag. Við erum ekki sátt við að hér sé boðuð velmegun sem aldrei fyrr en það sé bara ákveðinn og takmarkaður þjóðfélagshópur sem fær að njóta þeirra gæða. Við viljum fá að taka þátt öll sem eitt“ segir Inga. 
 

Ákall eftir lausnum í húsnæðismálum
 

Inga segir að það verði að byggja íbúðir og kallar eftir samstilltu átaki stjórnvalda, borgaryfirvalda og lífeyrissjóðanna. „við viljum bara gjörsamlega metta markaðinn. Við viljum bara byggja eins og þörfin er“ segir Inga og bætir við að enn séu margar fjölskyldur í vanda eftir hrunið árið 2008. 

„Það voru tíu þúsund heimili sem voru tekin af fjölskyldum eftir hrun. Þessar fjölskyldur hafa ekki ennþá margar hverjar fengið úrbót sinna mála og eiga enn um sárt að binda. Það er hér enn um þriðjungur þjóðarinnar sem er við og undir fátækramörkum þrátt fyrir útgefin meðallaun sem velferðarráðherra boðaði að væru 719 þúsund krónur“ segir Inga.


Af www.ruv.is


Skráð af Menningar-Staður

02.08.2017 07:50

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 2. ágúst 2014

 

 

F.v.: Rúnar Eiríksson, Jóhann Gíslason, Atli Guðmundsson, Siggeir Ingólfsson

og Ríkharður Gústafsson. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 2. ágúst 2014

 

Vinir alþýðunnar.


Skráð af Menningar-Staður

02.08.2017 07:13

Í Þórsmörkinni

 

 

 

Í Þórsmörkinni 

 

Svona var í Þórsmörkinni sjötíuogþrjú,
sást ei vín á nokkrum manni að degi,
en tafsið jókst að kvöldi eins og tugga út úr kú,
er tappa dró úr bokku eða fleygi.Kristján Runólfsson.
 


Skráð af Menningar-Staður.
 

01.08.2017 07:09

Austan af Landbroti vestur á Eyrarbakka

 


Séð úr Eyrarbakkafjöru upp að Gamla-Hrauni.

 

Austan af Landbroti vestur á Eyrarbakka

 

Það er alltaf gott að fá góð bréf til að lífga upp á Vísna­hornið og ekki spill­ir að í þeim sé þjóðleg­ur fróðleik­ur. Karl G. Smith sendi mér tölvu­póst, þar sem seg­ir frá prúðmenn­inu Sveini Jóns­syni tré­smið (1895-1977) frá Segl­búðum í Land­broti sem kom ára­tug­um sam­an til sjó­birt­ingsveiða í Tungu­læk við Baugs­staði. Var Eyj­ólf­ur Ey­fells oft með í þess­um ferðum og gistu þeir jafn­an hjá Ólafi Gunn­ars­syni á Baugs­stöðum.

Ólaf­ur kvað um Svein:

 

Frá Segl­búðum svinn­ur Sveinn

sýn­ist jafn­an glaður,

hæg­lát­ur og hjarta­hreinn,

hepp­inn veiðimaður.

 

Enn sendi Karl tölvu­póst og verður að fara fljótt yfir sögu. Þar seg­ir frá Sím­oni Sím­on­ar­syni á Gamla-Hrauni við Eyr­ar­bakka (1848-1929).

Sím­on­ar er getið í formanna­vís­um eft­ir Magnús Teits­son:

 

Eins þó bramli ald­an há,

ekki hamla ferðum má,

djarft að svamla um síla flá

Sím­on Gamla-Hrauni frá.“

 

Sím­on var spar­sam­ur mjög... „en með iðju­semi, spar­semi og ódýrri vinnu systkina sinna komst hann fljótt í þumal­inn“... og „...var það mál manna, að hann tímdi ekki að kvong­ast af ótta við ómegð og þunga, sem af því gæti hlot­ist“.

Þó fór svo, að Sím­on gift­ist konu er Vil­borg hét og bjuggu þau lengi sam­an ógift, en þó fór svo að lok­um að Sím­on lét til­leiðast og gekk að eiga Vil­borgu. Enga til­breyt­ingu höfðu brúðhjón­in þann dag, hvorki í klæðaburði, mat né drykk. Brúðkaup voru mik­il til­breyt­ing í fás­inn­inu og ýms­um þótti þeir hafa misst af ein­hverju.

Því kvað Þorkell Guðmunds­son í Horni:

 

Gift­ing­in var gæðar­ing á gamla bæn­um,

eng­inn fékk þar sæt­an sopa;

sofnuðu hjón­in laus við ropa.

 

En Bjarni Eggerts­son á Eyr­ar­bakka minnt­ist þessa at­b­urðar með vísu þess­ari:

 

Sama dag og Simba gaf

síra Gísli meyju

Eyr­bekk­ing­ar ýttu á haf

„Öðlingi“ og „Freyju“.

 

Formanna­vís­ur voru sér­stök kveðskap­ar­grein. Bene­dikt Grön­dal gerði það sér til skemmt­un­ar að yrkja formanna­vís­ur um stjórn­ar­skrif­stof­una ís­lensku í Kaup­manna­höfn 1864.

Þessi er um Berg Thor­berg, síðar lands­höfðingja:

 

Berg­ur slung­inn beit­ir kjöl

bratta klung­urs­tigu

held­ur þung­um hjálm­un­völ

í hreti drungaligu.

 


Morgunblaðið föstudagurinn 28. júlí 2017.

Hall­dór Blön­dal

(halldor­blon­dal@sim­net.is)

 

 Skráð af Menningar-Staður