Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2017 September

23.09.2017 20:47

Húsið á Eyrarbakka þann 30. mars 2007

 

 

Lýður Pálsson.

 

Húsið á Eyrarbakka þann 30. mars 2007.


Úr ljósmyndasafni Björns Inga Bjarnasonar.

 


F.v.: Erlingur Brynjólfsson, Helgi Ívarsson og Páll Lýðsson (allir látnir).
.
.
 
 
.
 
.
 
 Skráð af Menningar-Staður

 

 

 

23.09.2017 19:26

Helgistund á Sólvöllum

 


Dvalarheimilið Sólvellir á Eyrarbakka. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason

 

Helgistund á Sólvöllum

 

Helgistund verður á Dvalarheimilinu Sólvöllum að Eyrargötu 26 á Eyrarbakka

sunnudaginn 24. september 2017 kl. 14:00

 

Sr. Kristján BjörnssonEyrarbakkaprestakall.
 

 Skráð af Menningar-Staður

23.09.2017 09:17

VG stærsti flokk­ur­inn

 


Fylgi flokk­anna sam­kvæmt könn­un Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar.
.


Þannig myndu þing­sæt­in dreifast miðað við skoðana­mæl­ingu

Féklags­vís­inda­stofn­un­ar fyr­ir Morg­un­blaðið.

 

VG stærsti flokk­ur­inn

 

Vinstri­hreyf­ing­in – grænt fram­boð er orðin stærsti flokk­ur lands­ins sam­kvæmt skoðana­könn­un Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar sem gerð var fyr­ir Morg­un­blaðið dag­ana 19. til 21. sept­em­ber 2017.

Flokk­ur­inn nýt­ur fylg­is 30% kjós­enda og fengi sam­kvæmt því 22 þing­menn. Hann hef­ur nú 10 þing­menn. Um­tals­verður mun­ur er á fylgi VG eft­ir kynj­um. Ætla 20% karla að kjósa flokk­inn en 40% kvenna.
 

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn tap­ar veru­legu fylgi frá þing­kosn­ing­un­um í fyrra, sam­kvæmt könn­un­inni. Stuðning­ur við hann mæl­ist 23% og fengi hann 15 þing­menn í stað 21 sem hann hef­ur nú. Flokk­ur fólks­ins fengi 5 þing­menn kjörna, en hef­ur eng­an þing­mann núna. Björt framtíð næði ekki manni á þing.
 

Viðbrögð leiðtoga flokk­anna ein­kenn­ast af óvissu um stöðu mála. Vísa marg­ir í „rót“, „flot“ og „hreyf­ingu“ á fylg­inu. Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, kveðst hlakka til að fara á fund kjós­enda en Inga Sæ­land, formaður Flokks fólks­ins seg­ir að könn­un­in gefi flokks­mönn­um byr und­ir báða vængi.

77% töldu rétt að rjúfa þing

Þannig myndu þing­sæt­in dreifast miðað við skoðana­mæl­ingu Féklags­vís­inda­stofn­un­ar fyr­ir Morg­un­blaðið.


Könn­un­in leiddi enn­frem­ur í ljós að 57% kjós­enda telja að rétt hafi verið að slíta stjórn­ar­sam­starf­inu og er áber­andi stuðning­ur við það meðal kvenna og yngra fólks. 77% töldu að rétt hefði verið að rjúfa þing og efna til kosn­inga frem­ur en að mynda nýja rík­is­stjórn. Þá kom fram að 87% telja „mjög lík­legt“ að þeir greiði at­kvæði í þing­kosn­ing­un­um í októ­ber.

 


Katrín Jak­obs­dótt­ir finn­ur fyr­ir stuðningi og meðbyr.

 

 

Morgunblaðið 23. september 2017.


Skráð af Menningar-Staður

22.09.2017 21:26

22. september 2017 - Haustjafndægur

 

 

 

22. september 2017 - Haustjafndægur

 

Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir miðbaug jarðar. Þessi atburður er á tilteknu augnabliki innan dagsins. Um haustjafndægur eru dagur og nótt álíka löng og styttist dagurinn um 6-7 mínútur á hverjum degi.
 

Stundum er sagt að á jafndægrum séu dagur og nótt jafnlöng, sem er nærri lagi, en þetta er ekki alveg svo einfalt. Í fyrsta lagi er bjart nokkru fyrir sólarupprás og eftir sólarlag, en jafnvel tíminn milli sólarupprásar og sólarlags er ekki nákvæmlega 12 klst. á jafndægrum.
 

Ástæða þessa fráviks er af tvennum toga. Í fyrsta lagi miðast sólarupprás og sólarlag ekki við augnablikið þegar sólmiðjuna ber við sjónbaug (láréttan sjóndeildarhring), heldur er miðað við fyrstu og síðustu geisla sólar, þ.e. efri rönd sólkringlunnar. Í öðru lagi veldur ljósbrot í lofthjúpi jarðar því að við getum séð í sólina þar til sólmiðjan er komin um 1,1° niður fyrir sjónbaug.

VeðurstofanSkráð af Menningar-Staður

21.09.2017 19:44

Í Shell-Skálanum á Stokkseyri

 

 

 

Í Shell-Skálanum á Stokkseyri 

Fyrir rétt rúmum 10 árum.


Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.Skráð af Menningar-Staður

20.09.2017 07:00

Ný viðfangsefni og nokkrar staðreyndir

 

 

Halldór Gunnarsson f.v. prestur að Holti undir Eyjafjöllum.

 

Ný viðfangsefni og nokkrar staðreyndir

 

Víða bíða viðfangs­efni úr­lausn­ar sem þarf að tak­ast á við með nýj­um hug­mynd­um og úr­lausn­um og ábyrgð allra þeirra sem kosn­ir verða til nýs Alþing­is. 

Standa verður við kosn­ingalof­orð og ná verður fram breyt­ingu á stjórn­ar­skrá lands­ins, þar sem þjóðin hafi aðkomu að erfiðustu úr­lausn­ar­efn­un­um, sem ekki hef­ur verið unnt að leysa með full­trúa­lýðræði. Breyta verður líf­eyr­is­sjóðakerfi þar sem launþegar koma ekki að stjórn og lág­launa­fólk nýt­ur einskis, þótt greitt hafi í líf­eyr­is­sjóð all­an starfs­tíma sinn. Fisk­veiðistjórn­un­ar­mál­um verður að breyta til að reyna að ná þar fram meiri sátt. Heilsu­gæslu og mennta­kerfi verður að breyta og styrkja. Og það verður að rétta hlut þeirra mörgu, sem búa við sára fá­tækt með mis­mun­un og of­ur­skatt­lagn­ingu. Svona mætti lengi telja.

Staðreynd­ir um mis­mun­un

1. Eng­inn ár­ang­ur hef­ur náðst í að leiðrétta skerðing­ar á kjör­um eldri borg­ara og ör­yrkja frá 2009. Greiðslur TR hafa ekki fylgt hækk­un­um lægstu launa. Þar mun­ar 60%-70% miðað við dag­inn í dag.

 

2. Á ár­inu 2015 hækkuðu lág­marks­laun verka­fólks um 14,5% og byrj­un­ar­laun fisk­vinnu­fólks um 30% og annarra stétta mun meira. Greiðslu­trygg­ing TR til aldraðra og ör­yrkja hækkaði aðeins um 3%. All­ir fengu þá greidd­ar aft­ur­virk­ar hækk­an­ir í samn­ing­um, mis­mun­andi lang­an tíma, nema eldri borg­ar­ar og ör­yrkj­ar!
 

3. Í árs­byrj­un 2016 hækkaði þessi líf­eyr­ir um 9,7%. Lægstu laun­in hækkuðu þá um 15,9 %, með skil­yrðum um að eng­in laun myndu hækka um minna en 15.000 kr. á mánuði. Mis­mun hækk­ana við eldri borg­ara með greiðslu­trygg­ingu frá TR við lægstu laun­in, sem kom eft­ir á, má áætla um 5%. Laun þing­manna hækkuðu í árs­lok um 45%, í krón­um talið 400 til 500 þúsund á mánuði! Síðan hækkuðu laun margra emb­ætt­is­manna álíka! Hækk­an­ir greidd­ar marga mánuði aft­ur­virkt!
 

4. Í árs­byrj­un 2017 höfðu breyt­ing­ar á greiðslu TR hækkað; fimm þús. kr. fyr­ir fólk í sam­búð og um 15 þús. fyr­ir ein­stæðing, eft­ir að hafa greitt skatt­inn, eða um 5,2%, þannig að þá náðist fram pró­sentu­hækk­un­in frá 2016. Í krón­um talið eft­ir­far­andi: Ein­hleyp­ur fær eft­ir að hafa greitt skatt um 230 þús. í veskið sitt til að lifa af! Fólk í sam­búð fær eft­ir að hafa greitt skatt um 190 þús. Ekki má gleyma skerðingu á frí­tekju­marki úr 109 þús. á mánuði í 25 þús. á mánuði. Regl­ur um tekj­ur, sem þetta fólk mátti vinna fyr­ir, án þess að vera skert um 73%, tóku gildi um síðustu ára­mót.
 

5. 1. maí 2017 hækkuðu lág­marks­laun um 14,5%, en eldri borg­ar­ar með greiðslu­trygg­ingu frá TR hækkuðu um 0 kr.
 

6. 1. janú­ar 2018 eiga þess­ar lág­marks­greiðslur frá TR að hækka um 9,4 % miðað við þess­ar efti­r­á­hækk­an­ir, þannig að viðbót­ar­hækk­an­ir sem for­sæt­is­ráðherra og fjár­málaráðherra hafa boðað í óaf­greiddu fjár­mála­frum­varpi er þessi viðbót­ar­hækk­un sem lægstu laun fengu 1. maí 2017 með lík­legri viðbót um 12.000 á mánuði.
 

7. Ráðherr­ar hafa sagt að hækk­un um 20 þús, á mánuði til þeirra sem fá lág­marks­hækk­un frá TR sé mik­il hækk­un!
 

8. Ekki er farið að lög­um um tann­læknaþjón­ustu við eldri borg­ara og ör­yrkja og ekki er farið að lög­um um hækk­un skatt­leys­is­marka, sem taki mið af launa­vísi­tölu.

Rík­is­stjórn kveður

Það er eðli­legt að sú rík­i­s­tjórn fari frá sem ekki leiðrétt­ir svona mis­mun­un, tek­ur ekki á vaxta­okri og aflétt­ir ekki verðtrygg­ingu á neyt­endalán­um, stend­ur ekki vörð um byggðastefnu og horf­ist ekki í augu við hvað sé rétt og hvað rangt eða bein­lín­is siðlaust. Þessa rík­is­stjórn hef­ur nefni­lega frá byrj­un skort skiln­ing á kjör­um al­menn­ings og vilja til þess að gjöra það sem rétt er.
 

Morgunblaðið 19. september 2017
 

Halldór Gunnarsson
Höf­und­ur er fyrr­ver­andi sókn­ar­prest­ur í Holti undir Eyjafjöllum. 
hg­holt@sim­net.isSkráð af Menningar-Staður

18.09.2017 20:03

Forseti birtir yfirlýsingu á Bessastöðum um þingrof

 

 

Forseti Íslands - Guðni Th. Jóhannesson. Ljósm.: forseti.is

 

Forseti birtir yfirlýsingu á Bessastöðum um þingrof

 

YFIRLÝSING FORSETA ÍSLANDS 

Í dag féllst ég á þá tillögu forsætisráðherra að þing verði rofið 28. október næstkomandi og gengið til alþingiskosninga sama dag. 

Á laugardaginn var, hinn 16. september, baðst forsætisráðherra lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Við þeirri beiðni varð ég en bað ráðherra og ráðuneyti að sitja þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð, í samræmi við stjórnskipunarvenju. 

Þá þegar lá ljóst fyrir að nær örugglega kæmi senn fram tillaga um þingrof. Ég aflaði þess vegna upplýsinga hjá leiðtogum þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi um hug þingmanna til þingrofs og kosninga. Einnig kannaði ég möguleika á myndun annarrar ríkisstjórnar sem nyti meirihlutastuðnings á þingi eða gæti að minnsta kosti varist vantrausti. Að þeim viðræðum loknum var ljóst að ekki yrði reynt að mynda nýja stjórn. Jafnframt kom fram ríkur stuðningur við þingrof og kosningar. 

Þá hef ég sannreynt að þegar formenn og fulltrúar þeirra flokka sem nú hafa slitið samstarfi ákváðu að mynda ríkisstjórn gerðu þeir ekkert skriflegt samkomulag um að þing yrði ekki rofið án samþykkis þeirra allra, eins og gjarnan var raunin í tíð fyrri ríkisstjórna. 

Eins liggur að sjálfsögðu fyrir að ráðherrum í þeirri starfsstjórn sem nú situr er eingöngu ætlað að sinna störfum sem æðstu embættismenn hver á sínu sviði.

Loks er vert að ítreka að þing verður ekki rofið fyrr en á kjördegi, 28. október. Þangað til geta þingmenn komið saman og sinnt sínum störfum; alþingismenn halda umboði sínu til kjördags. 

Kjósendur munu nú ganga til alþingiskosninga á nýjan leik, innan við ári eftir að síðast var kosið. Engin meirihlutastjórn í sögu lýðveldisins hefur setið skemur en sú sem baðst lausnar í fyrradag. Fólk hlýtur að vænta þess að þeir, sem kjörnir verða til setu á Alþingi í næsta mánuði, geri sér grein fyrir þeirri ábyrgð og skyldu að stuðla að stöðugu stjórnarfari í landinu. Ég leyfi mér að ítreka þau upphafsorð mín við setningu Alþingis fyrir tæpri viku að þingið er þungamiðja stjórnskipunar okkar; þangað sækja ráðherrar og ríkisstjórn umboð sitt, þangað horfir fólk þegar það æskir endurskoðunar á lögum landsins, og því er svo mikilvægt að þingið njóti virðingar manna á meðal, að þingheimur sé traustsins verður. 

18. september 2017

 

 

Bessastaðir. Ljósm.: Mats Wibe Lund.Skráð af Menningar-Staður

18.09.2017 08:24

Flokkur fólksins býður fram í öllum kjördæmum

 


Inga Sæland formaður Flokks fólksins.

 

Flokkur fólksins býður fram í öllum kjördæmum

 

Inga Sæland formaður Flokks fólksins gerir ráð fyrir að leiða lista í Reykjavíkurkjördæmi suður en flokkurinn býður fram í öllum kjördæmum í komandi Alþingiskosningum. Kosningabarátta flokksins er hafin. 

Formlega var blásið til kosningabaráttu í vöfflukaffi hjá Flokki fólksins í dag. Flokkurinn mældist með tæplega ellefu prósenta fylgi í þjóðarpúlsi Gallup í byrjun september og fengi samkvæmt því sjö þingmenn.

 

Inga Sæland formaður segir að boðið verði fram í öllum kjördæmum. Hvenær var það ákveðið? „Það var bara ákveðið 2016 í janúar þegar ákveðið var að stofna Flokk fólksins.“

 

„Hvar verður þú á lista? Ég býst við að ég verði eins og síðast, þá leiddi ég lista í Reykjavíkurkjördæmi suður en við erum svo sem ekki ennþá búin að koma öllu því forminu í réttar skorður.“

 

Stillt verður upp á lista í öllum kjördæmum. Inga segir að engar reglur séu um kynjaskiptingu á listunum og ekki sé tímabært að nefna þá sem koma til með að leiða flokkinn í öðrum kjördæmum.

 

„Við stöndum mun betur að vígi núna en við gerðum í fyrra og erum mun betur undirbúin til að takast á við þetta verkefni sem að er að fara í kosningabaráttuna sem að í rauninni hefur aldrei hætt hjá okkur. Við erum búin að vera í henni alveg frá því við stofnuðum flokkinn og höfum aldrei látið deigan síga.“

 

Flokkur fólksins býður líka fram í borgarstjórnarkosningunum í vor. „Ég hef alltaf stefnt á landsmálin.“ Þannig að þú tekur þau fram yfir? „Já það geri ég.“

 

Inga segir að oftar en ekki beri þeir flokkar sem farið hafa í stjórn með Sjálfstæðisflokknum skarðan hlut frá borði. „Auðvitað ber maður bara virðingu fyrir hvaða ákvarðanir, eins og í þessu tilviki Björt framtíð er að taka í sínum málefnum, og í þessu tilviki vegna þess að þeir sjá bara að það er við ramman reip að draga, og þeir eru að uppskera í sinum eigin ranni óánægju með þetta samstarf.“

 

„Allir þeir sem vilja taka utan um almannahag og aðstoða okkur á þeirri vegferð að útrýma fátækt og afnema verðtryggingu og okurvexti, og því sem við erum að kalla eftir, að auðvitað munum við vilja vinna með hverjum sem það vilja gera.“

Af www.ruv.isSkráð af Menningar-Staður

17.09.2017 10:43

17. sept. 2017 - Siggeir Ingólfsson 65 ára

 

 

 

 

17. sept. 2017 - Siggeir Ingólfsson 65 ára

 

Afmæliskveðjur

Vinir alþýðunnar


 

.

.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

16.09.2017 11:54

Frægur bitakassi á Bakkanum

 

 

F.v.: Þórður Grétar Árnason og Guðmundur Magnússon. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Frægur bitakassi á Bakkanum

 

Frægasti bitakassi um allar koppagrundir veraldarinnar nú um stundir er bitakassi Þórðar Grétars Árnasonar,  sem síðustu daga hefur unnið að viðhaldi á Litla-Hrauni eins og fram hefur komið á Menningar-Stað.

 

Héraðsfréttablaðið Suðri hefur síðan fært þetta inn á 10.500 heimili á Suðurlandi og Netið séð um restina af alheiminum.


Farið var yfir þetta á fagnaðarstundu í stjórnarsetri Guðmundur Magnússonar, yfirverkstjóra á Litla-Hrauni.


Ort var:


Sæla hjóna sést í hönd
sjaldan fylgir snuðra.
Frægðin hennar fer um lönd
fyrir grein í Suðra.


 

.

.
Skráð af Menningar-Staður