Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2017 September

09.09.2017 09:09

Kær þökk fyrir Gagn og gaman

 

 

 

Kær þökk fyrir Gagn og gaman

 

Gam­all kenn­ari get­ur ekki leynt ánægju sinni yfir end­ur­fund­um við Gagn og gam­an. Þakk­ir skulu færðar Bjarna Harðar­syni og öðrum þeim sem skópu þá end­ur­fundi.

 

Á sinni tíð voru skipt­ar skoðanir um lestr­araðferðir, þar sem Ísak Jóns­son var frum­kvöðull að hljóðlestri í stað stöf­un­ar. Ísak kenndi mér í Kenn­ara­skól­an­um og ég hreifst af þess­ari ný­stár­legu aðferð og sem ung­ur kenn­ari reyndi ég hljóðlest­ur­inn í fá­eina vet­ur og mér fannst hann ágæt­ur, al­veg sér í lagi fyr­ir bráðþroska og greinda nem­end­ur. Þar var Gagn og gam­an leiðar­vís­ir­inn ljúfi, en reynd­ar einnig ágæt hversu sem kennt var. En ég eins og svo marg­ir aðrir fór í stöf­un­araðferðina aft­ur, enda lögðust nær all­ir for­eldr­ar á þá sveif, einkum þeir sem veru­lega hjálp veittu börn­um sín­um við námið.

 

En aft­ur og enn:

Kær­ar þakk­ir fyr­ir bók­ina sem veitti svo mörg­um bæði gagn og gam­an.

 

Helgi Selj­an
 


Morgumblaðið laugardagurinn 9. september.

Velvakandi.


Skráða f Menningar-Staður

09.09.2017 08:09

Gagn og gaman endurútgefin - Var einráð við lestrarkennslu yngri barna í 50 ár

 


Gagn og gaman. Lestrarbókin kom fyrst út haustið 1933,

talið er að um 200 þúsund eintök hafi verið prentuð af fyrra hefti

bókarinnar, síðast var það prentað 1985.

Bækurnar hafa verið ófáanlegar um áratuga skeið.

 

Gagn og gaman endurútgefin -

Var einráð við lestrarkennslu yngri barna í 50 ár

 

Sísi sem segir s-s-s, X og Z sem eru hjón og Ási sem býr á Ósi eru eflaust greypt í minni margra Íslendinga sem lærðu að lesa með Gagni og gamni. 

Lestrarbókin, sem hefur verið ófáanleg í áratugi, hefur nú verið endurútgefin af Bókaútgáfunni Sæ- mundi og fæst í flestum betri bókabúðum. „Það er mikill áhugi á þessari gömlu bók og hún er líklega sú bók sem hefur oftast verið beðið um í fornbókaversluninni hjá okkur án þess að við höfum getað leyst úr því. Eintökin sem koma inn af Gagni og gamni eru mjög fá og oftast nær í mjög döpru ástandi því bókin var lesin upp til agna af litlu fólki,“ segir Bjarni Harðarson bókaútgefandi. 

Gagn og gaman kom fyrst út haustið 1933 og þá í einu hefti. Bókin var samvinnuverkefni Ísaks Jónssonar og Helga Elíassonar, sem fengu Tryggva Magnússon listmálara til að gera teikningar. Árið 1941 var bókinni skipti í tvö hefti og með nýrri og breyttri útgáfu árið 1955 var fyrra heftið prentað í lit og Þórdís dóttir Tryggva teiknaði nýjar myndir við þá kafla sem bætt var við. Seinna heftið var litprentað 1959. Var verkið þá komið í endanlega gerð. Gagn og gaman var síðast prentað 1985. 

Veröld sem var 

Gagn og gaman byggist á hljóð- aðferð við lestrarkennslu og var hún nær einráð við lestrarkennslu yngri barna í 50 ár. „Bókin er í góðu gildi sem lestrarbók; þó að aðferðirnar til að læra að lesa séu nokkrar er þessi hljóðaðferð enn viðurkennd og góð aðferð. En það verður að hafa það hugfast að þetta er bók lið- ins tíma og það eru ýmis merki um okkar gamla samfélag í henni, kynjaskipting er í föstum skorðum, pabbinn vinnur úti, mamman er heima og afinn situr í stól og púar pípu. Allt er þetta samt svona frekar fallegt og alveg laust við að það sé að finna í þessu, eins og stundum var að finna í gömlum bókum, sjónarmið sem við kærum okkur minna um að halda að ungu fólki,“ segir Bjarni. 

Þeir sem hafa sóst eftir bókinni eru langoftast fólk sem hefur langað til að reka nefið ofan í þennan gamla heim æsku sinnar og jafnvel sýna hann yngri kynslóðum, segir Bjarni. „Það er gríðarlega stór hluti þjóðarinnar sem þekkir þessa bók, en fyrir mörgum er þetta fyrsti bókin sem þeir lásu. Við finnum það alveg að fólk er að kaupa Gagn og gaman af því að því finnst gaman að hitta þessa veröld aftur og af því að það á góðar minningar um bókina.“

YFIR 200.000 EINTÖK VERIÐ PRENTUÐ

Fengið sterk viðbrögð

Talið er að um 200 þúsund eintök hafi verið prentuð af fyrra hefti Gagns og gamans, sem er tala sem þekkist annars ekki um bækur að sögn Bjarna. Fyrsta prentun af endurútgáfunni telur um 1.000 eintök og er Bjarni að velta fyrir sér hvort hann þurfi að setja prentvélarnar í gang aftur því salan hefur farið mjög vel af stað. „Við höfum sjaldan fengið jafn sterk við- brögð við einni bók,“ segir Bjarni. Afkomendur höfunda Gagns og gamans eiga réttinn að verkinu og átti Bjarni mjög gott samstarf við syni Helga og Ísaks, Sigurjón Ísaksson og Harald Helgason um endurútgáfuna.

 

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um endurútgáfu á seinna hefti Gagns og gamans.

 

 

 

Morgunblaðið 6. september 2017.


Skráð af Menningar-Staður

08.09.2017 21:34

8. september 2017 - Alþjóðlegur dagur læsis

 

 

 

8. september 2017 - Alþjóðlegur dagur læsis

 

Bókasafnsdagurinn er haldinn á alþjóðlegum degi læsis, 8. september. 

Sameinuðu þjóðirnar gerðu þennan dag að alþjóðadegi læsis árið 1965. Á þessum degi er fólk, hvar sem það er í heiminum, hvatt til þess að lesa upp, segja sögur, fara með ljóð eða á annan hátt nota tungumálið til ánægjulegra samskipta.

Á Íslandi eru yfir 300 bókasöfn. Söfnin eru af ýmsum toga og þjóna bæði almenningi, námsmönnum og sérhæfðum verkefnum í stofnunum og einkafyrirtækjum. Á Íslandi eru mörg almenningsbókasöfn, skólabókasöfn, framhaldsskólabókasöfn, háskólabókasöfn, sérfræðisöfn og annarskonar sérhæfð bókasöfn.


Skráð af Menningar-Staður

08.09.2017 06:57

Merkir Íslendingar - Halldór Ásgrímsson

 


Halldór Ásgrímsson (1947 - 2015).

 

Merkir Íslendingar - Halldór Ásgrímsson

 

Hall­dór Ásgríms­son fædd­ist á Vopnafirði 8. september 1947. For­eldr­ar hans voru Ásgrím­ur Hall­dórs­son, fram­kvæmda­stjóri á Höfn í Hornafirði, og Guðrún Ing­ólfs­dótt­ir hús­freyja.
 

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Hall­dórs er Sig­ur­jóna Sig­urðardótt­ir lækna­rit­ara og eignuðust þau þrjár dæt­ur, Helgu, Guðrúnu Lind og Írisi Huld.
 

Hall­dór lauk prófi við Sam­vinnu­skól­ann 1965, varð lög­gilt­ur end­ur­skoðandi 1970 og sótti fram­halds­nám í versl­un­ar­há­skól­ana í Björg­vin og Kaup­manna­höfn 1971-73.
 

Hall­dór var lektor við viðskipta­deild HÍ 1973-75, sat á Alþingi fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn 1974-78 og 1979-2006, var vara­formaður flokks­ins 1980-94, formaður 1994-2006 og gegndi ráðherra­embætti í 19 ár. Hann var sjáv­ar­út­vegs­ráðherra 1983-91 og gegndi auk þess störf­um sam­starfs­ráðherra Norður­landa og dóms- og kirkju­málaráðherra. Hann var ut­an­rík­is­ráðherra og sam­starfs­ráðherra Norður­land­anna frá 1995, var ut­an­rík­is­ráðherra til 2004, en gegndi síðar­nefnda embætt­inu til 1999. Hann var einnig land­búnaðar- og um­hverf­is­ráðherra vorið 1999 og fór með heil­brigðis- og trygg­inga­málaráðuneyti í for­föll­um í árs­byrj­un 2001.
 

Hall­dór var skipaður for­sæt­is­ráðherra haustið 2004 og gegndi því embætti fram á mitt sum­ar 2006 er hann ákvað að hætta í stjórn­mál­um.
 

Hall­dór var um skeið formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands og sat í fjölda nefnda á veg­um Alþing­is. Hann tók við stöðu fram­kvæmda­stjóra Nor­rænu ráðherra­nefnd­ar­inn­ar í árs­byrj­un 2007 og gegndi því starfi fram í mars 2013.
 

Hall­dór var far­sæll flokks­for­ingi og áhrifa­mik­ill stjórn­mála­maður. Eitt af fyrstu verk­um hans sem sjáv­ar­út­vegs­ráðherra var að inn­leiða kvóta­kerfið 1984. Hann og Davíð Odds­son mynduðu rík­is­stjórn sinna flokka 1995 og viðhéldu sam­felldu stjórn­ar­sam­starfi sinna flokka leng­ur en nokkr­ir aðrir flokks­for­ingj­ar fyrr og síðar. 

Hall­dór lést 18. maí 2015.

 

Morgunblaðið föstudagurinn 8. september 2017.


Skráð af Menningar-Staður

07.09.2017 20:08

Heldur uppá vefinn Menningar-Stað

 


Guðmundur Magnússon.  Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
 
 

 

Heldur uppá vefinn Menningar-Stað

 

Uppáhaldsvefur Guðmundar Magnússonar, yfir-verkstjóra á Litla-Hrauni, er vefur Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi og Alþýðuhússins á Eyrarbakka: www.menningarstadur.123.is

 

Ort var:


Guðmundur á góðan skjá
gleður oft hans anda.
Saga - menning sagt er frá
sveitir og til stranda.


 


Guðmundur Magnússon.


Skráð af Menningar-Staður.
 

06.09.2017 17:32

Fornleifauppgröftur á Vesturbúðarhól

 

 

 

Fornleifauppgröftur á Vesturbúðarhól 

 

Fornleifauppgröftur á Vesturbúðarhól á Eyrarbakka hófst í gær 5. sept. 2017 og stendur næstu daga.

 

Hér er sagan.

 

Hér versluðu Sunnlendingar öldum saman hjá dönskum kaupmönnum, en oftar voru verslunarstjórarnir íslenskir.

 

Það verður fróðlegt að sjá hvað fornleifarannsóknir undir stjórn Eyrbekkingsins Ágústu Edwald Maxwell mun leiða í ljós.


Af Facebook-síðu Byggðasafns Árnesinga.


Skráð af Menningar-Staður

 

05.09.2017 18:27

5. sept­em­ber 1972 - beitti tog­vír­aklipp­um í fyrsta sinn

 

 

Varðskipið Ægir við bryggju á Flateyri skömmu eftir þorskastríðin. Ljósm.: BIB
 

 

5. sept­em­ber 1972

- beitti tog­vír­aklipp­um í fyrsta sinn

 

Varðskipið Ægir beitti tog­vír­aklipp­um á bresk­an land­helg­is­brjót í fyrsta sinn. Þetta gerðist inn­an 50 sjó­mílna mark­anna norður af Horni, nokkr­um dög­um eft­ir út­færslu land­helg­inn­ar. 
 


Á rúmu ári tókst í 82 skipti að klippa á víra tog­ara.

 

Morgunblaðið þriðjudaginn 5. september 2017.


Skráð af Menningar-Staður

04.09.2017 19:43

4. september 1845 - Jón forseti og Ingibjörg gefin saman

 

 

Jón Sigurðsson og Ingibjörg Einarsdóttir.

 

4. september 1845 -

Jón forseti og Ingibjörg gefin saman

 

Jón Sigurðsson frá Hrafnseyri við Arnarfjörð, 34 ára skjalavörður (síðar nefndur forseti), og Ingibjörg Einarsdóttir, 40 ára, voru gefin saman í hjónaband þann 4. september 1845, en þau höfðu verið í festum í tólf ár. 

 

Þau stofnuðu  heimili í Kaupmannahöfn. Hjónin bjuggu á þremur stöðum í Kaupmannahöfn, áður en þau fluttu í stóra og glæsilega íbúð við Øster Voldgade (Jónshús) árið 1852 en þar bjuggu þau síðan til æviloka og héldu uppi mikilli risnu. 

Haustið 1859 tóku þau til sín fósturson, Sigurð Jónsson 8 ára, systurson Jóns vestan af fjörðum, og ólu hann upp sem sinn eigin son en sjálf voru þau barnlaus.

Jón og Ingibjörg létust bæði í desember 1879.

 

Morgunblaðið - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.

 

 

Øster Voldgade (Jónshús)

í Kaupmannahöfn.


Skráð af Menningar-Staður.

 

 

 

03.09.2017 17:42

Guðni góður prestur

 

 

Guðni Ágústsson prédikar í Dómkirkjunni í Reykjavík þann 25. maí sl.

Séra Hjálmar Jónsson situr inn við altarið. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Guðni góður prestur

 

Guðni Ágústsson, f.v. landbúnaðarráðherra og heiðursforseti Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi, prédikaði við messu hjá séra Hjálmari Jónssyni í Dómkirkjunni í Reykjavík í vor. Það var á uppstigningardegi sem jafnframt var dagur aldraðra.

 

Séra Hjálmar Jónsson hefur eftir messuna sett í góða vísu hvar hann sér hvað Guðni hefði orðið frábær prestur ef hann hefði lagt það fyrir sig…

 

Það sem Guðni gerir best

gleður allan múginn

en þar fór afbragsefni í prest

algjörlega í súginn.

 

Birtist fyrst í Suðra. Smelltu hér til að lesa blaðið

 
Skráð af Menningar-Staður


 

03.09.2017 08:29

Messa í Eyrarbakkakirkju sunnudaginn 3. sept. 2017 kl. 11

 

 

 

Messa í Eyrarbakkakirkju

sunnudaginn 3. sept.  2017 kl. 11

 

Næsta messa verður í Eyrarbakkakirkju sunnudaginn 3. sept. 2017 kl. 11 og fjallar um sæluboð.

 

Altarisganga og ferming. Fermdur verður Björn Ásgeir Kristjánsson, Egilsgötu 32, 101 Reykjavík (sonur prestshjónanna).

 

Allir velkomnir og sérstaklega fermingarbörn vetrarins og foreldrar.

 

Kór Eyrarbakkakirkju syngur.

 

Organisti Haukur Arnarr Gíslason.

 

Sr. Kristján Björnsson.

 

.
Skráð af Menningar-Staður