![]() |
Leikskólabörn og kennarar á Vinatorgi í morgun ásamt Kjartani Björnssyni, formanni íþrótta- og menningarnefndar Árborgar. |
Skilti afhjúpað á Vinatorgi á Eyrabakka
Í morgun, 31. okt. 2017, var afhjúpað skilti á Vinatorgi, við leikskólann Brimver á Eyrarbakka, með nafni torgsins.
Bæjarstjórn Árborgar samþykkti nöfn á öll hringtorg í sveitarfélaginu að undangenginni nafnasamkeppni árið 2010. Síðan þá hafa verið afhjúpuð skilti með nöfnum torganna, einu af öðru.
Það var Auður Hjálmarsdóttir sem átti hugmyndina að nafninu á sínum tíma.
Leikskólabörnin á Brimveri voru að sjálfsögðu viðstödd athöfnina í morgun, en skiltið afhjúpuðu þau Bryndís Sigurðardóttir og Ívan Gauti Ívarsson.
Skráð afMenningar-Staður
![]() |
Andrea Eir Sigurfinnsdóttir. |
Minningar- og styrktartónleikar verða haldnir í Selfosskirkju mánudagskvöldið 6. nóvember n.k. fyrir fjölskyldu Andreu Eirar Sigurfinnsdóttur.
Andrea Eir lést þann 15. október síðastliðinn á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð aðeins fimm ára gömul, eftir stutta en erfiða baráttu við veikindi.
Mikill kostnaður skapast við þessar aðstæður og hafa vinir fjölskyldunnar ákveðið að halda tónleika með landsfrægu tónlistarfólki þetta kvöld til styrktar fjölskyldunni.
Tónleikarnir verða í Selfosskirkju kl. 19:30 og er miðaverð 3.500 kr en frítt er fyrir börn 5 ára og yngri.
Miðasala hefst miðvikudaginn 1. nóvember og verður í Dýraríkinu á Selfossi og í Reykjavík, Verzluninni Borg í Grímsnesi og Skálanum Stokkseyri. Enginn posi, aðeins hægt að greiða með pening.
Tónlistarmennirnir sem koma fram á tónleikunum eru Páll Óskar og Monika, Regína Ósk, Magnús Kjartan, Ylja, Helgi Björnsson, Guðrún Árný, Karitas Harpa, Gunnar Ólason, Hreimur og Made in sveitin og Eyþór Ingi.
Kynnir er Theodór Francis Birgisson og hljóðkerfi og ljós eru í boði EB kerfa
![]() |
Selfosskirkja.
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
Bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi efnir til útgáfuhátíðar fjögurra nýrra bóka í Safnaðarheimili Grensáskirkju i Reykjavík í kvökd, mánudagskvöldið 30. október 2017.
Höfundarnir sem stíga á stokk eru Þórður Tómasson sem sendir frá sér bókina Um þjóðfræði mannslíkamans, Guðfinna Ragnarsdóttir með bókina Sagnaþættir Guðfinnu, Vestfirðingurinn úr Súðavík, Valgeir Ómar Jónsson, með bókina Vitavörðurinn og Garðar Olgeirsson með bókina Ævintýri Stebba.
Húsið opnar klukkan 20 og eru allir velkomnir.
Ókeypis veitingar í boði útgefanda.
Vitavörðurinn
Valgeir Ómar Jónsson, barnabarn Þorbergs Þorbergssonar vitavarðar á Galtarvita hefur gefið út bók um þessa einstöku en óskemmtilegu reynslu þegar breski herinn handtók nokkra Vestfirðinga og flutti í fangelsi í Bretlandi.
Á bakhlið bókarinnar er efni hennar lýst með þessum hætti:
Laust eftir miðnætti aðfaranótt 9. júní 1941 stóðu fjórir alvopnaðir breskir hermenn við vitavarðarhúsið á Galtarvita. Erindi þeirra var að handtaka vitavörðinn Þorberg Þorbergsson og flytja í fangelsi í Bretlandi. Áður en þeir gætu haldið frá landi með stríðsfangann varð hann sjálfur að gera við bát hermannanna sem brotnað hafði í fjörunni.
Sök vitavarðarins var að hafa skotið skjólshúsi yfir þýskan flóttamann. Ferðin til Bretlands var fyrsta utanför Þorbergs og honum minnisstæð. Í bókinni rekur Valgeir Ómar Jónsson sonarsonur Þorbergs sögu afa síns og samferðamanna hans og framvindu þessa sérstæða máls.
![]() |
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
og Jón Sigurðsson, forseti, stendur vaktina sem fyrr á stalli sínum.
|
Fylgisfall Sjálfstæðisflokksins
í Suðurkjördæmi er slétt 20%
Miklar tilfærslur hafa orðið á fylgi flokkanna í Suðurkjördæmi en Sjálfstæðisflokkurinn fer úr 31,5% fylgi árið 2016 í 25,2% í ár sem er fylgisfall uppá nákvæmlega 20%. Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, fellur af þingi en þingmönnum flokksins fækkar um einn á milli kosninga.
Þrátt fyrir minna fylgi er Sjálfstæðisflokkurinn stærsti stjórnmálaflokkurinn í kjördæminu líkt og áður.
Framsóknarflokkurinn fékk 18,6% fylgi nú og tvo menn kjörna en var með 19,2% árið 2016 og sama þingmannafjölda.
Miðflokkurinn er nýr á þingi og er þriðji stærsti flokkurinn í Suðurkjördæmi með 14,3% og einn mann kjörinn á þing. Um nýjan þingmann á Alþingi er að ræða - Birgi Þórarinsson.
Vinstri grænir fengu 11,8% fylgi nú en voru með 10,2% árið 2016. VG eru áfram með einn þingmann í Suðurkjördæmi.
Samfylkingin fær 9,6% atkvæða og einn þingmann líkt og í fyrra en þá var fylgi flokksins 6,4%.
Flokkur fólksins var með 3,6% fylgi í fyrra en fær í ár 8,9% og einn mann kjörinn á þing. Þar er það Karl Gauti Hjaltason sem kemur nýr inn á Alþingi að loknum kosningum.
Píratar missa töluvert fylgi, fara úr 12,8% í 7,1%. Þrátt fyrir minna fylgi er flokkurinn með einn þingmann í Suðurkjördæmi.
Viðreisn tapar fylgi og um leið þingmanni en flokkurinn var með 7,3% í fyrra en núna er flokkurinn með 3,1%. Jóna Sólveig Elínardóttir er ekki lengur þingmaður Viðreisnar.
Björt framtíð var með 5,8% í fyrra en er með 1% nú. Flokkurinn náði engum inn á þing núna ekkert frekar en í fyrra.
Alþingismenn í Suðurkjördæmi:
· Páll Magnússon (D)
· Sigurður Ingi Jóhannsson (B)
· Birgir Þórarinsson (M)
· Ásmundur Friðriksson (D)
· Ari Trausti Guðmundsson (V)
· Oddný G. Harðardóttir (S)
· Silja Dögg Gunnarsdóttir (B)
· Karl Gauti Hjaltason (F)
· Vilhjálmur Árnason (D)
Uppbótar
· Smári McCarthy (P)
Skráða f Menningar-Staður
![]() |
Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjórðung atkvæða í Suðurkjördæmi og þrjá þingmenn og var stærstur flokka þar. Talningu atkvæða í kjördæminu lauk um sexleytið. Framsóknarflokkurinn fékk tvo þingmenn og fimm flokkar fengu einn þingmann hver. Það eru Miðflokkurinn, Vinstri-græn, Samfylkingin, Flokkur fólksins og Píratar.
Sjálfstæðisflokkurinn fór úr rúmlega 30 prósenta fylgi í Suðurkjördæmi í fyrra í 25,2 prósent núna. Það varð til þess að flokkurinn missti Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, af þingi.
Miðflokkurinn bæti við sig mestu fylgi í Suðurkjördæmi, fær 14,3 prósent og einn þingmann en var ekki í framboði síðast. Flokkur fólksins rúmlega tvöfaldar fylgi sitt frá síðustu kosningum og kemur að manni, fyrrverandi sýslumanninum Karli Gauta Hjaltasyni. Þetta eru einu flokkarnir sem auka þingstyrk sinn í kjördæminu.
Björt framtíð missti nær allt fylgi sitt í Suðurkjördæmi og Viðreisn missti þingmann sinn, Jónu Sólveigu Elínardóttur. Píratar misstu hátt í helming fylgis síns í kjördæminu en þegar enn átti eftir að birta lokatölur úr þremur kjördæmum hélt þingmaður þeirra í kjördæminu sæti sínu sem jöfnunarþingmaður. Slíkt getur þó auðveldlega breyst þegar nýjar tölur birtast.
![]() |
Af www.ruv.is
Skráða f Menningar-Staður
![]() |
||
Dyravörður er Siggeir Ingólfsson.
|
Kjörfundur hafinn á Eyrarbakka
Kjörfundir vegna kosninga til Alþingis Íslendinga eru haldnir laugardaginn 28. október 2017
Kjörfundur á Eyrarbakka hófst kl. 9:00 og lýkur kl. 22:00.
Kosið er í fimm kjördeildum í Sveitarfélaginu Árborg.
Skipt er í kjördeildir eftir búsetu kjósenda.
Staður Eyrarbakka
Kjördeild V
Fyrir kjósendur búsetta á Eyrarbakka og í dreifbýli við Eyrarbakka.
Kjörstjórn á Eyrarbakka:
Birgir Edwald, formaður
Lýður Pálsson
María Gestsdóttir
Fréttaritari af Menningar-Staður var á kjörstað á Eyrarbakka á slaginu kl. 9 og færði kjörstjórn og dyravörð til myndar.
![]() |
||
Kjörstjórn og dyravörður í Kjördeild V á Eyrarbakka.
Skráð af Menningar-Staður
|
![]() |
Auglýsing um kjörfund vegna alþingiskosninga
í Sveitarfélaginu Árborg lau. 28.okt. 2017
Kjörfundur vegna alþingiskosninga í Sveitarfélaginu Árborg verður haldinn laugardaginn 28. október 2017.
Kjörfundur hefst kl. 9:00 og honum lýkur kl. 22:00. Kosið er í fimm kjördeildum í sveitarfélaginu. Skipt er í kjördeildir eftir búsetu kjósenda.
Vallaskóli, Sólvöllum 2, Selfossi
Kjördeild I
Fyrir kjósendur við götur á Selfossi með götuheitum sem byrja á bókstöfunum A-F.
Íslendingar búsettir erlendis.
Óstaðsettir í hús í Sveitarfélaginu Árborg.
Vallaskóli, Sólvöllum 2, Selfossi
Kjördeild II
Fyrir kjósendur við götur á Selfossi með götuheitum sem byrja á bókstöfunum G-P.
Vallaskóli, Sólvöllum 2, Selfossi
Kjördeild III
Fyrir kjósendur við götur á Selfossi með götuheitum sem byrja á bókstöfunum R-Þ.
Fyrir kjósendur búsetta í Tjarnabyggð, í húsum sem ekki hafa götuheiti á Selfossi og í dreifbýli við Selfoss.
Grunnskólinn á Stokkseyri
Kjördeild IV
Fyrir kjósendur búsetta á Stokkseyri og í dreifbýli við Stokkseyri.
Staður Eyrarbakka
Kjördeild V
Fyrir kjósendur búsetta á Eyrarbakka og í dreifbýli við Eyrarbakka.
Kjósendur geta kannað á vefslóðinni www.kosning.is hvort og þá hvar þeir eru á kjörskrá í Sveitarfélaginu Árborg.
Sérstök athygli er vakin á því að kjósendum er skylt að gera kjörstjórn grein fyrir sér með því að framvísa persónuskilríkjum með mynd.
Aðsetur yfirkjörstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar á kjördegi verður í Vallaskóla, Sólvöllum 2, Selfossi, sími: 480 5806.
Selfossi, 18. október 2017
Yfirkjörstjórn Sveitarfélagsins Árborgar
Ingimundur Sigurmundsson
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir
Þórarinn Sólmundarson
![]() |
Skráða f Menningar-Staður |
![]() |
Selfosskirkja. |
Í kvöld, fimmtudaginn 26. október kl. 20:00, verða tónleikar í Selfosskirkju þar sem tónlistarsaga svæðisins verður rifjuð upp í tilefni af 70 ára afmæli Selfossbæjar. Sérstök áhersla verður lögð á kóra- og tónlistarskólastarfið.
Tónlistarstjóri er Jóhann Stefánsson og fram koma meðal annars Karlakór Selfoss, Jórukórinn, Kirkjukór Selfosskirkju og Lúðrasveit Selfoss.
Á milli tónlistaratriða verður sagan rifjuð upp í lifandi frásögn Hjartar Þórarinssonar.
Heiðursgestir kvöldsins eru Ásgeir Sigurðsson og Jón Ingi Sigurmundsson og kynnir er Björn Ingi Gíslason.
Frítt er inn á viðburðinn.
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
Flateyri nokkrum árum fyir snjóflóðið. |
Tuttugu manns fórust þegar snjóflóð féll úr Skollahvilft á byggðina á Flateyri við Önundarfjörð kl. 4.07 að nóttu þann 26. október 1995.
Strax eftir að flóðið féll tókst að bjarga sex mönnum á lífi og fjórum um hádegi. Hundruð manna tóku þátt í leit og björgun, en erfitt var að komast á staðinn vegna veðurs.
„Mannskæðustu náttúruhamfarir á landinu í manna minnum,“ sagði Tíminn.
Morgunblaðið - dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.
Skráð af Menningar-Staður
![]() |
25. október 1852
- Barnaskólinn á Eyrarbakka var settur í fyrsta sinn
Þann 25. október árið 1852 var Barnaskólinn á Eyrarbakka var settur í fyrsta sinn.
Hann er elsti barnaskólinn sem enn er starfræktur.
Af www.mbl.is.
Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.
Skráð af Menningar-Staður
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is