Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2017 Október

14.10.2017 06:53

Eygerður Þóra Tómasdóttir - Útför í dag 14. okt. 2017

 

 

 

Eygerður Þóra Tómasdóttir

- Útför í dag laugardaginn 14. okt. 2017

kl. 11:00 frá Eyrarbakkakirkju
Skráð af Menningar-Staður

14.10.2017 06:33

Frambjóðendur á ferð um Suðurkjördæmi

 

 

 

Frambjóðendur á ferð um Suðurkjördæmi
 

Frambjóðendur Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fara um kjördæmið og vilja hitta sem flesta kjósendur fyrir kjördag 28. október.

Þau verða á þessum stöðum sem tilgreindir eru hér að neðan og vonast til þess að fólkið í Suðurkjördæmi komi og spjalli um stjórnmál og reki garnirnar úr frambjóðendum um jafnaðarstefnuna og hvernig þau ætla að uppfylla kosningaloforðin góðu.

 

Dagsetning

 Staður

Heimilisfang

Tími

9.okt

Garður

Kíwanissalur

17:30

12.okt

Höfn

Afl Víkurbraut 4

17:00

13.okt

Vík

Ströndinni

12:00

13.okt

Hvolsvöllur

N1 Hlíðarenda Austurvegi 3

18:00

13.okt

Landvegamót

Söluskólinn Landvegamótum

20:00

14.okt

Árborg

Samfylkingin Eyrarvegi 15

11:00

16.okt

Þorlákshöfn

Meitillinn Selvogsbraut 41

12:00

16.okt

Hveragerði

Samfylkingin Reykjamörk 1

20:00

17.okt

Vogar

N1 Iðndal 2

18:00

17.okt

Grindavík

Víkurbraut 27

20:00

18.okt

Sandgerði

Efra Sandgerði

20:00

19.okt

Flúðir

Samkaupum

12:00

21.okt

Árborg

Samfylkingin Eyrarvegi 15

11:00

23.okt

Vestmannaeyjar

Café Varmó

13:00

       
 

Kosningaskrifstofur opnaðar

 

14.okt

Reykjanesbær

Kjarni við Hafnargötu

14:00

21.okt

Hveragerði

Samfylkingin Reykjamörk 1

14:00

       
 

Stjórnmál og skemmtun

 

20.okt

Hveragerði

Samfylkingin Reykjamörk 1

20:00

21.okt

Reykjanesbær

Kjarni við Hafnargötu

20:00  


Allir velkonir!Skráð af Menningar-Staður

13.10.2017 18:17

13. október 1987 - Kýr synti yfir Önundarfjörð

 

 

Séð frá Valþjófsdal og yfir til Flateyrar.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

13. október 1987 - Kýr synti yfir Önundarfjörð

 

Kýr synti yfir Önundarfjörð, frá Flateyri að Kirkjubóli í Valþjófsdal þann 13. október 1987.
 

Hún hafði verið leidd til slátrunar en reif sig lausa og lagðist til sunds. Kýrin hét Harpa en eftir afrekið var hún kölluð Sæunn.
 

Á sjómannadaginn árið eftir eignaðist hún kálf sem nefndur var Hafdís.
 


Morgunblaðið - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson
 

 

Sæunnarhaugur í Valþjófsdal hvar sundkýrin Sæunn er heygð.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Skráð af Menningar-Staður
 

12.10.2017 06:39

Merkir Íslendingar - Páll Ísólfsson

 


Styttan af Páli Ísólfssyni við Ísólfsskála austan Stokkseyrar.

Myndina tók Björn Ingi Bjarnason sumarið 2005

Styttan hefur nú verið flutt inn að miðhluta Stokkseyrarþorps.

 

 

Páll Ísólfsson (1893 - 1974).

 

Merkir Íslendingar - Páll Ísólfsson

 

Páll Ísólfsson (f. 12. október 1893 – d. 23. nóvember 1974) var íslenskt tónskáld, orgelleikari, píanóleikari, hljómsveitarstjóri og söngstjóri. Páll gegndi fjölda starfa og var einn helsti forystumaðurinn í íslenskum tónlistarmálum á 20. öld.


Páll fæddist í Símonarhúsi á Stokkseyri.

Til Reykjavíkur kom hann árið 1908 og lærði tónlist hjá Sigfúsi Einarssyni frá Eyrarbakka.

 

Hann lærði á orgel hjá Karl Straube í Leipzig (1913-18). Páll fór síðan til Parísar til frekara náms árið 1925 og nam þar hjá Joseph Bonnet.

 

Að því loknu hóf Páll störf við tónlist á Íslandi. Hann varð forystumaður í íslensku tónlistarlífi um áratugi og orgelsnillingur.

Páll var stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur frá 1924-1936 og skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík 1930 til 1957.

Hann var organisti Fríkirkjunnar í Reykjavík 1926-1939 og síðan við dómkirkjuna í Reykjavík frá 1939-1967.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

11.10.2017 19:16

95 ára afmæli Norræna félagsins

 

 

 

95 ára afmæli Norræna félagsins

 

Föstudaginn 29. september sl. fagnaði Norræna félagið á Íslandi 95 ára afmæli. 

Fyrsti formaður félagsins var Matthías Þórðarson (1922- 1926). 

Fyrstu Norrænu félögin voru stofnuð í Danmörku, Svíþjóð og Noregi árið 1919 og verður haldið sameiginlega uppá aldarafmæli félaganna í apríl 2019. 

Núverandi formaður Norræna félagsins er Bogi Ágústsson.


Blaðið ReykjanesSkráð af Menningar-Staður

09.10.2017 17:45

Forseti Alþingis í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka 9. okt. 2017

 


Siggeir Ingólfsson, yfirstrandvörður og Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis.

 

 

Forseti Alþingis

 

í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka 9. okt. 2017

 

Það bar til í morgun, 9. október 2017, að forseti Alþingis, Unnur Brá Konráðsdóttir, kom í heimsókn á morgunfund Vina alþýðunnar í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka.

Henni var sérlega vel fagnað af Vinum alþýðunnar og var drukkið kaffi og spjallað um landsins gagn og nauðsynjar en kosningar til Alþingis eru jú laugardaginn 28. okóber n.k.

Forseti Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi færði til myndar.
 http://menningarstadur.123.is/photoalbums/284249/

 

Nokkrar myndir:

 

.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

09.10.2017 17:07

Birg­ir leiðir Miðflokk­inn í Suður­kjör­dæmi

 


Birg­ir Þór­ar­ins­son,

sér­fræðing­ur í alþjóðasam­skipt­um og guðfræðing­ur,

leiðir Miðflokk­inn í Suður­kjör­dæmi. 

Ljós­mynd/?Aðsend

 

Birg­ir leiðir Miðflokk­inn í Suður­kjör­dæmi

 

Birg­ir Þór­ar­ins­son, sér­fræðing­ur í alþjóðasam­skipt­um og guðfræðing­ur, skip­ar fyrsta sæti á lista Miðflokks­ins í Suður­kjör­dæmi fyr­ir alþing­is­kosn­ing­arn­ar í lok októ­ber. 

 

Birg­ir starfaði við yf­ir­stjórn UN­RWA, flótta­manna­hjálp Sam­einuðu þjóðanna fyr­ir Palestínu­menn, í Mið-Aust­ur­lönd­um og hef­ur sinnt verk­efn­um á veg­um ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Miðflokkn­um. Birg­ir var einnig varaþingmaður fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn í Suður­kjör­dæmi 2009-2013 og sat í sveit­ar­stjórn sveit­ar­fé­lags­ins Voga. 

 

Elv­ar Ey­vinds­son, viðskipta­fræðing­ur og bóndi, skip­ar annað sæti á list­an­um. Hann er fyrr­ver­andi sveit­ar­stjóri Sjálf­stæðis­flokks­ins í Rangárþingi eystra. 

 

Fram­boðslisti Miðflokks­ins í Suður­kjör­dæmi í heild sinni: 

 1. Birg­ir Þór­ar­ins­son, sér­fr. í alþjóðasam­skipt­um og guðfræðing­ur, Vog­um.
 2. Elv­ar Ey­vinds­son, viðskipta­fræðing­ur og bóndi, Rangárþingi eystra.
 3. Sól­veig Guðjóns­dótt­ir, bæj­ar­starfsmaður, Árborg.
 4. Ásdís Bjarna­dótt­ir, garðyrkju­bóndi, Hruna­manna­hreppi.
 5. Bjarni Gunn­ólfs­son, hót­el og rekstr­ar­fræðing­ur, Reykja­nes­bæ.
 6. Ingi­björg Jenný Jó­hann­es­dótt­ir, sölumaður og nemi, Reykja­nes­bæ.
 7. Her­dís Hjör­leifs­dótt­ir, fé­lags­ráðgjafi, Hvera­gerði.
 8. Jón Gunnþór Þor­steins­son, húsa­smíðanemi, Flóa­hreppi.
 9. Erl­ing Magnús­son, lög­fr. Árborg.
 10. G. Svana Sig­ur­jóns­dótt­ir, mynd­list­armaður, Kirkju­bæj­arklaustri.
 11. Sæmund­ur Jón Jóns­son, bóndi, Höfn Hornafirði.
 12. Gunn­ar Már Gunn­ars­son, umboðsmaður, Grinda­vík.
 13. Ingi Sig­ur­jóns­son, hamskeri, Vest­manna­eyj­um.
 14. Úlfar Guðmunds­son, héraðsdóms­lögmaður, Reykja­nes­bæ.
 15. Þór­anna L Snorra­dótt­ir, grunn­skóla­kenn­ari, Gríms­nes – og Grafn­ings­hreppi.
 16. Guðrún Tóm­as­dótt­ir, ferðaþjón­ustu­bóndi, Ölfus.
 17. Hans­ína Ásta Björg­vins­dótt­ir, eldri borg­ari, Þor­láks­höfn.
 18. Val­ur Örn Gísla­son, pípu­lagn­inga­meist­ari, Ölfus.
 19. Jafet Eg­ill Ingva­son, lög­reglu­v­arðstjóri, Vík Mýr­dal.
 20. Rún­ar Lúðvíks­son, fv. fram­kvæmda­stjóri, Reykja­nes­bær. 

  Af. www.mbl.is


  Skráð af Menningar-Staður

09.10.2017 07:25

 

 Íbúafundur á Eyrarbakka 12. okt. 2017

að Stað fimmtudaginn 12. okt. kl. 20:00

 

Sveitarfélagið Árborg boðar til íbúafundar á Eyrarbakka vegna verkefnisins

„Verndarsvæði í byggð – Eyrarbakki – frá Einarshafnarhverfi austur að

Háeyrarvöllum 12“

.

Sveitarfélagið Árborg er eitt nítján sveitarfélaga sem fékk á síðasta ári styrk

frá Minjastofnun úr húsafriðunarsjóði til að vinna tillögur um verndarsvæði

í byggð. Verkefnið skiptist í húsakönnun, fornleifaskráningu og greinargerð

með mati á varðveislugildi og gerð skilmála um vernd og uppbyggingu

innan svæðisins. 

 

Á fundinum verður staða verkefnisins kynnt og leitað samráðs við íbúa.

Stefnt er að því að mynda virkan samráðshóp sem myndi funda með

stýrihópi verkefnisins og koma að tillögunni og verndarskilmálum.

 

Áhugasamir eru hvattir til að mæta

Sveitarfélagið Árborg

 

 
Skráð af Menningar-Staður

08.10.2017 08:54

Menningarmánuðurinn október - 8. október í Eyrarbakkakirkju

 

 

 

 Menningarmánuðurinn október - 8. október í Eyrarbakkakirkju

 

Í dag, sunnudaginn 8. október 2017, í Eyrarbakkakirkju kl. 16:00

syngur Kammerkór Suðurlands undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar.

 

Einnig kemur fram Björg Þórhallsdóttir sem syngur nokkur lög eftir Sigfús Einarsson, tónskáld frá Eyrarbakka sem hefði orðið 140 ára á þessu ári.

 

Af www.arborg.is
 


Skráð af Menningar-Staður

07.10.2017 06:44

Sjálfstæðisflokkur tapar fylgi, Samfylking vex

 

 

 


Sjálfstæðisflokkur tapar fylgi, Samfylking vex

 

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn tap­ar þriðjungi þing­manna sinna sam­kvæmt nýrri skoðana­könn­un Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar fyr­ir Morg­un­blaðið dag­ana 2. til 4. októ­ber. Flokk­ur­inn nýt­ur nú stuðnings tæp­lega 21% kjós­enda og fengi 14 þing­menn kjörna í stað 21.

Vinstri­hreyf­ing­in – grænt fram­boð er lang­stærsti flokk­ur­inn. Nýt­ur hún stuðnings 28,2% kjós­enda, sem gef­ur 20 þing­menn. Þetta er veru­leg fylgisaukn­ing frá kosn­ing­un­um 2016 þegar flokk­ur­inn fékk tæp 16% at­kvæða og 10 þing­menn. Fylgi flokks­ins hef­ur þó lít­il­lega dalað frá síðustu könn­un Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar.

 

Þá sæt­ir það tíðind­um í könn­un­inni að Sam­fylk­ing­in bæt­ir við sig tals­verðu fylgi og er orðin þriðji stærsti flokk­ur­inn. Fengi hún um 11% at­kvæða og sjö þing­menn, en hún hef­ur nú aðeins þrjá menn á þingi og fékk 7,5% at­kvæða í kosn­ing­un­um í fyrra.

Flokk­ur fólks­ins, Miðflokk­ur­inn og Pírat­ar eru nán­ast jafn stór­ir með um 9% fylgi og fengju hver sex þing­menn kjörna, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um könn­un­ina í Morg­un­blaðinu í dag.

 

 RUV og Morgunblaðið


Skráð af Menningar-Staður