Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2017 Október

07.10.2017 06:35

Rangárþing eystra skellti Árborg í Útsvarinu

 

 
 

 

Lárus, Anna og Magnús eru komin áfram í Útsvarinu. Ljósmynd/RÚV

 

Rangárþing eystra skellti Árborg í Útsvarinu

 

Lið Rangárþings eystra vann góðan sigur á Árborg í æsispennandi Útsvarsþætti í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi.

 

 Lokatölur urðu 63-50 en Rangæingar tryggðu sér sigurinn á síðustu spurningu eftir að Árborg hafði leitt keppnina lengst af.

 

Lið Árborgar skipa þau Jakob Ingvarsson, Sigurður Bogi Sævarsson og Jóna Katrín Hilmarsdóttir en í liði Rangárþings eystra eru Lárus Bragason, Magnús Halldórsson og Anna Runólfsdóttir.sunnlenska.is


Skráð af Menningar-Staður

06.10.2017 07:03

Merkir Íslendingar - Sigvaldi Hjálmarsson

 

 

Sigvaldi Hjálmarsson (1922 - 1985).

 

Merkir Íslendingar - Sigvaldi Hjálmarsson

 

Sig­valdi Hjálm­ars­son fædd­ist á Skeggja­stöðum í Bólstaðar­hlíðar­hreppi í Aust­ur-Húna­vatns­sýslu 6. október 1922. For­eldr­ar hans voru Hjálm­ar Jóns­son, bóndi á Fjós­um, og k.h., Ólöf Sig­valda­dótt­ir.

Sig­valdi missti móður sína er hann var þriggja ára og ólst upp eft­ir það hjá afa sín­um, Sig­valda Björns­syni, bónda á Skeggs­stöðum.
 

Eig­in­kona Sig­valda sem lést 2007 var Bjarney Hall­dóra Al­ex­and­ers­dótt­ir hús­freyja, frá Dynj­anda í Leiruf­irði, og eignuðust þau eina dótt­ur, Ólöfu Elfu Sig­valda­dótt­ur.
 

Sig­valdi lauk prófi frá Reyk­holts­skóla 1940 og kenn­ara­prófi frá KÍ 1943. Hann sinnti kennslu og skóla­stjórn í Hvera­gerði næstu þrjú árin, kenndi einn vet­ur í Reykja­vík en varð þá blaðamaður við Alþýðublaðið, rit­stjórn­ar­full­trúi og frétta­stjóri þar með hlé­um á ár­un­um 1947-72. Þá var hann rit­stjóri Fálk­ans um skeið, rit­stýrði tíma­rit­inu Úrval, var eitt ár yf­ir­maður þýðing­ar­deild­ar Sjón­varps­ins, var blaðamaður við Vísi og frétta­rit­ari sænsku frétta­stof­unn­ar TT. Jafn­framt vann hann að fé­lags­mál­um blaðamanna og rit­höf­unda. Hann gegndi trúnaðar­störf­um fyr­ir Alþýðuflokk­inn og sat m.a. í nefnd­um á veg­um hans í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur.
 

Á bernsku­heim­ili sínu kynnt­ist Sig­valdi bók­um um guðspeki, hreifst snemma af stefnu Guðspeki­fé­lags­ins, gekk í fé­lagið í Reykja­vík, var for­seti þess um ára­bil, rit­stjóri Ganglera, tíma­rits Guðspeki­fé­lags­ins, og starfaði þar óslitið til æviloka. Hann átti sæti í alls­herj­ar­ráði Guðspeki­fé­lags­ins og í stjórn Evr­ópu­sam­bands Guðspeki­fé­lags­ins. Hann stofnaði Hug­rækt­ar­skóla 1978 sem starfaði nán­ast meðan hann lifði.
 

Sig­valdi sendi frá sér ljóðabæk­ur, ferðap­istla og rit um hug­rækt, ind­verska heim­speki og dul­fræði.
 

Sig­valdi var lip­ur penni, bráðskemmti­leg­ur fyr­ir­les­ari, hressi­leg­ur og ljúf­ur í viðkynn­ingu og um­tals­fróm­ur.

 

Sig­valdi lést 17. apríl 1985.

 

Sigvaldi skrifað bækur um austurlensk fræði auk ferðaþátta frá Indlandi. 

Eftir hann liggja alls níu bækur:

1. Eins og opinn gluggi, erindi um mystískt líf 1968, 

2. Eins konar þögn, ábendingar í hugrækt, 1973

3. Að horfa og hugsa, blaðagreinar, 1973

4. Tunglskin í trjánum, ferðaþættir frá Indland, 1974

5. Haf í dropa, þættir um yoga og austræna hugsun, 1976

6. Vatnaskil, ljóð, 1976

7. Að sjá örðuvísi, esseiar um mannlegt líf, 1979

8. Stefnumót við alheiminn, leiðbeiningar um esóteríska iðkun, 1982

9. Víðáttur, ljóð, 1984


Morgunblaðið og fl.Skráð af Menningar-Staður

05.10.2017 20:42

Bókaganga um Eyrarbakka 8. okt. 2017

 

 

 

Bókaganga um Eyrarbakka 8. okt. 2017

 

Bókabæirnir austanfjalls bjóða upp á skemmtilega og fræðandi bókagöngu um Eyrarbakka sunnudaginn 8. október 2017 kl. 14. Magnús Karel Hannesson í Garðhúsum mun leiða gönguna.

Gangan hefst við geymsluhús Bókabæjanna í Læknisbrekkunni á Eyrarbakka – beint á móti dvalarheimilinu Sólvöllum – og lýkur við Húsið á Eyrarbakka eftir að gengið hefur verið um Austur-Bakkann, Mið-Bakkann og Vestur-Bakkann og staldrað við á völdum stöðum.

Magnús mun segja frá skáldum og rithöfundum sem hafa búið á Eyrarbakka eða skrifað um Eyrarbakka allt frá 1200 og fram á þennan dag. Harald G. Haraldsson leikari á Hofi mun lesa stutta kafla eða ljóð úr bókum þeirra skálda og rithöfunda sem fjallað verður um.

Hlökkum til að sjá ykkur!Skráð af Menningar-Staður

05.10.2017 07:12

Eldfjallamiðstöðin Lava formlega vígð á Hvolsvelli

 

 

Flateyringurinn (og bassaleikari ÆFINGAR) Ásbjörn Björgvinsson,

framkvæmdastjóri Lava (t.v.) tekur við gjöf frá Ísólfi Gylfa Pálmasyni,

sveitarstjóra Rangárþings eystra.

Báðir eru þeir gamlir nemendur úr Héraðsskólanum á Núpi í Dýrafirði. 

Mynd: ÖG.

 

Eldfjallamiðstöðin Lava formlega vígð á Hvolsvelli

 

Eldfjallamiðstöðin Lava á Hvolsvelli var formlega vígð á fimmtudaginn í liðinni viku. Ásbjörn Björgvinsson framkvæmdastjóri Lava stýrði athöfninni. Við upphaf hennar söng barnakór Hvolsskóla nokkur lög undir stjórn Ingibjargar Erlingsdóttur.

Í ávarpi sínu þakkaði Ásbjörn helstu samstarfsaðilum og þá sérstaklega Sveitarfélaginu Rangárþingi eystra fyrir ánægjulegt samstarf. Hann sagði einnig frá helstu aðilum sem komu að framkvæmdinni en það voru m.a. Jarðfræðistofnun Íslands og Veðurstofa Íslands og Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur. Einnig arkitektar hjá Basalt og margmiðlunarfyrirtækið Gagarín, auk fjölda annara aðila. Byggingaraðili var Þingvangur ehf. Stærsti fjármögnunaraðili verkefnisins er Iceland Tourism Fund.


Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, flutti einnig ávarp og færði eldfjallamiðstöðinni gjöf í tilefni vígslunnar.

Þá flutti Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra ávarp og klippti á borða. Á eftir nutu gestir glæsilegra veitinga hjá Kötlu Mathúsi.

 


Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

klippir á borða við vígslu eldfjallamiðstöðvarinnar á Hvolsvelli. Mynd: ÖG.

 

 

Héraðsfréttablaðið Dagskráin á Suðurlandi.


Skráð af Menningar-Staður.

 

 

04.10.2017 07:20

Upplestur og útgáfuhóf í Gunnarshúsi

 

 

 

Gunnarshús við Dyngjuveg 8 í Reykjavík.

 

Upplestur og útgáfuhóf í Gunnarshúsi

 

Lesið verður upp úr fjórum nýjum bókum í Gunnarshúsi við Dyngjuveg 8 í Reykjavík í kvöld  miðvikudagskvöldið 4. október 2017.

Það er Bókaútgáfan Sæmundur sem stendur fyrir viðburðinum sem hefst klukkan 20:00 og stendur í liðlega klukkustund.

 

Hér kynna ljóðskáldin Sigríður Helga Sverrisdóttir og Knud Ødegård nýjar ljóðabækur sínar, Haustið í greinum trjánna og Þunna torfan sem ég stend á. Þýðandi ljóða Knuds Ødegård er Hjörtur Pálsson.

Þá les Eyrbekkingurinn Guðmundur Brynjólfsson rithöfundur úr nýrri skáldsögu sinni Tímagarðinum og síðast en ekki síst Valgarður Egilsson úr smásagna og ærslabókinni Ærsl. 

 

Að loknum lestri verða hinar nýju bækur til sölu á tilboðsverði og höfundar árita. 

 

Hið sögufræga Gunnarshús er skammt frá Áskirkju í Reykjavík. Rithöfundurinn Gunnar Gunnarsson lét reisa húsið 1952 og bjó þar seinni hluta ævinnar. Innréttingar eru upprunalegar en húsið er eign Rithöfundasambandsins sem hefur þar skrifstofur og félagsaðstöðu. Gunnarshús var teiknað af Hannesi Kr. Davíðssyni og þykir í senn fagurt og merkur áfangi í byggingarsögu þjóðarinnar þar sem brotið var uppá framúrstefnulegum nýmælum.

 

Léttar veitingar í boði og allir velkomnir. 

 


Skráð af Menningar-Staður.

 

 

04.10.2017 06:52

Oddný G. Harðardóttir leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi

 

 

 

Oddný G. Harðardóttir

leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi

 

Oddný G. Harðardóttir mun leiða lista Samfylkingarinnar  í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Samfylkingin í Suðurkjördæmi hélt fjölmennan kjördæmisfund í Reykjanesbæ í kvöld þar sem framboðslisti var kynntur og samþykktur samhljóða.

 

Njörður Sigurðsson sagnfræðingur og bæjarfulltrúi í Hveragerði skipar annað sætið á listanum, Arna Ír Gunnarsdóttir félagsráðgjafi og bæjarfulltrúi í Árborg er í þriðja sæti, fjórða sætið skipar Marinó Örn Ólafsson háskólanemi frá Reykjanesbæ.

 

Listi Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi

 1. Oddný G. Harðardóttir – Alþingismaður, Garði
 2. Njörður Sigurðsson – Sagnfræðingur og bæjarfulltrúi, Hveragerði
 3. Arna Ír Gunnarsdóttir – Félagsráðgjafi og bæjarfulltrúi, Árborg
 4. Marinó Örn Ólafsson – Háskólanemi, Reykjanesbær
 5. Guðný Birna Guðmundsdóttir – Hjúkrunarfræðingur og bæjarfulltrúi, Reykjanesbær
 6. Miralem Haseta – Húsvörður í Nýheimum, Höfn í Hornafirði
 7. Arna Huld Sigurðardóttir – Hjúkrunarfræðingur, Vestmannaeyjar
 8. Guðmundur Oddgeirsson – Framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi, Þorlákshöfn
 9. Borghildur Kristinsdóttir – Bóndi, Landsveit
 10. Ástþór Tryggvason – Nemi og þjálfari, Vík í Mýrdal
 11. Jórunn Guðmudsdóttir – Stjórnarmaður í Öldungaráðui Suðurnesja, Sandgerði
 12. Valgerður Jennýardóttir – Leiðbeinandi á leikskóla, Grindavík
 13. Ólafur H. Ólafsson – Háskólanemi, Árborg
 14. Símon Cramier – Framhaldsskólakennari, Reykjanesbær
 15. Jóhanna Sigurbjörnsdóttir – Fótaaðgerðafræðingur og háskólanemi, Reykjanesbær
 16. Ingimundur Bergmann – Vélfræðingur, Flóahreppi
 17. Krsitín Á. Guðmundsdóttir – Formaður Sjúkraliðafélagsins Árborg
 18. Kristján Gunnarsson – Fyrrverandi alþingismaður Reykjanesbær
 19. Karl Steinar Guðnason –  Fyrrverandi alþingismaður, Reykjanesbær
 20. Margrét Frímannsdóttir – Fyrrverandi alþingismaður


  Af vef Samfylkingarinnar


  Skráð af Menningar-Straður

02.10.2017 18:53

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 2. okt. 2017

 

.
 


Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 2. okt. 2017

 

Vinir alþýðunnar

 

Hvað var á þessum miðum hjá Ingólfi -?  - kosningar - ?

 

Myndaalbúm:

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/284202/
 


Nokkrar myndir:
 

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

 

02.10.2017 17:45

Merkir Íslendingar - HALLDÓR KRISTJÁNSSON

 


Halldór Kristjánsson (1910 - 2000).Merkir Íslendingar - HALLDÓR KRISTJÁNSSON

 

Halldór Kristjánsson fæddist á Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði þann 2. október 1910. Foreldrar hans voru Kristján Guðjón Guðmundsson bóndi og Bessabe Halldórsdóttir.
 

Halldór lauk héraðsskólaprófi árið 1930 frá unglingaskóla á Núpi í Dýrafirði. Hann ólst upp á Kirkjubóli og gerðist þar bóndi.

Halldór starfaði sem blaðamaður við Tímann á árunum 1945-1952 en bjó þó áfram á Kirkjubóli.
 

Á árunum 1938-1945 var Halldór formaður Félags ungra framsóknarmanna í Vestur-Ísafjarðarsýslu og sat hann í miðstjórn Framsóknarflokksins frá árinu 1956.
 

Halldór átti sæti í stjórnarskrárnefnd 1945-1951 og í úthlutunarnefnd listamannalauna árið 1961. Hann gerðist yfirskoðunarmaður ríkisreikninga árið 1971. Hann var skipaður í Hrafnseyrarnefnd árið 1973. 

Halldór var varaþingmaður Framsóknarflokksins á Vestfjörðum og tók nokkrum sinnum sæti á Alþingi á árunum 1964-1974.

 

Halldór var ötull talsmaður gegn áfengi og öðrum vímuefnum. Hann var félagi í Góðtemplarareglunni og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á hennar vegum.
 

Árið 1973 settist Halldór að í Reykjavík ásamt konu sinni, Rebekku Eiríksdóttur. Þau hjónin ólu upp þrjú fósturbörn, Ósk Elínu Jóhannesdóttur, Sigríði Eyrúnu Guðjónsdóttur og Sævar Björn Gunnarsson.

 

Halldór lést 26. ágúst árið 2000 og Rebekka lést 28. janúar 1995.

___________________________________________________________

 

9. ágúst 2003 - 
 

Minnisvarði afhjúpaður um Halldór frá Kirkjubóli

 

ÞAÐ var hátíðleg stund að Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði laugardaginn 9. ágúst 2003 er minnisvarði um Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli var afhjúpaður.
 

Um 100 manns komu saman til að heiðra minningu Halldórs í góðu veðri. Þar á meðal var systir Halldórs, Jóhanna Kristjánsdóttir, 95 ára, og mágkona Halldórs, Þuríður Gísladóttir, ekkja Guðmundar Inga Kristjánssonar skálds. Auk þess voru þarna samankomnir afkomendur Ólafs Þ. Kristjánssonar, skólastjóra og stórtemplars, bróður Halldórs, en 100 ár eru nú liðin frá fæðingu hans.
 

Viðstaddir voru einnig aðrir aðstandendur Halldórs, fyrrverandi sveitungar hans og fleiri Vestfirðingar og síðan dágóður hópur templara, en það var einmitt stúkan Einingin nr. 14 í Reykjavík sem stóð fyrir því að minnisvarðinn var reistur að Kirkjubóli. Þannig vildu félagar Einingarinnar minnast að verðleikum eins síns bezta félaga og um leið eins ötulasta talsmanns er bindindishreyfingin á Íslandi hefur átt.
 

Formaður undirbúningsnefndar Einingarinnar, Sigrún Sturludóttir, setti samkomuna með ávarpi og stjórnaði henni. Einingarfélaginn Victor Ágústsson afhjúpaði svo minnisvarðann.
 

Lesið var úr verkum Halldórs, en hann var skáld gott og skarpur penni og voru það Einingarkonurnar Ásgerður Ingimarsdóttir og Sigrún Gissurardóttir er það gjörðu. Félagar Halldórs, þeir Gunnar Þorláksson og Helgi Seljan, fluttu ávörp, félagar úr karlakórnum Erni sungu tvö lög og einnig voru sungin lög við ljóð Halldórs.
 

Það var svo Ásthildur Ólafsdóttir, bróðurdóttir Halldórs, sem flutti ávarp og þakkir frá ættingjunum fyrir þetta framtak.

Minnisvarðinn er fallegur vestfirzkur steinn með áletraðri plötu þar sem m.a. eru þessar ljóðlínur úr kvæði Halldórs sem lýsandi eru fyrir vökult viðhorf hans og baráttu alla tíð:

 

Verjum land og verndum börn

frá vímu og neyð.

 

.
Frá athöfninni að Kirkjubóli í Bjarnardal þann 9. ágúst 2003. Ljósm.: BIB
.
.
Frá athöfninni að Kirkjubóli í Bjarnardal þann 9. ágúst 2003. Ljósm.: BIB
.
.
Frá athöfninni að Kirkjubóli í Bjarnardal þann 9. ágúst 2003. Ljósm.: BIB


 

Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður

 

 

 

02.10.2017 08:24

Karl Gauti Hjaltason leiðir lista Flokks fólksins í Suður­kjör­dæmi

 

 
 

 

Karl Gauti Hjaltason.

 

Karl Gauti Hjaltason

 

leiðir lista Flokks fólksins í Suður­kjör­dæmi

 

Flokk­ur fólks­ins kynnti á laugardag odd­vita fram­boðslista flokks­ins fyr­ir næstu Alþing­is­kosn­ing­ar á fundi sem hald­inn var í Há­skóla­bíó.

Inga Sæ­land formaðurin flokks­ins verður odd­viti flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður, en hún leiddi lista flokks­ins í því kjör­dæmi einnig í síðustu kosn­ing­um.
 

Dr. Ólaf­ur Ísleifs­son mun leiða list­ann í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður, Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son  fer fyr­ir list­an­um í Suðvest­ur­kjör­dæmi, Karl Gauti Hjalta­son í Suður­kjör­dæmi,  Magnús Þór Haf­steins­son í Norðvest­ur­kjör­dæmi og  Sr. Hall­dór Gunn­ars­son í Norðaust­ur­kjör­dæmi.
 

Flokk­ur fólks­ins er há­stökkvari í nýj­um þjóðar­púlsi Gallup sem fram­kvæmd­ur var dag­ana 15. til 28. sept­em­ber og mæld­ist flokk­ur­inn þar með 10,1% fylgi.

Fylgi Vinstri grænna mæl­ist mest allra flokka og með 25,4% fylgi, Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mæld­ist næst­stærst­ur með 23,1% og Pírat­ar með 10,3%.

 


Oddvitar Flokks fólksins.
F.v.:

Inga - Ólafur - Magnús Þór - Halldór - Karl Gauti og Guðmundur Ingi.


Skráð af Menningar-Staður.
 

01.10.2017 10:11

1. október 1846 - Hús Hins lærða skóla í Reykjavík var vígt (nú Menntaskólans)

 

 

Menntaskólinn í Reykjavík.

 

1. október 1846 -

Hús Hins lærða skóla í Reykjavík var vígt (nú Menntaskólans)

 

Þann 1. október 1846 var hús Hins lærða skóla í Reykjavík (nú Menntaskólans) vígt, en skólinn hafði áður verið á Bessastöðum.

Þetta var lengi stærsta hús bæjarins. Flutningur skólans „átti drjúgan þátt í að breyta Reykjavík úr hálfdönsku sjávarkauptúni í alíslenskan kaupstað,“ að mati Jóns Helgasonar biskups.

Meðal rektora Hins lærða skóla var Jens Sigurðsson frá Hrafnseyri við Arnarfjörð sem var rektor 1869 - 1872. Jens Sigurðsson var árið 1852 fyrsti kennari við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri sem er elsti barnaskóli Íslands.

 

Rektorar Hins lærða skóla frá 1846

 

Morgunblaðið  - dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.

 

 


Jens Sigurðsson frá Hrafnseyri við Arnarfjörð.
 Skráð af Menningar-Staður.