Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2017 Nóvember

27.11.2017 18:27

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 27. nóv. 2017

 

 

 

Alþýðuhúsið á Eyrarbakka 27. nóv. 2017

 

Vinir alþýðunnar.


Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður.

27.11.2017 07:39

2.3 milljónir flettinga á Menningar-Stað

 

.

 

 

2.3 milljónir flettinga á Menningar-Stað

 

Nú kl. 07:02 gerðist það að  -Vefurinn Menningar-Staður-  fór yfir 2.300.000 flettinga

(tvær komma þrjár milljónir flettinga).

 

Menningar-Staður þakkar gestum þessa gríðarlegu tryggð og flettingar og sýnir enn frekar að vefurinn er einn af kjölfestu netmiðlum á Suðurlandi.
Skráð af Menningar-Staður

26.11.2017 09:58

Jólabingó Kvenfélags Eyrarbakka

 

 

 

Jólabingó Kvenfélags Eyrarbakka

 

Þriðjudaginn 28. nóvember 2017 

í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka kl. 20:00


Húsið verður opnað kl. 19.30


Spjaldið kostar 500 kr.
 

Fjöldi glæsilegra vinninga
 

Posi á staðnum.
 

Fjölmennum 


Kvenfélag Eyrarbakka

 

 


Skráð af Menningar-Staður

25.11.2017 06:51

Jón Ingi vetrarlistamaður Myndlistarfélagsins

 

 

Eyrbekkingurinn Jón Ingi Sigurmundsson.

 

Jón Ingi vetrarlistamaður Myndlistarfélagsins

 

Myndlistarfélag Árnessýslu heiðraði Jón Inga Sigurmundsson á Hótel Selfoss sl. fimmtudag en hann er einn af traustustu félagsmönnum í félaginu. Jón Ingi er búinn að starfa með félaginu allt frá því að það var stofnað af félagsmönnum Félags frístundamálara 1981. Áður hefur Myndlistarfélag Árnessýslu heiðrað tvo félaga sína, fyrst Gróu Bjarnadóttur og síðar Bjarna H. Joensen.

 

Myndir Jóns Inga eru í anddyri Hótels Selfoss og verða þær til sýnis í 4 til 5 mánuði. Jón Ingi er ennþá á fullu að sinna list sinni. Nýlega var hann á vatnslitanámskeiði, þar var hann að mála mynd á Þingvöllum. Jón Ingi er um þessar mundir þátttakandi á sýningu sem er í Norræna húsinu og er á vegum Norræna vatnslitafélagsins.

 

Jón Ingi er Eyrbekkingur og lauk kennara- og tónmenntakennaraprófi 1954 og hefur verið búsettur á Selfossi frá því að hann hóf kennslustörf þar sama ár. Fyrst við Barna- og Miðskólann á Selfossi ásamt Tónlistarskóla Árnessýslu, síðar sem aðstoðarskólastjóri og skólastjóri við Gagnfræðaskólann – Sólvallaskóla.

 

Jón Ingi var skólastjóri Tónlistarskóla Árnessýslu um fjögur ár og hefur starfað ásamt almennri kennslu, nær óslitið við tónlistarkennslu, m.a. verið stjórnandi Stúlknakórs Gagnfræðaskólans á Selfossi og Kórs Fjölbrautaskóla Suðurlands. Þá stundaði hann framhaldsnám í Danmörku.

 

Víða hefur verið skrifað um feril Jóns Inga bæði í list og tónum og hann hefur hlotið margs konar viðurkenningar fyrir störf sín. Oft hefur Jón Ingi verið heiðraður fyrir störf sín, nú síðast var hann heiðraður í október á „Selfosstónum“ fyrir óeigingjarnt framlag til tónlistarsamfélags, hér á Selfossi.

 

Dagskráin.


Skráð af Menningar-Staður

 

23.11.2017 07:23

Hjallastefnan að störfum

 

 

 

Hjallastefnan að störfum

 

Siggeir Ingólfsson og Ingólfur Hjálmarsson

við undirbúning vegna aðventuhátíðar

Hjallastefnunnar á Eyrarbakka.


Vinir alþýðunnar.


 
Skráð af Menningar-Staður.

22.11.2017 07:14

Hjallastefnan í Ögri

 

 

 

Hjallastefnan í Ögri


við Ísafjarðardjúp.

 

.

.
Skráð af Menningar-Staður.

20.11.2017 21:42

Eftirherman og orginallinn anna vart eftirspurn

 

 

Móðir forseta Íslands, Margrét Thorlacius, og Guðni Th. Jóhannesson, forseti,

skemmtu sér greinilega konunglega ásamt fjölda gesta á uppistandi þeirra

Guðna og Jóhannesar í Bæjarbíói fyrir skömmu.

 

Eftirherman og orginallinn anna vart eftirspurn

 

Félagarnir Jóhannes Kristjánsson og Guðni Ágústsson, eða eftirherman og orginallinn, hafa verið á þönum um landið undanfarna mánuði og verið glatt á hjalla hvar sem þeir hafa komið. Þeir eru með óskir um að koma aftur í sum pláss. 

Guðni segir að á dögunum hafi þeir verið í Valaskjálf á Egilsstöðum. Þar hafi verið fullur salur, eða 200 manns, og þannig sé þetta gríðarleg aðsókn.

„Við erum í mikilli eftirspurn og fólk vill fá okkur í héruðin, enda á Jóhannes 40 ára leiklistarafmæli. Hann hefur skemmt með eftirhermum og gamansögum í hverju einasta félagsheimili. Nú förum við saman eins og bræður og segjum sögur og Jóhannes hermir eftir þjóðþekktum mönnum. Hann er magnaður og auðvitað einstakur skemmtikraftur að þessu leyti, hann nánast holdgervist, verður eins og karakterinn sem hann hefur tekið að sér, þetta kemur vel fram á sýningunum hjá okkur,“ segir Guðni.

„Við erum búnir að vera í Bæjarbíói í Hafnarfirði þar sem forseti vor, Guðni Th. Jóhannesson, kom með móður sinni og skemmti sér konunglega. Svo erum við komnir í Iðnó, en höldum líka áfram að sinna landsbyggðinni. Fram undan er Græni hatturinn á Akureyri í annað sinn, Miðgarður í Skagafirði, Logaland í Borgar firði, Félagsgarður í Kjós og Hótel Selfoss 1. desember. 

Guðna finnst Alþingi Íslendinga ekki vera á eins góðum stað og áður fyrr hvað bæði virðingu og jafnframt skemmtilegheit varðar. Gömlu stjórnmálamennirnir voru frægir fyrir hnyttin tilsvör og framboðsfundir loguðu af húmor og glettni, það jaðraði við að sumir væru þá með uppistand í sínum alvarlegu ræðum og kannski er það listin til að fá fólk til að sækja fundi og messur. Jafnframt var alltaf mikið af góðum hagyrðingum á Alþingi sem séra Hjálmar Jónsson virkjaði svo vel með frægum kvæðamannakvöldum.

Bændablaðið.
/HKr.

 

 

 


Skráð af Menningar-Staður

 

20.11.2017 06:28

Baula í vetrarsól

 

 

 

Baula í vetrarsól

og vindi 19. nóvember 2017..

 

 

 


Skráð af Menningar-Staður

16.11.2017 07:47

Merkir Íslendingar - Jónas Hallgrímsson

 


Jónas Hallgrímsson (1807 - 1845).
 

 

Merkir Íslendingar - Jónas Hallgrímsson

 

Í dag, 16. nóvember 2017, á degi ís­lenskr­ar tungu, eru 210 ár frá fæðingu Jónas­ar Hall­gríms­son­ar. Hann fædd­ist á Hrauni í Öxna­dal, son­ur Hall­gríms Þor­steins­son­ar, aðstoðarprests séra Jóns Þor­láks­son­ar, skálds á Bæg­isá, og Rann­veig­ar Jóns­dótt­ur af Hvassa­fell­sætt. Er Jón­as var átta ára drukknaði faðir hans.
 

Jón­as lauk stúd­ents­prófi frá Bessastaðaskóla 1829, sigldi til Kaup­manna­hafn­ar 1832, hóf laga­nám en söðlaði fljót­lega um, hóf nám í nátt­úru­fræði og lauk próf­um í nátt­úru­fræði (steina­fræði og jarðfræði) við Hafn­ar­há­skóla 1838.
 

Jón­as stofnaði árs­ritið Fjölni árið 1835, ásamt Brynj­ólfi Pét­urs­syni, Kon­ráð Gísla­syni og Tóm­asi Sæ­munds­syni. Mark­mið Fjöln­is var að blása í þjóðfrels­is­glóð hníp­inn­ar þjóðar, minna hana á sínu fornu frægð og upp­lýsa hana um það besta í skáld­skap og vís­ind­um álf­unn­ar. Ljóð Jónas­ar, Íslands far­sæld­ar frón, sem er grísk­ur fimmliðahátt­ur, birt­ist í fyrsta ár­gangi Fjöln­is sem nokk­urs kon­ar stefnu­skrá hans.
 

Jón­as var, ásamt Bjarna Thor­ar­en­sen, boðberi nýrr­ar gull­ald­ar í ís­lenskri ljóðagerð, varð helsta skáld ís­lenskra stúd­enta í Höfn, hef­ur sl. 150 ár verið tal­inn ást­sæl­asta skáld þjóðar­inn­ar og jafn­framt eitt fremsta skáld Evr­ópu á sinni tíð.

Jónas­ar smíðaði fjölda nýyrða, m.a. aðdrátt­ar­afl, fjaður­magnaður, hita­belti, ljósvaki, sjón­ar­horn, sól­myrkvi, spor­baug­ur og vetr­ar­braut. Hann fékk rík­is­styrk til rann­sókna á nátt­úrufari Íslands, vann að því verki 1839-1842 og setti fram merk drög að kenn­ingu um land­mynd Íslands. Hann fór í rann­sókna­ferðir um landið, lenti í hrakn­ing­um síðsum­ars 1839, hafði næst­um orðið úti, fékk slæma brjóst­himnu­bólgu, lá rúm­fast­ur í Reykja­vík næsta vet­ur, en hélt til Kaup­manna­hafn­ar 1842 og var bú­sett­ur í Dan­mörku þrjú síðustu ævi­ár­in.
 

Jón­as fót­brotnaði illa er hann féll í stiga og lést á Friðriks­spít­ala í Kaup­manna­höfn 26. maí 1845.

 

Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður

14.11.2017 21:00

Doktor Edda Óskarsdóttir

 


Eyrbekkingurinn Edda Óskarsdóttir.
 

 

Doktor Edda Óskarsdóttir

• Eyrbekkingurinn Edda Óskars­dótt­ir hef­ur varið doktors­rit­gerð sína í menntavís­ind­um við Kenn­ara­deild, Menntavís­inda­sviði Há­skóla Íslands.

Rit­gerðin ber heitið Skipu­lag stuðnings í skóla án aðgrein­ing­ar: fag­leg sjálfsrýni (Construct­ing supp­ort as inclusi­ve practice: A self-stu­dy).

Aðalleiðbein­andi var dr. Haf­dís Guðjóns­dótt­ir, pró­fess­or við Menntavís­inda­svið Há­skóla Íslands, meðleiðbein­andi var dr. De­borah Tidwell, pró­fess­or við Uni­versity of Nort­hen Iowa.

 

Hér er um að ræða rann­sókn á og rann­sókn í starfi Eddu sem deild­ar­stjóra stoðþjón­ustu í grunn­skóla. Meg­in­til­gang­ur rann­sókn­ar­inn­ar var að umbreyta skipu­lagi stoðþjón­ustu í ein­um grunn­skóla, þannig að stuðning­ur yrði án aðgrein­ing­ar, auk þess að öðlast dýpri skiln­ing á hlut­verki deild­ar­stjóra stoðþjón­ustu í starfi við að efla for­ystu og sam­starf. Nýtt­ar voru aðferðir fag­legr­ar sjálfsrýni við rann­sókn­ina til að öðlast skiln­ing á breyt­inga­ferl­inu og hlut­verki for­ystu í starfi og var rann­sókn­inni skipt í þrjú skeið; und­ir­bún­ings­skeið, fram­kvæmda­skeið og ígrund­un­ar­skeið.

 

Á und­ir­bún­ings­skeiðinu voru tek­in viðtöl við stjórn­end­ur, kenn­ara, starfs­fólk stoðþjón­ustu og náms­ráðgjafa í skól­an­um til að öðlast inn­sýn inn í skiln­ing þeirra á skóla án aðgrein­ing­ar og hug­mynd­ir þeirra um stoðþjón­ust­una og sam­starf.

 

Á fram­kvæmda­skeiðinu vann Edda að breyt­ing­um á skipu­lagi stoðþjón­ust­unn­ar sam­kvæmt fram­kvæmda­áætl­un og skráði í rann­sókn­ar­dag­bók. Einnig tók hún viðtöl við mæður nokk­urra barna í skól­an­um, nem­end­ur og stuðnings­full­trúa og gerði verk­efni með nem­end­um.

 

Á ígrund­un­ar­skeiðinu rýndi Edda í það sem hún hafði lært á rann­sókn­inni í þeim til­gangi að greina gögn­in og skilja þróun henn­ar í starfi og hugs­un. Niður­stöðurn­ar sýna að það reynd­ist ekki auðvelt að ná mark­miðum verk­efn­is­ins varðandi umbreyt­ingu á stoðþjón­ust­unni. Stærsta áskor­un­in reynd­ist vera að breyta orðræðu fötl­un­ar, meðaumk­un­ar og lækn­is­fræði sem stýrði hug­ar­fari Eddu og annarra og setti mark sitt á hvernig stoðþjón­ust­unni var háttað.Edda Óskars­dótt­ir (f. 1968), dóttir Óskars Magnússonar og Þórunnar Vilbergsdóttur,  

starfar í hlutastarfi við Evrópumiðstöð um sérkennslu og skóla án aðgreiningar (European Agency for Special Needs and Inclusive Education) auk þess sem hún starfar á Menntavísindasviði. Edda lauk B.Ed.-prófi frá Kennaraháskóla Íslands 1990 og MA í sérkennslu frá University of Oregon 1993. Edda er gift Ólafi Andra Ragn­ars­syni og á þrjár dætur og eina stjúpdóttur.


Morgunblaðið föstudaginn 10. nóvember 2017.


Skráð af Menningar-Staður.