Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2017 Desember

03.12.2017 09:48

Kveikt á jólatrjánum sun. 3.des. á Stokkseyri og Eyrarbakka

 

 

 

Kveikt á jólatrjánum sunnnudaginn 3.des.

á Stokkseyri og Eyrarbakka

 

Í dag, sunnudaginn 3. desember 2017 kl. 18:00 verður kveikt á stóru jólatrjánum á Eyrarbakka og Stokkseyri.

 

Á Stokkseyri er tréð staðsett á túninu við Stjörnusteina (við hlið grunnskólans) og sér Umf. Stokkseyri um hátíðarhöldin en boðið er uppá kakó, piparkökur, tónlist og svo kíkja nokkrir jólasveinar í heimsókn.

 

Umf. Eyrarbakki sér um að kveikja á trénu á Eyrarbakka sem er staðsett við Álfstétt. Þar býður Ungmennafélagið upp á skemmtun og söng en einnig koma jólasveinar í heimsókn.

 

Báðar skemmtanirnar hefjast kl. 18:00 sun. 3. des.

 

 

 


Skráð af Menningar-Staður

02.12.2017 12:20

BÓKAUPPLESTUR OG JÓLASÝNING Í HÚSINU

 

 
 
 

 

BÓKAUPPLESTUR OG JÓLASÝNING Í HÚSINU

 

Jóladagskrá Byggðasafns Árnesinga er búin að vera árviss viðburður í 25 ár og verið fastur hluti af starfsemi safnsins.  Ekki verður brugðið út af venjunni frekar en áður  og jólin á safninu halda innreið sína með sínum föstu liðum sem eru jólasýning og bókaupplestur.


Lesið verður úr nýútkomnum bókum í stássstofu Hússins á Eyrarbakka laugardaginn 2. desember kl. 16-18.

 

Fimm rithöfundar lesa úr verkum sínum:

Guðríður Haraldsdóttir les úr bókinni  Anna Eins og ég er um magnað lífshlaup Önnu Kristjánsdóttur.

Einar Már Guðmundsson les úr sinni eldfjörugu skáldsögu Passamyndum

Guðmundur Brynjólfsson les svo úr skáldsögu sinni Tímagarðurinnum reynsluheim íslenskra karlmanna. 

Margrét Lóa Jónsdóttir kynnir og les úr ljóðabókinni biðröðin framundan.

Ásta Kristrún Ragnarsdóttir færir okkur inn í heim formæðra sinna í bókinni Það sem dvelur í þögninni.


Jólasýning safnsins verður opin sama dag kl. 13-16 og músastiga-vinnusmiðja verður í Kirkjubæ kl. 13-15.

Á jólasýningunni gefur að líta gömul jólatré og jólatengda muni sem safninu hefur áskotnast af fólkinu í héraðinu í gegnum tíðina.  Í öndvegi verður jólatréð frá Hruna sem Jón Jónsson í Þverspyrnu er sagður hafa smíðað fyrir jólin 1873 og talið er elsta varðveitta jólatré landsins.  Jólatréð hefur eignast tvíbura í endurgerð þess smíðaðri af Guðmundi Magnússyni í Steinahlíð árið 2017.


Jólasýningin verður svo opin sunnudagana 3. og 10. des. kl. 13-17 og hópar eftir samkomulagi. Sönghópurinn Lóurnar tekur  lagið sunnudaginn 10. desember kl. 14,30 og syngur nokkur falleg jólalög.


Kaffi og smákökur að venju í eldhúsi Hússins, allir velkomnir  og aðgangur ókeypis.


 

Uppbyggingasjóður Suðurlands styrkir jóladagskrá Byggðasafns Árnesinga.

 Skráð af Menningar-Staður.

02.12.2017 08:55

Jólabasar Kvenfélags Eyrarbakka 3. des. 2017

 

.

Basarnefnd Kvenfélags Eyrarbakka haustið 2017.
 

Jólabasar Kvenfélags Eyrarbakka

 

sunnudaginn 3. des. 2017

 

í Félagsheimilinu Stað og hefst kl. 14:00Fjölmennum.

 Skráð af Menningar-Staður.

01.12.2017 21:35

99 ÁR FRÁ FULLVELDINU

 

Fólk safnaðist saman við Stjórnarráðið þann 1. desember 1918.

 

99 ÁR FRÁ FULLVELDINU

 

Í dag, 1. desember 2017, minnist íslenska þjóðin að 99 ára eru frá fullveldi Íslands. 


Þann 1. desember 1918, tóku gildi milli Íslands og Danmerkur Sambandslögin, sem voru lög um það hvernig Ísland stóð í sambandi sínu við Danmörku. Í þeim kom meðal annars fram viðurkenning Danmerkur á því að Ísland væri fullvalda og frjálst ríki. 


Dagurinn varð smám saman að almennum þjóðhátíðardegi fram að lýðveldistíma og var Íslenski fáninn dreginn að húni í fyrsta sinn sem fullgildur þjóðfáni þennan dag.
 

Þrátt fyrir að áralangri baráttu hafi verið lokið með fullveldi landsins var lítið um hátíðahöld þegar haldið var upp á fullveldisdaginn í fyrsta sinn árið 1918, enda veturinn með eindæmum harður og oftast kallaður frostaveturinn mikli. Katla gaus einnig frá 12. október til 4. nóvember og seint í október barst drepsótt sú sem kölluð var spánska veikin til landsins og létust hundruð manna. Loks brast á nýtt kuldakast þegar veikin stóð sem hæst og ekki þótti ráðlegt að hafa langa útisamkomu við þessar aðstæður.
 

Á næsta ári verða 100 ár frá fullveldi landsins og Alþingi samþykkti í fyrra halda upp á aldarafmælið með víðtækum hætti.
 


Skráð af Menningar-Staður.