Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2018 Janúar

11.01.2018 06:57

Bakkablótið 27. janúar 2018

 

 

 

Bakkablótið 27. janúar 2018

 

Þorranum verður blótað að Eyrbekkinga sið laugardaginn 27. janúar 2018 svo takið daginn strax frá! Undanfarin tvö ár hafa færri komist að en vilja svo það borgar sig að vera á tánum þegar miðasala hefst.

 

Maturinn mun koma frá Rauða Húsinu og mun hljómsveitin Blek og byttur halda uppi fjörinu fram eftir nóttu.

 

Eins og áður er það Slysavarnadeildin Björg sem heldur blótið, en mun sama nefnd og 2016 og 2017 halda utan um viðburðinn. 


Ágóði rennur eins og áður til Slysavarnafélagsins.

 

Miðasala verður á Stað 14. janúar 2018.


 

Skráð af Menningar-Staður. 

11.01.2018 06:49

1.000 efna­mestu eiga nær allt

 


1.000 efna­mestu eiga nær allt á Íslandi.

 

1.000 efna­mestu eiga nær allt

 

Til­tölu­lega fáir eiga nær allt eigið fé ein­stak­linga í ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um, sam­kvæmt sam­an­tekt Cred­it­in­fo fyr­ir ViðskiptaMogg­ann.
 

1.000 manns eiga þannig rúm­lega 98% alls eig­in fjár sem er í eigu ein­stak­linga. Enn­frem­ur sést þegar rýnt er í töl­urn­ar að 10 eigna­mestu ein­stak­ling­ar lands­ins eiga tæp­lega þriðjung alls eig­in fjár í ís­lensk­um fé­lög­um, sem er í hönd­um ein­stak­linga.
 

Sam­kvæmt sam­an­tekt­inni, sem um er fjallað í ViðskiptaMogg­an­um í dag, er hlut­ur ein­stak­linga í eig­in fé allra ís­lenskra fyr­ir­tækja um 1.200 millj­arðar króna.

 

Morgunblaðið 11. janúar 2018.


Skráð af Menningar-Staður.

10.01.2018 17:46

Fimm fram­boð bár­ust

 

 

Meðal frambjóðenda er Eyþór Arnalds. Ljósm.: BIB

 

Fimm fram­boð bár­ust

 

Fimm verða í fram­boði í leiðtoga­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík sem fram fer 27. janú­ar. Frest­ur til þess að skila inn fram­boðum rann út klukk­an fjög­ur í dag.
 

Fram­bjóðend­ur eru Áslaug Friðriks­dótt­ir borg­ar­full­trúi, Eyþór Arn­alds fram­kvæmda­stjóri, Kjart­an Magnús­son borg­ar­full­trúi, Viðar Guðjohnsen, leigu­sali og at­hafnamaður, og Vil­hjálm­ur Bjarna­son, fyrr­ver­andi alþing­ismaður. Þetta staðfest­ir Gísli Kr. Björns­son, formaður Varðar, full­trúaráðs Sjálf­stæðis­fé­lag­anna í Reykja­vík.
 

Hefðbund­in kosn­inga­bar­átta hefst núna að sögn Gísla þar sem sömu regl­ur gildi ein­fald­lega eins og í hefðbundn­um próf­kjör­um. Eini mun­ur­inn sé sá að kosið sé ein­ung­is um efsta sætið. Spurður um upp­still­ingu í önn­ur sæti list­ans seg­ir hann það í hönd­um kjör­nefnd­ar.

 

 

mbl.is


Skráð af Menningar-Staður

10.01.2018 06:44

Óveðursdagurinn 9. janúar

 


Bryggju-Sviðið á Stokkseyri stendur af sér öll veður. Ljósm.: BIB

 

 

Óveðursdagurinn 9. janúar

 

9. janú­ar 1799

Bás­enda­flóðið, mesta sjáv­ar­flóð sem sög­ur fara af, varð um landið suðvest­an­vert. Þá tók versl­un­arstaðinn í Bás­end­um (Bát­send­um) á Suður­nesj­um af með öllu. Stór­streymt var og storm­ur með ofsaregni og var „sem him­in­hvelf­ing­in þrykkt­ist niður að jörðunni“, sagði í Minn­is­verðum tíðind­um. Kirkj­ur fuku á Hvalsnesi og Nesi við Seltjörn og Grótta breytt­ist úr nesi eða tanga í eyju. Á annað hundrað skip og bát­ar skemmd­ust.

 

9. janú­ar 1990

Mikl­ar skemmd­ir urðu á Stokks­eyri, á Eyr­ar­bakka og í Grinda­vík í einu mesta storm­flóði á öld­inni. Þúsund­ir fiska köstuðust á land í Vest­manna­eyj­um.Morgunblaðið

Dag­ar Íslands | Jón­as Ragn­ars­son


 

.

 

Skráð af Menningar-Staður.

09.01.2018 21:23

Öxarfjörður í sókn - nýr verkefnisstjóri

 


Bryndís Sigurðardóttir.
 

 

Öxarfjörður í sókn – nýr verkefnisstjóri

 

Bryndís Sigurðardóttir á Flateyri hefur fyrir nokkru verið ráðin verkefnisstjóri byggðaeflingarverkefnisins Öxarfjörður í sókn,  sem er eitt af átaksverkefnum Byggðastofnunar í samstarfi við atvinnuþróunarfélög, sveitarfélög og íbúa viðkomandi byggðarlaga undir heitinu Brothættar byggðir.
 

Bryndís var valin, ein kvenna, úr hópi sex umsækjenda. 

Hún er Sunnlendingur að uppruna en hefur búið á Flateyri undanfarin ár og tekið virkan þátt í samfélaginu fyrir vestan. Fyrst sem framkvæmdastjóri og fjármálastjóri í fiskvinnslu og fiskeldisfyrirtækjum, síðar í verkefnastjórn hjá Atvinnuþróunarfélaginu og nú síðast sem eigandi og ritstjóri héraðsfréttamiðlanna Bæjarins besta og bb.is . 

Fyrri starfsreynsla hennar er á sviði kerfisfræði og innleiðingar tölvukerfa m.a. hjá Kaupfélagi Árnesinga, Eimskip og Tölvumyndum/Nýherja. Þá rak hún eigin bókhaldsskrifstofu um tíu ára skeið. Bryndís er með kerfisfræðimenntun frá Danmörku, markaðs- og útflutningsnám frá Endurmenntun Háskóla íslands og  B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri.

 

Starfsstöð Bryndísar verður á Kópaskeri og hún koma að fullu til starfa í byrjun janúar 2018. 


Skráð af Menningar-Staður.

09.01.2018 06:39

UMSÓKNARFRESTUR EYRARRÓSAR

 


Karl Óttar Pétursson og Stefán Magnússon forsvarsmenn Eistnaflugs

ásamt Elizu Reid forsetafrú og verndara Eyrarrósarinnar

við afhendingu verðlaunanna 2017.

 

UMSÓKNARFRESTUR EYRARRÓSAR

 

Eyrarrósin 2018 auglýsir eftir umsóknum fyrir framúrskarandi menningarstarfsemi á landsbyggðinni. 
 

Eyrarrósin verður veitt í fjórtánda sinn í mars 2018, fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar.

ByggðastofnunAir Iceland Connect og Listahátíð í Reykjavík hafa staðið saman að verðlaununum frá upphafi, eða frá árinu 2005.
 

Verðlaunin eru veitt verkefnum sem hafa fest sig í sessi, eru vel rekin og hafa haft varanlegt gildi fyrir lista- og menningarlíf í sínu byggðarlagi.
 

Sex verkefni verða valin á Eyrarrósarlistann og þrjú þeirra hljóta svo tilnefningu til sjálfrar Eyrarrósarinnar sem verður afhent við hátíðlega athöfn 1. mars 2018. Frú Eliza Reid forsetafrú og verndari Eyrarrósarinnar afendir verðlaunin.
 

Eyrarrósinni fylgja peningaverðlaun að upphæð 2.000.000 krónur. Hin tvö tilnefndu verkin hljóta einnig peningaverðlaun; 500 þúsund hvort.
 

SÓTT ER UM HÉR 

Öllum umsóknum verður svarað.
 

UMSÓKNARFRESTUR ER TIL MIÐNÆTTIS 15. JANÚAR 2018


Skráð af Menningar-Staður

08.01.2018 06:58

Merkir Íslendingar - Sigurður Þórarinsson

 


Sigurður Þórarinsson (1912 - 1983).
 

Merkir Íslendingar - Sigurður Þórarinsson

 

Sig­urður fædd­ist á Hofi í Vopnafirði 8. janúar 1912 en ólst upp á Teigi, son­ur Þór­ar­ins Stef­áns­son­ar, bónda þar, og Snjó­laug­ar Sig­urðardótt­ur.
 

Eig­in­kona Sig­urðar var Inga Backlund frá Svíþjóð og eignuðust þau tvö börn, Snjó­laugu og Sven.
 

Sig­urður lauk stúd­ents­prófi frá MA 1931, cand.phil.-prófi frá Hafn­ar­há­skóla, fil.kand.-prófi í al­mennri jarðfræði, berg­fræði, landa­fræði og grasa­fræði frá Stokk­hólms­háskóla, og fil.lic.-prófi í landa­fræði og doktors­prófi þaðan 1944.

Þór­ar­inn var dós­ent í landa­fræði við Stokk­hólms­háskóla 1944, vann að rann­sókn­um á Vatna­jökli sumr­in 1936-38 og í Þjórsár­dal 1939, sinnti rann­sókn­ar­störf­um í Svíþjóð og vann við rit­stjórn Bonniers Kon­versati­ons­l­ex­i­kon 1939-45, var kenn­ari við MR 1945-65, pró­fess­or í landa­fræði og for­stöðumaður landa­fræðideild­ar há­skól­ans í Stokk­hólmi 1950-51 og 1953 og pró­fess­or í jarðfræði og landa­fræði við HÍ frá 1968, vann við jökla- og eld­fjall­a­rann­sókn­ir hér á landi frá 1945 og flutti fjölda fyr­ir­lestra víða um heim.
 

Sig­urður var einn virt­asti vís­indamaður Íslend­inga. Hann gerði gjósku­lag­a­rann­sókn­ir að mik­il­væg­um þætti í forn­leifa­fræði. Skömmu eft­ir lát hans ákváðu Alþjóðasam­tök um eld­fjalla­fræði (IA­VCEI) að heiðra minn­ingu hans með því að kenna æðstu viður­kenn­ingu sína við hann. Hann var virk­ur nátt­úru­vernd­armaður, formaður Hins ís­lenska nátt­úru­fræðifé­lags, rit­stjóri Nátt­úru­fræðings­ins, starfaði í Jökla­rann­sókn­ar­fé­lag­inu, sat í stjórn Nor­rænu eld­fjalla­stöðvar­inn­ar, Nátt­úru­vernd­ar­ráði, formaður Jarðfræðafé­lags­ins og for­seti Ferðafé­lags Íslands. Hann var glaðsinna og prýðilega hag­mælt­ur, samdi fjölda vin­sælla söng­texta, svo sem Þórs­merk­ur­ljóð, Vor­kvöld í Reykja­vík og Að lífið sé skjálf­andi lítið gras. Þá þýddi hann texta eft­ir Bellm­an, gaf út bók um hann og tók þátt í starf­semi Vísna­vina.
 

Sig­urður lést 8. febrúar 1983.

 

Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður.

07.01.2018 10:12

Guðmundur ráðinn verkefnastjóri Biblíufélagsins

 

 

Eyrbekkingurinn Guðmundur Brynjólfsson djákni til hægri.

Les hér úr helgri bók í Hjallakirkju sunnudaginn 7. maí 2017. 
Séra Baldur Kristjánsson fylgist með.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Guðmundur ráðinn verkefnastjóri Biblíufélagsins

 

Elsta starfandi félag landsins, Hið íslenska Biblíufélag, hefur ráðið Eyrbekkinginn Guðmund S. Brynjólfsson djákna og rithöfund sem verkefnastjóra félagsins, en átta sóttu um stöðuna.

 

Í starfinu mun Guðmundur kynna Biblíuna og menningarleg og trúarleg áhrif hennar í þjóðlífinu, sjá um daglegan rekstur félagsins og útbreiða Orðið. Hann mun halda utan um safnanir fyrir systrafélög í þróunarlöndunum, halda fyrirlestra, sjá um ýmis konar útgáfu til kynningar á ritningunni og annað það sem til fellur og stjórn felur honum. 

 

Guðmundur hefur yfirgripsmikla þekkingu á Biblíunni bæði frá guðfræðilegu og bókmenntafræðilegu sjónarhorni. Guðmundur hefur próf í guðfræði/djáknafræðum, sem og B.A. gráðu og meistarapróf í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands. Auk meistaraprófs í leiklistarfræðum frá Royal Holloway University of London.

 

Guðmundur hefur sinnt stundakennslu við bæði Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands og einnig unnið að fræðistörfum á sínum sérsviðum. Hann er höfundur margra bóka og hefur hlotið Íslensku barnabókaverðlaunin og unnið til Grímuverðlauna sem leikskáld. 

 

Hann mun eftir sem áður þjónusta Þorlákshafnarprestakall sem djákni í 50% starfshlutfalli en verkefnastjórastaðan hjá Biblíufélaginu er einnig 50%. Guðmundur hefur þegar tekið til starfa.

 

 
Skráð af Menningar-Staður.

07.01.2018 08:48

Mugison fær listamannalaun í heilt ár

 

 

Örn Elías Guðmundsson, - Mugison.

 

Mugison fær listamannalaun í heilt ár

 

Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, er í hópi þeirra tónskálda sem fá listamannalaun í heilt ár. 
Úthlutunarnefndir Launasjóðs listamanna hafa lokið störfum vegna úthlutana listamannalauna árið 2018. Þær starfa skv. lögum (57/2009) og reglugerð (834/2009) um listamannalaun, þar sem kveðið er á um að allar umsóknir fái sanngjarna umfjöllun.

Til úthlutunar eru 1.600 mánaðarlaun, sótt var um 9.053 mánuði. Árangurshlutfall sjóðsins er því 18%, ef reiknað er eftir mánuðum. Alls bárust 852 umsóknir um starfslaun frá einstaklingum og hópum. Umsækjendur voru samtals 1.529. Úthlutun fengu 369 listamenn.

Starfslaun listamanna eru 377.402 kr. á mánuði samkvæmt fjárlögum 2018. Um verktakagreiðslur er að ræða. 

 

Listann í heild má nálgast hér. 
Skráð af Menningar-Staður

06.01.2018 11:26

Hátíðahöld á þrettándanum á Selfossi

 

 

Hátíðahöld á þrettándanum á Selfossi

 

Jólin verða kvödd á Selfossi með glæsilegri þrettándagleði laugardaginn 6. janúar.

Gleðin verður með hefðbundnu sniði og sér Ungmennafélag Selfoss um framkvæmdina.

Að vanda verður farin blysför frá Tryggvaskála kl. 20:00 að brennustæði á tjaldstæði Gesthúsa þar sem kveikt verður í þrettándabálkesti.

 

Jólasveinarnir kveðja og álfar og tröll mæta á svæðið. Þá verður glæsileg flugeldasýning í umsjón félagsins með stuðningi Björgunarsveitar Árborgar.

 

Gaman væri að sjá sem flesta bæjarbúa í trölla-, álfa eða jólasveinabúningum.

 

Þeim sem taka þátt í blysförinni er bent á bílastæði við Ráðhúsið, Krónuna og Hótel Selfoss. Nokkur bílastæði eru við Austurveg en á leið göngunnar að brennustæðinu er fjöldi góðra bílastæða við leikskólann Álfheima og Vallaskóla, við Sundhöll Selfoss og Fjölheima. Vegna blysfararinnar lokast Engjavegur frá Reynivöllum að Rauðholti og er fólki bent á að leggja í nálæg bílastæði. Má nefna að mikill fjöldi bílastæða er við íþróttahúsið Iðu og Fjölbrautaskóla Suðurlands auk góðra bílastæða við leikskólann Hulduheima. Þá eru og bílastæði við Selið en eins og áður segir er mælst til þess að bílum sé ekki lagt við Engjaveg á milli Reynivalla og Rauðholts.

 

Þar sem fjöldi ungra barna sækir þrettándagleðina er þeim tilmælum beint til fólks að vera ekki með flugelda nærri blysförinni eða við brennuna.

 

Fólk er hvatt til að fylgjast með fréttum ef veðurspáin lítur illa út.


Skráð af Menningar-Staður