Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2018 Janúar

06.01.2018 08:34

Merkir Íslendingar - Skúli Thoroddsen

 

 

 

Merkir Íslendingar - Skúli Thoroddsen

 

Skúli Thoroddsen sýslumaður og alþm. fæddist á Haga á Barðaströnd 6. janúar 1859, sonur Jóns Thoroddsen, skálds og sýslumanns, og k.h., Kristínar Ólínu Þorvaldsdóttur húsfreyju.
 

Skúli var einn af fjórum Thoroddsenbræðrum sem misstu föður sinn ungir frá skuldugu búi hans en komust þó allir til mennta vegna seiglu móður sinnar og með góðri hjálp frá mági hennar, Jóni Árnasyni þjóðsagnasafnara. Hinir bræðurnir sem allir urðu þjóðþekktir, hver á sínu sviði og komust í góðar álnir, voru Þorvaldur, dr.phil. náttúrufræðingur í Reykjavík og Kaupmannahöfn; Þórður, læknir og alþm. í Keflavík og Reykjavík, faðir Emils tónskálds, og Sigurður, landsverkfræðingur og yfirkennari Menntaskólans, faðir Gunnars Thoroddsen forsætisráðherra.
 

Eiginkona Skúla var Theodóra Thoroddsen skáldkona og er frá þeim kominn fjöldi alþm. og annarra þjóðþekktra einstaklinga.
 

Skúli lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1879 og embættisprófi í lögfræði frá Hafnarháskóla 1884. Hann varð bæjarfógeti og sýslumaður á Ísafirði 1884, var vikið frá um stundarsakir vegna Skúlamálsins svo kallaða 1892 sem að upphafi var vegna mannsláts á Klofningsheiði milli Önundarfjarðar og Súgandafjarðar. Skúli fékk lausn frá störfum á eftirlaunum þremur árum síðar.
 

Skúli rak verslun á Ísafirði 1895-1915, var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Ísfirðinga 1888-1901, stofnaði og var ritstjóri Þjóðviljans frá 1886, var sjálfseignarbóndi og starfrækti prentsmiðju á Bessastöðum á Álftanesi 1901-1908 en var búsettur í Reykjavík frá 1908.
 

Skúli var alþm. Eyfirðinga 1890-92, Ísafjarðarkaupstaðar 1892-1903 og Norður-Ísafjarðarsýslu 1903-1916 og forseti Sameinaðs Alþingis 1909-11. Hann var í hópi áhrifamestu stjórnmálamanna Heimastjórnartímabilsins, eindreginn málsvari Landvarnarmanna og sjálfstæðismanna eldri og sá fulltrúi Sambandslaganefndarinnar 1907 sem hafnaði Uppkastinu sem þjóðin síðan hafnaði í sögulegum kosningum 1908.
 

Meðal afkomenda Skúla THoroddsen er Katrín Jakobsdóttir, núverandi forsætisráðherra Íslands.
 

Skúli lést 21.maí 1916.


Morgunblaðið - Merkir Íslendingar.


Skráð af Menningar-Staður.

05.01.2018 07:03

Þurfa að gera betur í markaðsmálum bænda

 

 

Ásmundur Friðriksson, alþingismaður.

 

Þurfa að gera betur í markaðsmálum bænda

 

• Fundað um lambakjöt á Hellu á laugardag • Boðið í veislu
 

Markaðsmál sauðfjár­bænda verða í brenni­depli á fundi sem hald­inn verður í íþrótta­hús­inu á Hellu á morg­un, 6. janú­ar. Lamba­kjöt er verðmæt vara er yf­ir­skrift fund­ar­ins sem Ásmund­ur Friðriks­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suður­kjör­dæmi, stend­ur að en marg­ir eru með í mál­inu, svo sem bænd­ur í héraði, IKEA, Kjöt­komp­aníið og Markaðsráð kinda­kjöts. „Við þurf­um að nálg­ast mál­in af bjart­sýni því ef rétt er á mál­um haldið eru mik­il tæki­færi í ís­lensk­um land­búnaði. En það má gera bet­ur á markaðinum, sam­an­ber að nú koma tvær millj­ón­ir ferðamanna til lands­ins á ári en sal­an á lamba­kjöt­inu eykst ekki. Ein­hversstaðar eru ónýtt tæki­færi,“ sagði Ásmund­ur í sam­tali við Morg­un­blaðið.

 

Efla ný­sköp­un

Vandi sauðfjár­bænda komst í frétt­irn­ar síðastliðið haust þegar slát­ur­leyf­is­haf­ar gáfu út að skerða þyrfti afurðaverð til bænda vegna mik­illa óseldra birgða. Rétt fyr­ir ára­mót samþykkti Alþingi til­lögu um að verja 665 millj­ón­um króna til að koma til móts við sauðfjár­bænd­ur, en stuðning­ur við hvern og einn bygg­ist á ýms­um for­send­um.

 

Hluti af aðgerðunum felst síðan í ný­sköp­un og vöruþróun. Í því efni seg­ir Ásmund­ur Friðriks­son áhuga­vert að horfa til þess góða ár­ang­urs sem hafi náðst. Í versl­un IKEA í Garðabæ selj­ist nú til dæm­is lambaskank­ar og lok­ur með lamba­kjöti afar vel – og lambafita sé notuð tl þess að steikja klein­ur sem selj­ist vel. Þá sé Jón Örn Stef­áns­son í Kjöt­komp­aní­inu í Hafnar­f­irði að gera góða hlut og selji kótelett­ur sem seld­ar eru á 5.990 kr. kílóið. Þeir Ásmund­ur og Jón Örn muni segja frá þess­ari markaðssetn­ingu á Hellufund­in­um, sem sé mjög áhuga­vert mál.

 

Snert­ir alla bænd­ur

„Efni fund­ar­ins snert­ir alla bænd­ur, ekki bara þá sem eru með sauðfé held­ur líka þá sem eru með nauta- og svína­kjöt, kart­öfl­ur og græn­meti. Suður­landið er stærsta land­búnaðarsvæði lands­ins og hér eru mik­il­væg mál til um­fjöll­un­ar,“ seg­ir Ásmund­ur um fund­inn sem lýk­ur á því að öll­um er boðið í veislu. Því þarf fólk að skrá sig fyr­ir­fram á vefn­um bbl.is en þegar hafa 300 manns stimplað sig inn.

Morgunblaðið.


 

 
Skráð af Menningar-Staður

04.01.2018 17:30

Gleðilegt nýtt ár

 

 

 

Gleðilegt nýtt ár.

 

Vestfirska forlagið óskar Dýrfirðingum heima og heiman sem og öllum vinum og velunnurum farsældar á nýja árinu með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem liðið er.

Á árinu 2017 komu út 8 bækur hjá Vestfirska forlaginu. Þökkum öllum í þeim stóra hópi fólks sem skipa metnaðarfulla áhöfn forlagsins og öllum hinum fjölmörgu sem komu að mannlífs- og menningarlegri starfseminni forlagsins með einum eða öðrum hætti á árinu 2017 sem og fyrri árum.

Vestfirska forlagið að Brekku á Þingeyri.

 

Hallgrímur Sveinsson, Þingeyri
Björn Ingi Bjarnaosn, Eyrarbakka


 

 
 

.

.Skráð af Menningar-Staður.

01.01.2018 10:02

Gleðilegt nýtt ár

 

 

 

Gleðilegt nýtt ár

 

Gleðilegt nýtt ár

Þökkum liðin ár
                            

                   Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka
                                       
                                  Menningar-Staður

 

                                  Alþýðuhúsið á Eyrarbakka
                                

                                  Vinir alþýðunnar


 
Skráð af Menningar-Staður.